Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 Ragnheiður Jónas- dóttir — Minning Fædd 4. mars 1891 Dáin 31. janúar 1984 Þann 10. febrúar síðastiiðinn var jarðsungin frá Akraness- kirkju elskuleg tengdamóðir mín, Ragnheiður Jónasdóttir, fyrrum húsfreyja að Vestra-Miðfelli, Hvalfjarðarstönd. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þann 31. janúar, tæplega 93 ára að aldri. Ragnheiður fæddist að Bek- ansstöðum í Skilmannahreppi 4. mars 1891, einkadóttir foreldra sinna, hjónanna Guðrúnar Jóns- dóttur og Jónasar Sveinssonar. Þau fluttu seinna að Ölvaldsstöð- um í Borgarhreppi og enn síðar að Vestra-Miðfelli. Þrjá bræður átti Ragnheiður, en þeir létust allir ungir. Þeim fer nú óðum fækkandi sem fæddust á öldinni sem leið og með þessu fólki hverfa jafnframt hefð- ir og lífsstíll, sem eru öldungis framandi þeim, sem nú eru á miðj- um aldri eða þaðan af yngri. Ragnheiður Jónasdóttir ólst upp við þau kjör, sem venjuleg voru til sveita í hennar tíð. Hún fékk þá skólamenntun sem skylduð var og vandist ung við að hjálpa til við þau verk, sem til féllu utanbæjar og innan. Þó kom að því að Ragn- heiður flutti til Reykjavíkur og vann þar um nokkurt skeið við fatasaum. í Reykjavík kynntist Ragnheiður síðar eiginmanni sín- um, Arnfinni Scheving Björns- syni, f. 16. desember 1893, frá Eyri í Gufudalssveit, en hann lagði þá stund á skipasmíðanám. Var brúð- kaup þeirra haldið þann 11. maí 1918. Vafalaust hefðu þau hjón stofnað heimili sitt í höfuð- staðnum eða annars staðar í þéttbýli ef örlögin hefðu ekki ætl- að þeim annað. I þeirra hlut féll að taka við búi foreldra Ragnheiðar og fluttu þau að Vestra-Miðfelli árið 1918. Jörðin var hvorki stór né sérlega arðsöm og jafnframt búskapnum stundaði Arnfinnur iðn sína í skipasmíðastöð á Akra- nesi. Þar starfaði hann alla daga vikunnar utan helgar, en þá gekk hann oftast heim að Miðfelli, um 30 kílómetra leið, og síðan til baka til vinnu í helgarlok. Búinu vann Arnfinnur eftir megni þó ekki hefði hann ætlað sér hlutverk bóndans, byggði upp jörðina og ræktaði eftir því sem kostur var, með seinvirkum tækjum og áhöld- um þeirra tíma. Dagleg störf og ábyrgð á stóru heimili hvíldu samt á herðum húsfreyjunnar, þegar flest til fæðis og skæðis var unnið heima. Marga og góða vini og hjálparhellur áttu þau hjón, bæði í næsta nágrenni og á Akranesi, og þeirra minntust þau ávallt með þakklæti og hlýju. Ragnheiður deiidi á sinn hátt kjörum með flestum samtímahús- freyjum til sveita. Hún gekk að þeim störfum, sem sinna þurfti, breytti mjólk í mat og ull í fat, jafnframt því að annast sinn stóra barnahóp. Börn þeirra Ragnheiðar og Arnfinns urðu tíu og eru öll á lífi utan einn sonur, sem dó í æsku. Eitt sinn spurði ég Ragn- heiði hvort hún hefði ekki stund- um verið kvíðin þegar von var á barni, fjarri læknishjálp og oft undir hælinn lagt hvort tækist að ná í ljósmóður. Ragnheiður brosti við spurningu minni og svaraði svo: „Jú, kannske, en ég reyndi oftast að vera búin að mjólka." Þetta svar finnst mér lýsa Ragn- heiði svo vel, hugsandi fyrst um aðra, menn eða málleysingja, síð- ast um sjálfa sig. Ragnheiður var hugrökk og bjartsýn kona og naut mestalla tíð góðrar heilsu. Þó var það eitt sinn að hún þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús, sem þá var ekkert nær en Landspítalinn í Reykjavík. Ekki var um landveg þangað að fara heldur til Akra- ness og þaðan reri Arnfinnur við annan mann á