Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Minning: Bjöm Ólafsson fiðluleikari „Alles geben die Götter, die unendlichen, Ihren Lieblingen ganz, Alle Freuden, die unendlichen, Alle Schmerzen, die unendlichen, ganz.“ (Goethe). Þessar Ijóðlínur skrifaði Páll ís- ólfsson fyrir mörgum árum í gestabók Björns Ólafssonar. Það var á gleðistund. Björn átti af- mæli og var þá hrókur alls fagnað- ar í hópi vina sinna. Mér er þessi atburður minnisstæður. Það var sem sæi Páll Birni forlög fólgin í gleði dagsins. Þetta reyndust og áhrínsorð. Björn var á þessum árum hinn glaðasti með glöðum. Gæfan virt- ist gæla við hann og undi hánn sér þá bezt, er hann gat sungið gleði sína út á fiðluna, sem heilladísir höfðu léð honum og var hans helgidómur. Hann gætti hennar sem fjöreggs síns, hélt á henni hvert sem hann fór og flýtti för sinni, alltaf á ferð eftir einhverju, sem hugur hans stóð til. Hann var léttur í spori, kvikur í hreyfingum, fiðluleikari af lífi og sál. Honum þótti ég stundum svifaseinn og þungur á mér, er við gengum sam- an, — vildi að ég lifði jafnhratt og hann sjálfur. Gaf mér eitt sinn heiðgulan trefil, sem hann bað mig bera og sagði: „Þú átt að ganga um glaður og vefja sól- argeisia um hálsinn á þér.“ Hann var sígefandi og færandi blóm, vekjandi gleði. Ég á frá hon- um tvær ævisögur Mozarts og alla kvartetta hans, sem ég geymi. Mozart var hans eftirlæti og Bach átrúnaðargoð hans. Það var hon- um einskonar bænariðkun að fá að ganga um gólf heima á Fjólugötu, aleinn, með fiðluna sína í hendinni og spila þætti úr einleikssónötum Bachs. En ætti hann að leika sóló með sinfóníusveitinni, kaus hann helzt að fara með konsert Beet- hovens. Einnig í því verki fólst játning hans. Þegar við lékum saman reglulega á stríðsárunum I hátiðasal Háskólans urðum við að fást við margskonar verkefni, en aldrei tókum við annað fyrir en það, sem við höfðum hug á að leika báðir. Við fluttum mörg íslenzk verk, þá ný af nálinni, „Systurnar í Garðshorni" eftir Jón Nordal, „Stef með tilbrigðum og fúgu“ eft- ir Helga Pálsson, „Fiðlusónötu“ eftir Karl 0. Runólfsson og frum- flutti Björn einnig einleiksverk Þórarins Jónssonar, „Forleik og tvífúgu um nafnið B-A-C-H", sennilega eitthvert erfiðasta fiðlu- verk, sem samið hefur verið af ís- lenzkum tónsmið. Þegar við æfðum saman, vildi hann hafa strengina á fiðlunni þanda til hins ýtrasta og bað mig, ef honum þótti stilling flygilsins of lág, að slá D-dúr, stóru þríund- ina í stað mollhljómsins, sem oftast er stillt eftir. Hann gat þá hækkað a-ið sitt ofurlítið, eða svo fannst honum. Hátt stillt og hreint skyidi fiðlan hljóma því að tónarnir áttu að ná til himins, eins og hann sagði í gamni, og vekja englana af svefni. Ef til vill er það hybris, ofmetnaður, að vilja ná svo langt með spili sínu, þótt í lík- ingu sé taiað. Nokkuð er víst: mað- urinn missir að lokum allt, sem hann sækist eftir og deyr frá því, sem honum er dýrmætast. Björn Ólafsson fæddist í Reykjavík á góu, 26. febrúar 1917. Hann var af merkisfólki kominn, sonur Ólafs Björnssonar, rit- stjóra, Jónssonar, ráðherra, og konu hans, frú Borghildar, dóttur Péturs Thorsteinsson, kaupmanns á Bíldudal. Menning og mikil Iisthneigð var I báðum ættum. Björn var yngstur fjögurra systk- ina, missti