Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 9 itaigfM ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 233. þáttur Árni Þórðarson í Reykjavík skrifar mér hið ágætasta bréf, svo sem ég átti von á, og birtist það hér orðrétt, að slepptum persónulegum ávarps- og kveðjuorðum: „Ég hef lengi haft þá stað- föstu skoðun að unnt sé og reyndar auðvelt að útrýma þágufallssýki úr máli manna með hnitmiðuðu samstilltu átaki skólanna, en til þess þarf dugmikinn forustumann, skipuleggjara. Auðvitað er hægara um vik að slá svona fullyrðingu fram en finna henni haldgóð rök til staðfestingar. Vitna má þó í til áréttingar ánægjulegt dæmi frá hliðstæðu þegar skólunum tókst skömmu fyrir miðja öld- ina að uppræta með öllu flá- mælið, er svo var nefnt, bæði í tali og riti. Þarna unnu barna- skólarnir stórvirki íslensku máli til leiðréttingar og fegr- unar. Var þó við ramman reip að draga. Flámælið var mjög útbreitt og rótfast víða um land og viðfangsefnið við- kvæmt og erfitt í meðferð þar sem um hljóðfræði og fram- burð var að ræða. Þess vegna var árangurinn hreint undra- verður. Var það því að þakka hversu vel var að herferðinni staðið á allan hátt og viljinn og samstaðan einhuga. Prófessor Björn Guðfinns- son skipulagði og stjórnaði þessu einstaka átaki. Hann hafði til framkvæmda valið lið er hann hafði sérstaklega æft til verka. Úrtöluraddir heyrð- ust aldrei, að árangur næðist ekki né því síður að verkið væri óþarft og réttast að leyfa menguninni að halda sitt strik. Þvert á móti, allir tóku hönd- um saman að kveða niður drauginn og það tókst fljótt og vel. Hættulegri meinvætt, sem komin var á góðan rekspöl að stórspilla íslenskri tungu, var komið fyrir og bærir vonandi ekki á sér að nýju. Nú er að taka méranirnar, eins og farið er að kalla þágu- fallssýkina á nýju og fínu máli, sömu tökum og flámælið. Verkefnið er miklu umfangs- minna og auðveldara viðfangs en að ganga á hólm við hljóð- villuna á sínum tíma. í fyrstu lotu ber að virkja sjónvarpið til átaka, þjóðskól- ann eins og sumir hafa viljað kalla það. Hér er viðeigandi verkefni fyrir slíkan áhrifa- vald sem nær til allrar þjóðar- innar samtímis. Viðfangsefnið er létt í meðförum og hefur þann dýrmæta kost á sparnað- artímum að vera ódýrt í fram- kvæmd. Aðeins þarf að finna ofurlítið hugmyndaríkan fræð- ara, léttan í túlkun, sem tekst að búa efnið í áhugaverðan, hnitmiðaðan búning til flutn- ings og skýringar 2—3 mínút- ur í lok frétta tvisvar í viku. Skólunum yrði auðvelt að tengja sitt hlutverk að sama marki þessum örstuttu sjón- varpsþáttum. Þess er að vænta að menntamálaráðherra sjái sér fært að ýta nauðsynjamáli úr vör. Ástæða er til að ætla að út- varpsráði sé ljúft að fá tæki- færi til að styðja að vernd ís- lenskrar tungu á þann hátt sem það ræður við. Ékki er eft- ir neinu að bíða.“ Um leið og ég þakka Árna Þórðarsyni þessa skörulegu hugvekju, vil ég heils hugar taka undir með honum og styðja þá tillögu, að sjónvarpið verði notað sem kennslutæki til leiðbeiningar um móður- málið. Rök ættu að vera óþörf, en ástæða til þess að minna á stórgóða þætti um uppruna myndhverfra orðtaka sem fluttir voru á sínum tíma. Ég notaði lýsingarorðið ágætur í upphafi þessa þáttar. í því held ég að á sé áherslu- forskeyti eða til ítrekunar, svo sem í ámálga, ágerast, ámáttleg- ur o.s.frv. Síðari hluti orðsins mun myndaður af 3. kenni- mynd sagnarinnar að geta, gát- um, en sægur lýsingarorða er einmitt myndaður með hljóð- varpi af 3. kennimynd sagna eftir 4., 5. og 6. hljóðskiptaröð. Ágætur hefur því líklega merkt sá sem mikið er getið um, sama sem frægur, enda er síðar- nefnda lýsingarorðið dregið af 3. kennimynd sagnarinnar að fregna, meðan hún beygðist sterkt: fregna, frá, frágum, freg- inn. Frægur ætti þá að hafa merkt: