Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
* ALLTAF A ÞRIÐJUDOGUM *
BHOŒIA
ALLTAF A FIMMTUDOGUM
Alltaf á fóstudögum
jggÉaa&ÉS
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
LESBOK
ALLTAF Á SUNNUDÖGUM
SÆrlRA
OG EFNISMEIRA BLAD!
Fimm sinnum í viku fylgir
auka fróóleikur og skemmtun
Mogganum þínum!
Norðurlandamót í skólaskák:
íslenskir ungling-
ar voru sigursælir
nm
Margeir Pétursson
Um helgina var háð í Hvassaleit-
isskóla Noröurlandamót í skóla-
skák. Fimmtíu þátttakendur frá
öllum Norðurlöndum mættu til
leiks og var teflt í finim flokkum.
íslendingar voru nú sigursælli en
nokkru sinni áður í þessari keppni
og sigruðu í þremur flokkum. í
A-flokki þeirra sem fæddir eru á
árunum 1963—66 sigraði Karl I>or-
steins, í B-nokki 1967—68 sigraði
Davíð Ólafsson, í C-flokki
1969—70 Ferdinand Hellers, Sví-
þjóð, í D-flokki 1971—72 Hannes
Hlífar Stefánsson og í E-flokki,
þeirra sem fæddir eru eftir 1972,
sigraði Thomas Habekost frá
Danmörku.
Þetta er annað árið í röð sem
Karl Þorsteins sigrar í A-flokki.
í bæði skiptin hefur það verið
eftir harða keppni við Elvar
Guðmundsson. Hannes Hlífar
Stefánsson, sem er 11 ára gam-
all, sigraði í fyrra í E-flokki og
vann í D-flokki nú, þótt hann sé
á fyrra ári sínu í þeim flokki og
geti teflt þar aftur næsta ár.
Davíð ólafsson vann fimm
fyrstu skákir sínar í B-flokki og
óvænt tap í síðustu umferð
breytti engu um öruggan sigur
hans. í C-flokki tókst þeim
Þresti Þórhallssyni, unglinga-
meistara íslands, og Tómasi
Björnssyni ekki að klekkja á Sví-
anum Hellers, en hann er orðinn
mjög góður skákmaður og varð
m.a. í efstu sætum á Rilton-
mótinu í Stokkhólmi um ára-
mótin. Þeir Tómas og Þröstur
veittu honum þó harða keppni og
enduðu aðeins hálfum vinningi
neðar.
Úrslit í ein-
stökum flokkum:
í hverjum flokki tefldu tíu
skákmenn sex umferðir eftir
Monrad-kerfi.
A-flokkur: 1. Karl Þorsteins 5V6
v., 2. Elvar Guðmundsson 5 v., 3.
Johnny Hector, Svíþjóð, 3'/2 v., 4.
Peter Bjarnehag, Svíþjóð, 3 v.,
5.-7. Markku Lahtinen, Finn-
landi, Björne Dyre Syvertsen,
Noregi, og Lars Schandorff,
Danmörku, 2'/2 v., 8.-9. Svend
Christensen, Danmörku, og
Trond Eikeland, Noregi, 2 v., 10.
Pedri Houtsonen, Finnlandi, 1 '/2
v.
B-flokkur: 1. Davíð Ólafsson 5 v.,
2.  Lars Bo Hansen, Danm., 4 v.,
3.   Ivar Bern, Noregi, 4 v., 4.-5.
Fredrik A. Dahl, Noregi, og
Harri Froberg, Finnlandi, 3'/2 v.,
6. Gunnar Björnsson 3 v., 7. Sig-
urbjörn Árnason 2'/2 v., 8. Reyn-
ir Helgason, Svíþjóð, 2 v., 9. Pet-
er Wegman, Danm., 1 '/2 v., 10.
Esko-Matti Hakulinen, Finnl. 1
C-flokkur: 1. Ferdinand Hellers,
Svíþjóð, 5 v., 2. Tómas Björnsson
4 '/2 v., 3. Þröstur Þórhallsson 4 '/2
v., 4.-5. Jens Albirk, Danmörku,
og Ville Mákisarka, Finnl., 3 v.,
6.-7. Uffe Nielsen, Danmörku, og
Magnus Eriksson, Svíþjóð, 2'/2
v., 8. Matti Tommiska, Finnl., 2
v., 9.-10. Anders Övergaard, Nor-
egi, og Richard Miiller, Noregi,
V/2 v.
D-flokkur: Hannes Hlífar Stef-
ánsson 5 v., 2. Joose Norri,
Finnlandi, 4'/2 v., 3. Milad Kery-
akes, Svíþjóð, 4 v., 4. Þröstur
Árnason 4 v., 5. Christer Hen-
riksson, Finnl., 3'/2 v., 6. Per
Gunnar Persson, Svíþjóð, 2'/2 v.,
7.-9. Sölve Lindgard, Noregi, Per
Sonderskov, Danmörku, og
Sverre Skogen, Danmörku, 2 v.,
10. Thomas Jensen, Danmörku,
'/2 v.
E-flokkur: 1. Thomas Habekost,
Danmörku, 5 v., 2. Andri
Björnsson 4Vz v., 3. Kim Korff,
Danmörku, 4 v., 4.-6. Magnús
Ármann, Olle Wademark, Sví-
þjóð, og Tommy Evensen, Nor-
egi, 3 v., 7.-8. Einar Börs, Noregi,
og Yrjö Markus Jouki, Finnl.,
2 V2 v., 9. Héðinn Steingrímsson
l'/fe v., 10. Juha Mákinen, Finn-
landi, 1 v.
