Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 18
1£’ MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR ,'LMAÍ19g4. Endurnýjun á búnaði fiskimjöls- verksmiðjunnar í Siglufirði hafin FRAMKVÆMDIR vid endurbætur á llíikinijölsverksmiðju SR á Siglufirði eru nú að hefjast. Miðast endurbæt- urnar fyrst og fremst við orkusparnaö og betri gang í verksmiðjunni. Að sögn Jóns Reynis Magnússon- ar, framkvæmdastjóra SR, er ætl- ínin að byrja nú á stórum áfanga, lem felst í endurbyggingu soð- töðvar við verksmiðjuna, en þar er vatn eimað af soðinu í stað þess að þurrka það í þurrkara. Sú aðferð hefur lengi verið notuð í verksmiðj- unni á Siglufirði og víðar, en nú- verandi tæki eru orðin úr sér geng- in og þarfnast endurnýjunar. Verð- ur soðstöðin byggð við hlið núver- andi verksmiðju þar sem SR 30 stóð, en það var fyrsta verksmiðja SR á Siglufirði. Þá er fyrirhugað að setja þarna upp nýja sjóðara og forsjóðara, sem nýtir gufu, sem annars fer til spillis. Jón Reynir sagði að þetta væri mikið verkefni og tæki langan tíma og væri kostnaðarsamt. Fyrirhug- að væri að vinna allan búnað, sem mögulegt væri á verkstæði SR á Siglufirði og sparaði það bæði fé og veitti mönnum atvinnu. Auk þess væri svo stöðug endurnýjun á bún- aði annarra verksmiðja SR í gangi. Fulltrúaráðsfundur Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu var haldinn fimmtudaginn 26. janúar síðastliðinn. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum. Skorað er á heilbrigðismála- ráðherra og dómsmálaráðherra að þeir hlutist til um að framkvæmd áfengislaganna verði breytt þann- ig að hún stefni að tilgangi þeirra en ekki frá honum. Jafnframt beinir fundurinn þeirri eindregnu áskorun til menntamálaráðherra að hann hlutist til um að ríkisfjölmiðlarnir gangi fram fyrir skjöldu með auk- inni fræðslu fyrir almenning. Fundurinn skorar á viðkomandi yfirvöld og forystumenn í félags- og mcnningarmálum, ekki síst fjölmiðlafólk, að skera upp herör gegn neyslu allra vímuefna og taka þátt í að svipta dýrðarhjúpn- um af öllum vímuefnum. Þá beinir fundurinn því til Al- þingis að samþykkja ekki fram komna þingsályktunartillögu um almenna atkvæðagreiðslu um hvort leyfa skuli sölu áfengs öls hér á landi. Tölvuboró stöðluð eða sérsmíóuó aó óskum kaupanda % STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 6,SlMAR: 33590,35110. 39555 Friðrik Óskarsson fylgist með dælingu í lýsispokann. MorgunblaðiA/SiKurgeir. Vestmannaeyjar: Lýsi dælt í poka Vestmannaeyjum, 18. apríl. NÝLEGA var skipaö hér út í eitt af skipum Hafskips hf. 12 tonnum af lýsi. Það er í sjálfu sér ekki svo mjög fréttnæmt hér í stærstu verstöð landsins að lýsi sé lestað í skip en það var flutningamátinn sem vakti athygli okkar Morgunblaðsmanna. Lýsingu er nefnilega dælt í stóra sér- staklega útbúinn poka sem er í þurrgámi. Gámurinn er fluttur í lýs- istank við Lifrarsamlagið og dælt beint í pokann. Gámnum er síðan ekið að skipshlið og hann hífður um borð. Að sögn Friðriks óskarssonar, umbosðmanns Hafskips hf. í Eyj- um, hefur þessi nýja tækni í flutn- ingum reynst mjög vel en þetta er annar lýsisfarmurinn sem er fluttur út frá Eyjum með þessum hætti. Friðrik sagði að pokinn tæki 12 tonn af lýsi en fyrirferðin á honum tómum og samanbrotn- um væri ekki meiri en svo að hann rúmaðist í sæmilega stórri ferða- tösku. „Það tekur ekki nema um eina klukkustund að gera pokann kláran, dæla í hann og ganga frá honum í gámnum," sagði Friðrik óskarsson, sem nú heldur upp á 10 ára afmæli sem umboðsmaður Hafskips hf. í Vestmannaeyjum. Landsambandið gegn áfengisbölinu: Mótfallið atkvæða- greiðslu um áfengt öl 1984 1985 Nýtt happdrættísár með fjölda stórra vínninga ídag kl.6. varður dregið i l.flokkí. , AÖalumboðíð Vesturverí opíð tíl kl. 6. Nokkrír lausir míðar enn fáanlegír. Happdrættí '84-85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.