á þriðja aldursári föður sinn og ólst upp með móður sinni, sem snemma varð þess vör, hve ríkum tónlistarhæfileikum sonur hennar var búinn. Kornungur var hann settur til fiðlunáms hjá Þór- arni Guðmundssyni, sem kenndi drengnum fyrstu gripin á þetta fagra og fíngerða hljóðfæri, sem hann hafði kosið sér. Björn var svo bráðgerr, að hann gat, þegar á fjórtánda ári stofnað ásamt félög- um sínum, sem allir voru eldri en hann, strengjakvartett, fyrsta al- íslenzka kvartettinn, sem þeir sjálfir töldu hann vera. Björn lék fyrstu fiðlu, Haukur Gröndal aðra fiðlu, Indriði Bogason lágfiðlu og Þórarinn Kristjánsson knéfiðlu. Þeir tóku fyrir kvartetta Mozarts, Beethovens op. 18 og Schuberts op. 125 nr. 1 og komu fram í útvarpinu með þátt úr síðastnefnda kvartett- inum, hefir mér verið tjáð. Björn gekk þá til spurninga og var enn ófermdur, er þeir hófu þennan samleik. Það mun hafa verið sama árið og Tónlistarskólinn tók til starfa, 1930, og var Björn þar nemandi í fiðluleik hjá Karl Hell- er og síðar hjá Hans Stepanek. Hann tók svo örum framförum, að hann gat lokið burtfararprófi fyrstur nemenda skólans árið 1934. Sama ár hélt hann utan, ásamt móður sinni, til fram- haldsnáms í Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Kennari hans þar í fiðluleik var Ernst Moravec en í tónfræðigreinum Richard Stöhr. Kom Björn þar fyrst fram á tón- leikum 1937, en lauk þaðan ein- leikaraprófi 1939 og hélt heimleið- is til tónleikahalds. Hófst þá með okkur samvinna, sem hélzt marga áratugi. Það var ekki ásetningur Björns að setjast að hér heima að náminu loknu. Hann var ráðinn konsertmeistari við Wiener Ton- kúnstlerorchester og átti I vænd- um stöðu í Fílharmóníuhljóm- sveitinni I Vínarborg. En þá brauzt heimsstyrjöldin út um haustið 1939 og lokuðust þá leiðir milli landa. Var Björn kyrrsettur hér heima, góðu heilli fyrir ís- lenzkt tónlistarlíf og gerðist kenn- ari við Tónlistarskólann, einleik- ari og kammermúsíkus, síðar konsertmeistari hljómsveitarinn- ar, sem hér var stofnuð 1949 og varð vísir að Sinfóniuhljómsveit íslands, en í henni var hann kon- sertmeistari frá byrjun fram til ársins 1974. Björn gerðist brátt einn athafnamesti tónlistarmaður þjóðarinnar, í senn brautryðjandi og fyrirmynd í sinni grein. Enginn kostur er á því að greina hér frá öllu því mikilvæga starfi sem hann vann, og því góða, sem hann lét af sér leiða, enda alþjóð kunn- ugt. En víst er, að hefði hans ekki notið við, ríkti hér naumast jafn- mikil kliðmýkt í samspili strengjahljóðfæra og við nú eigum að venjast. Birni og nemendum hans ber að þakka að svo er. Hann ól upp hljómsveit Tónlistarskól- ans, stofnaði og Strengjakvartett Tónlistarskólans, sem skipaður var kennurum hans, auk forfiðlar- ans Björns, þeirh Jóni Sen, Ingvari Jónassyni og Einari Vigfússyni og kynnti okkur verk Beethovens, Mozarts, svo og fjölmargra nýrri höfunda, erlendra og innlendra, í þessari göfugu grein strengja- leiksins. Þeir félagar fóru í tón- ieikaför til Norðurlanda árið 1970. Ekki eru til margir íslenzkir fjór- leikir fyrir strengi, en ég hygg að Kvartett Tónlistarskólans hafi flutt þá alla. • Kvartettar Jóns Leifs, „Mors et vita“, „Vita et mors“ og „E1 Greco", hefðu líklega aldrei heyrzt hér, hefði ekki Björn tekið þá að