sá sem miklar fregnir berast af. Nú er að gerast mikil breyt- ing á merkingu orðsins ágætur. Hún er að blikna. Eins og mörg önnur orð, sem höfð eru til áherslu, slitnar lýsingarorðið ágætur. Mörgum skólanema þykir nú sýnu lakara að fá ein- kunnina ágætt en gott. Ef ég skrifa „ágætt" undir stíl eða úrlausn verkefnis, þarf ég að bæta við „í óbliknaðri merkingu" eða öðru þvílíku til þess að taka af öll tvímæli. Ef ég spyr fólk hvernig því hafi gengið í prófi og það svarar: Svona ágætlega, þá merkir það, að það býst við einkunn í kringum 7 á tíustiga. Sem sagt, orðið ágætlega er tekið að merkja sama og sæmilega, en yfir það orð, sem komið er af sómi, færðist bliknunin miklu fyrr. Auðvitað var sæmi- legur að fornu hið mesta hrós. Jón helgi Ögmundarson fékk að Hólum franskan prest, „einn franseis, sæmilegan prest- mann“, segir í sögu Gunnlaugs Leifssonar Þingeyramunks af Jóni. Alkunna er hvernig for- skeytið all- hefur misst mátt og megin. Það var áherslu- forskeyti að fornu, en hefur bliknað á nákvæmlega sama veg og margnefnd lýsingarorð. Þá þurfum við sífellt að finna ný áhersluorð um það sem mikið er, nýjar upphrópanir og ný blótsyrði. Nú er orðið mökk- ur mikið áhersluorð, svo og gras. Mökk.ur af fólki kann að eiga gras af seðlum. Eitthvað er ekki lengur all- gott eða mjög gott eða ágætt eða sæmilegt, heldur æöislega gott, algert æöi, geigvænlega gott, gerræðislega gott o.s.frv. í óteljandi tilbrigðum. Þegar mest liggur við, geta menn jafnvel orðið ógeðslega góðir. „Disgustingly rich,“ sagði Ag- atha Christie um vellríka per- sónu. Sagnir, sem stýra þágufalli, halda áfram að taka með sér þágufall, þótt setningunni sé snúið yfir í þolmynd, öfugt við hinar, sem stýra þolfalli, þegar þolfallið breytist í nefnifalli í þolmyndinni. Dæmi af síðara taginu. Hann var tekinn. Dæmi af síðara taginu: Mér er boðið í mat í kvöld. Þetta er hér áréttað vegna þess ruglings sem verða vill, þegar fólk tekur að segja: Við erum boðin í mat í stað þess að segja: Okkur er boðið í mat. Hvað merkja hin ósköpin? Við erum boðin í mat. Vilja menn hugleiða það? Sögnin að kyngja tekur með sér þágufall. Þess vegna segi ég með Þóri Áskelssyni á Ak- ureyri: Snjónum kyngdi niður, en læt mér mislíka: Snjóinn kyngdi niður, svo sem heyra mátti í sjónvarpsfréttum á dögunum. Þá hefur Þórir Áskelsson vakið athygli mína á vanda sagnarinnar að hilma (hylma). Ritháttur er ekki öruggur, lík- lega þó með einföldu, ef það er rétt hjá Jan de Vries að skylt sé hjálmur. Venjan mun þó vera sú að skrifa hylma. En vandinn er einnig fólginn í því að beygingin er tvenns konar: hilma, hilmaði, hilmað (1. flokkur veikra sagna) eða hilma, hilmdi, hilmt (3. flokkur veikra sagna). Við Þórir segj- um að það hafi verið hilmað yfir eitthvað, en aðrir vilja hafa það hilmt, og svo er þá enn óleystur ágreiningurinn um einfalt eða ypsílon. Hvor tveggi rithátturinn er gefinn í orðabók Menningarsjóðs. P.s. Ég tek undir það með Stef- áni Hörgdal á Akureyri, að það sé svolítið skrýtið að tala t.d. um fyrstu 11 mánuði ársins. Meðal þessara 11 mánaða eru nefnilega nokkrir af hinum síðustu. En fyrstu tvo til þrjá, jafnvel fjóra, mánuði ársins væri eðlilegra. Fannfergi gerir usla vestanhafs New York, 28. febrúar. AP. GÍFURLEGT fannfergi og hvass- viðri olli miklum usla í austurríkj- um Bandaríkjanna í nótt og dag. Mikið öngþveiti varð á stærri hraðbrautum vegna skafrennings, enda hlóð niður allt að 53 senti- metra djúpan snjó. Svo ör var ofankoman að snjólagið hækkaði um fimm sentimetra á klukkustund í vesturhluta Pennsylvaníu- og New York-ríki. Féll snjór á svæði allt suður til Georgíu og Alabama, eða sem nemur fjórð- ungi flatarmáls allra Banda- ríkjanna. íshröngl á Huron-vatni rudd- ist inn í hús á bakka vatnsins. Mörg- dauðsföll hafa orðið af völdum óveðursins. 