Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
19
Hosni Mubarak forseti Kgyptaland.s t.v. og Hussein Jórdaníukonungur t.h.
hittast að máli í Washington í dag. Á morgun, þriðjudag, hitta þeir Ronald
Reagan forseta Bandaríkjanna aö máli.                   Simamynd AP.
Mubarak
og Hussein
hjá Ronald
Reagan
Washington, 13. febrúar. AP.
HOSNI Mubarak, Egyptalandsfor-
seti, og Hussein, Jórdaníukonungur,
eru nú báðir staddir í Washington
og munu eiga fund með Reagan,
Bandaríkjaforseta, á morgun, þriðju-
dag. Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins segir, að það sé einskær tilvilj-
un, að þjóðarleiðtogarnir skuli koma
í heimsókn samtímis.
Á fundinum á morgun mun Líb-
anonmálið verða aðalumræðuefn-
ið og hugsanlegar leiðir til að
koma á friði í þessu stríðshrjáða
landi. Ástandið í Miðausturlönd-
um almennt verður einnig ofar-
lega á baugi en eftir að Arabaríki
ákváðu að taka Egypta í sátt hafa
áhrif þeirra aukist til mikilla
muna. Talið var líklegt, að þeir
Mubarak og Hussein ættu með sér
sérstakan fund áður en þeir hittu
Reagan að máli.
Bretland:
Austur-Evrópumönn-
um meinaður aðgangur
London, 13. febrúar. AP.
BRE8KA ríkisstjórnin ákvað nú um
helgina að banna fimm starfs-
mönnum verkalýðsfélaga í Austur-
Evrópu að koma til landsins en þeir
ætluðu að taka þátt í eins dags ráð-
stefnu um afvopnunarmál þar sem
andstaðan við stýrieldflaugarnar er
aðalmálið. Er ráðstefnan haldin á
vegum bresku verkalýðssamtak-
anna.
Talsmaður stjórnarinnar sagði,
að fulltrúum frá Ungverjalandi,
Tékkóslóvakíu og Búlgaríu hefði
verið neitað um vegabréfsáritun
en fulltrúum frá Danmörku,
Vestur-Þýskalandi, Austurríki og
ítalíu ekki. Fulltrúi Austur-
Þjóðverja fékk hins vegar áritun
hjá breska sendiráðinu í Austur-
Berlín fyrir einhver mistök og
mun þess vegna sitja ráðstefnuna.
Það er friðar- og afvopnunar-
nefnd verkalýðsfélaganna, sem
fyrir ráðstefnunni stendur, en að
áliti stjórnarinnar eru kommún-
istar einkennilega fjölmennir í
nefndinni. Sagði talsmaður
stjórnarinnar, að ef fulltrúum
Austur-Evrópuríkjanna hefði ver-
ið hleypt inn í landið hefðu þeir
„notað ráðstefnuna í áróðurs-
skyni." Ýmsir talsmenn verka-
lýðshreyfingarinnar hafa brugðist
illa við ákvörðun stjórnarinnar og
hefur James Milne, forystumaður
í  skosku  verkalýðshreyfingunni,
neitað því, að kommúnistar séu
allsráðandi í friðar- og afvopnun-
arnefndinni. Hann sagði þó, að
það gæti „vel verið að þar séu fé-
lagar í kommúnistaflokknum".
Ræddu um sjálf-
stæði Namibíu
CLAUDE Cheysson, utanríkisrráð-
herra Frakklands, átti í dag klukku-
stundar langan fund með Sam Nuj-
oma, leiðtoga SWAPO, hreyfingu
blökkumanna í Namibíu. Sagði sá
síðarnefndi eftir fundinn, að hann
væri reiðubúinn til þess að ræða við
Suður-Afríku um vopnahlé, ef við-
ræðurnar færu fram á ,,hlullau.su
landsvæði".
Talsmaður  franska  utanríkis-
ráðuneytisins skýrði svo frá, að
Cheysson hefði tjð Nujoma, að
Frakkar legðu nú inikið kapp á, að
Namibía fengi sjálfstæði og hafn-
aði hann þeirri stefnu Bandaríkja-
manna að gera það að skilyrði
fyrir sjálfstæði landsins, að herlið
Kúbu yrði kallað burtu frá Ang-
ola.
