Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Chernenko á fundi í stjórnarráði Kommúnistaflokksins. Hann situr fyrir miðið, en honum á hægri hönd er Andrei Gromyko utanríkisráðherra og á
vinstri hönd er Nikolai Tikhonov forsætisráðherra.
Chernenko, hinn nýi aðalritari sovéska kommúnistaflokksins:
Verður   hann   aðeins
leiðtogi skamma hríð?
Konstantin U. Chernenko, hinn
nýi aðalritari sovéska kommún-
istaflokksins, hefur varið allri ævi
sinni til starfa í þágu flokksins og
þykir maður sem á óvissutíma get-
ur sameinað hina ólíku skoðana-
hópa og valdaklíkur flokksins að
baki sér.
Það er hins vegar fundið
Chernenko til foráttu að þótt
hann hafi um nokkurt skeið ver-
ið í hópi helstu forystumanna
Sovétríkjanna þá skortir hann
reynslu af því að taka mótandi
ákvarðanir um stefnu og starfs-
hætti. Með það í huga, og hitt að
hann er 72 ára að aldri og hefur
verið heilsutæpur, hafa ýmsir
fréttaskýrendur orðið til þess að
spá því að valdatími hans verði
ekki langur og hann muni aðeins
gegna starfi aðalritara meðan
verið er að „stokka upp spilin" í
Kreml á ný.
Chernenko hefur setið í
stjórnmálaráði flokksins, og
gekk þar næstur Yuri Andropov
áður en hann féll frá. Hann
komst fyrst til verulegra áhrifa
á valdatíma Leoníds Bresnjefs,
en þeir voru samherjar í þrjá
áratugi.
Fylgismaður Bresnjefs.
Samstarf Chernenkos og
Bresnjefs hófst í Moldavíu er sá
síðarnefndi var aðalritari
kommúnistadeildarinnar þar;
Chernenko var þá áróðurs-
fulltrúi flokksins. Þegar Bresnj-
ef tók við starfi Krúsjefs og varð
aðalritari kommúnistaflokksins
árið 1965 fól hann Chernenko að
veita forstöðu hinni almennu
deild flokksins. Árið 1976 varð
hann einn af riturum miðstjórn-
ar, og hafði þá m.a. eftirlit með
innri málefnum flokksins.
í júlí í fyrra var upplýst að
nýr maður hefði tekið við hinni
almennu deild, hinn 75 ára gamli
Klaudi Bogolyubow, sem vitað er
að hefur verið samverkamaður
Chernenkos.
í þá 15 mánuði sem Yuri
Andropov gegndi starfi aðalrit-
ara var Chernenko helsti „hug-
Er aldurhniginn og heilsuveill
Konstantin U. Chernenko, hinn nýi aðalrilari kommúnistaflokksins.
myndafræðingur" flokksins, en
talið er að Andropov hafi þó
sjálfur fylgst náið með þeim
málaflokk, og ekki látið Chern-
enko eftir að túlka hina almennu
stefnu flokksins eftirlitslaust.
Áður en Andropov var gerður
að aðalritara var álitið að þeir
Chernenko væru keppinautar
um embætti Bresnjefs. Svo virð-
ist hins vegar sem þeir hafi náð
samkomulagi, og á dögum
Andropovs var Chernenko tals-
maður þeirrar stefnu hans að
draga úr vestrænum áhrifum og
auka aga á vinnustöðum og á
vettvangi kommúnistaflokksins.
Heilsutæpur leiðtogi.
Chernenko hefur verið heilsu-
tæpur og kann það að ráða því
að hann verði ekki lengi í emb-
ætti aðalritara. í fyrravor var
hann lagður á sjúkrahús vegna
lungnabólgu og gat þá m.a. ekki
verið viðstaddur hátíðahöldin á
Rauða torginu 1. maí. Hann kom
ekki fram opinberlega á ný fyrr
en á ráðstefnu miðstjórnar
flokksins um hugmyndaleg efni í
miðjum júní, en þar flutti hann
setningarræðu.
