Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 Minning: Daníel Eggertsson bóndi Hvallátrum Vestasta byggð þessa lands er Hvallátrar, byggðin er í Vík inni á milli Brunnanúps og Bjarnarnúps. Bjargtangar eru vestasti hluti landsins og um leið vestasti tangi í Evrópu. Þann 10. sept. 1890 fæddist þeim Eggert bónda að Heimabæ á Hvallátrum og konu hans Hall- dóru sonur, er nefndur var Daníel. Síðar eignuðust þau tvær dætur, Önnu og Sigríði, en fyrir áttu þau dóttur er Ólöf hét. Eggert átti einnig son, Sigurð, nokkru áður en hann giftist, með Jóhönnu Guð- mundsdóttur á Lambavatni. Öll börn þeirra Halldóru og Eggerts bjuggu sína starfsævi á Hvallátrum, en Sigurður Egg- ertsson, er var skipstjóri að at- vinnu, var búsettur á Snæfells- nesi. Daníel dvaldi síðustu árin í Reykjavík, er starfsorka hans var þrotin. Hann lést í Landspítalan- um þann 7. febr. sl., eftir að hafa dvalið þar í örfáa daga. Með Daníel Eggertssyni er fall- inn í valinn mikill mannkosta- maður, sem dugði foreldrum sín- um og öðru skylduliði eins og best verður á kosið. Daníel ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt systrum sínum og tók þátt í þeim störfum er til féllu við sjóróðra með föður sínum og þeim öðrum, sem með honum reru. Góður formaður var Eggert afi talinn vera, og vitna ég þar til frásganar Helga Hermanns Eiríkssonar skólastjóra, er hann í ævisögu sinni vitnaði til þess að ungir menn í Víkunum hefðu sótt í skipsrúm hjá Eggert á Látrum. Um fermingaraldur fór Daníel að taka þátt í sigi í Látrabjarg eftir fugli og eggjum. Þessi þáttur í búskap bænda á Látrum var mikil tekjubót. Daníel reyndist hvort tveggja laginn og duglegur við bjargsigið. Daníel fór til náms við Verslun- arskóla Islands og lauk þaðan burtfararprófi árið 1912. Fyrstu veturna eftir það vann hann við skrifstofustörf í Reykjavík. Mér segir svo hugur um, að löngun Daníeis hafi á þessum ár- um stefnt að því að gera verslun og viðskipti að ævistarfi, svo sem hann hafði búið sig undir með námi sínu í Verslunarskóla fs- lands. Hitt var augljóst þeim er Daníel þekktu, að mannkostir hans og umhyggja fyrir foreldrum sínum, að tryggja afkomu þeirra á efri árum og eiga áfram gott samstarf við systur sínar og þeirra fjöl- skyldur, réðu því að hann gerðist bóndi á Hvallátrum. Á þann hátt vissi hann að hann dugði foreldr- um sínum og öðru nánasta skyldu- liði sínu best. Skapgerð hans var slík, að það skipti hann meira máli en hans eigin velgengni í lífinu. Þessi ákvörðun Daníels reyndist slík, sem hann hugði foreldrum sínum og systkinum. Nánasta skyldfólki reyndist hann traust stoð til hinstu stundar þeirra. Daníel reyndist farsæll í bú- skapnum, sem og öðrum þeim störfum, er hann lagði gjörva hönd á. Skilyrði til tekjuöflunar voru erfið á Hvallátrum, þó mörg væri þar matarholan. Landið var lítið og þröngt setið, er heimilis- fast fólk var þar 60—70 manns, svo sem lengi var fram eftir ævi Daníels. Sjósókn var erfið, þar sem víkin er fyrir opnu hafi og brimasamt mjög, en aflasælt gat þar oft verið. Látrabjargið bauð upp á veru- lega fljótfengnar tekjur, en jafn- framt miklar hættur. Samgöng- urnar voru sá þáttur í byggðasögu Hvallátra er erfiðastur var. Patreksfjörður var þeirra eini verslunarstaður. Á sumrin var farin sjóleiðin til aðdrátta á opnum bátum. Sú leið var löng og mjög áhættusöm. Landleiðin var einnig löng og yfirleitt yfir órudda fjallvegi að fara þar til nú síðustu áratugina, eftir að vegur var rudd- ur og lagður yfir víkur og hálsa. Þrátt fyrir það að búskaparsaga Hvallátra væri erfið hafa þar að verki