opnum báti til Reykjavíkur með konu sína, fár- sjúka, í aftakaveðri. Nærri má geta hvílík þrekraun það ferðalag hefur verið, en allt fór vel og Ragnheiður fékk þá aðgerð og um- önnun sem þurfti. Árið 1944 brugðu þau búi og fluttu á Akranes ásamt þeim börnum sínum, sem enn voru í garði. Með þeim flutti einnig móð- ir Ragnheiðar, þá orðin alblind. Lést hún mörgum árum síðar í hárri elli. Kynni mín við þessi góðu hjón og þeirra fjölskyldu hófust við tengdir árið 1953. Margar voru ferðirnar á „Skag- ann“ og alltaf var jafn gott að koma til Ragnheiðar og Arnfinns í húsið við Vesturgötuna. íslensk gestrisni var þar í fyrirrúmi og gaman að ræða við þau um menn og málefni, liðna tið og samtíð og voru þau margfróð um ættartölur og eldri búskaparhætti. Því miður var Arnfinnur á efri árum hrjáður af langvinnum sjúkdómi, sem háði honum mjög og varð til þess að hann þurfti að leggja niður vinnu, langt um aldur fram. Arnfinnur lést í október 1970. Eitt af ævintýrunum í lífi Ragnheiðar á efri árum var ferða- lag til Norðurlanda. Henni þótti alltaf gaman að ferðast og var víðförul um ísland, en þetta var hennar fyrsta og eina utanlands- ferð. í skoðunarferðum um Osló og Kaupmannahöfn var hún óþreyt- andi og sívökul, sannur heims- borgari að njóta þess, sem fyrir augu og eyru bar. Eitt sinn, eftir heitan og annasaman dag, var Ragnheiður spurð hvort hún vildi ekki halla sér. Hafnaði hún því með öllu, sagðist ekki hafa lagt sig þegar hún hefði verið með börnin öll á höndum, og færi varla að gera það núna, í skemmtiferð. Sumardagarnir í Noregi og Dan- mörku með þessari sterku, glað- sinna konu gleymast ekki. Þó Ragnheiður héldi heimili sitt óbreytt um tíu ára skeið eftir lát Arnfinns hlaut þó að koma að því að hún vildi flytjast í hægara sæti. Húsið við Vesturgötuna var selt og hún fluttist í íbúð á Dvalar- heimilinu Höfða, utan Akraness. Þar átti hún gott ævikvöld og þó kraftar færu þverrandi með árun- um hélt hún sinni góðu heilsu og andlega styrk til hinstu stundar. Á síðari árum urðu fjarlægðir milli okkar meiri og við sáumst sjaldnar, en við hvern fund var þó eins og við hefðum hist í gær. Nærri má geta, að eftir því sem árin liðu urðu endurfundir óviss- ari. Ég kvaddi Ragnheiði í síðasta sinn í ágúst 1983, eftir að hafa hennar venjulegu gestrisni, þar sem hún sat við kaffiborðið í hús- freyjusæti sínu. Að sofna héðan við lok ferðar, þegar nóg er lifað, hlýtur að vera ljúfur viðskilnaður. Blessuð sé minning Ragnheiðar Jónasdóttur. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj ur. New York, í febrúar 1984, Charlotta M. Hjaltadóttir Kveðjuorð: Kjartan Hjálmars- son kennari Kveðja frá kennurum við Kópavogsskóla Þann 20. febr. sl. andaðist Kjartan Hjálmarsson kennari í sjúkrahúsi í London eftir erfiða sjúkdómslegu, sextíu og þriggja ára að aldri. Ekki verða hér rakin æviatriði Kjartans heldur færð fram nokkur þakkar- og kveðjuorð til góðs starfsfélaga að leiðarlok- um. Kjartan hafði starfað hér við Kópavogsskólann í meira en tvo áratugi, þegar hann lét af störfum fyrir tæpum þremur árum og hugðist fara að eiga rólegri daga að loknu löngu og slítandi starfi og hlakkaði til að fara að sinna öðrum áhugamálum sem ekki hafði unnist tími til í dagsins önn En því fór fjarri að hann væri þar með gleymdur í hópi samkennara í Kópavogsskóla, til þess var mað- urinn of eftirminnileour og mikil- vægur í félagsheildi á þessum vinnustað. Kjartan starf við