Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. APRlL 1984 27 Friðarpáskar 1984: Hátt á þriðja þúsund undir- rituðu yfirlýsingu Friðarpáska „VIÐ UNDIRRITUÐ, gestir á Friðarpáskum 1984, heitum á íslensk stjórn- völd aö taka upp einarða andstöðu gegn kjarnorkuvígbúnaði og vopnakapp- hlaupi. Frá lokafundi Friðarpáska 1984. Ljósm. Mbl./Friðþjófur Handlæknastöðin Glæsi- bæ hefur rekstur sinn Handlæknastöðin er búin þremur skurðstofum þar sem gerðar eru aðgerðir sem ekki krefjast innlagningar sjúklings á spítala. Hér sjást Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Sigurður G. Þorvaldsson gera aðgerð á hendi. Við skorum á Bandaríkin og Sovétríkin og önnur kjarnorku- veldi að gera samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og hefja kerfisbundna afvopnun. Meðan unnið er að slíku sam- komulagi ætti hvergi að koma fyrir kjdrnorkuvopnum eða tækj- um tengdum þeim. Slíkt sam- komulag gæti orðið fyrsta skrefið til allsherjarafvopnunar, sem er lokatakmark friðarbaráttu." Svo hljóðar yfirlýsing Friðar- viku 1984, sem lauk á annan í páskum í Norræna húsinu, eftir að hafa staðið samfleytt í ellefu daga. I lok Friðarviku 1984 afhenti Helga Bachmann, fulltrúi Frið- arhreyfingar íslenskra lista- manna, Steingrími Hermanns- syni, forsætisráðherra, undir- skriftalista þar sem hátt á þriðja þúsund manns höfðu ritað nöfn undir ofangreinda yfirlýsingu. Aðsókn á Friðarviku 1984 var góð, að sögn séra Bernharðs Guð- mundssonar, sem átti sæti í fram- kvæmdanefnd hennar, en hann benti á að gestir hefðu verið mun fleiri en þeir sem rituðu nöfn sín undir yfirlýsinguna. Þau leiðu mistök hefðu orðið að láta gesta- bók og stuðningsyfirlýsinguna liggja frammi á þeim stað þar sem margir gestanna urðu þess ekki varir, auk þess sem þau fjölmörgu börn sem komu á Friðarvikuna hefðu yfirleitt ekki ritað nöfn sín í gestabókina. Séra Bernharður kvað aðsóknina oft á tíðum hafa verið stórum betri en menn áttu sóknari fer á „veiðar“ í fiskihöfn- inni: „Þegar ferskur fiskur er falboð- inn á ævintýralegu (lágu) verði, sem tálbeita fyrir viðskiptavini stórmarkaða upplandsins, vaknar oft sú spurning í fiskihöfninni: Hef- ur varan (fiskurinn) komist í (smá) sölu á óheiðarlegan hátt? Það er mikið talað á milli Wulsdorfer von á, jafnvel svo góða að húsrými Norræna hússins hefði vart dugað til. Af einstökum viðburðum var áberandi góð aðsókn á „Halldórs Laxness kvöld", dagskrá sem byggði á ljóðalestri og upplestri úr verkum skáldsins. Einnig varð mannþröng þegar eðlisfræðingar og læknar fluttu fræðsludagskrá um áhrif kjarnorkuvígbúnaðar. Þá var einatt góð mæting á barna- tímana og í myndsmiðjuna, sem starfrækt var í kjallara Norræna hússins alla dagana undir leiðsögn myndlistarmanna. Reyndar svo góð að síðasta daginn var myndsmiðjunni lokað þar sem pappír og litir voru á þrotum. Fjölmargir sóttu einnig dagskrá kirkjunnar á páskadag og á annan í páskum. Að Friðarviku 1984 stóðu sextán hópar og hreyfingar, Friðarhreyf- ing íslenskra listamanna, Læknar gegn kjarnorkuvá, Samtök Is- lenskra eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá, Friðarhreyfing islenskra kvenna, Friðarhópur fóstra, Frið- arhópur félags einstæðra foreldra, HÓF, Hin óháða friðarhreyfing framhaldsskólanema, Friðar- hreyfing framhaldsskólanema, Samtök herstöðvaandstæðinga, Varðberg, samtök um vestræna samvinnu, Menningar- og friðar- samtök íslenskra kvenna, Islenska friðarnefndin, Friðarhópur