Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Reykjavíkurskákmótið hefst í dag:
Reshevsky kom með
eigin matarbirgðir
BANDARÍSKI gyðingurinn Sam
uel Reshevsky kom klyfjaður til
landsins þegar hann mætti til leiks
á Reykjavíkurskákmótið, sem
hefst á Hótel Lortleiðum klukkan
17 í dag. Hann hafði í fórum sínum
eigin matarbirgðir. Ekki það að
Reshevsky treysti ekki íslenzkum
kokkum. „Ég vil gjarna borða mat
sem ég á að venjast," sagði Resh-
evsky í stuttu spjalli við Mbl. á
Hótel Loftleiðum í gær.
Reshevsky teflir ekki á laug-
ardógum vegna trúar sinnar.
„Ég mun tefla eftir sólarlag á
laugardögum, svo ekki þarf að
hnika miklu til," sagði hann í
gaerkvóldi. Samuel Reshevsky er
einn af kunnustu skákmónnum
20. aldarinnar — eitt af undra-
börnum skáksögunnar. Hann
náði vart upp fyrir borðbrún,
þegar hann telfdi fjöltefli sex
ára gamall og lagði flesta and-
staeðinga sína. Fæddist í Pól-
landi og flutti ungur til Banda-
ríkjanna.
Nú er hann hingað kominn í
fyrsta sinn, 72 ára gamall.
Hvaða vonir bindur þessi aldni
meistari við frammistóðu sína.
„Ég er í góðu líkamlegu og and-
legu formi. Úrslit skipta ekki
mestu máli — hvort ég stend
uppi sem sigurvegari eða verð að
iúta í lægra haldi. Jú, ég tefli
ánægjunnar vegna," sagði Sam-
uel Reshevsky.
Mornunblaðifl/Ól.K.M.
„Ég tefli ánægjunnar vegna,"
sagði Samúel Reshevsky, sem nú
er 72 ára gamall.
Þarf að draga mikiö úr
veiðum á Grænlandsmiðum
- segir dr. Sigfús A. Schopka um tillögur Efnahagsbandalagsins
„ÞAÐ ER augljóst, að fiskveiðar við
Grænland geta haft nokkur áhrif á
fiskveiðar okkar íslendinga. Karfa-
og grálúðustofnarnir eru hinir sömu
og auk þess er sannað, að þorskstofn-
arnir við Austur- og Vestur-Grænland
ganga hingað á i'slandsmið. 1980 og
1981 komu t.d. hingað göngur af því
hafsvæði og höfðu áhrif á okkar veið-
ar," sagði dr. Sigfús A. Schopka,
fiskifrædingur, í samtali við Mbl. í
gærkvöldi um tillögur Efnahags-
bandalags Evrópu um veiðar við
Grænland.
Sigfús sagði að tillögur EBE um
44 þúsund tonn af karfa og 3.000
tonn af grálúðu gerðu ekki ráð
fyrir mjög aukinni veiði þeirra við
Grænland, en ef miða ætti við tii-
lögur Alþjóða hafrannsóknaráðs-
ins þyrfti að draga mikið úr veiðum
á þessum stofnum. „Karfastofn-
arnir við A-Grænland eru taldir
vera þeir sömu og við veiðum úr,"
sagði Sigfús, „og afli úr þessum
karfastofnum hefur farið langt
fram úr því, sem Alþjóða hafrann-
sóknaráðið hefur talið æskilegt.
Karfaaflinn 1982 var alls um 170
þúsund tonn, þar af veiddum við
um 115 þúsund tonn, en ráðið legg-
ur til að ekki verði veidd nema 105
þúsund tonn í ár. Ef svo mikið er
Háseti lést eftir
slys í Rauðanúpi
líaufarhofn, 13. febrúar.
UM klukkan 11 á laugardagsmorgun-
inn varð banaslys um borð í Rauða-
núp [rá Raufarhöfn er hann var á
veiðum á Papagrunni í vonskuveðri.
Tildrög slyssins voru þau, að aöfara-
nótt laugardags missti skipið trollið
og á laugardagsmorgun var hafist
handa um að útbúa nýtt troll eftir að
séð varð að hitt næðist ekki.