Hann sást síðan ekkert opin-
berlega um sumarið, og vissu
menn ekki hvort hann væri las-
inn eða í löngu orlofi, eins og títt
er um marga hina eldri félaga í
stjórnmálaráðinu. Um haustið
birtist hann á ný og tók þá á
móti fjölmörgum sendinefndum
kommúnistaflokka, setti ýmsar
samkomur og ráðstefnur og
greinar eftir hann um stefnumá!
flokksins birtust í blöðum.
Chernenko er kominn af
rússnesku bændafólki, og fædd-
ur í borginni Krasnoyarsk í Síb-
eríu 24. september árið 1911.
Hann var því sex ára gamall
þegar bolsévikar rændu völdum í
Rússlandi og hin mikla umbylt-
ing í nafni kommúnisma hófst.
Hann varð formaður Koms-
omol, æskulýðssamtaka komm-
únist.a, í heimahéraði sínu árið
1929, þá 18 ára að aldri, og gekk
í kommúnistaflokkinn 1931.
Áratug síðar var hann orðinn
aðalritari flokksdeildarinnar í
héraðinu. Chernenko stundaði
nám í flokksskóla í Moskvu og
lauk þaðan prófi 1945. Fram-
haldsnám stundaði hann við
Kishinev uppeldisstofnunina og
var brautskráður þaðan 1953. Að
þessu námi ioknu hófst vegferð
hans til eiginlegra valda og met-
orða innan kommúnistaflokks-
ins.
Greið leið til valda.
Árið 1966, þegar Chernenko
hafði verið forstöðumaður hinn-
ar almennu deildar flokksins í
eitt ár, varð hann félagi án at-
kvæðisréttar í miðstjórn. Full-
gildur miðstjórnarmaður varð
hann 1971, sextugur að aldri;
einn af riturum miðstjórnar
1976, eins og fyrr sagði; félagi án
atkvæðisréttar í stjórnmálaráð-
inu 1977 og ári síðar félagi þar
með full réttindi.
Fyrir fimm árum fylgdi
Chernenko Bresnjef, þáverandi
forseta Sovétríkjanna og aðalrit-
ara, til Vínar á fund með Jimmy
Carter, þáverandi forseta
Bandaríkjanna. Að sögn banda-
rískra embættismanna sem
fylgdust með fundinum virtist
hann ekki gegna þýðingarmiklu
hlutverki í viðræðunum.
Að svo komnu er ekki unnt að
segja neitt um það hvaða áhrif
skipun Chernenkos í embætti að-
alritara mun hafa, og hvort
hann muni einnig taka við for-
setaembættinu, sem Andropov
gegndi, eða láta það eftir ein-
hverjum yngri manni úr stjórn-
málaráðinu. Flestir fréttaskýr-
endur hallast þó að því að ekki sé
að vænta stefnubreytinga í
Kreml á næstunni og Chernenko
muni fylgja jafn ósveigjanlegri
stefnu í utanríkismálum og
fyrirrennari hans.
Picasso-
myndum
stolið
Ainsterdam, 13. febrúar. Al'.
TUTTUGU ætimyndum eftir
spánska listmálarann Pablo Pic-
asso var stolið í nótt úr listasafni
í Amsterdam. Voru myndirnar
skornar úr römmunum, sem
voru utan um þær. Verðmæti
mynda þessara er talið nema
200.000 gyllinum (tæpum 2 millj.
ísl. kr.), en allt voru þetta mynd-
ir, sem Picasso hafði gert á síð-
ustu fimm árum ævi sinnar.
Samkvæmt frásögn hollenzku
lögreglunnar skildu þjófarnir
ekki eftir sig nein þau vegsum-
merki, sem að haldi geta komið
við að hafa hendur í hári þeirra.
Grænland:
Skömmtun
með færeysku
fyrirkomulagi
KaupmannahöTn, 13. febrúar.
Frá Niels Jörgen Bruun,
GrænlandHft-éUaritara Mbl.
ÞEGAR grænlenska lands-
þingið kemur saman í mars
mun verða ákveðið hvort
áfengisskömmtun með nýju
sniði verður tekin upp í land-
inu. Grænlendingar hafa áð-
ur kynnst áfengisskömmtun,
en þá var sá háttur hafður á,
að hver fullorðinn mátti
kaupa áfengi, sem svaraöi til
72 ölflaskna á mánuði.
