Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
15
Júlíana Sveinsdóttir og greinarhöfundur fyrir 37 árum og 50 pundum.
sem er veitingahús frá 1899. Veðr-
ið var unaðslegt, sólskin og sást
vel yfir til Svíþjóðar, en kráin er
byggð á sjávarkambi við Eyrar-
sund. Hvarvetna var fólk í göngu-
túrum, skokktúrum eða reiðtúr-
um.
Smáflokkakerfið
er ótækt
Smáflokkakerfið hér í Dan-
mörku gerir stjórnmálamönnum
ákaflega erfitt fyrir að stjórna
landinu, enda gerir þingræðiskerf-
ið ráð fyrir tveggja flokka kerfi,
svo sem tíðkast í Bretlandi og
Bandaríkjunum. 1 þessu sambandi
koma mér í hug ummæli Eysteins
Jónssonar, er hann ræddi frum-
varp Þjóðvarnarmanna á alþingi í
gamla daga, að afnema ætti eins-
og tveggjeyringa, að hann taldi
þetta ágætt frumvarp, en það
þyrfti að ganga miklu lengra, það
ætti að afnema pólitíska tveggj-
eyringinn líka. Það taka margir
undir orð Eysteins hér í Dan-
mörku og væri góð byrjun að
krefjast 5% af heildaratkvæða-
magni til þess að koma að þing-
manni. Þá mundu Danir e.t.v.
losna við trúð eins og Glistrup,
sem hefur verið á tíðum ferðalög-
um undanfarið á rútunni Kristi-
ansborg-Hörseröd-fangelsi. Hann
klykkti út á þinginu með að svara
blaðamanni sem spurði hann um
samanburð á stjórnmálamönnum
og afbrotamönnum: „Afbrota-
mennirnir eru heiðarlegri."
Gunnlaugur Blöndal
á uppboði
í dag á að bjóða upp málverk
eftir   Gunnlaug   Blöndal   hjá   P.
Herholdt Jensen-uppboðsfirmanu
í Hammerichsgade 14 hér í borg.
Myndin er olíumálverk 98x78 cm
og heitir „Kona við vaskafat".
Myndin er næst hæst metin 922
muna á uppboði þessu, aðeins
Keshanteppi er metið hærra, á
dkr. 40.000,00, meðan Blöndal er
metinn á dkr. 35.000,00. Ef að lík-
um lætur munu þeir listaverka-
kaupmennirnir Bárður Halldórs-
son á Akureyri, Guðmundur Ax-
elsson og Knútur Bruun bítast um
Blöndalsmyndina, nema einhver
Dani laumist til að bjóða í mynd-
ina, því stúlkan er fáklædd. Mynd-
in er á forsíðu mjög vandaðrar
sýningarskrár, sem við keyptum
okkur, er við fórum að skoða upp-
boðsmunina. Tvö önnur uppboðs-
firmu bjóða oft upp íslenskar
myndir, en það eru Kunsthallen og
Arne Bruun Rassmussen í Breið-
götu 33.
Nýhöfn 20
Nú fer að styttast í heimför, síð-
asti dagurinn er notaður til þess
að rifja upp gamlar endurminn-
ingar frá dvól minni hjá Júlíönu
Sveinsdóttur föðursystur minni,
en hjá henni dvaldi ég röska níu
mánuði 1947—8, ýmist í sumarbú-
stað hennar í Horneby á Sjálandi,
eða í Nýhöfn 20, þar sem hún hafði
lengi búið og bjó til dauðadags,
1966. Á þeim árum var hin dökka
hlið Nýhafnar í miklum blóma, en
það voru ójöfnu tölurnar í götunni
og nefndu Danir þá hlið „Den
uartige side". Þar réðu þeir félag-
ar Amor og Bakkus ríkjum og
heyrðist glaumur og gleði þaðan
fram undir morgun. En hinum
megin við kanalinn, þar sem hinar
jöfnu tölur Nýhafnar voru á hús-
unum, bjó settlegt fólk eins og
Einar Nörby óperusöngvari og
Githa Nörby dóttir hans, hin
kunna leikkona, i nr. 10, en Júlí-
ana eins og fyrr segir í nr. 20. Þeg-
ar nær dró Kongens Nytorv okkar
megin fór menningin öll að færast
í aukana, Charlottenborgarsýn-
ingarsalurinn fyrst, en síðan sjálf-
ur Listaháskólinn á horninu. í
báðar þessar byggingar kom ég oft
með Júllu frænku, því hún var í
sýningarnefnd hjá Charlotten-
borg, en í Akademíráðinu hjá
Listaháskólanum. Oft var litið inn
hjá Riseby prófessor, þar sem
hann vann að mosaikmyndum sín-
um og var stórfróðlegt að sjá þau
vinnubrögð.
En nú er hún Snorrabúð stekk-
ur, ostaheildsalar hafa hreiðrað
um sig í gömlu Nýhöfn 20, söngv-
arnir að mestu þagnaðir frá krán-
um, harmoníkan í nr. 41 líklegast
sprungin, en mest fer fyrir rútum
með erlenda ferðamenn í skoðun-
arferðum. Ef næmur maður geng-
ur um ganga Nýhafnar 20, þá fer
ekki hjá því, að hann finni enn,
þrátt fyrir allt, anda H.C. Ander-
sen svífa þar yfir vótnum, en hann
bjó í húsi þessu árið 1835, er
fyrsta ævintýri hans birtist á
prenti.