Þegar hífa átti varatrollhlera út
í rennu fékk skipið á sig hnút. Vatt
þá skipið undan til stjórnborða, en
Ingi Viðar Ásgeirsson, háseti, var
að vinna við toghlera. Þegar hann
ætlaði að forðast þessa hættu varð
hann fyrir hinum toghleranum, og
klemmdist undir honum. Strax var
stefna sett á land og haft samband
við lækni. Og í samráði við lækni
Samvinna
um verndun
fiskistofna
- segir Hans G. Andersen
„Hafréttarsáttmálinn gerir ráð tyt'w
því, að tvær þjóðir eins og íslendingar
og Grænlendingar skuli hafa með sér
samvinnu um verndun fiskistofna,"
sagði Hans G. Andersen, sendiherra, í
samtali við Morgunblaðið.
Um fiskveiðar sagði Hans G.
Andersen aðspurður, að þær væru
bundnar samningum þjóða í mill-
um. Ekki væri til sérstakur samn-
ingur milli Islendinga og Græn-
lendinga, en þar ættu aðilar að fara
eftir ákvæðum samningsins um
Norðvestur-Atlantshafið.
tekið úr stofninum getur stefnt til
hins verra."
Hann sagði að sömu sögu væri að
segja af grálúðu. Ráðið hefði mælt
með að kvótinn fyrir 1983 yrði 24
þúsund tonn en Islendingar einir
hefðu veitt langt í 30 þúsund tonn.
„Ég fæ ekki séð að EBE sé að fara
fram á mikla aukningu en það fer
ekkert á milli mála, að það þarf að
fara varlegar á Grænlandsmiðum
en gert hefur verið.
Þorskstofninn við Austur-
Grænland hefur dregist ört saman
á undanförnum árum og miðað við
ástand stofnsins verður að draga
enn frekar úr veiðunum til að koma
í veg fyrir áframhaldandi ofveiði.
Samkvæmt opinberum tölum var
þorskaflinn við A-Grænland innan
við tíu þúsund tonn á árunum
1981—1983 en talið er að aflinn
hafi verið mun meiri, eða allt að 27
þúsund tonn 1982 og 13 þúsund
tonn 1983.
Hvað varðar miðin við vestur-
strönd Grænlands, þá er það veru-
legt atriði fyrir okkur, að fisk-
verndaraðgerðir þar takist, þvf við
njótum gangna, sem koma þaðan,
eins og ég gat um áðan," sagði dr.
Sigfús Schopka.
Ingi Viðar Ásgeirsson
var ákveðið að sigla til Norðfjarð-
ar. A leiðinni í land hafði Ingi Við-
ar meðvitund af og til og talaði þá
við skipsfélaga sína. Ferðin til
Norðfjarðar gekk vel. Áætlaður
komutími þangað var klukkan 20,
en Rauðinúpur var kominn til
Norðfjarðar klukkan 18.20.
Þá var hinn slasaði strax fluttur
í sjúkrahús í Neskaupstað en þar
lést hann laust eftir klukkan 19.
Ingi Viðar Ásgeirsson var 26 ára
gamall, búsettur á Raufarhöfn.
Hann lætur eftir sig konu og tvö
börn. Sjópróf fóru fram á Neskaup-
stað klukkan 20 á laugardagskvöld
og lauk um miðnætti. Þá lagði
Rauðinúpur af stað til Raufarhafn-
ar. Kom þangað um hádegi á
sunnudag. Skipið hafði aflað 65 til
70 tonna af fiski.
Gildandi loðnuverði sagt upp:
Nauðsynlegt vegna
markaðsverðsins
- segir framkvæmdastjóri SR
LOÐNUVERÐI, sem í gildi hefur
verið, var um helgina sagt upp af
hálfu kaupenda. Var það gert vegna
lækkandi markaðsverðs, bæði á
mjöli og lýsi. Kaupendur telja því
ekki grundvöll fyrir því að greiða
óbreytt verð og sagði Jón Reynir
Framfærslu-
vísitala hækk-
ar um 0,65%
- Verðbólguhraðinn um 8,1%
KAUPLAGSNEFND hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar miðað
við verðlag í byrjun febrúar og reynd-
ist hún vera 396,99 stig. Hafði hún
hækkað frá útreikningi miðuðum við
verðlag í janúarbyrjun um 0,65%, en
þá var vísitalan 394,44 stig.
Framreiknuð hækkun vísitölu
framfærslukostnaðar næstu tólf
mánuði, eða verðbólguhraðinn á
þessum tímapunkti, er taeplega
8,1%. Hækkun vísitölu framfærslu-
kostnaðar milli mánaðanna des-
ember og janúar var 0,72%, sem
jafngilti um 9% verðbólguhraða.