sér. Helgi Pálsson og Leifur Þórarinsson nutu og Björns og kvartetts hans að. En hér skal staðar numið, þótt margs annars bæri að geta. Veturinn 1947—48 fékk Björn fararleyfi frá skyldum sínum og dvaldi vetrarlangt I New York og naut þar listrænnar leiðbeiningar Adolfs Busch, fiðlusnillingsins, sem frægur var fyrir túlkun sína á verkum Beethovens, ekki sízt fiðlukonsertsins, sem hann var vanur að leika árlega í Vínarborg og Björn lét svo mjög hrífast af. Busch og tengdasonur hans, Rud- olf Serkin, komu hingað til íslands í heimsókn hvað eftir annað og tókst mikil vinátta með Birni og fjölskyldum þessara góðu gesta. Björn minnti mig stundum á Fritz Kreisler í útliti og innræti sem listamaður. Sami hlýi, geð-' þekki blærinn var yfir persónu þeirra og framkomu, þetta óskilgreinanlega útstreymi, sem kallast charme á erlendum tung- um og ber vott um innri göfug- mennsku og góðvild. Sigurður Guðmundsson, skólameistari, sá merki maður, sagði í eftirmælum um föður Björns, Ólaf ritstjóra, að hann hafi verið „hvers manns hugljúfi ... glaðvær án græsku, ... eitt hið mesta snyrtimenni, fágaður í fasi, ... prúður í lund við lægri jafnt og við hærri", sem sé: aristókrat og séntilmaður. Ég hygg, að Björn hafi líkzt föður sín- um í þessum eðliskostum, en erft frá móður sinni sína heillandi léttu lund, sem var svo áberandi í fari hans framan af ævinni, eða þar til hann af heilsufarsástæðum varð að segja skilið við sitt fyrra líf, hætta störfum og leita að- hlynningar á heilsuhælum. Það er stundum skammt milli heilla og rauna. En Björn bar sitt aðal með sér hvar sem hann fór. Það var næsta ótrúlegt, hve miklu Björn kom í verk. Þó að hann væri störfunum hlaðinn frá morgni til kvölds sem konsert- meistari, kennari og einleikari, sló hann aldrei slöku við æfingar. Hugur hans var allur í músikinni og hann unni sér engrar hvíldar, þegar skyldan kallaði. En allt er verði keypt, og hlaut öll sú önn, sem hann á sig tók, að tæra krafta hans er til lengdar lét. „Engi má Kvasis kynngi neyta nema fram bjóði feikna tíund, — nema fram leggi fjör og krafta, elju, alúð og andvökur ...“ Svo kvað Matthías. Björn bauð allt þetta fram I þágu listarinnar, sem hann lifði fyrir, en hann bar of þunga byrði. Ljósið hvarf hon- um um sfðir, loginn dapraðist og dagar myrkursins urðu margir, þessir „vondu dagar“, sem Predik- arinn talar um og menn segja um: „Mér líka þeir ekki.“ Björn var hljóður hin síðustu árin. Og nú er hann allur, sá góði drengur. Vísa skáldspekingsins, sem Páll ísólfs- son ritaði I gestabókina forðum, kom fram: guðirnir gefa ljúfling- um sínum ekki einasta gleðina, heldur og sorgina — alla. Það er útkoman á lífsheild listamannsins sem gildir. Björn kvæntist árið 1942 Kol- brúnu Jónasdóttur, Þorbergsson- ar, þáv. útvarpsstjóra, og fyrri konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur frá Arnarvatni í Mývatnssveit. Þau Björn og Kolbrún eignuðust eina dóttur, Þorbjörgu. Þeim mæðgum báðum, börnum Þor- bjargar og öðrum aðstandendum vil ég ásamt konu minni votta dýpstu samúð okkar. Árni Kristjánsson Við lát móðurbróður míns, Björns Ólafssonar, sem ég því miður hef ekki aðstæður til að flylgja til hinstu hvíldar, langar mig til að koma að nokkrum kveðju- og þakkiætisorðum. Ég á margar