Morgunblaðið - 23.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1984
Spennuleikrit
án spennu?
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Tálgað
w
I
rekavið
Myndlist
Valtýr Pétursson
Á austurgangi Kjarvalsstaða
sýnir Sæmundur Valdimarsson
verk, sem hann hefur tálgað í
rekavið seinustu tíu árin eða svo.
Hann er ekki lærður listamaður
og er að nokkru leyti naivisti og
svo eitthvað þar til viðbótar og því
erfitt að flokka hann undir hug-
tök, sem oft eru notuð um slíka
listamenn. Þarna eru 18 verk, sem
hann hefur valið til sýningar, og
eru þau i fáum orðum sagt hin
eftirtektarverðustu.
Sæmundur Valdimarsson hefur
næma tilfinningu fyrir hinu plast-
íska eðli höggmynda og fer með
það á sérlega persónulegan hátt.
Hann virðir efnið og vinnur það í
samræmi við upprunalega lögun
þess rekadrumbs, sem hann fæst
við hverju sinni. Það er skýr
merking í sumum þessara mynda
og líkiegast saga að baki þeim,
sem ráðið hefur táknmáli því, er
Sæmundur beitir. Hann notfærir
sér á skemmtilegan hátt maðk-
smoginn viðinn og skýlir nekt
kvenna með ýsuroði og þara, ef
honum býður svo við að horfa. í
þessari aðferð kemur efniskennd
Sæmundar vel í ljós, og raunar má
segja hið sama um önnur viðhorf
hans gagnvart viði og öðru því
efni, sem hann vinnur í. Sæmund-
ur hefur næmt auga fyrir mögu-
leikum þeim er fyrirfinnast i
hverjum rekadrumb, og honum
tekst að gæða þessar styttur furðu
sannfærandi lífi. Þarna er á ferð
ólærður völundur í höndum, sem
hefur ágæta tækni og notar hana í
samræmi við þann skilning og
hugarfar, sem hann leggur í
hugmyndir sínar. Handbragðið
sjálft minnti mig á stundum á
sjálfan Sigurjón heitinn Ólafsson,
og er þá mikið sagt. Það kæmi mér
ekki á óvart að Sæmundur Valdi-
marsson ætti eftir að vekja veru-
lega eftirtekt með þessari litlu
sýningu.
En eitt atriði er ekki til eftir-
breytni á þessari sýningu Sæ-
mundar. Svo herfilega er verkum
hans komið fyrir í ganginum, að
engu er líkt. Verkunum er hrúgað
í eina bendu á miðju gólfi og þann-
ig stillt upp, að alger ógerningur
er að njóta. Hver hlutur veður inn
í þann næsta og úr verður eins og
hilla í skranbúð. Ekkert ljós fær
að myndast í hinni ríku áferð
verkanna, og form þeirra bókstaf-
lega hverfur í þann glundroða,
sem þarna hefur verið skapaður af
vanþekkingu eða blindu. Þessi
verk Sæmundar Valdimarssonar
krefjast þess, að þau séu skoðuð
frá fleiru en einu sjónarhorni, og
þau þurfa einnig það mikið rými,
að Ijós og skuggar fái gefið þeim
líf. Allt þetta hefur verið snið-
gengið, og öllu hrúgað í eina kös.
Þessi verk eiga annað og betra
skilið en þá meðferð.
Leikfélag Hveragerðis sýnir:
Tíu litlir negrastrákar eftir Agöthu
Christie
Þýðing: Hildur Kalman
Leikstjóri og leikmynd: Eyvindur
Erlendsson
Búningar: Sigrún Bjarnadóttir
Ljós: Gunnar Jónsson
Tíu litlir negrastráka er lfk-
lega ein frægasta saga Agöthu
sálugu Christie, og ekki að
ósekju, því að í þessari sögu
tekst henni óvenju vel. Magnar
upp andrúmsloft þrungið
spennu, tortryggni og hryllingi.
Ellefu manneskjur eru saman-
komnar á eyju, þangað hefur
þeim verið boðið undir margvís-
legu yfirskini af Nikodemusi
Norman nokkrum. Fljótlega eft-
ir að fólkið hefur safnast til eyj-
arinnar heyrist rödd hins dul-
arfulla gestgjafa þar sem allir
viðstaddir eru sakaðir um ýmsa
glæpi, sem þeir hafi gerzt sekir
um, en þannig framdir eða að-
stæður á þann veg að enginn
hefur fengið dóm fyrir. Nú mun
þeim verða refsað. Það rennur
smám saman upp fyrir þeim að
ekkert viðstaddra hefur hug-
mynd um hver Norman þessi er,
þau hafa öll verið blekkt til að
koma á staðinn. Færist nú senn
fjör í leikinn og hrynja gestirnir
niður samkvæmt tíu litlu negra-
stráka-þulunni. Og fleiri óhugn-
anlegir atburðir gerast, sýnt er
að þeim eru allar bjargir bann-
aðar að komast undan, verður
loft allt lævi blandið.
