Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 Sólveig Soffía Jes- dóttir — Minning Fædd 12. október 1897 Dáin 6. febrúar 1984 Móðursystir okkar, Sólveig Jfsdóttir, andaðist 6. febrúar sl. Kom sú fregn okkur ekki á óvart, því mörg undanfarin ár hafði hún átt við vanheilsu að stríða. Vitum við að hún hefur verið hvíldinni fegin. Eitt af því sem hún átti einna erfiðast með að sætta sig við, var að þessi síðustu ár gat hún ekkert unnið í höndunum. Handa- vinna hennar var hreint listaverk og nutum við systkin oft góðs af. Við eignuðumst sængurverasett með hekluðum milliverkum eftir Sollu frænku og margt fleira fal- legt. Hún var með eindæmum gjafmild. Við eigum margs að minnast frá liðnum árum. Við þau elstu mun- um hana frá því í kringum 1940 i Vestmannaeyjum, þar sem hún bjó ásamt Haraldi eiginmanni sín- um og sonum á Steinstöðum. Hús- ið Steinstaðir stendur fyrir ofan hraun, við hliðina á fallegum álf- hól. Okkur þótti ævintýralegt að koma í heimsókn og sitja í stóra eldhúsinu og gæða okkur á bökun- um hennar og öðru góðgæti. Fyrir utan var svo nóg svæði til að ærsl- ast. Eitt af uppáhalds leiktækjum okkar var gamalt bílhræ, sem stóð úti á hlaði. Okkur var oftar en einu sinni komið í fóstur til Sollu þegar fjölgaði í fjölskyidunni. Hún var natin við að ná úr okkur leið- indum með ýmsu föndri og heima- tilbúnum leikföngum. Síðar fluttu þau hjónin með syni sína niður í bæinn. Bjuggu þau í Vöruhúsinu. Styttist þá leið- in fyrir okkur systkinin að leita til Sollu og sníkja okkur aukasopa. Alltaf var tekið á móti okkur með sömu hlýjunni. Frá Eyjum fluttum við með for- eldrum okkar til Reykjavíkur, en ekki slitnuðu tengslin því við vor- um fastagestir í Eyjum langan tíma hvert sumar næstu árin. Nokkrum árum seinna fluttu Solla og hennar fólk til Reykjavíkur. Þau höfðu fest kaup á húsinu Ás- vallagötu 18, en löggjöf sem þá var í gildi hindraði þau að flytja inn fyrr en eftir eins árs búsetu í Reykjavík. Solla flutti því til okkar ásamt Pétri og Eiríki son- um sínum. Haraldur varð eftir í Eyjum, en Hörður var í skóla á Laugarvatni. Þessi sambúð gekk mjög vel, þrátt fyrir þrengsli. Þessi dvöl þeirra hjá okkur varð til mikillar gæfu. Þennan vetur gekk lömun- arveiki og varð Guðni bróðir okkar mjög veikur. Lamaðist ann- ar fótur hans. Kom menntun Sollu sem hjúkrunarkonu sér þar vel. Auk þess hafði hún lært sjúkra- nudd og var hún einstaklega natin við að þjálfa hann sem varð til þess að hann náði fullum bata. Eftir að þau hjónin fluttu inn á Ásvallagötu vorum við tíðir gestir hjá þeim. Ef maður var að vinna í nágrenninu, þótti sjálfsagt að við kæmum og fengjum matarbita. Á haustin fjölmenntum við til rifs- berjatínslu í garðinum hennar. Jólaboðin hjá þeim hjónunum og sonum þeirra voru ógleymanleg. Kaffiveitingar með loftkökum og vanilluhringjum og ég tala ekki um hin vel undirbúnu skemmti- atriði. Var oft mikið á sig lagt við að undirbúa þetta allt sem best. Við systkinin þökkum Sollu frænku fyrir alla þá góðmennsku og umburðarlyndi sem hún sýndi okkur í gegnum árin. Haraldi, son- um og barnabörnum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja frá frændsystkinunum, Laugarásvegi 47. Til Eyvindarhólaprestakalls undir