góðar minningar um Björn frænda. Minningar allt frá því er hann kom inn í líf okkar þriggja föðurlausra systkina, að loknu fiðlunámi i Vínarborg og settist að I húsi ömmu minnar, þar sem við systkinin bjuggjum lfka ásamt móður okkar. Kannske höfum við þá strax sett Björn frænda í einshverskon- ar föðurhlutverk, alla vega varð hann fljótt ómissandi jiáttur í lífi okkar systkinanna. A gleði- og sorgarstundum í fjölskyldunni var Björn frændi alltaf til staðar, reiðubúinn að gleðjast með okkur eða syrgja með okkur, styrkja okkur og styðja. En svo hætti fiðlan hans skyndilega að hljóma og erfið veikindi gerðu Björn að óvirkum þátttakanda í lífinu. Alltof fljótt á besta aldri og okkur sem fannst hann vera svo sterkur og næstum því óbugandi. Það var erfitt að skilja og sætta sig við. Nú að leiðarlokum, þegar Björn frændi hefur fengið sinn frið, er mér efst í huga mikið þakklæti fyrir allt sem hann var mér og mínum. Blessuð sé minning hans. Borghildur Thors Barátta Björns Ólafssonar við miskunnarlausan sjúkdóm stóð yfir í níu ár. Nú er henni lokið og Björn kominn á þann áfangastað, sem hann hafði svo lengi þráð. Það eru hörð örlög og óskiljanleg þegar lífsglaður maður verður fyrir barðinu á sjúkdómi sem gjörsamlega lamar andlegt og lík- amlegt þrek hans, bindur í einu vetfangi enda á glæsilegan starfsferil og útilokar hann frá samfélaginu. Fólk sem þannig er ástatt um vill oft gleymast, ef til vill vegna þess að við óttumst það sem við ekki skiljum. En þeir sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Birni Ólafssyni áður en hann veiktist, munu aídrei gleyma honum. Þeir munu aldrei gleyma hinni miklu lífsgleði hans og mannkostum. Mér er það mjög kært að minn- ast hans með þessum fáu orðum. Hugur minn reikar aftur til þeirra ára er ég sté mín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Þessi ár bernsku minnar og æsku eru órjúfanlega tengd Birni. Inntöku- próf mitt I Tónlistarskólann í Reykjavík stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum; Sólríkur vordagur og stórkostlegt útsýni yfir Tjörnina, konsert í a-moll eft- ir Vivaldi og góðlegur maður með andlit sem geislaði ekki minna en sólin sem úti skein á Tjörnina. Þannig voru okkar fyrstu kynni. Þau urðu táknræn fyrir öll þau ókomnu ár sem Björn var minn lærimeistari og vinur. Sólskinið bar alltaf sigur úr býtum, þótt oft væri á brattann að sækja. Björn kom alltaf einstaklega ljúfmannlega fram við nemendur sína, alltaf glaður í bragði og hlýr. Hann var miklum gáfum gæddur og hafði óvenjulega hæfileika til að miðla öðrum af list sinni og reynslu. Ást hans á tónlistinni var smitandi. Björn ólafsson var meðal þeirra fáu einstaklinga innlendra og er- lendra sem lyftu Grettistaki I tón- listarmálum okkar íslendinga. Hann var í hópi þeirra sem plægðu akurinn fyrir komandi kynslóðir. Starf hans bar ríku- legan ávöxt. Við erum mörg sem minnumst Björns með djúpu þakklæti. Biess- uð sé minning hans. Vandamönnum sendi ég samúð- arkveðjur. Guðný GuðmundsdóUir Nú þegar Björn ólafsson er all- ur læt ég hugann reika aftur um nær fjóra áratugi en þá kynnt- umst við fyrst. Vorhugur var með þjóðinni, hún hafði nýverið öðlast fullt sjálf- stæði og stofnað lýðveldi, upp- bygging eðlilegra atvinnuvega landsmanna var