í frétt Hagstofu íslands segir, að
í febrúarbyrjun hafi komið til
framkvæmda 25% hækkun á hita-
veitutöxtum í Reykjavík, sem hafi
valdið um 0,64% hækkun vísitöl-
unnar.
Magnússon, framkvæmdastjóri Sfld-
arverksmiðja ríkisins, í samtali við
Morgunblaðið, að því hefði verið
nauðsynlegt að segja verðinu upp.
Fréttin um aukningu á loðnuveiðum
hefði ekki getað komið á verri tíma.
Jón Reynir sagði ennfremur, að
markaðsverð hefði farið lækkandi
að undanförnu, fituinnihald loðn-
unnar minnkandi og eftirspurn
minnkandi. Því væru fréttir um
aukningu veiða helzt til að lækka
markaðsverðið. Um þessar mundir
væri markaðsverð um 7,05 dollar-
ar á próteineiningu mjöls en hefði
verið um 7,5 dollarar er verðlagn-
ingin hér heima hefði verið ákveð-
in í janúar. Þá hefði lýsislestin
síðast selzt á 425 dollara en verið á
470 í janúar. Verðið virtist enn á
niðurleið og væri nú talað um
próteineiningu mjöls undir 7 doll-
urum og lýsislestina undir 400
dollurum.
Verðið, sem ákveðið var í janú-
ar, var 900 krónur á lestina miðað
við 8% fituinnihald og 16% fitu-
frítt þurrefnisinnihald. Enn hefur
verð á loðnuhrognum hér heima
ekki verið ákveðið, en samið hefur
verið um sölu 3.000 lesta af hrogn-
um til Japan. Talsvert umfram-
framboð er nú á loðnuhrognum í
Japan og í samningum SH þar var
samkomulag um hugsanlega verð-
lækkun, sem tæki þá mið af verð-
tilboðum Norðmanna, sem ætluðu
sér að selja verulegt magn hrogna
til Japan.
Langfari fór út af flugbraut:
Þotan reyndist
í fullkomnu lagi
- Bremsuskilyrði reyndust verri eftir
lendingu en fyrir hana
RANNSÓKN stendur enn yfir £ ástæðu og tildrögum þess, að Flugleiðaþotan
Langfari fór út af flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli síðdegis á sunnudaginn
við komuna til landsins frá Luxemborg. Um borð í vélinni voru 228 farþegar og
átta manna áhöfn. Engan sakaði og vélin skemmdist ekkert. Hún flaug áfram
til Chicago laust fyrir kl. 01 í fyrrinótt, skv. upplýsingum Sæmundar Guðvins-
sonar, blaðafulltrúa Flugleiða.
Skömmu áður en þotan lenti kl.
16.35 var flugbrautin bremsumæld
og reyndust hemlaskilyrði vera í
meðallagi, skv. upplýsingum sem
Mbl. aflaði sér í gær. Lendingin
gekk eðlilega fyrir sig en þegar
hjólahemlum var beitt rann vélin
stjórnlaust áfram og stöðvaðist
ekki fyrr en hún var komin um 30
metra út á malarborið öryggissvæði
við brautarendann.
Eftir óhappið var brautin
bremsumæld á nýjan leik og kom
þá í ljós, að bremsuskilyrði höfðu
versnað nokkuð. Brautin hafði verið
rudd skömmu áður en þotan lenti
og leiddi sérfræðingur, sem Mbl.
ræddi við í gær, að því getum að
eftir að hálfblautum snjónum hafði
verið mokað af brautinni hafi frosið
skyndilega. „Þetta getur gerst eins
og hendi sé veifað, jafnvel á örfáum
mínútum," sagði hann.
Þotan var dregin upp að flug-
stöðvarbyggingunni, hemlar reynd-
ir, hreyflar „keyrðir upp" og allar
aðra'r nauðsynlegar athuganir gerð-
ar. Kom ekkert athugavert í ljós og
var þotunni flogið áfram vestur um
haf eftir 6—7 stunda seinkun.
Farþegarnir voru hinir rólegustu
þegar óhappið átti sér stað. Þeir,
sem ætluðu að halda áfram tií
Bandaríkjanna voru fluttir til
Reykjavíkur á meðan beðið var og
dvöldu þeir í góðu yfirlæti á Loft-
leiðahótelinu. Flugstjóri í þessari
ferð var Daníel Pétursson.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst Mbl. ekki í gær að ná tali af
Skúla Jóni Sigurðarsyni, forstöðu-
manni Loftferðaeftirlitsins, sem
annast rannsóknina.
Helgi         Langfari utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli i sunnudaginn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48