Austur-Eyjafjöllum er vígð- ur vorið 18% Jes Anders Gíslason, Stefánssonar, kaupmanns og út- gerðarmanns í Vestmannaeyjum, Ólafssonar stúdents og gullsmiðs í Selkoti undir Eyjafjöllum. Hann kvæntist skömmu áður bróður- dóttur Sigfúsar Eymundssonar bóksala og ljósmyndasmiðs í Reykjavík, Ágústu Kristjönu Eymundsdóttur, sem tekin hafði verið 10 ára gömul í fóstur austan frá Vopnafirði af Sigfúsi og konu hans, Sólveigu Daníelsdóttur, frá Langamýri í Blöndudal, A-Húna- vatnssýslu, en þau hjón voru barnlaus. Þann 12. október 1897 fæðist ungu prestshjónunum í Eyvindar- hólum stúlkubarn, sem við skírn hlýtur nöfn fósturmóður sinnar, Sólveigar, og móður föður, Soffíu Lísebet Andersdóttur Osmundsen norsks skipstjóra, sem kvongaðist Ásdísi Jónsdóttur af Berufjarð- arströnd og setjast að á Heimaey. Fyrstu sex árin elst Sólveig Soffía upp í Eyvindarhólum. Þah éígnast hún þrjú systkini, Gísla, sem lifði aðeins í 9 mánuði, Guð- nýju, sem varð tannsmiður og kaupkona í Vestmannaeyjum og dó þar barnlaus 1956, Önnu, sem var tónlistarkona í Eyjum og hús- móðir, gift Óskari Kárasyni, bygg- ingarfulltrúa, en býr nú ekkja í Reykjavík. Um skeið naut Sólveig návistar ömmu sinnar, móður Ág- ústu, Guðnýjar Pálsdóttur frá Leiðarhöfn í Vopnafirði. í fardög- um 1904 flutti séra Jes með fjöl- skyldu sína austur í Mýrdal með aðsetur í Hvammi. Þar var tvíbýli, Norður- og Suður-Hvammur. Þar eignaðist Sólveig ágæta leikfélaga, sem voru þeir Gústaf Sveinsson, síðar lögfræðingur, og Einar ól. prófessor Sveinsson. í Mýrdalnum stækkaði systkinahópurinn um tvö. Ásdísi, sem aðeins lifði í 9 mánuði, og Gísla Friðrik, sem lengi var virkur íþróttamaður og íþróttakennari í Vestmannaeyjum og nú er safnvörður hins ágæta Sædýrasafns Eyjanna. Kona hans er Magnea Sjöberg. Faðir Sólveigar var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og þráði mjög heimabyggðina og þeg- ar mágur hans Gísli J. Johnsen bauð séra Jes starf í vaxandi fyrirtæki sínu í Eyjum, þá þáði hann boðið. Út í Eyjar hélt fjöl- skylda Sólveigar 1907. Fáum árum eftir komuna þangað hefur séra Jes reist fjölskyldunni virðulegt og stórt há í landi Hlíðarhúss í miðjum kaupstaðnum, þar sem heimili foreldra hans var og móðir hans Soffía bjó þá ekkja. Húsið nefndi hann Hól. Heimilisbragur á prestsetrunum tveim, undir Fjöllum og í Mýrdal, var rómaður af vistleika og menningarbrag. Þar var starfað með sóknarfólkinu að bindindi, leiklist, söng og hjálp- andi hendur reiðubúnar til líkn- arstarfa. Kvæði Eiríks E. Sverr- issonar kennara, sem hann flutti þeim prestshjónunum við brottför þeirra úr Mýrdalnum 1907 (sjá tímar. Goðasteinn, hefti 1982/83) sýnir þetta glöggt. Fljótt bar ljóma af heimilis- haldi á Hólnum. Þar varð miðstöð leiklistarstarfs, stúkustarfs, starfa Kvenfél. Líknar, stjórn- málastarfsemi o.s.frv. Systkina- hópur Sólveigar hafði eftir kom- una til Eyja stækkað. Þar fæddist Ásdís Guðbjörg, húsfreyja í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík, gift Þorsteini Einarssyni. Meðan foreldrar Sólveigar voru virk í mörgum þáttum félags- starfa hinna eldri, þá voru Hóls- systkinin vel kynnt í leikium og störfum hinna yngri. Iþrótta- iðkanir hafa iengi verið tengdar íbúum Vestmannaeyja. Kom þar