Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 37 Minning: Stefán Stefánsson — Móskógum Stefán Stefánsson frá Móskóg- um, fyrrv. forstjóri Sjúkrasam- lags Siglufjarðar, lézt í Borgar- spítalanum í Reykjavík 24. janúar sl. Hann var yngstur sjö barna hjónanna í Móskógum í Fljótum norður, Margrétar Kjartansdóttur og Stefáns Jóhannssonar, sem lengi var formaður þar meðan sjór var sóttur úr Fljótum og oddviti Fljótamanna um árabil. Stefán Stefánsson fæddist 5. desember 1905 og var því 78 ára er hann lézt. Eftir lifa tvö systkinanna frá Móskógum: Jóhann Stefánsson, fyrrv. togaraskipstjóri, búsettur í Reykjavík, og Sigríður Stefáns- dóttir, ekkja Friðbjarnar Níels- sonar, kaupmanns og síðar bæj- argjaldkera í Siglufirði. Margrét, móðir Stefáns, var Kjartansdóttir Jónssonar, bónda að Hraunum í Sléttuhlíð, en kona hans og móðir Margrétar hét Sig- ríður Stefánsdóttir, ættuð úr Svarfaðardal í Eyjafirði. Stefán, faðir hans, var Jóhannsson Jóns- sonar, sem bjó að Ulugastöðum í Flókadal og viðar í Fljótum, en kona hans og móðir Stefáns var Soffía Jónsdóttir, ættuð frá Þor- valdsstöðum í Svarfaðardal. Stefán Stefánsson ólst upp í for- eldrahúsum, Móskógum í Fljótum, sem hann og systkini hans sum kenndu sig gjarnan við, til 15 ára aldurs. Þá fluttist hann í Siglu- fjörð til systur sinnar, Sigríðar, og manns hennar, Friðbjarnar Ní- elssonar, sem þá rak umfangs- mikla verzlun þar á staðnum. Þar var og til húsa fósturdóttir Sigríð- ar og Friðbjarnar, Kristrún Jó- hannsdótir, sem síðar varð eigin- kona Stefáns. Stefán og Dúdú, eins hún var alltaf kölluð, gengu í hjónaband 10. júní 1934. Dúdú lézt 30. ágúst 1982. Þeim varð tveggja barna auðið, Skjaldar og Brynju, sem síðar verður getið. Stefán frá Móskógum var góð- um gáfum gæddur, bókelskur og víðlesinn, og aflaði sér víðfeðmrar þekkingar og menntunar, þó ekki væri langskólagenginn, sem settu mark sitt á hann til enda ævidags. Hann hóf ungur störf við verzlun mágs síns og systur, sem raunar voru honum sem fósturforeldrar frá því hann kom á þeirra heimili. Verzlunar- og skrifstofustörf urðu síðan hans starfsvettvangur, en lengst starfaði hann sem forstjóri Sjúkrasamlags Siglufjarðar. Kunnastur er Stefán frá Mó- skógum þó sem hagyrðingur. Vís- ur hans urðu snemma landfleygar og báru vitni skáldæð, sem í brjósti hans bjó. Þær spegluðu allt í senn næmt skyn á skoplegar hliðar tilverunnar, kímnigáfu, bragfimi og hlýtt hjarta. Þær munu lifa á vörum fólks um lang- an aldur. Stefán frá Móskógum var bund- inn Skagafirði og Siglufirði sterk- um böndum. Fyrr á tíð fór hann títt um Skagafjörð og þar átti hann víða vini. Hann var hesta- maður góður, átti lengi góðhesta, sem báru hann um sveitir, sem hann unni, og hálendið, sem heill- aði hann. Heimili þeirra Dúdúar og Stefáns var og einkar hlýlegt, enda húsmóðirin listræn og smekkvís, og húsbóndinn fjölfróð- ur og skemmtilegur. Þangað var gott að koma og þaðan fóru flestir bjartsýnni á tilveruna. Dúdú og Stefán