fólks í uppeldisstéttum, Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins og Friðar- nefnd kirkjunnar. sóknarlögreglan, sem áhuga hefur á slíkum misgjörðum, heldur, og ekki síður, eru skattrannsóknarmenn einbeittir f að koma upp um slíkt misferli, því að öllu jöfnu fer slík „heit“ vara framhjá tolli og fjár- málaráðuneyti til verzlunarinnar. Enn er ekki vitað, hvaða grunsemd- ir embætti saksóknara bar í brjósti er það lét 70 embættismenn leita HANDLÆKNASTÖÐIN, nýtt fyrir- tæki í heilbrigðisþjónustu, hefur haf- ið starfsemi í Glæsibæ í Reykjavík. Stöðin hefur leyfi heilbrigðisráðherra til rekstrar skurðstofa, þar sem gerð- ar eru aðgerðir, speglanir og skuröað- gerðir, sem ekki krefjast innlagnar sjúklinga á spítala. Gr stöðin hlutafé- lag stofnað af 13 læknum og hafa fjórir nýlega bæst í hópinn. „Læknar hafa löngum gert að- gerðir á stofum sínum eða einhvers staðar úti f bæ eins og sagt er og átt þar við ófullkomnar aðstæður. Við sem að Handlæknastöðinni stöndum höfum sameinast um mjög fullkomna aðstöðu til að veita okkur og sjúklingum okkar betri skilyrði," sagði Víglundur Þor- steinsson á blaðamannfundi sem læknar stöðvarinnar héldu á þriðjudag. „Skurðstofur hér eru þrjár og er allur tækjakostur miðaður við að standast ýtrustu kröfur opinberra aðila um öryggi og gæði, bæði hvað varðar sjúkl- inga og starfsfólk. Má nefna að eitt dýrasta tækið á skurðstofunum er sérstakt loftræstikerfi sem við- heldur yfirþrýstingi á stofunum og varnar því að mengað loft berist þangað inn, auk þess sem það held- ur réttu raka- og hitastigi i stofun- hjá fjölda heildsölufyrirtækja. Hugsanlegt er, að rannsóknarað- gerðir gegn verzluninni standi í sambandi við grunsemdina, sem beinist að þýzkum eða erlendum út- gerðarfyrirtækjum. Ef fiski kann að hafa verið stolið frá borði og honum komið til verzlunarinnar, þá skaðast útgerðarfyrirtækin fyrst og fremst" ... um. Einnig er þar sérstakt kerfi sem leiðir burt útöndunarloft sjúklinga í svæfingu. Má fullyrða að skurðstofurnar eru betur búnar tækjum en flestar skurðstofur á sjúkrahúsum landsins um þessar mundir. Þá er fullkomin aðstaða til dauðhreinsunar, þvotta og geymslu á tækjum og áhöldum. í tengslum við skurðstofurnar þrjár eru upp- vöknunarherbergi útbúin nauð- synlegum öryggistækjum, þar sem sjúklingar jafna sig að lokinni að- gerð og má segja að þar fari fram gjörgæsla. Þá er biðstofa fyrir að- standendur auk móttöku. Við stöð- ina starfa 5 háls-, nef- og eyrna- læknar, 3 svæfingarlæknar, 4 kvensjúkdómalæknar auk sérfræð- inga í augnlækningum, almennum skurðlækningum, barnaskurðlækn- ingum, bæklunarskurðlækningum og lýtalækningum, og því hægt að veita meðferð við margskonar sjúkdómum á einum stað. Við stöð- ina starfar auk þess skurðstofu- deildarstjóri, tveir hjúkrunarfræð- ingar, einn sjúkraliði og ganga- stúlka og fyrirkomulag allt eins og um skurðdeild spítala væri að ræða. Þessi aðstaða sem við höfum komið hér upp gerir okkur kleift að gera tiltölulega fljótt aðgerðir sem sjúklingar þyrftu að bíða lengi eft- ir að fá gerðar á sjúkrahúsunum. Biðlistar við margar deildir sjúkra- húsanna eru mjög langir og að jafnaði eru það hin þrýnni og stærri tilfelli sem þar hafa for- gang. Þá getum við veitt mjög per- sónulega þjónustu, sjúklingur er frá upphafi fyrsta viðtals og til loka aðgerðar undir handarjaðri eins og sama læknis. Þá skipuleggj- um við sérstaka vaktaþjónustu 1 tengslum við