verið margir manndóms- menn eins og þau hjónin Daníel og Anna, þó ekki verði nafngreindir hér aðrir. Daníel tók að sjálfsögðu þátt í margvíslegum störfum sveitunga sinna á sviði félagsmála. Oftast voru þau tengd fjármálasviðinu. Skal nokkurra þeirra getið hér: Endurskoðandi reikninga Spari- sjóðs Rauðasandshrepps var hann um fjóra áratugi. Hreppsreikning Rauðasandshrepps endurskoðaði hann í nær þrjá áratugi. Formað- ur sóknarnefndar Breiðuvíkur- kirkju var hann einnig í nokkra áratugi. Á þeim árum beitti hann sér fyrir byggingu nýrrar kirkju í Breiðuvík. Kirkjubyggingin var honum mikið áhugamál. í sam- bandi við kirkjubygginguna minntist hann með sérstöku þakk- læti sr. Ásmundar Guðmundson- ar, er þá var biskup, og sr. ólafs Skúlasonar, nú vígslubiskups, en báðir lögðu þeir honum verulegt lið við fjárútvegun. Áður en Daní- el fluttist frá Hvallátrum skilaði hann sóknarnefndarstörfum af sér, sem öðrum félagsstörfum. Voru þá kirkjubyggingarlánin uppgreidd að fullu og nokkur fjár- hæð var í sjóði að auki. Á Hvallátrum var og er veður- athugunarstöð. Daníel annaðist þá starfsemi í um aldarfjórðung. Gjaldkeri slysavarnardeildar og sjúkrasamlags var hann álíka langan tíma. Ekki mun ofsagt, að öll þau störf, sem hann tók að sér á sviði félagsmála, leysti hann af hendi með samviskusemi og vand- virkni. Daníel beitti sér mjög fyrir því á sínum tíma, að talsími yrði lagð- ur að Hvallátrum. Það varð að veruleika á fjórða áratugnum. Það varð þessari vestustu byggð lands- ins ekki síður en öðrum mikils virði. Daníel var stöðvarstjóri lands- símastöðvarinnar á Hvallátrum frá upphafi, þar til stöðin var lögð niður og Hvallátur gerð númer frá Patreksfirði. Einn af meiriháttar viðburðum í lífi Daníels var þátttaka hans á efri árum í björgunarafrekinu við Látrabjarg. Þar var tólf skipverj- um af enska togaranum „Dhoon" bjargað við hinar erfiðustu að- stæður. Björgunin var mikið þrek- virki, sem tók björgunarmennina þrjá sólarhringa og þrjár klukku- stundir. Frásögn af björgunar- afreki þessu barst víða um lönd. Björgunarmönnum var færð orða fyrir afrekið. Daníel Eggertsson kvæntist Önnu Jónsdóttur, ættaðri úr Dýrafirði. Anna er mikil mann- kostakona, velgefin og velmennt- uð, með burtfararpróf úr Kvenna- skólanum í Reykjavík. Henni far- ast allir hlutir vel úr hendi. Hún reyndist Daníel sérstök eiginkona alla þeirra sameiginlegu ævi og ekki hvað síst er ellin sótti þau heim. Árið 1924 byggðu þau sér timb- urhús, ágætlega vandað. Heimili þeirra á Hvallátrum bar smekk- vísi og snyrtimennsku þeirra hjóna fagurt vitni. Þau Anna og Daníel eignuðust ekki afkomendur. Hins vegar ólu þau upp dreng, Guðmund Jón Óskarsson, efnilegan myndar- mann, er reyndist þeim góður son- ur. Hann var loftskeytamaður að námi og starfi. Guðmundur fórst með togaranum Jóni ólafssyni, er sá togari var skotinn í hafið á heimleið frá Bretlandi 1942. Þeim var fráfall Guðmundar mikil sorg. Árið 1948 tóku þau kornabarn, Gyðu Guðmundsdóttur frá Breiðuvík, og ólu hana að öllu leyti upp. Gyða er nú búsett í Reykja- vík, gift Maríasi Sveinssyni versl- unarmanni. Eiga þau tvær dætur. Þau Daníel og Anna hafa reynst Gyðu svo sem væri hún þeirra dóttir. Það sama má um hana segja, hún hefur reynst þeim sem slík. Hafa þau dvalið á heimili hennar og Maríasar síðan þau fluttust til Reykjavíkur 1972. Ég gat þess fyrr í grein þessari, að Daníel hefði gert sér far um að tryRgja afkomu foreldra sinna á þeirra efri árum. Samstarfið milli hans og systra hans og mága var með ágætum að því leyti, sem ég kynntist því. Það sem mér er þó efst í huga, þegar ég minnist þessa föðurbróður míns, er tryggðin og vinsemd sú, sem hann sýndi móð- ur minni og okkur börnum hennar og bróður hans Sigurðar við frá- fall hans á besta aldri frá sex ung- um börnum, með bréfaskriftum sínum til okkar og annarri um- hyggju. Ég naut þeirrar ánægju að dveljast á heimili þeirra Daníels og Onnu einn vetur, þá tólf ára gamall. Minnist ég þess vetrar með gleði og þakklæti. Daníel var mjög ákveðinn og fastur fyrir í lífsskoðunum sínum. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum í stjórnmálum. Hann mat mikils ýmsa samherja sína, sérstaklega Gísla Jónsson, sem hann taldi að hefði reynst Barðstrendingum sérstaklega góður þingmaður. Það sýndi tryggð Daníels við fyrri vini sína. Ég veitti því athygli, er ég heimsótti hann eftir að frá því var sagt, að Þorsteinn Gíslason Jóns- sonar væri hættur sem forstjóri hjá Coldwater í Bandaríkjunum. Ekki leyndi það sér á svip Daníels, að hann hafði af þessu áhyggjur nokkrar. Daníel hafði einnig sér- stakar mætur á Ara Kristinssyni, er var sýslumaður á Patreksfirði. Hann spurði oft um afkomu ekkj- unnar og barna þeirra og gladdist yfir velgengni þeirra. Daníel naut þeirrar giftu, að kynnast mörgum góðum mönnum á lífsleiðinni, sem hann hélt vin- + Eiginmaöur minn, AGNAR KLEMENS JÓNSSON, lést 14. tebrúar. Ólöf Bjarnadóttir. t Maöurinn minn, ÓLAFUR ÓLAFSSON, lyfsali, Húsavík, varö bráökvaddur 14. febrúar. Erna Hermannsdóttir. + Fraenka okkar og einlæg vinkona, UNNUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Barónsstíg 13, Raykiavlk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Anna S. Gunnarsdóttir, Brynjólfur H. Gunnarsson, Guðmundur G. Gunnarsson, Gunnar Þ. Gunnarsson, Kristján Þ. Gunnarsson, Edda Guömundsdóttir, Pétur Jónsson. + Móöir okkar og tengdamóöir, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Flókagötu 53, veröur jarösett frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Sigríöur Vilhjélmsdóttir, Vilhjélmur K. Sigurösson, Kristín Vilhjélmsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Árni Vilhjélmsson, Ingibjörg Björnsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐMUNDAR R. ODDSSONAR. Höröur Guömundsson, Steinunn Kristjénsdóttir, Helgi Ágústsson, Hervör Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær sambýlismaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR PÁLSSON fré Seyöisfiröi, Meöalholti 2 (éöur Ásgaröi 43), er lóst þann 10. febrúar sl., verður jarösunginn föstudaginn 17. febrúar kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. María Helgadóttir, Siguröur Guömundsson, Kristrún Ólafsdóttir, Péll Guömundsson, Ásta Jónsdóttir, Margrét Guömundsdóttir, Bergþór Einarsson, Eygló Guðmundsdóttir, Helgi K. Pélsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, HALLDÓRS M. ÁSMUNDSSONAR, Snorrabraut 33, Reykjavík. Guðrún Siguröardóttir, Guóríöur Halldórsdóttir, eiginmaður og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, jófrIdar kristínar þórðardóttur. Njélsgötu 76. Edda Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Bjarni Sigurösson og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför systur minnar, SIGRÚNAR GÍSLADÓTTUR, fyrrv. tónlistarfulltrúa ríkisútvarpsins, Sólvallagötu 33. Fyrir hönd ættingja, Theodór Gfslason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og útför fööur okkar og tengdafööur, JÓHANNESARJÓNSSONAR, Ásakoti. Eygló Jóhannesdóttir, Ragnheiöur Jóhannesdóttir, Þréínn Arinbjarnar, Ragnar Jóhannesson, Vigdfs Kristjénsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.