ænnan skóla sem gkennar: •íðan var hann mörg almennr 1 ennslu, e1 síðust rin vann ■nn í ból fni sk ns og kom þá að góðum notum hve víðlesinn og fróður hann var um hina ólík- ustu hluti og gat óspart miðlað ungum hlustendum af þekkingu sinni. Kjartan var skapmikill, en undir stundum gustmiklu yfir- bragði sló hlýtt hjarta og oft lífg- aði hann upp hópinn með gaman- semi, ekki síst í bundnu máli. Margar voru vísurnar sem hann kastaði fram á hraðfleygri stund, ekki síst á ferðalögum, og við há- tíðlegri tækifæri komu heilir Ijóðaflokkar frá honum og þá oft skrautritaðir því hann var lista- skrifari. í fari Kjartans munu hafa komið fram ýmsir eiginleikar langafa hans, Bólu-Hjálmars, t.d. skáldgáfan og Iistfengið. Söngvinn var hann og öllum mönnum fróð- ari um rímnakveðskap og rímna- stemmur. Hann var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, en hann var einnig alvörumaður og trúmaður, hann lá ekki á liði sínu ef til hans var leitað, hverjum manni hjálpfúsari og greiðasam- ari. Þegar hann hætti hér störfum þótti okkur skarð fyrir skildi, en hugðum gott til að fá hann í heim- sókn á kennarastofuna. En þær ferðir urðu færri en við vildum. Hann sat ekki lengi í ró og næði þó að fullum starfstíma opinberra starfsmanna væri náð, en hóf kennslu að nýju og við þau störf var hann þegar starfsþrekið bilaði að fullu og ef til vill hefur honum líkað það best, hann var ekki van- ur löngum fríum um ævina. Við söknum vinar í stað en gleðjumst við minningar um góða samfylgd. Eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum skyldmennum vottum við okkar innilegustu samúð. Kennarar við Kópavogsskóla. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar samþykkt: Áætlað er að heildar- tekjur aukizt um 36% Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 28. <*'brúar sl. var afgreidd við síðari umræðu fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyri' 1984. Áætlunin í heild var sam- þykkt með atkvæðum sjö bæjarfulltrúa, n við lokaafgreiðslu voru fjórir bæjarfulltrúar á móti. I ár eru heildartekjur bæjar- sjóðs áætlaðar kr. 340.888.000,-, en þar af eru svokallaðar sameigin- legar tekjur alls kr. 267.437.000,-, sem er um 36% hækkun frá sömu tekjuliðum 1983. Sem fyrr eru útsvör helsti tekjustofn bæjarsjóðs, en þau eru áætluð tæpar 145 millj. kr. Bæjar- stjórn samþykkti að útsvar skyldi í ár vera 10,5% af tekjum til út- svars, en 1983 var útsvarsálagning 11,88%. Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar rúmar 38,3 millj. kr. Af- sláttur af fasteignaskatti íbúðar- húsnæðis er hækkaður að þessu sinni í 20% og veittur er 50% af- sláttur af vatnsskatti og holræsa- gjaldi. Auk þess verður mörgum elli- og örorkulífeyrisþegum veitt- ur frekari afsláttur af fasteigna- gjöldum, samkvæmt sérstakri samþykkt bæjarstjórnar. Af öðrum tekjuliðum má nefna framlag úr jöfnunarsjóði 29,2 millj. kr., aðstöðugjöld 19,8 millj. kr. og tekjur af framleiðslugjaldi álversins í Straumsvík, sem eru áætlaðar rúmar 16 millj. kr. Til sameiginlegra framkvæmda ríkis og bæjarfélags eru einnig fjárframlög frá ríkissjóði að fiár- hæð 19 millj. króna. Ráðstöfunarfé bæjarsjóðs er varið til ýmissa framkvæmda og rekstrar bæjarfélagsins. Útgiöld eru fiokkuð og skipt eftir mála- flokkum. í fjárhagsáætlun 1984 er mestu fé ráðstafað til reksturs og fjárfestinga í félagsmálum og skólamálum. Til félagsmála er veitt 67,9 millj. kr., sem er 19,4% af heildargjöldum