störfuðu bæði af lífi og sál í samtökum sjálfstæðis- fólks í Siglufirði. Það var aldrei svo annasamt í þeirra ranni að ekki gæfist tóm til að leggja Sjálfstæðisflokknum lið. Og fáar vóru þær kosningar fyrr á tíð sem þau hjón komu ekki við sögu und- irbúnings og framkvæmdar. Þá starfaði Stefán lengi og vel í Rot- aryklúbbi Siglufjarðar. Dúdú og Stefán eignuðust tvö börn, sem fyrr segir, Skjöld og Brynju. Skjöldur er bankaútibús- stjóri í Búðardal, kvæntur Sigríði Kristínu Árnadóttur. Þeirra börn eru Pálína, hjúkrunarfræðingur, gift Hafliða Kritinssyni kennara í Reykjavík; Stefán lögfræðingur og fulltrúi skattstjóra i Reykjavík, maki Ingibjörg Eggertsdóttir frá Kvennabrekku; Árni óttarr, mjólkurfræðingur í Búðardal, ókvæntur; og Skjöldur Orri, í heimahúsum. Brynja er gift Kjartani Einarssyni, skattend- urskoðanda í Siglufirði, þau eiga þrjár dætur: Herdísi, hjúkrunar- fræðing, gifta Guðmundi Þór Ax- elssyni lækni í Reykjavík; Krist- rúnu, hjúkrunarnema í Reykjavík, og Ásu Fríðu í heimahúsum. Þegar ég kveð Stefán móður- bróður minn er margs að minnast og margt að þakka. Það var einkar kært með móður minni, Sigríði, og þeim hjónum, Dúdú og Stefáni, sem hún tók ung undir sinn vernd- arvæng. Sá kærleikur náði til okkar, mín og systkina minna. Nú hafa þau bæði, Dúdú og Stefán lagt upp í þá ferð, sem okkur er öllum gert að fara. Megi þau hafa góða ferð og heimkomu. Stefán Friðbjarnarson Gunnar Gunnarsson, Ijósmyndari, og Pétur Melsteð, útgefandi og Ijós- myndari, í hinni nýju aðstöðu sinni. Tímaritið „Hár og fegurð“ opnar stúdíó „TÍMARITIÐ „Hár og fegurð" hefur opnað studíó að Skúlagötu 54, til að geta sinnt verkum sín- um betur,“ segir í frétt frá fyrir- tækinu. Stúdíóið verður nefnt Stúdíó 54 og verður jafnframt leigt út. MetsöhiHadá hverjwn degi! NOKKUR DÆMI UM VERÐ: Herraskyrtur 199 Kvenúlpur . 1995" 1595 Peysur 395 Kvenúlpur . J365~ 995 Flannel buxur herra .... 495 Drengjaúlpur .1495- 945 Denim-buxur herra .... £9r 399 Bama -flauelsbuxur ..299- 199 Kuldajakkar herra ... J69er 995 Bama-blússur ..^279' 199 Skídasamfestingar ... 0590- 990 Ungbamanáttfatnaður .... ..^99^ 129 Skíöavesti ^ocr 690 Handklæði ....Æ5- 39 Æfingagallar J69T 395 Dúkar .. 29a 299 Kven-kuldaskór ... 1290" 790 Hillu-lampar ....^9r 59 Inniskór 175 Mini Spot lampar ..yær 120 Götuskór herra J895^ 495 Vegglampar ..^350T 199 Bama-skíðasett ... J75eri090 Pendant-lampar,4litir .... 299 Vetrar-sokkabuxur .... jzœ' 169 Polytex málning 10 Hr. dós . 4955“ 844 Kven -nærbuxur. bómull og lycra 39 Höfum fengið tölvuúr á frábæm verði: Samfestingarkvenna ... ...>495- 845 Dömuúr Verðfrá 150 Gallabuxur kvenna ^755"“ 495 Herraúr Verð frá 190 þeqar við seqjum útsaki - pá meinum við útsala Leikföng Hljómpiötur Búsáhöld ýmiskonar Verkfærí alk ad 40% afsláttur. alft að 50% afsláttur. allt að 40% afsláttur. alft að 40% afsláttur. V/SA AUKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐSUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.