Nujoma fór í dag frá París til
Moskvu, þar sem hann verður
viðstaddur útför Yuri Andropovs.
Kona land-
stjóri Kanada
JEANNE Sauvé, forseti neðri deild-
ar kanadíska þingsins, var fyrir
nokkru skipuð landstjóri Kanada.
Hún er fyrsta konan sem gegnir
þessu embætti. Landsstjórinn er
fulltrúi Elísabetar II drottningar í
Kanada. Forveri Jeanne Sauvé var
Edward Schreyer, sem hingað kom í
opinbera heimsókn um árið. Hann
hefur verið skipaður sendiherra
Kanada í Ástralíu.
Nýi landstjórinn er 61 árs. Hún
var á sínum tíma ráðherra í stjórn
frjálslyndra en Pierre Trudeau
forsætisráðherra er leiðtogi
Frjálslynda flokksins. Áður en
Jeanne Sauvé hóf virka þátttöku í
stjórnmálum starfaði hún sem
blaðamaður í 18 ár. Hún var fyrst
kjörin á þingið í Ottawa 1972. Hún
var tækni- og vísindaráðherra
1972—74,     umhverfisráðherra
1974—75 og samgönguráðherra
1975—79. 1 apríl 1980 var hún
kjörin forseti neðri deildar þings-
ins.
Landstjóri Kanada er skipaður
til fimm ára í senn.
Gólfið brast undir
fótum samkvæmisgesta
SEXTÍU og l'iiniii manns slösuðust
er gólf brast í íbúð, þar sem sam-
kvæmi stóð yfir og dansinn dun-
aði. Gerðist þetta á laugardagsnótt
í East End í London. Féll fólkið
um 3 metra niður á jarðhæðina
fyrir neðan, sem er verzlunarhús-
næði og lenti þar á öðrum gestum
úr sama samkvæmi, er þangað
höfðu leitað sökum þrengsla í
íbúðinni uppi. Mikið brak og grjót
féll niður er gólfið lét undan.
Sautján ára gömul stúlka, Oina
Randall,  slasaðist  hættulega  á
höfði og var hún í dag meðvitund-
arlaus og í öndunarvél. Sjö manns
aðrir voru enn á sjúkrahúsi vegna
meiðsla, er þeir höfðu hlotið og
hafði einn þeirra fótbrotnað.
Margt fólk dreif að eftir
óhappið til þess að hjálpa þeim
burtu, sem slasazt höfðu. Lög-
reglumaður, sem kom á vett-
vang, hafði á orði, að ekki hefði
verið hægt að ráða við þetta fólk.
„Það voru margir, sem létu
stjórnast af tómri móðursýki og
voru bara fyrir þjálfuðum björg-
unarmönnum, er þeir komu á
staðinn í sjúkrabílum sínum."
Talið er, að samkvæmisgestir
hafi verið um 200-300 talsins.
„Áður en gólfið brast mátti
heyra í því brakhljóð," var haft
eftir stúlku úr hópi samkvæm-
isgesta. „Við báðum þá um, að
lækkað væri í danstónlistinni.
Það var gert, en síðan var bara
hækkað  aftur.  Þá  hrundi  allt
undir
einu þaki!
Vinnuvélaverkstæöi
Skipa-og vélaviögeröir
Efnissala
Nysmíði
Renniverkstæöi
Betri þjónusta meö bættri aöstööu.
Veriö velkomin í Borgartún 26.
(Á horni Nóatúns).
HAMAR HF
Borgartúni 26. Sími 91-22123. Pósthólf 1444.
KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR:
TÍSKAN
FYRIR
TÆRNAR!
Sívaxandi vinsældir sanna ágæti
sokkanna frá Víkurprjóni hf.
Kristjánsson hf. Ingólfsstræti 12
Reykjavík sér um dreifingu á
hinum viðurkenndu sokkum.
KRISTJÁNSSON HF.
Ingólfsstræti 12. Sími 12800

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48