Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 99. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
56 SIÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
STOFNAÐ 1913
99. tbl. 71. árg.
Líbanon:
FIMMTUDAGUR 3. MAI1984
Prentemiðja Morgunblaðsins
Mikil vandamál blasa
við nýju stjórninni
Reirút, 2. iui. AP.
HIN NÝJA STJÓRN Líbanons, undir stjórn múhameðstrúarmannsins Kar-
ami, sat sinn fyrsta fund í dag. Þrjá skipaða ráðherra vantaði, m.a. shitaleið-
togann Berri og drúsaleiðtogann Jumblatt. Þá stóð stjórnin frammi fyrir sínu
fyrsta meiriháttar vandamáli, er þrír ísraelskir diplómatar voru handteknir
af sýrlenskum hermönnum er þeir villtust af leið fyrir norðan Beirút.
Ríkisstjórnarfundur Karamis
hófst hálftíma á eftir áætlun, eftir
að Karami hafði fallist á að halda
fundinn með þeim ráðherrum sem
sæu sér fært að mæta. Þeir
Jumblatt og Berri voru staddir í
Damaskus við skraf og ráðagerðir
með sýrlenskum ráðherrum. Er
talið að Sýrlendingar óski þess að
Berri og Jumblatt setjist í ráð-
herrastóla sína og hafi sett tals-
verðan þrýsting á þá, enda eru
þeir sáttir við hina nýju stjórn.
Þriðji ráðherrann sem ekki mætti
á stjórnarfundinn var Abdula
Rassi, maroniti, sem er harður
fylgismaður Sýrlendinga og
skipaður innanríkisráðherra.
Er dagur var að kveldi komihn,
færðust bardagar við „grænu lín-
una" í vöxt og ekki að sjá að
stjórnarskipanin kæmi stríðs-
mönnunum mikið við. Engar skýr-
ingar voru gefnar á vaxandi skær-
um, kyrrð hafði verið í Beirút nær
allan daginn.
Afganistan:
Andspyrnuleiðtoginn
flúinn frá Pansjher
Islamabad, Pakistan. 2. maí. AP.
HVORKI GEKK né rak í bardögum
afganskra andspyrnumanna annars
vegar og stjórnarhermanna og Sov-
étmanna hins vegar í Pansjherdal í
Afganistan í dag. Þar hafa þeir síð-
arnefndu sótt mjög fram síðustu
daga í mestu hernaðarumsvifum
Sovétmanna í Afganistan frá upp-
hafi. Mannfall í röðum þeirra hefur
hins vegar verið afar mikið og ekki
útséð enn hvor aðilinn hefur betur í
bardögunum. Leiðtogi andspyrnu-
mannanna, Ahmad Shah Masud,
eða Pansjherljónið, hefur yfirgefift
dalinn að því að frá var greint, og
fjarstýrir aðgerðum manna sinna.
Ekki er þó vitað hvar hann er niður
kominn.
Óljósar fregnir herma, að
Masud hafi flýtt sér frá Pansjh-
erdal í upphafi átakanna eftir að
sannað þótti að njósnarar höfðu
hreiðrað um sig í röðum fylg-
ismanna hans. Það hefði verið
mikið áíall fyrir andspyrnuliðið,
ef Masud hefði fallið i bar-
dögunum, en sögusagnir um slíkt
voru komnar á kreik. Þá er ekki
ljóst hvaða áhrif fjarvera Masud
mun hafa á varnir dalsins, en Sov-
étmenn reyna nú í sjöunda skipti
að ná honum á sitt vald. And-
spyrnumenn hafa beitt þeim
brögðum, að „teygja á" herliði
andstæðinganna og einangra síð-
an smáa hópa sem einangrast
hafa frá aðalliðinu.
Jóhannes Páll páfi II tv. og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti takast í
hendur á flugvellinum í Fairbanks í Alaska.          Símamynd ap.
Reagan og páf i hittust að máli
Fairbanka, Alaska, 2. maí. AP.
RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, og Jóhannes l'áll páfi 2.
hitlust stutta stund á flugvellinum í borginni Fairbanks í Alaska í
dag. Var það fyrsti fundur leiðtoga Bandaríkjanna og Páfagarðs
siðan að ríkin hófu stjórnmálasamband í janúar síðastliðnum.
