Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 36. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FOSTUDAGS
óskaplegt að leiða aðra afvega.
Jesús Kristur sagði um þann
sem það gerir: „Betra væri hon-
um að kvarnarsteinn lægi um
háls honum og að honum væri
varpað í hafið en að hann
hneyksli einn af þessum smæl-
ingjum."
Gætir þú, Velvakandi góður,
fengið upplýst hve margar fóst-
ureyðingar voru framkvæmdar
hér á liðnu ári og af hvaða
ástæðum? Einnig hverjar þær
„félagslegu ástæður" eru sem
fólk ber fyrir sig? Og samanburð
frá árinu áður?"
Velvakandi leitaði svara hjá
Sigríði Vilhjálmsdóttur hjá
Landlæknaembættinu og sagði
hún að tölur fyrir árið 1983
lægju ekki fyrir en bráðabirgða-
tölur fyrir framkvæmdar aðgerð-
ir á árinu 1982 væru 615.
Sigríður sagði að á árinu 1980
hefðu 523 fóstureyðingar verið
framkvæmdar. Þar af hefðu 445
aðgerðir verið framkvæmdar af
félagslegum ástæðum, 42 af
læknisfræðilegum ástæðum og
31 af félagslegum og læknis-
fræðilegum ástæðum. ótil-
greindar ástæður voru í fimm
tilfellum á árinu 1980.
Á árinu 1981 voru alls fram-
kvæmdar 597 fóstureyðingar.
Þar af voru 525 af félagslegum
ástæðum, 45 af læknisfræði-
legum ástæðum og alls voru 26
fóstureyðingar framkvæmdar af
læknisfræðilegum og félagsleg-
um ástæðum. Á sama ári var ein
aðgerð framkvæmd án þess að
tilgreindar væru ástæður.
Hvað spurningu „lesanda"
varðar, um hverjar þær félags-
legu ástæður væru sem fólk bæri
fyrir sig, benti Sigríður á lög um
fóstureyðingar frá árinu 1975, en
þar segir í 9. grein að fóstureyð-
ing sé heimil af eftirfarandi fé-
lagslegum ástæðum:
a) að konan hafi alið mörg börn
með stuttu millibili og skammt
sé liðið frá siðasta barnsburði,
b) ef konan býr við bágar heimil-
isástæður vegna ómegðar eða al-
varlegs heilsuleysis annarra á
heimilinu,
c) geti konan ekki, vegna æsku
og þroskaleysis, annast barnið á
fullnægjandi hátt,
d)  óðrum ástæðum, séu þær
fyllilega sambærilegar við
ofangreindar ástæður.
í 11. grein sömu laga segir
ennfremur að áður en fóstureyð-
ing megi fara fram skuli liggja
fyrir skriflega rökstudd greinar-
gerð tveggja lækna, eða læknis
og félagsráðgjafa, sé eingöngu
um félagslegar ástæður að ræða.
Annar þessara lækna skuli vera
sérfræðingur í kvensjúkdómum
eða almennum skurðlækningum
við sjúkrahúsið þar sem aðgerð-
in fer fram.
Grjónavellingur:
Ekki mæli-
kvarði á fátækt
Kona í Kópavogi hringdi og hafði
eftirfarandi að segja:
— Ég horfði á þáttinn „Skiptar
skoðanir" síðastliðið þriðju-
dagskvöld og ég varð mjög
hneyksluð á orðum sem Ásmund-
ur Stefánsson lét frá sér fara.
Þegar hann talaði um að fólk
væri farið að leggja sér grjóna-
velling til munns, eins og hann
væri eitthvert óæti, til að spara
svo endar næðu saman, varð ég
vægast sagt hneyksluð.
A mínu heimili erum við ekki
láglaunafólk, samt sem áður borð-
um við oft þennan graut og okkur
þykir hann góður. Eg tel að það sé
ekki mælikvarði á fátækt, að hafa
velling og annan góðan íslenskan
mat á borðum. Hann virðist þó
vera að hverfa af borðum ís-
lenskra heimila og víkja fyrir rán-
dýrum „pakkamat".
Kristilegt efni
í sjónvarpið
Sverrir Sigurðsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Eg er með fyrirspurn til
sjónvarpsins. Þannig er að á
síðastliðnum vetri voru þættir í
sjónvarpinu sem hétu „Lokið upp
ritningunum", sem séra Guð-
mundur Þorsteinsson sá um. Mig
langar til að vita hvort áætlað sé
að hafa eitthvert framhald á slík-
um þáttum.
Lítið hefur heyrst frá kirkju-
fólki um þetta og ég hef grun um
að forstöðumenn hjá sjónvarpinu
telji viðbrögðin það daufleg, að
ekki sé ástæða til að hafa fleiri
þætti af þessari gerð.
Má vænta þess að sjónvarpið
verði með til dæmis skýringar-
þætti úr Biblíunni?
Ég veit að margir sem reyna að
lesa Biblíuna eiga mjög erfitt með
að skilja það sem í henni stendur.