mikil, hver hönd hafði verk að vinna, Ólafur Thors taldi það vera „goðgá" að útlenzkir fengju „land af okkar landi til þess að gera það land að sínu landi“, en Halldór Laxness skrif- aði íslandsklukkuna. Á þessum árum var mikil gróska í flestum greinum lista, ekki síst í tónlistinni. Einn fremstur tónlistarmann- anna var Björn Ólafsson. Nokkr- um árum áður hafði hann komið heim til íslands eftir að hafa lokið með miklu láði prófi í fiðluleik hjá hljómlistarháskóla í Vínarborg. Björn hafði mikið vald á fiðlu sinni og hafði þegar hér var komið leikið sig inn í hjörtu landsmanna. Jafnframt var hann forkur dug- legur og mikill drengskaparmað- ur. Hann varð ákaflega nýtur mað- ur þjóðinni, með fiðluleik sínum á hljómleikum og I hljóðvarpi og með kennslu sinni auðgaði hann tónmenningu þjóðarinnar allrar. Auðvitað var hann ekki einn um hituna, aðrir frábærir tónlistar- menn lögðu þar hönd á plóg en hlutur Björns var mikill. Nemendur Björns urðu margir. Hann var afburða kennari því hann var svo einlægur og heill í starfi. Hverju sinni reyndi hann að fá nemandann til að skilja að góður fiðluleikur felst ekki ein- göngu í því að strjúka boganum á réttan streng fiðlunnar og hafa fingurgripin nákvæm, fiðluleikar- inn yrði að gefa sjálfan sig á vald tónanna ef svo mætti að orði kom- ast, hann yrði að skilja hvað tónskáldið var að fara með verki sínu og túlka þennan skilning fyrir áheyrendur og beita til þess eigin skaphöfn. Þetta gerði Björn með einstakri ljúfmennsku en um leið með mikilli festu. Ein dóttir mín sem þá var lítil hnáta var í læri hjá Birni. Árin liðu og telpan óx úr grasi, gifti sig og eignaðist börn og buru. Frum- burð sinnn nefndi hún Björn í höf- uðið á Birni ólafssyni. Ég segi frá þessu til að sýna hug hennar til kennarans og vinarins og sú er trú mín að hugur annarra nemenda Björns hafi verið í svipuðum dúr. Vissulega voru nemendur í góðum höndum þegar þeir voru í höndum Björns Ólafssonar. Fyrir um það bil 10 árum veikt- ist Björn mjög alvarlega og varð ófær til vinnu. Það er þungt til þess að hugsa en ekki tjóir að sak- ast um. Ég þakka vini mínum Birni fyrir margt og mikið og kveð hann með trega. Aðstandendum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Haukur Helgason Með Birni ólafssyni er genginn einn af frumherjum íslensks tón- listarlífs. Hann hvarf heim frá glæsilegum námsferli og miklum framavonum meðal evrópskra stórþjóða tónlistarinnar og helg- aði líf sitt því starfi að leggja grundvöll að íslenskri tónlistar- menningu. Þegar ráðist er í stórvirki gegn- ir oft furðu hversu áræði og afköst brauðryðjenda eru mikil að vöxt- um. Svo var farið um störf Björns, að þegar litið er til baka á kveðju- stund má segja að hann hafi unnið fullt starf þriggja manna að minnsta kosti. Auk þess að vera konsertmeist- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands í aldarfjórðung, eða allt frá stofnun sveitarinnar þar til að heilsa hans brást, flutti hann sem einleikari fjölmörg höfuðverk fiðlubók- menntanna, bæði með hljómsveit- inni og einnig með píanósamleik. Sérstaklega eru minnisstæðir margir tónleikar þeirra fornvina, Björns og Árna Kristjánssonar. En sá þriðji þáttur starfa Sjá nánar á bls. 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.