Páfi talaöi í 12 mínútur og lagði mesta áherslu á að heiðarleiki og
virðing yrðu að vera í hávegum höfð í samskiptum ríkja, þannig væri
friðurinn best tryggður. Reagan tok undir orð páfa. Þá ræddu þeir
einnig um ástandið í Póllandi, Mið-Ameríku og nýafstaðna ferð Reag-
ans til Kína. Loks voru þeir Reagan og Jóhannes Páll sammála um að
efla samskipti Bandaríkjanna og Páfagarðs. Páfi dvaldi í Alaska í þrjár
klukkustundir, því næst hélt hann áfram ferð sinni til Suður-Kóreu,
Thailands og víðar, en Reagan hélt til Washington. Mikið fjölmenni tók
á móti páfa og fagnaði vel.                   Sjá nánar á bls. 23.
„Berum enga ábyrgð á
því sem Bretar finna"
l.iindúnum, 2. maf. AP.
„VIÐ BERUM ekki ábyrgð i neinu
sem kann aft koma fram í leit Breta í
sendiráði okkar í Lundúnum, þar er
nú lögregluvörður og þeir hafa í hendi
sér aft segjast hafa fundið þar hvað
sem þeir kjósa. Til dæmis hafa þeir
sjálfir komið fyrir vopnum þeim sem
þeir segjast hafa fundið í húsinu til
þess að sanna að skothríðin um dag-
inn hafí komið frá sendiráðinu. Ilift
rétta er að Bretar skutu sjálfir á fólk-
ið," sagði Moammar Khadafy Líbýu-
leiðtogi í dag.
Orð þessi mælti Libýuleiðtoginn í
tilefni af þeirri tilkynningu lög-
regluyfirvalda í Bretlandi, að fund-
ist hefði talsvert af vopnum í sendi-
Walesa í kröfugöngu
Simamynd AP.
Lech Walesa, annar fré vinstri, í fylkingarbrjósti kröfugöngu stuðningsmanna Samstöðu. Gangan var í Varsjá
og ein af nokkrum 1. maí. Til átaka kom víða í Póllandi. Sjá nánar bls. 23.
ráðinu við leit þar í gær og í dag, sjö
skammbyssur, skotfæri, tvö skot-
færahylki úr hríðskotabyssum og
tóm patróna úr hríðskotabyssu.
„Við höfum fundið óhrekjanleg
sönnunargögn fyrir því að skotið
var úr sendiráðinu og byssumað-
urinn hafi verið innan veggja þess,"
sagði talsmaður bresku lögreglunn-
ar. Hann gat þess að vopnin hefðu
fundist hér og þar um allt húsið og
búast mætti við að öll kurl væru
ekki komin til grafar enn. Hann
sagði að yfirlýsing Khadafys um að
Bretar hefðu komið vopnunum fyrir
í húsinu ætti ekki við rök að styðj-
ast.                    .»
1 Tripolí sagði Khadafy að stjórn-
málaslitin sem Bretar áttu frum-
kvæðið að, svo og leit þeirra í líb-
ýska sendiráðinu, væru „villi-
mannslegar aðgerðir". Skipaði
hann libýskum hermönnum að
framkvæma sams konar leit í húsa-
kynnum breska sendiráðsins í borg-
Fólki var brugðið í Páfagarði:
Maðurinn í hjóla-
stólnum stóð upp
Lundúnum, 2. maf. AP.
ÞAÐ VARÐ uppi fótur og fi( f Páfagarði fyrir nokkrum dögum, er maður í
hjólastól reis á fætur og gekk á brott eftir að Jóhannes Páll páfi hafði blessað
hann. „Þetta er kraftaverk," sögðu nunnur og narstaddir pflagrímar í kór.
Sannk'ikurinn var þó annar.
reyndi að komast á fætur, en ekillinn
hélt mér niðri og sagði mér að spara
kraftana, það væri komið að mér að
hitta páfa. Ég gat ekkert gert annað
en að sitja þetta af mér. Svo blessaði
páfi mig, en þegar mér var ekið burt
aftur, þotti mér nóg komið, ég stóð
upp og lagði stólinn saman. En ég
hefði kannski átt að biða betra
augnabliks, því það misstu allir and-
litið," sagði Lavric.
„Þetta var ekki kraftaverk, heldur
vandræðaleg uppákoma fyrir mig,"
sagði Jan Lavric, stálhraustur
breskur læknir, sem farið hafði sem
fylgdarmaður með nokkrum bækluð-
um löndum sínum til Vatíkansins
þar sem páfi blessaði þá. „Ég settist
í hjólastólinn, því það var enginn í
honum og ekki annaö sæti að fá
meðan ég beið eftir mínu fólki. Svo
kom einhver og ók mér af stað til
páfa. Ég ætlaði að segja eitthvað og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48