Leikritið er smellið og hlýtur
að vera spennandi, en ekki
fannst mér sú spenna komast til
skila eins og vert væri í sýningu
Leikfélags Hveragerðis. „Rödd-
in“ sem boðar þeim hegningu er
alltof hress og glaðvær til að hún
veki hjá manni nokkurn óhug,
þar er fyrsta villan að mínum
dómi. Leiksviðið er þröngt og
erfitt og allir þessir leikendur —
að minnsta kosti meðan Nikó-
demus Norman er ekki byrjaður
á útrýmingarstarfinu — áttu í
töluverðu basli með að koma sér
fyrir. Þar hefði leikstjóri þurft
að gæta betur að og sýna meiri
útsjónarsemi í staðsetningum.
Leikendur höfðu ekki þéringar á
valdi sínu og hefði mátt breyta
því í þýðingu, það hefði hjálpað
til. Þágufallssýki skaut upp koll-
inum. Afleitt það. Framsögnin
var ákaflega gölluð og er ekki
verið að gera nema lágmarks-
kröfur hvað það varðar: Það
liggur nokkurn veginn í augum
uppi að áhugaleikarar hafa hana
ekki á valdi sínu eftir eitt nám-
skeið eða tvö.
Sjálfsagt og skylt er að geta
þess að áhorfendur tóku sýning-
unni mæta vel að leikslokum.
Undir teppinu hennar
ömmu er vodkaflaska
Leiklist
Óiafur M. Jóhannesson
llndirtitill leikverks: l'ugl óttans.
Höfundur: Nína Björk Arnadóttir.
Leikstjóri: Inga Bjarnason.
Leikmynd og búningar: Guðrún
Svava Svavarsdóttir.
Tónskáld: Mist Þorkelsdóttir.
Tónlistarflutningur: Guðrún Birg-
isdóttir, flauta, og Hákon Leifsson
á harmónikku.
Ljós: Árni Baldvinsson.
Hljóðmaður: Hákon Leifsson.
Hljóðupptaka: Studio Stemma.
Flugleiðamenn hafa gjarnan
stutt við bakið á íslenskum lista-
mönnum, ekki síst myndlistar-
mönnum, og nú styðja þeir ræki-
lega viö bakið á frjálsri leiklist í
landinu er þeir opna ráðstefnu-
sal sinn fyrir Alþýðuleikhúsinu.
Ég veit ekki hvort menn gera sér
almennt grein fyrir hversu mik-
ilvægt framlag Flugleiðamanna
er, þá þeir veita hinu aðþrengda
Alþýðuleikhúsi skjól. Þeir eru
blátt áfram að hjálpa ungum
leikurum og þeim eldri sem lítt
hafa baðað í sviðsljósi atvinnu-
leikhúsanna að koma undir sig
fótunum. Fátt er ömurlegra en
horfa á unga bráðefnilega leik-
ara á sviði Leiklistarskóla Is-
lands og svo ekki söguna meir.
Jú, sumir fá fasta stöðu hjá at-
vinnuleikhúsunum og nokkrir
komast á hvíta tjaldið. Aðrir
leita á náðir sjónvarpsauglýs-
inga og kennslu- og leikstjórn-
arstarfa. Er sannarlega gott til
þess að vita að áhugaleikhópar
njóti starfskrafta nýbakaðra
leikara. En þegar fram í sækir
hlýtur þrá leikarans eftir
sviðsljósinu að vaxa. Hann hefur
jú staðist strangt inntökupróf í
leiklistarskóla og fengið þar
hina ágætustu menntun. Ég
færði þetta í tal við ungan og
efnilegan leikara nú um jólin.
Hann tjáði mér að nánast ör-
vænting ríkti meðal margra
ungra leikara, sumir hefðu vart
stigið á svið frá því þeir luku
námi. Skildist mér að kreppan í
efnahagslífinu yki enn á von-
leysið.
En einsog ég sagði áðan, er
ekki öll von úti, meðan listvinir
sitja við digra sjóði, og Vorkonur
Alþýðuleikhússins sanna okkur,
að ekki þarf hundavini til að
styðja við bakið á litla mannin-
um. Þessar ágætu konur sýna nú
á sviði Loftleiðahótelsins ein-
þáttung eftir Nínu Björk Árna-
dóttur skáld er hún nefnir: Undir
teppinu hennar ömmu og ber ein-
þáttungurinn undirtitilinn: Fugl
óttans. Þessi klukkutímalangi
einþáttungur er dálítið laus í
sér, ef svo má segja. Kemur los-
arabragur helst fram í því að
stefnt er saman ólíkum máls-
sviðum, annarsvegar gallhörðum
hversdagsprósa er vellur út úr
munni ömmunnar og hinsvegar
ljóðrænum texta er fjallar um
fugl óttans. Það er vissulega
býsna erfið raun að hnýta saman
svo ólíkar málveraldir, enda fátt
sameiginlegt með bráðfyndnum
símasamræðum ömmunnar, er
einkum fjalla um hálfdauðar
fyllibyttur, og hinum ljóðrænu
textum er flóa úr munni hinna
leikaranna, einkum Manneskj-
unnar og dótturinnar ungu. I
hinu frábæra Súkkulaði handa
Silju er Nína Björk framreiddi
fyrir leikhúsgesti á síðasta ári
hafði prósahöfundurinn taum-
hald á skáldinu. Hér má hins
vegar ekki á milli sjá hver hefir
yfirhöndina.