Við hjónin höldum á brott úr
húsinu með þá tilfinningu, að ekk-
ert geti stóðvað ungan mann frá
Fjóni, sem kann að segja sögur,
eða unga stúlku frá Vestmanna-
eyjum, ef hún er list sinni og föð-
urlandi trú.
Leifur Sreinsson er lögfræðingur
og framkræmdastjóri í Keykjarík.
Jakob Kristinsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar á Bfldudal:
Kemur ekki til greina að
leigja Sölva Bjarnason
nema skipið landi af la sínum hér
„SAMKV/EMT samningum við eig-
endur togarans Sölva Bjarnasonar skal
skipio landa afla sínum hér. Því kemur
ekki til greina að leigja skipið til Út-
gerðarfélags Akureyringa nema því að-
ein.s að það landaði hér, en við yrðum
fegnir því, ef það vildi taka að sér að
gera skipið út og útvega okkur hráefni
í heilt ár," sagði Jakob Kristinsson,
framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar á
Bíldudal í samtali við Morgunblaðið.
Jakob óskaði einnig þess að koma
á framfæri eftirfarandi athugasemd:
„Vegna villandi skrifa Morgunblaðs-
ins þann 3. febrúar og 9. febrúar um
útgerð skuttogarans Sölva Bjarna-
sonar og viðskipti hans við Fisk-
vinnsluna hf. viljum við koma fram
með  eftirfarandi   athugasemdir  og
upplýsingar: „I upphafi árs 1980
fengu eigendur skipsins fyrir-
greiðslu hjá Byggðasjóði til að fjár-
magna eigið framlag í skipinu. Var
þessi fyrirgreiðsla veitt vegna lónd-
unarsamnings við Fiskvinnsluna hf.
til 6 ára. Vegna þessa samnings seldi
Fiskvinnslan tvo línubáta, sem fyrir-
tækið hafði gert út til að tryggja
frystihúsinu hráefni. í marz 1983
gafst Tálkni hf. upp á útgerð skips-
ins og var gripið til þess ráðs, að
Fiskvinnslan hf. tæki skipið á leigu
til þriggja mánaða, það er til byrjun-
ar júlí. Þessi samningur var síðan
framlengdur þar til Fiskveiðasjóður
íslands ætlaði að bjóða skipið upp 8.
nóvember 1983 og sögðu eigendur þá
upp  leigusamningnum  og kröfðust
pess að skipið yrði komið í höfnina á
Tálknafirði fyrir þann dag. Var það
gert og skipinu þar með lagt, ein-
göngu að ósk eigenda, en ekki vegna
þess að Fiskvinnslan hefði gefist upp
á útgerð skipsins. Siðan í nóvember
rrefur legið fyrir tilboð frá Fisk-
vinnslunni hf. um leigu á skipinu,
sem ekki var gengið að fyrr en 7.
febrúar 1984, þegar átti að bjóða
skipið upp að kröfu Fiskveiðasjóðs
fslands. Þann dag var undirritaður
samningur um leigu á skipinu til
ársloka þessa árs og fer skipið á
veiðar eftir nokkra daga. Hins vegar
hefur legið ljóst fyrir að löndunar-
samningur Tálkna hf. við Fisk-
vinnsluna hf. tryggði það, að Fisk-
vinnslan ætti rétt á aflamarki skips-
ins á árinu 1984 og væru Bílddæl-
ingar fegnir ef Útgerðarfélag Akur-
eyringa tæki að sér að skaffa okkur
hráefni í heilt ár."u
Wordstar
Ritvinnslukerfið Wordstar er tvímælalaust útbreidd-
asta ritvinnslukerfi sem fram hefur komið. Hérlendis
er það notað m.a. á Televideo tölvur.
Efni: Námskeiðið er að langmestu leyti í formi verk-
legra æfinga þar sem farið er í allar helstu skipanir
kerfisins og þær útskýrðar.
Tilgangur: Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að
vera færir um að nota Wordstar við ritvinnslu.
Leiðbeinandi.
Ragna Sigurðardóttir
Guðjohnsen.
Tími: 20.—21. febrúar.
Staður: Síðumúli 23, 3. hæð.
í^F. **
Ath. VR og SFR styrkja félagsmenn sína til þátttöku á
þessu námskiði. Vinsamlegast hafið samband við við-
komandi skrifstofur.
STJÓRNUNARFÉIA3
ivíSLANDS tíM,23
Utsala
Hressilegur ;
afsláttur á steinleir
40% afsláttur
á keramik, sem þegar hefur verið
lækkað áður vegna óverulegra galla.
25% afsláttur
á steinleir
40% afsláttur
á hvítu keramiki
Matar-kafifistell
20-40% afsláttur
Höfðabakka9,   S. 85411
Opiðfrá 13-18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48