Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 69. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
13
Finnbjörn í návígi við sauðnaut. Hann reyndi að klappa því, en þá sneri nautið sér undan og
stangaði nærstatt bjarg svo undir tók í næsta nágrenni.
Dýrin lifa saman í hjörðum og afkvæmin fylgja foreldrunum í mörg ár. Hér eru þrír fjölskyldu
meðlimir saman komnir.
Hægt að tyggja sauð-
naut með augnalokunum
Rætt við Finnbjörn Finnbjörnsson flugmann
um flug hans á Grænlandi og sauðnaut
. . .  ¦  1..   .  ¦••..____    _•_   __   __»   •_      I
„SAUÐNAUT eru, eins og nafnið
gefur til kynna, eins konar sam-
bland af sauð og nauti. Gæran er
ekki ósvipuð rollugæru, en þó þétt-
ari og hlýrri, enda þykja sængur úr
.sauðnautaull þær alfínustu sem
hægt er að fá. Að stærðinni til
stendur sauðnautið hins vegar nær
iM'ljunni. (i« hornin eru eins og á
buffaló. Ég hef sannreynt að kjötið
af þeim er býsna gott, mér áskotn-
aðist góður biti sem ég borðaði
með bestu lyst meðal vina á Akur-
eyri. Það er sætt og svo meyrt, að
það liggur við að hægt sé að tyggja
það með augnalokunum."
Þannig lýsir Finnbjörn Finn-
björnsson, flugmaður hjá Flug-
félagi Norðurlands, skepnu sem
hann hefur haft tölverð afskipti
af á ferðum sínum á Grænlandi,
þar sem hann hefur flogið með
danska náttúrufræðinga í þeim
erindum að rannsaka útbreiðslu
og lifnaðarháttu sauðnauta.
„Ég hef gert töluvert af því að
fljúga á Grænlandi, fyrst fór ég
þangað sumarið 1979 í þeim til-
gangi að fljúga með jarðfræð-
inga og landmælingamenn. Sú
ferð varð þó styttri en til stóð:
það var meiningin að við yrðum
þarna í sex vikur, en þær urðu
ekki nema tvær, því það kviknaði
í vélinni í Daneborg, við danska
herstöð, þegar við vorum að und-
irbúa eldsneytistöku. Vélin, sem
var af Twin Ötter-gerð, brann til
kaldra kola, en ég var sá eini úr
áhöfninni sem brann eitthvað að
ráði, fötin brunnu utan af mér
og ég fékk annars og þriðja stigs
bruna á fæti.
Sumarið eftir var ég í sjö vik-
ur í sama verkefni. Þá flugum
Finnbjörn Finnbjörnsson flugmaður hja Flugfélagi Norðurlands fyrir
framan Twin Otter-vél flugfélagsins.           MorgunbiaAið/Fri.þjófur
við meðal annars til Thule og
Svalbarða til að sækja menn og
tæki. Það var mjög skemmtilegt
að vera þarna norðurfrá; við lifð-
um eins konar útilegulífi, bjugg-
um mest í tjöldum. Aðstæður til
flugs eru geipilega erfiðar þarna,
það vantar alla flugvelli og við
urðum að Ienda á stuttum
sandmelum, sem við síðan
merktum og kölluðum flugvelli!
Það var síðan vorið 1981 sem
ég byrjaði að fljúga með taln-
ingarmenn frá dönsku villidýra-
stofnuninni og hef gert það
tvisvar síðan, vorið 1983 og nú
síðast í janúar. Það er merkilegt
að aðeins einu sinni á þessu
brölti mínu sá ég ísbjörn, þótt
oft hafi maður séð spor eftir þá í
snjónum. Einu sinni tókst mér
hins vegar að komast í návígi við
sauðnaut. Ég var rétt kominn að
því að klappa einu nautinu á
Passamynd af sauðnauti
hnakkann en hætti skyndilega
við þegar nautið sneri sér snögg-
lega frá mér og stangaði í nær-
statt bjarg svo nötraði í. Þá leist
mér ekki á blikuna og hörfaði.
Annars eru sauðnaut yfirleitt
ekki árásargjörn, nema helst
gamlir tarfar, sem hjörðin hefur
útskúfað   vegna   skapvonsku.
Þessir tarfar geta orðið gífur-
lega stórir og verða enn verri í
skapinu þegar þeir eru einir og
þá er eins gott að verða ekki á
vegi þeirra. Við fengum eitt sinn
einn slikan tarf inn í tjaldbúð-
irnar og hann elti leiðangurs-
stjórann upp á þak. Okkur tókst
samt fljótlega að reka hann í
burtu með hávaða."
CHOIiTOO
Inniheldur m.a. hin frá
bæru lög „Hold Me Now
og  „Doctor Doctor".
the  Gap  er  plata  sem
ekki gleymist.
HLJÓMPLÖTUDEILD
^KARNABÆR
Austurstræti 22,
Laugavegi 66,
Rauöarárstíg 16,
Glæsibæ,
Mars, Hafnarfiroi,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48