bæjarsjóðs og til fræðslumála er ráðstafa< 67 millj. kr., sem er 19,1%. Til v^rk- legra framkvæmda er 55,4 millj. kr., eða 15,2% útgjalda. Af öðrum málaflokkum má nefna, að 9,1% útgjalda er varið til æskulýðs- og íþróttamála, 7,8% til reksturs bæjarins og 5,7% til heilbrigðis- mála. Á vegum bæjarins er nú unnið að eða í undirbúningi ýmsar fram- kvæmdir. Af helstu framkvæmd- um má nefna að áfram verður haldið við gatnagerð í nýju íbúðarhverfi við Setberg, en þar hófust byggingar á síðasta ári. Á næstunni verður úthlutað í hverf- inu allmörgum lóðum, aðallega fyrir einbýlishús. Einnig er áformuð gatnagerð í iðnaðar- og þjónustuhverfi í Kaplakrika, við óseyrarbraut og húsagötu við Lækjargötu. Unnið hefur verið að endur- byggingu og breikkun Reykjavík- urvegar frá Engidal að Arnar- hrauni. 1 ár er áformað að vinna að 3. áfanga þessa verks, sem er endurbygging og fegrun við eystri akbraut frá Hjallabraut að Engi- dal og fegrun og gangstígager' við vestari akbraut. Áformað e< að verja 6,6 millj. kr. til þessara framkvæmda. Hafnarfjarðarbær hefur á und- anf <rnum árum gert átak í mal- bik in gatna og gangstéttargerð. Fy<<r nokkru var jjeim áfanga náð að götur í eldri íbúðarhverfum haf i verið malbikaðar og miðað er við að götur í nýjum hverfum séu ma bikaðar fljótlega eftir að flutt er hverfin. í ár er áformað að ljúka malbikun í Hvömmum og við Hrauntungu, Hraunbrún og Suöurvang. Þá verði Flatahraun breikkað og það malbikað. Einnig veróur byrjað á malbikun í nýja iðn-iðar- og þjónustuhverfinu við Kaj lakrika og gangstéttir og gör íustígar verða víða lagðir. Til gangstétta- og gangstígagerðar er á þessu ári ráðstafað rúmum 3,4 millj. kr. Þá er áformað að endur- nýj i hluta gangstéttar við Str:>.ndgötu. Einnig hefur verið ákv 'ðið að snyrta og fegra svæðið við Hamarinn, en sem kunnugt er var Hamarinn friðlýstur á 75 ára kai'pstaðarafmæli Hafnarfjarðar á 'óðastliðnu ári. Unnið verður áfr'1 m að fegrun bæjarins og fegr- una rframkvæmdir eru víða áfo< maðar. í i'rárennslismálum er stefnt að því ið koma meginútrausum bæj- ari 's út fyrir stórstraumsfjöru- bor '. Fjá Hafnarfjarðarbæ er unnið að ýmsum framkvæmdum við skó abyggingar og frágang skóla- lóð Stærsta verkefnið er bygging 3. 'tfanga öldutúnsskóla. Enn- fre tur verður haldið áfram endurbótum á gömlu byggingunni við Flensborgarskóla. Ráðstafað er fé til kaupa á húsnæði fyrir Tónlistarskólann og til tækja- kauua fyrir Iðnskólann. í byrjun þessa árs var tekinn í notkun nýr leikskóli við Smára- ba/ö og nú stendur yfir undirbún- ingur að byggingu dagheimilis- deil'lar á sama stað. P síðasta ári hófust fram- kvp-mdir að viðbyggingu við Sól- vartg fyrir sjúkrahúsið og heilsu- gæ«Iu Hafnarfjarðar. Tilbúið er til utboðs bygging húsanna og verður framkvæmdin boðin út á næstunni. Fjárveitingar til Sól- vangs eru alls 10,4 millj. kr. Á árinu verður lokið byggingu við SundhöIIina til að stækka og bæ<á búningsklefa og böð kvenna og iformað er að hefja byggingu útisundlaugar í Suðurbæ. Ýmsar fleiri framkvæmdir eru á döfinni hjá Hafnarfjarðarbæ á þessu ári og má þar til nefna inn- rétHngar á bókasafni, endurbætur í r-ðhúsi bæjarins, þátttöku í bygt-ingu verkamannabústaða, kaup á leiguíbúðum, úrbætur í vat"sbóli í Kaldárbotnum og und- irb'iuingur að byggingu sölu- og leig"íbúða fyrir aldraða. Askriftarsíminn er 83033 MetsöluUi í á hve' um de%i!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.