Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
35
NM í skólaskák:
„Hamingjudísirnar
gengu í lið með mér"
EINBEITNIN skein af hverju and-
liti, leikgleðin í algleymingi í
Hvassaleitisskóla um helgina. Þar
f»r fram Norðurlandamót í skóla-
skák og 50 unglingar frá öllum
Norðurlöndum voru ma'Itir til leiks.
Þar skiptust á skin og skúrir, gleði
og vonbrigði en íslendingar höföu
ríka ástæðu til að gleðjast. íslend-
ingar eignuðust Norðurlandamei&t-
ara í þremur flokkum af fimm og
íslenskir skákmenn urðu í öðru sæti
í tveimur flokkum. Sannarlega góð
útkoma á velheppnuðu móti. Karl
Þorsteins vann í flokki 17—20 ára,
Davíð Ólafsson í flokki 15—16 ára
og Hannes Hlífar í flokki 11—12
ára.
Þeir Karl Þorsteins, Verslun-
arskólanum, og Elvar Guðmunds-
son, Garðabæ, höfðu mikla yfir-
burði í A-flokki og kom á óvart að
Jonny Hector frá Svíþjóð og Lars
Schandorff frá Danmörku, sem
talið var að myndu veita þeim
harða keppni, stóðu Karli og Elv-
ari langt að baki. Kepnnin í
A-flokki snerist upp í einvígi
Karls og Elvars. Þeir gerðu inn-
byrðis jafntefli í 3. umferð og úr-
slitin réðust ekki fyrr en í síðustu
umferð mótsins. Þá vann Karl
Þorsteins Schandorff frá Dan-
mörku og tryggði sér sigur. Dan-
inn lék af sér í jafnteflislegri
stöðu og Karl stóð uppi sem sigur-
vegari. Hlaut 5 lk vinning en Elvar
hlaut 5 vinninga.
Karl Þorsteins er 19 ára gamall
og hefur þegar unnið mörg alþjóð-
leg mót. Hann sló í gegn í Puerto
Rico 14 ára gamall þegar hann
vann skákmót Sameinuðu þjóð-
— sagði Karl Þorsteins
eftir að hafa oröiö Norö-
urlandameistari —
íslendingar sigursælir í
NM í skólaskák
anna. 1 Brazilíu vann hann mikið
unglingamót, þar sem saman voru
komnir unglingar víðs vegar að úr
heiminum og í fyrra várð hann
Norðurlandameistari í skólaskák
og tókst nú að verja titil sinn.. Þá
eins og nú var Elvar Guðmunds-
son helsti keppinautur hans.
Hamingjudísirnar gengu
í lið með mér
— En hver er skýringin á vel-
gengni Karls við skákborðið —
hæfileikanum til að verða fremst-
ur? „Ég get ekki skýrt það, en auð-
vitað spilar heppni inn í og oftast
næ ég að halda ró minni og það
held ég sé mikilvægt," svaraði
Karl Þorsteins og bætti við; „svo
er mér mjög illa við að gefa fyrsta
sætið eftir, þannig að þetta hefst
einnig á skapinu. Annars var Elv-
ar óheppinn að hafna í öðru sæti.
Við gerðum stutt jafntefli, en í
síðustu umferð lék Daninn illa af
sér í jafnteflislegri stöðu. Ég var
kannski með heldur betra þegar
hann lék af sér hrók, eða varð mát
ella. Þannig snerust hamingjudís-
irnar á sveif með mér."
— Standa íslenskir unglingar
jafnöldrum sínum á Norðurlönd-
um framar í skák? „Já, tvímæla-
laust — skákin nýtur almennra
vinsælda hér og eins er ungl-
ingastarf    innan    Taflfélags
Reykjavíkur mjög gott. Þar hefur
Ólafur H. Ólafsson ásamt fleirum
unnið mikið þrekvirki."
— Hvað er framundan?
„Ég mun taka þátt í Reykjavík-
urskákmótinu og síðan snúa mér
að náminu en ég lýk stúdentsprófi
í vor. Hvort ég legg skákina fyrir
mig? Ég get ekki svarað því — það
yrði mjög freistandi ef árangurinn
yrði viðlíka og hjá Jóhanni Hjart-
arsyni," sagði Karl Þorsteins.