Ég býst við að menn skiptist
nokkuð í tvö horn í afstöðu til
þessa verks. Sumir njóta gagn-
flæðis hins lýríska og þess grófa
hversdagslega, aðrir fá ekki
tamið í huga sér þessar andstæð-
ur. Persónulega hefði ég kosið að
Nína Björk hefði unnið frekar út
frá hinum grófa, hversdagslega
texta — sem var hreint óborgan-
legur — og beitt mikilli varkárni
við að skreyta hann ljóðmáli. Ég
er viss um að hér er að finna
efnivið í lengra leikhúsverk eða
jafnvel kvikmyndaverk, því hér
er tekið á allnýstárlegan hátt á
kvenfrelsishugmyndafræðinni
— sem ég persónulega álít mest
spennandi af hinni nýju hug-
myndafræði. í stað þess að leiða
fram alvont karlrembusvín, er
körlunum í verki Nínu Bjarkar
hreinlega vikið til hliðar af svið-
inu, og þeim lýst þaðan sem hálf-
gerðum útlögum úr heimilislífi.
Þeir eru sum sé sjaldnast heima
hjá vorkonunum, heldur hanga
þeir í sínum hóp og reyna þar að
deyfa sársaukann með alkóhóli.
Á heimilinu situr síðan amman
— eldri kynslóðin — með svip-
una reidda og viðheldur hinni
aldagömlu kvennakúgun.
En nú vík ég ekki frekar að
efnisþræði og þeirri hugmynda-
fræði er þar liggur að baki, en
fer örfáum orðum um uppsetn-
ingu þessa nýjasta verks Nínu
Bjarkar Árnadóttur. Inga
Bjarnadóttir leikstýrir Teppinu
hennar ömmu og sýnir þar mikla
hugkvæmni. Má segja að henni
takist allvel að hnýta saman
hinar ólíku málveraldir verks-
ins. Þannig nýtir hún sviðið til
hins ýtrasta og lamar hvergi
brotakenndan textann með
stofudramatískri framsetningu.
En mest er um vert að Inga hefir
valið rétta konu í hvert hlutverk.
í hlutverki miðaldrakonunnar
Lóu er Sigurjóna Björnsdóttir,
svo efnileg ung leikkona að hún
á ekki skilið að hafna á vergangi
sjónvarpsauglýsinga. Mér hefur
virst að Sigurjóna henti einkum
í dramatísk hlutverk sem krefj-
ast mikilla tilfinningalegra
átaka. Hefði ég gaman af að sjá
hana i hlutverki frú Macbeth eða
sem Antígónu svo klassísk lýs-
andi dæmi séu tekin. Um Sig-
rúnu Eddu Björnsdóttur í hlut-
verki ungu stúlkunnar Systu
þarf ekki að fjölyrða, svo þekkt
sem Sigrún er orðin fyrir það
vald sem hún hefir jafnt á kóm-
ískum sem tragískum hlutverk-
um — enda hefur þessi unga
leikkona til allrar hamingju
fengið nokkurt færi á að þroska
sína hæfileika.
Sólveig Halldórsdóttir leikur
ömmuna, fulltrúa eldri kynslóð-
arinnar. Sólveig er afar sérstæð
leikkona og vafalaust fengur að
henni í ákveðin hlutverk. Kristín
Bjarnadóttir leikur svo Mann-
eskjuna, fer henni einkar vel að
túlka hina tæru lýrik Nínu
Bjarkar. Eru þá talin upp aðal-
hlutverk en hvergi varð varl mis-
brests í samleik hópsins. Og ég
vil aðeins bæta við að Anna S.
Einarsdóttir sannaði hér, að hún
er efni í kómíker.
Þá er bara eftir að þakka Guð-
rúnu Svövu fyrir fyrirferðarlitla
leikmynd, sem hvergi þvældist
fyrir á hinu þrönga sviði. Teikn-
ing Guðrúnar framan á leikskrá
er líka til marks um listfengi
hennar. Ég verð að biðja tón-
skáldið unga Mist Þorkelsdóttur
innilegrar afsökunar á því, að ég
heyrði ekki tónlistina, svo upp-
tekinn var ég af textanum.
Kannski féll tónlistin bara svona
vel að textanum. í það minnsta
vona ég að ég heyri í hinu unga
tónskáldi næst þegar vorkonur
þessa lands fara á stjá og klaka-
bönd bresta af landi voru.