Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984 Grein eftir Jakob Jónasson gedlækni, sem fjallar m.a. um þunglyndi Egils Skallagrímssonar og meðferd Þorgerdar á Agli, sem kemur heim og saman viö nútíma aðferdir sem vænleg- astar þykja til árangurs í gedlækningum. í nýútkomu fylgiríti Læknablaðsins, sem helgað er 75 ára afmæli Kleppsspítala er m.a. eftirfar- andi grein eftir Jakob Jónssson, geðlækni, sem hann nefnir „Aftur í aldir, hugleiðingar um lýs- ingar á geðrænum sjúkleika í miðaldabók- menntum“. Tekur hann þar m.a. fyrir Egilssögu og þunglyndi Egils Skallagrímssonar eftir missi Böðvars, sonar hans. En eins og segir í lokaorð- um greinar Jakobs „hlýtur að vekja athygli að ferli þau sem hér er lýst, koma heim og saman við niðurstöður rannsókna og reynslu nú á dög- um. Kannski hafa menn þó ekki enn skilið nógsamlega terapeutiskt gildi skáldlegrar tján- ingar.“ Hefur Jakob Jónasson góðfúslega leyft Morgunblaðinu að birta greinina. Aþúsund ára tímabili miðalda, frá um 500 til um 1500 e.Kr., voru öll fræði lækna hneppt í kenningakerfi Galenos- ar, sem grundvallaðist á sam- bræðslu úr forngrískri heimspeki og vessakenningu Hippókratesar (1). Upphaf hvers konar sjúkdóma var rakið til röskunar á eðlilegu jafnvægi höfuðvessanna fjögurra, blóðs, slíms, svarts og guls galls (1). Geðtruflanir voru einnig felld- ar inn í þetta kerfi og yfirleitt heimfærðar undir eitt og sama heitið — melancholia (melas gr. svartur, chole gr. gall), þar sem offramleiðsla á svörtu galli var talin aðalorsökin. Langlífi hinna galensku fræða í rösk 1400 ár átti sér rætur í „dómgreindarlausum bókstafs- þrældómi" þessara alda (2), en áhrifa þeirra á lækningar gætti þó ávallt lítt meðal almennings. Iðk- endur læknislistar takmörkuðust við fámenna stétt í þjónustu höfð- ingja og var sá atvinnuvegur þó engan veginn girnilegur, því að læknendur áttu á hættu að verða drekkt í poka ef meðferð mistókst (1). Allmargar lækningabækur voru ritaðar á þessum öldum, einkanlega eftir stofnun lækna- skólanna um miðbik tímabilsins, en fróðleikur þeirra einskorðaðist við forsendur Galenosar og kom því að litlu haldi. Alþýða manna bjargaði sér sjálf við hindurvitni sín og skottulækningar eða leitaði á náðir klaustranna þegar mikið lá við. Engar öruggar heimildir eru fyrir hendi um viðhorf almenn- ings til geðtruflana á þessu tíma- bili eða hugmyndir hans um orsakir og eðli slíkra fyrirbæra. Miðaldakirkjan er jafnan bendluð við kenninguna um djöfulæðið, en mikilvægi hennar hefur að líkind- um verið stórum ýkt og afbakað í tímans rás. Leikmenn hafa þó ekki verið eins skyni skroppnir í þess- um efnum og ætla mætti af hind- urvitnaskrám og trúarsetningum. Rannsóknir á frönskum fagurbók- menntum miðalda hafa leitt í ljós, að hugmyndir höfundanna um geðtruflanir taka skoðunum lækn- isfróðra samtíðarmanna fram um skilning og raunsæi. Wright (3) vitnar í lýsingar á sturlun f frönskum ljóð- og riddarasögum frá 12., 13. og 14. öld og getur m.a. sérstaklega sögunnar um ívent, einn af riddurum hringborðsins hjá Artúsi konungi. íventssaga Artúskappa (fr. Ivain) er ljóðsaga frá síðari hluta 12. aldar og var hún þýdd á íslensku úr frönsku í Noregi á dögum Hákonar gamla. ÍVENTSSAGA ívent er að líkindum fyrsta söguhetjan í frönskum bókmennt- um sem slegin er geðtruflun (3), og eiga þau umbrot sér stað er hann fær þá orðsendingu frá sinni frú, að hún segi honum upp, þar eð hann hafi ekki komið heim frá burtreiðum á umsömdum tíma, heldur látið hana bíða í þrjú miss- eri. í íventssögu er atburðarásinni lýst á eftirfarandi hátt (stytt): „Herra fvent þagnaði og vissi ekki hverju hann skyldi svara, því að bæði hvarf honum orð og viska. Hann angraðist af harmi og vildi nú þangað fara, sem engi maður þekkti hann. Hataði hann þá ekki jafnmjög sjálfan sig, og féll þá á hann svo mikið æði, að hann vildi hefna á sjálfum sér, því að hann hefir nú týnt allri sinni huggun. Hann fór þá einsaman, því að hann vildi ekki huggast af þeirra orðum. Hann hljóp úr landtjald- inu til skógar. Týndi hann þá mjög svo öllu vitinu og reif af sér klæð- in. Og er hann hafði lengi hlaupið, þá mætti hann einum sveini, er fór með boga og örvar fimm. Hann tók af sveininum bogann og örv- arnar og hljóp á skóginn og skaut sér dýr og át hrátt kjöt þeirra. Og er hann hafði lengi hlaupið, hitti hann hús eins heremita. Og er einsetumaðurinn sá hann, þá vissi hann, að hann hafði ekki fullt vit sitt. Hann gaf honum brauð og vatn, því að hann hrædd- ist hann og vísaði honum á brott og bað þess guð, að hann kæmi þar aldrei oftar. fvent át brauðið, þó að það væri illa bakað, því að það var blautt og sáðugt. Aldrei át hann verra brauð. Og þegar hann var mettur, hljóp hann aftur í mörkina. Og sem hann hafði lengi svo lif- að, sofnaði hann einn dag í mörk- inni, og fundu hann þar liggjandi þrár meyjar, er riðu um mörkina, og fylgdi þeim frú þeirra. Þær litu hann sofandi. Þær stigu af hestum sínum og gekk ein til, þar sem hann lá, og hugsaði mjög lengi um, áður hún þekkti hann. Var hann þá ólíkur því, sem fyrr var hann. Og sem hún kenndi hann um síðir sakir þess sárs, er hann hafði í andliti, henni þótti mjög undarlegt og hitti sína frú grát- andi og mælti: „Frú mín,“ kvað hún, „ég hef fundið herra ívent, þann besta riddara, er vopn hafa borið. En ég veit ekki, fyrir hverja misverka er svo þunglega fallið dugandi manni. Það grunar mig, að hann hafi of mikinn harm og hafi týnt viti sínu, því að ekki mundi hann elia halda sig svo, ef hann væri í fullu viti sínu. Makara væri, að hann hefði fulla skyn- semi, sem þá er hann hafði besta, og ef honum líkaði að dveljast með oss og hjálpa yður. En ef þessi fengi heilsu og dveldist með yður, mundi hann skjótt hrinda yðrum óvinum." „Óttumst þar ekki um,“ kvað frúin: „með guðs tilhjálp skulum við að vísu koma úr höfði hans og hug æðistormi þeim, er hann kvel- ur, nema hann undan flýði. En nú skulum við heim skunda, því að ég á smyrsl þau, er gaf mér Morgna hin hyggna og sagði mér aldrei mætti æði né óvit spilla þess manns hug né höfði, er smurður yrði með þessum smyrslum." Þær fóru sem skyndilegast til kastala og tók frúin til buðksins, er í voru smyrslin, og bað hana með mikilli vægð, að hún væri ekki of mild af smyrslunum, utan smyrja höfuð hans og háls, — „en ber ekki víðara á hann“. Og er hún kom í mörkina, þá batt hún hestana. Því næst gekk hún að honum sofandi og smurði hann með smyrslunum, þar til er úr var allt úr buðkinum. Síðan lét hún hann liggja í sólskininu og sofa. Þornuðu nú smyrslin á hon- um. Hún lagði niður hjá honum gangveruna og gekk brottu síðan. Ög er hún var eigi langt komin frá honum, þá nam hún staðar og vildi vita, hvað hann hefðist að. Og litlu síðar vaknaði ívent og hafði fengið vit sitt. Sá hann sig svartan og sólbrunninn, nöktan og hneistan og vissi ekki, hvað valda mundi. Hann sá liggja hjá sér nýja gangveru. Tekur hann það ráð, að hann klæðist. Og sem hann skyldi ganga, þá var hann orðinn svo máttlaus, að hann gat eigi gengið" (4). Mærin hjálpaði síðan ívent til að komast á bak hestinum, og riðu þau bæði saman heim til kastala frúarinnar, þar sem honum var hjúkrað „við alls kyns