Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Flensa í gangi í borginni: Noröurland: Ekki náð há- punkti ennþá „PAÐ EK SANNAÐ að í hluta af þessum veikindatilfellum er um influensu að ræða, sennilega inflúensu af stofni A,“ sagði Heimir Bjarnason, aðstoðar- borgarlæknir, í samtali við Morgunblaðið, en talsvert hefur borið á því að undanlornu að fólk hafi verið frá vinnu vegna veikinda. Heimir sagði að skráð væru 16 inflúensutilfelli í mars á lækna- vöktum af alls 351 tilfelli, þar sem um hitapestir væri að ræða, en ör- ugglega mætti reikna með að þau væru fleiri. Það sem af væri apr- ílmánuði hefði flensan verið i vexti og hefði senr.ilega ekki náð hápunkti ennþá, en að svo stöddu væri varlegt að fullyrða að um faraldur væri að ræða. Hann sagði það árvisst að einhver svona pest stingi sér niður á vorin, það væru eitt og eitt tilfelli sem héldu veik- inni gangandi árið um kring. „Flensan lýsir sér með frekar háum hita, beinverkjum, kvefi, höfuðverk og slappleika. Það eru engin lyf til við henni og fólk verð- ur að fara vel með sig og láta sér batna vel áður en farið er á kreik á nýjan leik. Það má búast við að það taki 4—7 daga að ná sér vel og ef það tekur lengri tíma er rétt að leita læknis. Fólki sem er veikt fyrir er hættara við eftirköstum af flensunni en öðrum," sagði Heimir Bjarnason, aðstoðarborg- arlæknir, að lokum. Prófessor Einar ÓL Sveinsson látinn Verulegt tjón á grá- sleppunetum „ÞAÐ VARÐ ofboðslegt tjón á grá- sleppunetum hér fyrir Norðurlandi í síðustu viku, þegar norðangarrinn gekk yfir. Það er ekki bara það að beint tjón manna nemur allt að 150.000 krónum, heldur hitt líka, að grásleppunetaslongur eru varla til á landinu og með áframhaldandi veðr- áttu er fyrirsjáanlegt, að vertíðin á þessu svæði verður vel undir meðal- lagi,“ sagði Guðmundur Halldórs- son, útflytjandi á Húsavík í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði, að tjón margra væri nánast óbætanlegt, sérstaklega þeirra, sem hefðu ver- ið með net sín grunnt. Net þeirra væru hreinlega í henglum þó tein- ar kynnu að vera nothæfir að ein- hverju leyti. Brimið, sem hefði verið eitt allra versta vorbrim sem hann hefði séð, hefði hreinlega tætt netin í sundur. Guðmundur sagðist sjálfur hafa átt 500 til 600 netaslöngur og væru þær löngu farnar. Hefðu menn jafnvel lagt það á sig að keyra frá Siglufirði eftir þeim. Netaslöng- urnar væru óuppsett net, en upp- sett net kostuðu 2.200 til 2.500 krónur. Væru menn með frá 40 netum upp í 150 í sjó og því gæti tjón sumra verið óskaplegt. rásum, breskri, þýskri, franskri og þeirri norsku, sem rætt hefur ver- ið um að íslendingar geti náð, en fyrir árslok er gert ráð fyrir að hann endurvarpi sjónvarpsefni á 12 rásum. Að sögn Kristjáns Zóphaní- assonar hjá Hljómbæ er vonast til að loftnetið verði komið upp eftir um það bil mánaðartíma. Hljómbær hefur einu sinni áður sett upp loftnet til móttöku sjónvarpsefnis um gervihnetti og var þá hægt að ná sovétsku sjónvarpsefni um hnött sem endurvarpaði efni til Kúbu. Sov- éska sendiráðið hér á landi festi kaup á því loftneti. Loftnetið sem nú er undirbúin uppsetning á er frá sænska fyrirtækinu Luxor og er 3,6 metrar í þvermál vegna nýrrar tækni, en hefði þurft að vera um 5 metrar væri það sömu gerðar og það sem fyrir er. Uppsetning loftnetsins gerir mögulegt að fylgjast beint með iþróttaviðburðum sem væntan- legir eru í sumar, eins og Evr- ópukeppni landsliða í knatt- Varnargarðarnir við Markarfljót: Viðlagatrygging greiðir 6 millj. í viðgerðastyrk „STJÓRN Viðlagatryggingar hefur samþykkt að greiða 6 mílljónír króna í styrk til viðgerða á varnar- görðunum við Markarfljót, en skemmdir af völdum flóðanna í vet- ur námu um þremur og hálfri millj- ón króna,“ sagði Matthías Bjarna- son, heilbrigðis- og samgönguráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. Hann ræddi málið við Ásgeir Olafs- son, forstjóra Viðlagatryggingar, eft- ir að hafa farið um Markarfljóts- svæðið með vegamálastjóra og þing- mönnum Sunnlendinga. Hluti upphæðarinnar verður notaður til að greiða