1 Florída gerðu fellibylir og hvirfilvindar óskunda, tré rifn- uðu upp með rótum, rafmagns- línur slitnuðu og hjólhýsi, sem búið er í, eyðilögðust. Veðrið berst norður og austur á bóginn. Þú svalar lestrartkirf dagsins ' stóum Moggans! Bújörð óskast á leigu á Suður eða Suðvesturlandi. Þyrfti að henta ^fyrir kúabúskap. ðþplýsingar í síma 23864. Sogavegur — Einbýlishús Til sölu gott og vandað múrhúöað timburhús um 60 fm aö grunnfleti, sem er kjallari, hæð og ris. Á hæð- inni er eldhús, bað og 2 stór herb. í risi 2 herb. Steyptur kjallari undir öllu húsinu með vinnuaöstöðu. Lóð um 750 fm og heimilt aö byggja nýtt hús á lóðinni. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar, Austurgötu 10 — Sími 50764. VALGEIR KRISTINSSON HDL. Einbýlishús Sauðárkróki í skiptum fyrir eign í Reykjavík Einbýlishús á einni hæö, 120 fm, tvöfaldur bílskúr 50 fm, 3 svefnherb. á sérgangi, góð staösetning. Mikil atvinna á staðnum. Hitaveita. Skipti möguleg á minni eign í Reykjavík. Verö 2,8 millj. Opiö í dag Séreign, Baldursgötu 12, símar: 29077 og 29736. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VAIDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HOl Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Tvíbýiishús í smíðum í Suðurhlíðum Glæsilegt raðhus á 3 haBöum. Alls um 165 fm. A 1. hæð: er 3ja—4ra herb. séríbúð. Á 2. hæð og rishæð: er 6 herb. séríbúð og bílskúr fylgir henni. Húsið er nú þegar fokhelt Engar skuldir áhv. — Allir veöréttir lausir. Teikning og nánari uppl. aðeins á skrifst. Úrvals raðhús við Bakkasel með 6 herb. íbúð á 2 hæðum. Séríbúð, 2ja herb. i kjallara. Ennfremur rúmgott föndurherb. i kjallara. Góður bilskúr fylgir. Verölaunalóð. Teikning á skrifst. Skipti æskileg á minna einbýiishúsi. Nánari uppl. aöeins á skritst. Glæsilegt lítið raðhús í Mosfellssveit Nýtt einbýli með 3ja herb. íbúö um 85 fm. Parket á öllum gólfum. Ljós viöarinnr. Sólverönd 17 fm. Mjög sanngjörn útb. Endaíbúð við Felismúla 6 herb. á 2. hæð um 140 fm. Tvennar svalir. Bílskúrsréttur. Mikil og góð sameign frágengin. Skuldlaus eign. Glæsileg endaíbúö í Heimunum um 115 fm á 6. hæð í háhýsi viö Ljósheima 4ra herb. Sérinng. af svölum. Tvær lyftur. Útsýni. Laus fljótlega. fbúðin er öll eina og ný. Vandað timburhús við Keilufell Viölagasjóöshús óvenju vel frá gengið meö 5 herb. íbúð um 150 fm á hæð og rishæð. Snyrting á báöum hæðum. Rúmgóður bílskúr. Lóðin er ræktuö og frágengin. Teikn. á skrifst. 2ja herb. íbúöir viö: Æsufell á 5. hæð um 60 fm. Ný teppi, gott skáparými. Útsýni. Kriuhóla á 4. hæö um 65 fm. Háhýsi. Ljós haröviður. Útsýni. Drápuhlið í kj. um 75 fm. Stór og góð. Samþykkt. Allt sér. Hamraborg 1. hæö um 65 fm. Háhýsi. Nokkuö endurnýjuð. Vaktað bílhýsi fylgir. 3ja herb. íbúðir við: Sörlaskjól i kj. um 80 fm. Góö, samþykkt, endurbætt. Gott verö. Barmahlíð rishæö um 75 fm. Sérhiti. Kvistir. Skuldlaus eign. Kársnesbraut 1. hæö 75 fm. Ný íbúö. Ibúöarhæf, ekki fullgerö. Sér- þvottahús. Bílskúr fylgir. 4ra herb. íbúðir við: Vesturberg 3. hæð um 100 fm. Mjög góð í enda. Fullgerö sameign. Alfhólsveg Kóp. jarðhæð um 100 fm. Allt sér. Aukarými um 36 fm fylgir. Laugarnesveg 2. hæð um 90 fm. Sérhiti. Stórar svalir. Mikiö útsýni. Verð aðeins kr. 1,6 millj. „ Hagar — Ægisíða — Nágrenni Fjársterkur óskar eftir 5—6 herb. góðri íbúö. Skipti möguleg á nýrri 3ja herb. úrvalsíbúö j vesturborginni. Helst í vesturborginni Þurfum aö útvega 3ja—4ra herb. íbúð. Má þarfnast standsetningar. Af marggefnu tilefni Aðvörun til viöskiptamanna okkar: Seljið ekki ef útborgun er lítil og/eða mikiö skipt nema samtimis séu fest kaup á ööru húsnæöi. Opið í dag laugardag kl. 1—5 Lokað á morgun sunnudag. ALMENNA FASTEIGNASAL AH LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.