Laun starfsmanna
í Straumsvík:
Villandi tölur
Þorsteinn Magnússon hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
var að lesa í Velvakanda grein frá
konu sem er gift starfsmanni hjá
ÍSAL. Ég vinn sjálfur í Straums-
vík og mér þætti gaman ef Sverrir
Hermannsson færði sönnur á þau
orð sem hann er að mæla í þinginu
um laun starfsmanna í Straums-
vík. í álverinu eru ekki eins marg-
ir hátekjumenn og af er látið,
meðal annars í Morgunblaðinu.
Þegar verið er að ræða um laun
okkar starfsmanna í Straumsvík,
eru gefnar upp tölur sem eru mjög
villandi. Það er kannski tekið
meðaltal af ollum launagreiðslum
og þar með talin laun forstjóra og
fleiri hálaunaðra manna.
Daginn sem vinna var felld
niður í álverinu, þann 27. janúar,
kom blaðamaður frá Morgunblað-
inu suðureftir og fylgdist með því
sem gerðist. Ég vil færa honum
bestu þakkir fyrir fréttaflutning-
inn.
Sverrir Hermannsson
leggi fram launaseðla
ÖO                  ......_  ,____ -   - ¦ H«r-
AMa  GtofaMMttir  hringdi  og'
hafði eftirfarandi að segja:
— Þannig vill til aö ég er gn t
manni sem er flokksstjóri hjá
ÍSAL og veit þess vegna að pær
tolur, upp á 32.000 króna mánað-
arlaun, sem Sverrir Hermanns-
son hefur nefnt, geta ekki stað-
ist. Það getur verið að peir sem
eru f æðri stoðum hjá þessu
fyrirtæki hafi þessi laun, en það
er óréttlátt að segja að hinn al-
menni verkamaður þar fái bessi
laun greidd.         ^^^^
Nú vil 6g skora á Sverri Her-
mannsson aö leggja fram launa-
seðla sína þannig að almenning-
ur geti séð hversu há „sultar-
laun" hans eru.
Þannig vill til að kona sem er
á Kvennalistanum minntist i
70000 króna mánaðarlaun hjá
pingmönnum og þingmennirnir
viroaat heldur vilja fitna enhor-
ML svo óltklegt er að þeir herih
sultarólina mikið hjá sjálfum
sér
Ég þakka fyrir birtinguna.
Byggingovörur
á gódu verði
MILLIVEGGJAPLÖTUR
Milliveggja-vikurplötur 5 x 50 x 50 cm.
fm. kr......................k .
7 x 50 x 50 cm. fm. kr............
10x50x50cm.fm. kr...........
Holsteinn:
9 x 20 x 40
stk. kr
216,-
228,-
300,-
22,-
EINANGRUN
EINANGRUNARPLAST:
Allar mögulegar þykktir fáanlegar t.d.:
1"fm. kr........................   79.00
2"fm. kr........................   137.00
3" fm. kr........................  245.40
10% magnafsláttur
SUPERFOSS-GLERULL
2" glerull fm. kr...................  57.50
3" glerull fm. kr...................  86.20
4"glerullfm. kr..................   115.00
GÓLF OG VEGGFLÍSAR
ÞÝSKU BUCHTAL FLÍSARNAR ÚTI OG INNI:
Tobacco-Rustic 15 x 20 cm. á gólf
og veggi, fm. kr..................  1.280,-
Patsican-Red, 11.5 x 24 cm. fm. kr. . . 1.280,-
Porto-Antik 947 11.5x24 cm.,fm. kr. . 1.220,-
Flísalím-Coipol 10 Itr. vegglím......    640,-
TEPPI
WESTON NOVA LANE
Dönsk slitsterk nælonteppi:
Breidd 400 cm, margir litir fm. kr.....  785.00
Stigateppi (nylon) frá fm. kr.........  450.00
Kínversk og indversk handofin ullarteppi í
mörgum stærðum.
Ódýr Axminster ullarteppi frá Belgíu.
MÁLNINGARVÖRUR
HVÍT SADOLÍN MÁLNING (SÆNSK)
2.5 Itr...........................    175,-
5.0 Itr..........................    335,-
10.0 Itr.........................    650,-
HREINLÆTISTÆKI
SÆNSK IFÖ HREINLÆTISTÆKI:
Salernisskál:  ...................   6.485,-
Handlaug í borö 62 x 44 cm........   3.104,-
Baökar 170 x 70 cm..............   4.623,-
Sturtubotn 80 x 80 cm.............   1.768,-
GOSWIN BLÖNDUNARTÆKI:
í handlaug  .....................  1.416,-
íbaðkar  .......................  1.963,-
JL-GREIDSLUKJOR
Stofnaður er viðskiptareikningur, 10. hvers
mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin,
20% greidd í peningum, en afgangurinn
80% settur á sex mánaða skuidabréf.
Þannig er þetta framkvæmt koll af kolli.
JL-byggingarvörur gerir husbyggjendum
kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á
sérstökum JL-greiðslukjörum.
J
IBYGGING AVORURl
i b04 ^
9 605 I
M30J
HRINGBRAUT 120
Byggmgavorur
Goltteppadeild
28-600   Matningarvotur og verklæn
28-603   Flisar og hreinlælistæki
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48