Elvar í þriðja sinn
í öðru sæti
„Þetta er í þriðja sinn sem ég
hafna í öðru sæti á NM," sagði
Elvar Guðmundsson í samtali við
blm. Mbl. „En ég er þokkalega
ánægður með taflmennsku mína.
Ég lít á mótið fyrst og fremst sem
æfingu fyrir Reykjavíkurskákmót-
ið," sagði Elvar ennfremur.
„Sigurinn kom
mér á óvart"
f B-flokki — flokki unglinga 15
og 16 — ára vann Davíð Olafsson,
Hólabrekkuskóla, öruggan sigur
— hlaut 5 vinninga af 6 möguleg-
um. Hafði tryggt sér sigur fyrir
síðustu umferð mótsins og tapaði
þá fyrir Fredrik Dahl frá Noregi.
Þetta var í fyrsta sinn, sem Davíð
náði að bera sigur úr býtum á
Noðurlandamótinu í fjórum til-
raunum. Hann hefur tekið þátt í
öllum mótunum. Því lá beinast við
að spyrja hvort sigurinn hefði
komið honum á óvart. „Já.það kom
mér nokkuð á óvart, sérstaklega
þar sem ég er á fyrra ári í flokkn-
Karl Þorsteins, Norðurlandameistari í skák, á þarna í höggi við l.ars
Schandorff frá Danmörku. Hann tryggði sér sigur í mótinu með því að
leggja Danann að velli.
um. Ég hafði ekki verið nærri því
að sigra áður — komst næst því í
Svíþjóð í fyrra. Þá þurfti ég að
vinna í síðustu umferð til að ná
efsta manni, en gerði jafntefli. En
sigur hefði ekki einu sinni dugað,
þar sem andstæðingur minn hefði
verið hærri á stigum.
Það ber að hafa í huga að
sterkasti skákmaður Norðurlanda
í þessum aldursflokki, Norðmað-
urinn Simen Agdestein, tefldi ekki
hér í Reykjavík. Hann er mjög öfl-
ugur, varð Noregsmeistari í
fyrra," sagði Davíð.
Lærði mannganginn
5 ára gamall
Þriðji Norðurlandameistarinn
okkar er Hannes Hlífar Stefáns-
son, 11 ára gamall. Hann varði tit-
il sinn frá í fyrra, hlaut 5 vinninga
af 6 mögulegum. Gerði 2 jafntefli.
„Ég lærði mannganginn 5 ára
gamall og fór i Taflfélag Reykja-
víkur 7 ára," sagði Hannes Hlíðar.
Sigur í mótinu kom honum ekki á
óvart, enda að verja titil frá í
fyrra þegar hann sigraði í flokki
skákmanna 10 ára og yngri. „Það
er því miður ekki mikill áhugi
fyrir skák í Fellaskóla, svo ég fer
oft í Taflfélag Reykjavíkur," sagði
hann. Hannes les skákbækur og
Encyclopediu í skák. „Ef ég skít-
tapa fyrir einhverjum þá fer ég í
gegn um afbrigðið í encyclopedi-
unni og stúdera," sagði þessi ungi
skákmaður.
Ferdinand Hellers frá Svíþjóð
varð hlutskarpastur í C-flokki,
flokki 13—14 ára, en Tómas
Björnsson og Þröstur Þórhallsson
höfnuðu í 2.-3. sæti með 4'Æ vinn-
ing.
I E-flokki, skákmanna 10 ára og
yngri sigraði Thomas Habekost,
Danmörku. Hann hlaut 5 vinninga
en Andri Björnsson hlaut 4Vfe
vinning og hafnaði i 2. sæti.
Elvar hafnaði ( öðru sæti þriðja sinn ( röð.
Morgunblaoio/Kristján Einarsson.
Davíð Ólafsson til vinstri og llannes Hlíðar — þeir urðu NM-meistarar í sinum flokkum.
Breiðholtsbúar
athugið
VfSA
Viö höfum
nú tekiö upp
nýja opnunartíma
sem hér segir:
Virka daga opiö kl. 9—19.
Föstudaga kl. 9—19.30.
Laugardaga kl. 9—16.
VERIÐ VELKOMIN í VERSLANIR OKKAR.
	Ásgeir Tindaseli	Arnarbakka	Hólagaröur Lóuhólum	
	Kjöt og fiskur Seljabraut	Straumnes Vesturbergi	Valgaröur Leirubakka	
				

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48