margt til. Eyjar voru útver, sem margir sóttu af landi til sjóróðra og fiskvinnu. I landlegum var fjöl- mennt inni á grasflötunum — Póstflatir — undir Hlíðarbrekk- um og ást við í glímu, farið í pinnaleik og aðra hlaupaleiki, þá höfðu æfingar herfylkinga kapt- eins Kohl um miðbik 19. aldar sín áhrif, svo sundkennsla og iðkanir sunds í sjó, sem hefjast 1891 með því að föðurbróðir Sólveigar, Frið- rik, er sundkennarinn. Sólveig er I hópi þeirra kvenna, sem fyrst læra sund í Eyjum. Faðir hennar iðkaði leikfimi á hverjum degi, svo og göngu. Þessi snerting Sólveigar við íþróttir mun án efa hafa áhrif á að hún leggur stund á sjúkra- leikfimi við Claud-Hansens Insti- tut í Kaupmannahöfn og lýkur prófi í greininni 1922 og samtímis í nuddi og fótsnyrtingu. Vest- mannaeyjar eiga á mörgum svið- um merka sögu, t.d. í barna- fræðslu, björgunarmálum, síma- málum, tryggingarmálum og bar- áttu við sérstæðan sjúkdóm, ginklofa o.s.frv. í sambandi við lækningu ginklofans er reist og starfrækt fæðingarstofa. Soffía amma Sólveigar er fyrsta barnið sem fæðist í stofnuninni og smit- ast eigi af ginklofa fyrir aðgerðir læknis og ráða, sem hann hefur kennt yfirsetukonu (1847). Þessi amma Sólveigar tók lengi sjúka eða slasaða sjómenn til hjúkrunar á heimili sitt í Hlíðarhúsi en á hlaðvarpa þess á Sólveig heima og mun því oft hafa orðið vör þessara hjúkrunarstarfa ömmu sinnar og heyrt ræddan þann óheillaskort að engin lærð hjúkrunarkona væri í Eyjum. Án efa verða þetta hvat- ar þess að fimmtán ára gömul ræðst Sólveig að sjúkrahúsi Jón- asar Kristjánssonar læknis á Sauðárkróki. Þó að hún sé látin ganga í öll verk, meira að segja kolaburð úr kjallara í ofna á hæð- um sjúkrahússins, þá varð dvölin hjá hinum fjölhæfa lækni mikill + Bróöir okkar, + Eiginkona mín. RUNÓLFUR JÓN JÓNSSON GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Irá Skógi á Rauóasandi, Fögrukinn 25, lést á Hrafnistu 11. febrúar. Hafnarfiröi, Systkini hins látna: lézt aöfaranótt 11. febrúar. Jarðarförin auglýst síöar. Guóbjartur, Jóhanna, Halldór, Trausti og Þorbjörg. Jón Arnórsson. t Eiginkona mín, SIGRÍOUR KRISTJÁNSDÓTTIR MALLINSON, 9 Evison Way, North Somercotss, Louth Lincs L.N.11.7PE, England. + Hjartkær eiginmaöur minn, ÞORBJÖRN SIGURÐSSON, skipstjóri, Vesturbergi 159, lést af slysförum þann 10. febrúar. Fyrir hönd systkina, Ásta Guðlaugsdóttir. lést 10. febrúar. Jaröarförin fer fram miövikudaginn 15. febrúar. Reg Mallinson. t Maöurinrt minn og faöir okkar, HERBJÖRN GUÐBJARTSSON, lést í Landspítalanum sunnudaginn 12. febrúar. Guðbjörg Jónsdóttir og dætur. t Systir okkar og mágkona, GRÓA HALLDÓRSDÓTTIR, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. þessa mánaöar. Sigríöur Halldórsdóttir, Eyjólfur Halldórsson, Gunnar Árnason, Magnea Halldórsdóttir, Frímann Guöjónason. skóli starfsfúsri stúlku, — en þrældómstími. Eftir heimkomu að norðan stundar hún þar hjúkrun- arstörf en heldur um 1920 til Kaupmannahafnar til frekari hjúkrunarstarfa og náms. I Vestmannaeyjum var frá 1907 starfrækt franskt sjúkrahús. Til starfa þar kemur Sólveig 1924 en er hillir undir að sjúkrahús bæjar- félagsins taki til starfa heldur Sólveig til Noregs til náms og starfa í Ullevold-sjúkrahúsinu í