Hverjum manni var þá úthlutað
örk með 72 merkjum og fékkst ein
ölflaska fyrir hvert merki, ein
vínflaska fyrir sex o.s.frv. Þannig
var þetta í nokkur ár og olli gífur-
legu svartamarkaðsbraski með
skömmtunarseðlana. Þegar hvert
merki var farið að seljast á tíu kr.
danskar var áfengisverslunin gef-
in frjáls.
Frjálsræðið hefur haft það í för
með sér, að áfengisneyslan hefur
stóraukist á Grænlandi og nú
finnst landsfeðrunum kominn
tími til að grípa í taumana með
einhverjum hætti. Agnethe David-
sen, sem fer með félagsmál í
landsstjórninni, hefur þess vegna
kynnt sér þessi mál í Færeyjum en
þar gildir það, að sá, sem ekki
geldur keisaranum það sem keis-
arans er, má ekki kaupa áfengi.
Líst Grænlendingum vel á þetta
fyrirkomulag og telja sig geta
slegið með því tvær flugur í einu
höggi, bætt skattaskilin og minnk-
að drykkjuna.
Pólland:
Þingið framleng-
ir kjörtímabil sitt
Varejá, 13. febrúar. AP.
PÓLSKA þjóðþingið, þar sem
kommúnistar eru alls ráðandi,
samþykkti í dag að fresta fyrirhug-
uðum þingkosningum i landinu. Er
ástæðan talin ótti stjórnvalda við,
að kosningarnar geti snúizt upp í
mótmælaaðgerðir gegn þeirri kúg
un, sem Samstaoa, samtók hinna
frjálsu verkalýðsfélaga í Póllandi,
hefur mátt þola. Yfirstandandi
kjörtímabili þingsins, þar sem 460
þingmenn sitja, á að Ijúka 23. marz
nk., en þingið samkþykkti með 383
atkvæðum að framlengja kjörtima-
bilið að minnsta kosti út þetta ár.
Fjórir þingmenn sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Þingkosningar eiga að fara
fram í Póllandi á fjögurra ára
fresti og fóru fram þar síoast í
marz 1980, fjórum mánuðum áð-
ur en Samstaða var stofnuð.
Kazimierz Barcikowski, sem
sæti á í stjórnmálanefnd komm-
únistaflokksins, hefur réttlætt
frestun kosninganna þannig:
„Það alvarlega ástand, sem ríkti
í Pollandi og við höfum ekki yfir-
stigið enn, réttlætir ákvörðun
okkar."
Þingið samþykkti einnig með
382 atkvæðum kosningalög, þar
sem núgildandi fyrirkomulag er
látið halda sér á þann veg, að
þeim frambjóðendum, sem
stjórnin hefur lagt blessun sína
yfir, er tryggð kosning.
Geimskutlan gæti bjarg-
að gervihnöttunum
llouston, 13. rebrúar. AP.
UNNT ætti að vera ao nota geimskutl-
una Challenger til þess að bjarga fjar-
skiptahnöttunum tveimur, sem nú eru
á sporhaug umhverfis jörðu án þess
að koma þar nokkrum manni að
gagni. Hins vcgar kann koslnaourinn
vio slíka tilraun að verða það mikill,
að hún svari ekki ko.stnaði.
Gervihnettirnir báru nöfnin
Vestar VI og Palaba-B og var annar
þeirra eign fyrirtæksins Western
Union en hinn áttu Indónesíumenn.
Ekki tókst að koma þeim þá á rétt-
an sporbaug, eftir að þeim hafði
verið skotið frá geimskutlunni
Challenger.
Á fundi með fréttamönnum um
helgina komst James Abrahamson
svo að orði, en hann stjórnar þeim
tilraunum, er gerðar eru með geim-
skutluna, að sú hugmynd að nota
geimskutluna til þess að bjarga
gervihnöttunum, væri vissulega
spennandi verkefni til þess að glíma
við. Ef eigendur gervihnattanna eða
vátryggjendur biðja okkur, munum
við vissulega kanna málið."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48