áfallinn kostnað við viðgerðir, en afgang- urinn verður notaður til þess að styrkja garðana, þar sem helzt þykir þurfa. Þá kvað samgöngu- ráðherra áformað að gera áætlun um framtíðarlausn á varnargörð- unum við Markarfljót. Slík áform myndu að vísu tengjast smíði nýrrar brúar á Markarfljóti á seinni hluta þessa áratugs, en strax yrði hafizt handa við könn- un svæðisins og stefnumörkun fyrir framtíðina. EINAR Ólafur Sveinsson, prófessor, lézt í Reykjavík í gær eftir langa sjúkralegu, 84 ára að aldri. Einar Ólafur fæddist þann 12. desember 1899 að Höfðabrekku í Mýrdal. Foreldrar hans voru Sveinn Ólafsson, bóndi og smiður þar, og kona hans, Vilborg Einars- dóttir. Einar Ólafur varð stúdent frá MR 1918 og lauk meistaraprófi í norrænum málum og bókmennt- um frá Kaupmannahafnarháskóla 1928 og doktorsprófi frá Háskóla íslands 1933. Fyrst í stað vann hann í Landsbókasafninu og kenndi íslenzk fræði við háskól- ann í forföllum, en var síðan bóka- vörður heimspekideildar 1935 til 1940 er hann varð forstöðumaður Háskólabókasafns. Hann var pró- fessor í íslenzkum fræðum við há- skólann 1945 til 1962 og á átti þeim tíma lengi sæti í Háskóla- ráði. Forstöðumaður Handrita- stofnunar íslands var hann frá 1. nóvember 1962 til ársloka 1970. Hann átti á þessum tíma sæti í ýmsum nefndum og ráðum og veitti sumum þeirra forstöðu og flutti fjölmarga fyrirlestra, bæði hér á landi og erlendis. Einar ólafur átti lengi sæti í vísindaakademíum víða um heim og var sæmdur ýmsum orðum, meöal annars var hann riddari hinnar íslenzku fálkaorðu og síðan stórriddari hennar. Hann var heiðursfélagi ýmissa vísinda- samtaka víða um heim og heiðurs- doktor frá háskólunum í Ósló og Dyflinni svo og Háskóla íslands frá 1974. Einar Ólafur Sveinsson var af- kastamikill vísindamaður og skáld og liggur eftir hann fjöldi rita, þátta, þýðinga og skáldverk. Með- al rita hans má nefna doktorsrit- gerð hans Um Njálu 1933, Um ís- lenzkar þjóðsögur, Sturlungaöld, Á Njálsbúð, íslenzkar bókmenntir í fornöld 1, Ritunartími íslend- ingasagna og Ljóð Reykjavík 1968. Þá sá Einar Ólafur um útgáfu margra íslendingasagna og fleiri rita. Einar ólafur kvæntist árið 1930 Kristjönu Þorsteinsdóttur, en hún er látin. Akranes: Olía í höfnina Akranesi, 18. apríl. NIT ER unnið af kappi viö að hreinsa svartolíu úr höfninni hér, en síðustu daga er talið að um 2 til 3 lestir af henni hafi lekiö í höfina. Ekki er enn Ijóst af hverju lekinn stafar, en svartolíuleiðslur liggja um höfnina. Lekans varð vart fyrir um þremur dögum og var þá lögð út flotgirðing til að varna því að olían dreifðist, og unnu hafnar- starfsmenn og menn frá Reykja- vík við hreinsunina. Olíuflekkur- inn liggur við bryggjurnar neðan við þrær síldarverksmiðjunnar. Eitthvað af olfunni hefur náðst upp, en enn er unnið af krafti við hreinsunina. — J.G. Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. /7 //*‘T -iazlke/unn AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SlMI 11633. Opið fimmtudags og laugardagskvöld Lokaö föstudags og sunnudagskvöld. Gleóllega páska. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SlMI 11340. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 25. apríl. Grizabella og sendiherrann Það virðist fara vel á með sendiherra íslands við hirð Bretadrottn- ingar og Grizabellu, yfirketti í söngleiknum „Cats“, sem sýndur er við metaðsókn í Lundúnum, enda landar að hittast. Myndin var tekin eftir eina sýninguna fyrir troðfullu húsi og það eru þau Janis Carol Nielsson, sem leikur aðalhlutverkið í „Cats“ og Einar Bene- diktsson, sendiherra Islands í London, sem hér eru saman. Hljómbær setur upp gervihnattaloftnet: Hægt rásum VERSLUNIN Hljómbær við Hverfisgötu undirbýr nú uppsetn- ingu loftnets til móttöku sendinga frá gervihnettinum ECS 1 (Euro- pean Communication Satellite), sem er gervihnöttur sem Efna- hagsbandalagsríkin hafa nýlega sent á Joft. Nú þegar endurvarpar hnötturinn sjónvarpsefni á fjórum að ná tólf um áramót spyrnu í Frakklandi og Ólymp- íuleikunum í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.