Osló. Þaðan kemur Sólveig til starfa 1927 sem yfirhjúkrunar- kona í sjúkrahús Vestmannaeyja. Fyrsta lærða hjúkrunarkona Eyj- anna. Fram á árið 1929 rækti hún störf yfirhjúkrunarkonu og lagði grundvöll að mjög virkum og skipulögðum hjúkrunarstörfum, enda átti Sólveig að baki langt reynsluskeið, velvirk og stjórn- söm. Árið 1929 giftist Sólveig Har- aldi Eiríkssyni, raffræðingi frá Vegamótum í Eyjum. Sonur Ei- ríks Hjálmarssonar kennara og konu hans Sigurbjargar Péturs- dóttur. Þau hjón reistu sér hús fyrir ofan hraun þar sem bær hafði staðið sem hét að Steinstöðum. Frá þessu húsi er víðsýnt og hið næsta er hólótt og drangar í jaðri Ofanleitishrauns. Steinstaði, sem þau hjón nefndu hús sitt, bjuggu þau hlýju og vistleika. Húsmóðirin ræktaði matjurtagarð heimilisins, annaðist nokkur hænsni, tíndi lífgrös um heiði og hraun til tegerðar, hélt með Ofanbyggjum síðsumar til sölvatekju á Sölvaflá niður af Raufinni í Stórhöfða. Húsbóndinn dvaldi í Bjarnarey á lundatíma. Var snjall að fara með háf, svo að eigi skorti fugl. Þarna uppi á miðri Heimaey var á vissan hátt fornbýlt nútíma heimili að Steinstöðum, sem var gott að heimsækja. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið: Hörður, viðskiptafræðingur og málari, kennari við Samvinnu- skólann á Bifröst; ógiftur og barnlaus. Eiríkur, íþróttakennari og magister í þýsku, kennari við Menntaskólann í Reykjavík; kvæntur Hildi Karlsdóttur. Börn þeirra fjögur. Pétur, véltækni- fræðingur; kvæntur Huldu Þor- steinsdóttur. Börn eiga þau þrjú. Um 1950 er synirnir leituðu fram- haldsmenntunar fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem þau hafa átt heimili síðan. Áreynsla á líkama hjúkrunar- kvenna mun oft vera þeim ofraun, þar sem þær þurfa að hagræða líkömum sjúklinga og jafnvel rog- ast með þá. Við þessa áraun bæt- ist hjá þeim, sem leggja sig fram eins og Sólveig gerði, nudd aumra eða stífra vöðva. Á Sólveigu sótti bilun í baki og gigt í öxlurn og handleggjum. Fyrir sex árum má segja að hún missti heilsuna. Gekk undir mikinn uppskurð og bilun í baki ágerðist. Hún varð því að dvelja í sjúkrahúsum og þann 6. þ.m. andaðist Sólveig í hjúkrun- ardeild elliheimilisins á Grund. Með Sólveigu látinni er fallin frá ein þessara yfirlætislausu kvenna sem á erfiðum stundum samborgarans færa með sér líkn, huggun og örvun en gleyma sjálfri sér, svo að oft líður heilsa, veiklun sem kemur fram með hækkandi aldri og hrörnun. Sólveig var ein þeirra hjúkrun- arkvenna, sem kynntust hjúkrun í heimahúsum þar sem hvorki var til sjúkrahús né lærð hjúkrunar- kona, alast upp á fábrotnum sjúkrahúsum þar sem ræsting, kynding og matargerð blandast saman við hjúkrunarstörf, læra síðan erlendis hjúkrun sem hún best þekkist og færa þá þekkingu inn í nýtísku sjúkrahús hérlendis — en þrátt fyrir allar framfarir og verkaskiptingu glata ekki hinu mannlega líknandi atlæti. Margir munu við fráfall Sól- veigar renna í minningum sínum til hennar þakklátum huga. Við ástvinir hennar þökkum henni og Haraldi manni hennar fyrir marg- þætt vinahót og ógleymanlegar stundir á heimili þeirra. Ævistörf góðrar konu skulu þökkuð og aðstandendum vottuð samúð. Þorsteinn Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.