aðgerðir og geta sjúklingar ávallt náð sambandi við lækni eftir aðgerð, ef vandamál koma upp eftir að heim er komið. Handlækningastöðin mun aö sjálfsögðu ekki koma í stað spítala nema að þessu leyti og læknar stöðvarinnar áfram senda ýmsa sjúklinga sína til meðferðar á spít- ala, enda flestir læknanna að meira eða minna leyti í tengslum við sjúkrahúsin. En þjónusta stöðva á borð við Handlæknastöðina felur I sér um- talsverðan sparnað fyrir heilbrigð- iskerfið í landinu. Sem dæmi má nefna, að þegar sjúklingur er lagð- ur inn á sjúkrahús til aðgerðar, sem jafna má til viðamestu að- gerða á Handlæknastöðinni, greið- ir tryggingarkerfið 4.952 krónur í daggjald í þrjá daga, eða alls 14.856 krónur. Sé aðgerðin framkvæmd I Handlæknastöðinni greiðir trygg- ingakerfið 3.400 krónur til stöðv- arinnar. Sjúklingur greiðir 100 krónur til hvors læknis, það er svæfingarlækinis og skurðlæknis, auk efniskostnaðar sem er 1.200 krónur. Alls kostar því þessi aðgerð 4.800 krónur. Rétt er taka fram að efniskostnaður er mjög mismun- andi eftir aðgerðum og allt niður í 100 krónur. Innréttingar og búnaður I Hand- læknastöðina, auk breytinga sem nauðsynlegt var að gera á húsnæð- inu, kostuðu um 5 milljónir króna. En við það bættist tækjakostnaður um 3 milljónir. Arkitektarnir Ormar Þór Guðmundsson, Örnólf- ur Hall og Gunnar Einarsson á Arkitektastofunni sf., sem mikla reynslu hafa í hönnun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, teiknuðu all- ar innréttingar í Handlæknastöð- ina.“ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, ritar nafn sitt undir yfirlýsingu Friðarpáska 1984. Við hlið hans er Edda Guðmundsdóttir, eiginkona hans. Nordsee Zeitung um rannsókn fiskiþjófnaða í Bremerhaven: „Ríkissaksóknari fer á veiðar í fiskihöfninniu „FRAM að þessu er aöeins um eitt áreiðanlegt dæmi að ræða: A liðnu ári lokuðu tveir vaktmenn öllum fjórum augum sínum, þegar karfi var tekinn ófrjálsri hendi frá borði íslenzkra skipa,“ segir meðal annars í frétt Nordsee Zcitung, sem gefið er út í Þýzkalandi, og fjallar um fiskþjófnaði í Bremerhaven. Fréttin er frá fjórða þessa mánaðar. I upphafi fréttarinnar segir svo; en hún ber yfirskriftina Ríkissak- Rampe og Labrador-strætis. Hvort eitthvað er satt í þessu, rannsakar nú embætti ríkissaksóknara í tveimur aðskildum aðgerðum. Önn- ur beinist að einstökum heildsölum, hin að útgerðinni. Fram að þessu er aðeins um eitt áþreifanlegt dæmi að ræða: Á liðnu ári lokuðu tveir vaktmenn öllum fjórum augum sínum, þegar karfi var tekinn ófrjálsri hendi frá borði ísl. skipa. Það er ekki aðeins rann- Staatsanwálte gingen im Fischereihafen auf einen Fischzug Im Mittelpunkt: unsinnlgc EG*Richtlinie md Frt«híta*h m ™h.n«« Pr»tae«, .U Suprrnkrktrn ancrhotrn wtrd. taucht tm Hachc- r» auf: Ut ðl» W ar» »twa auf knimm»n Wrgru In dcn iu im Blnurnland Fl I .rihafcn uft dt» rrag» auf: lat dl« War« rtwa auf knii I nandri --------* ------- “‘•J “wh“ *** Wuta Handrl grrawu (Im4rl wlrd iwiachm drr Wuladurfcr IU»|>» und drrL.bradnntr.ll* vl«l Ohd.wtrkltchrtw..drmi taLunUniucht nun _ dtc Staalaaawallachaft tu æarl grtrruntrn AMIoornidlc NZ hcrlc I trtrl 1)1» rtnc rlchtete »ich g*g*u rtnirln* t.rolthandlcr, dle I gcgcn dte Hoch»eeft»cher*l. "*wrMn«»n*a 4afc h.n- n n»cl Wwh- dca^lti «sSns ísrsás *c - i.’Mtoil »'»‘h mchi nur dic Knpo Ui. d.« dw M. ..' * , K. , -1 aurk .... Zull und R. rdr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.