hóglífi" í sex vikur. En að þeim tíma liðnum hafði hann „aftur fengið allan sinn styrk“ og tók þá að berjast af mikilli hreysti fyrir frúna. Saga þessi felur í sér merkilega raunhæfan skilning á eðli geðræns sjúkleika (3), og kemur hann í raun réttri heim við skoðanir geð- lækna nú á dögum. Meyna grunar strax við fyrstu sýn, að ívent „hafi týnt viti sínu“ og muni orsökin vera harmur. Hún leitar þá ásjár frúarinnar, svo að hann „fengi heilsu", og frúin fullvissar hana um, að hægt sé að lækna þennan „æðistorm", sem „kvelji hug hans og höfuð". Lækningin á sturlun ívents með smyrslum er að vísu skáldskapur einn, nema sú aðferð sé komin frá Galenosi, en vistin í kastalanum á ekki sfður þátt í bat- anum. Orð og athafnir kvennanna bera með sér, að þær álíti ívent hafa truflast á geðsmunum í kjöl- far tilfinningalegs áfalls og ganga jafnframt að því vísu að hægt sé að lækna slíkan sjúkleika með lyfjum og andlegri aðhlynningu. Wright leiðir fram þær niður- stöður, að franskar riddarasögur frá miðöldum endurspegli verald- legar og tiltölulegar raunhæfar hugmyndir um geðrænan sjúk- leika, og gæti þar lítilla áhrifa af kenningum kirkjunnar. Af þessum niðurstöðum megi svo álykta að á 12., 13. og 14. öld hafi í Frakklandi verið uppi sú skoðun, að sturlun væri læknanlegur sjúkleiki sem rekja mætti til umbyltingar í til- finningalífinu (3). EGILSSAGA Um svipað leyti og riddarabók- menntir urðu til í Frakklandi komu íslendingasögurnar til skjalanna á íslandi, og munu mörg minni þar vera tekin að láni úr þeim frönsku. íslendingasög- urnar eru flestar ritaðar á 13. öld, en gerast að mestu á söguöldinni, þ.e.a.s. á tímabilinu frá 930—1030 eða 200—300 árum áður. Má því gera ráð fyrir að höfundarnir lýsi í sögum sinum lífsviðhorfum eigin samtíðar, þótt þeir hafi reynt að setja sig í spor söguhetjanna eftir því sem munnmæli um 10—12 ættliði hrukku til. Sögurnar eiga það sammerkt við önnur skáld- verk að fjalla um sálarlíf manna og samskipti þeirra sín á milli f listrænum búningi, en taka frönskum riddarabókmenntum langtum fram um öll listræn efn- istök. Sálarlífslýsingar íslend- ingasagna skipa sérstöðu meðal klassískra heimsbókmennta sakir sérkennilegrar frásagnaraðferðar, glöggskyggni þeirra á mannlegt eðli og rökræns samhengis við raunveruleikann. Lýsingar þeirra á mannlegu hátterni eru f jafn góðu gildi enn þann dag f dag og fyrir 700 árum þegar þær voru samansettar. Frásagnaraðferð í tslendinga- sögum er að því leyti sérstæð, að sálarlífi manna er þar lýst frá ströngu atferlissjónarmiði. Höf- undarnir láta persónurnar lýsa sér í tali, látæði og athöfnum, en skýra nær aldrei beinum orðum frá innra hugarheimi. Þeir lýsa einungis þeim athöfnum og orðum sem augun fá séð og eyrun heyrt, líkt og gerist á kvikmyndatjaldi, og af þeim verður lesandinn að ráða þær hugsanir og tilfinningar sem inni fyrir búa. Annað sér- kenni íslendingasagna felst í þeirri tilhneigingu höfundanna að láta persónuleika manna haldast svo til óbreyttan í allri sögunni. Sérhver sögupersóna virðist vera ánetjuð fastmótuðu viðbragða- kerfi og hvorki reynsla né skóli lífsins fá þar nokkru um breytt. Þetta viðhorf ber þó engan veginn vott um kyrrstætt sálarlíf, því að lýsingar á atferli manna eru öllu fremur í ætt við þann hugsunar- hátt, sem kallaður er dynamiskur nú á dögum. Sérhvert sálrænt at- ferli leiðir af öðru í nokkurn veg- inn rökrænu samhengi, en innan þeirrar umgerðar sem persónu- leikinn afmarkar. í íslendingasögunum birtast all- víða lýsingar á geðrænum truflun- j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.