Glæsileg sóknar-
skák Karls
Karl Þorsteins náði stórkost-
legri byrjun á mótinu með því að
vinna Finnann Markku Lahtinen
í skák, sem á áreiðanlega eftir að
birtast víða. Lesendur Morgun-
blaðsins verða eins og oft áður
fyrstir til að sjá snilldina. Skák-
in er í fyrsta lagi athyglisverð
fyrir sviptingsrnar og fórnirnar
í miðtaflinu, en kannski þó ekki
síður fyrir það að áður en hún
var tefld, héldu stórmeistarar og
fræðimenn í Englandi og víðar,
að staðan eftir 18. — Bxg4 væri
unnin á svart.
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Markku Lahtinen
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — g6.
Drekaafbrigðið fræga sem
virðist eiga nokkuð undir högg
að sækja um þessar mundir.
A.m.k. verður þessi skák varla
til að laða menn að því að tefla
það.
6. Be3 — Bg7, 7. f3 — 0-0, 8. Dd2
—  Rc6, 9. g4
Þetta gamla afbrigði hefur
notið mikilla vinsælda síðustu
tvö árin, ekki sízt fyrir tilstilli
Karpovs heimsmeistara.
9. — Be6, 10. (M)-0 — Rxd4, 11.
Bxd4 — Da5, 12. a3 — Hfc8, 13.
h4 — Hab8, 14. h5 — b5, 15. h6 —
b4!?
í skák Tal og Sax á milli-
svæðamótinu í Moskvu 1982
valdi svartur rólegri leið: 15. —
Bh8, 16. Rd5 - Dxd2+, 17. Hxd2
-   Rxd5, 18. exd5 - Bxd4, 19.
Hxd4 með heldur betri stöðu á
hvítt. í skýringum fjallaði Tal
um leikinn 15. — b4 og taldi
hann ekki standast. En á móti í
Brighton í Englandi í desember
sl. reyndi ungur héimamaður,
William Watson, hann gegn
stórmeistaraefninu Plaskett og
vann. Síðan hefur verið fjallað
um hann í nokkrum skákblöðum
og ávallt komist að sömu niður-
stöðu, svarta sóknin væri hættu-
legri.
16. hxg7 — bxa3, 17. Dh6 —
axb2+, 18. Kd2 - Bxg4!
Skákskýrendur hafa ekki
haldið vatni yfir þessum leik
Watsons og talið svart hafa
unna stöðu. Finninn hafði séð
þetta í ensku skákblaði, og hafði
leikið öllum leikjum sínum fram
að þessu á ógnarhraða. Það var
því farið að fara um Karl, sem
var allsendis ókunnugt um þetta.
19. Bxf6 - Bh5.
S'—wm—'wbj^w
20. Bh3!
Plaskett tókst ekki að leysa úr
vandamálum hvíts í þessari
stöðu og framhaldið í skák hans
við Watson varð: 20. Bd4? — e5,
21.   Hxh5 - gxh5, 22. Dg5 -
Db4!, 23. Bd3 - Dxd4, 24. Rd5 -
Df2+, 25. Be2 - Hxc2+!, 26. Kxc2
- Dxe2+, 27. Kc3 - Dxf3+, 28.
Kc4 — Db3, mát. Þessa skák
hafði Finninn séð, en eins og
Karl sýnir fram á, er hæpið að
trúa blint á fullyrðingar fræði-
manna.
20. — Hc7.
Hvítur er heilum hrók yfir eft-
ir 20. — exf6, 21. Bxc8 — Hxc8,
22.  De3.
21. Bf5!!
Kjarninn   í   hugmynd   hvíts.
Hann hótar nú 22. Dxh7+ með
máti.
21.— exf6, 22. Hxh5 — Dxc3+.
Svartur getur ekki losað sig úr
mátnetinu og verður að setja allt
sitt traust á eigin sókn, sem þó
hlýtur fljótlega að sigla í strand.
23.   Ke2 — Dxc2+, 24. Hd2 —
Dxd2+, 25. Kxd2 — Hc2+, 26.
Ke3 — Hb3+, 27. Kf4!
Hvíti kóngurinn hefur fundið
öruggt afdrep og svartur gafst
því upp. Eftir þessa glæsilegu
taflmennsku Karls má vænta
mikils af honum á 11. Reykjavík-
urskákmótinu.
Sá eini sem veitti Karli um-
talsverða keppni var Elvar Guð-
mundsson, en þeir gerðu jafn-
tefli í þriðju umferð mótsins. í
fjórðu umferð dróst Elvar síðan
aftur úr er hann varð að láta sér
nægja jafntefli við Lars Schan-
dorff, kunnan danskan ungl-
ingameistara. í síðustu umferð
leit einnig lengi vel út fyrir að
Schandorff myndi takast að
klípa a.m.k. hálfan vinning af
Karli líka, en í tímahraki lék
hann hrikalega af sér og þar með
varð Karl einn efstur:
Svart: Karl Þorsteins
Hvítt: Lars Schandorff
Karl lék síðast 39. — Bf4-g3 og
setti þar með á hvíta hrókinn á
el. Ef hvítur hefði nú leikið 40.
He3, hefði hann staðið betur eft-
ir 40. - Hxb2, 41. f4 - Bh4, 42.
Hc3, m.a. vegna góðrar kóngs-
stöðu sinnar. En í þess stað lék
Schandorff ótrúlega slökum leik;
40.Hgl?? og gafst upp eftir 40. —
Bf2, því auk þess að hóta hrókn-
um, hótar svartur 41. — Hd4
mát.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48