Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 1. maí í Moskvu Leiðtogar flokks og ríkis í Sovétríkjunum fylgjast hér með 1. maí hátíðahöldunum í Moskvu frá grafhýsi Lenins. Þeir eru frá vinstri: A. Yepishev, V. Kulikov, N. Ogarkov, D. Ustinov, K. Chernenko, forseti Sovétríkjanna og leiðtogi kommúnistaflokksins, N. Tikhonov, V. Grishin, A. Gromyko, M. Gorbachev og G. Romanov. 1. maí í Chile: Fjölmennir útifundir stjórnarandstæðinga Santiago, 2. maí. Al*. LÖtíREGLAN í Santiago í ('hile bcitti í gær gúmmíkúlum, táragasi og vatnsslöngum gegn hundruðum and- ófsmanna, sem svöruöu með áköfu grjótkasti. Gerðist þetta á útifundi andstæðinga herstjórnarinnar, sem haldinn var í tilefni verkalýðsdagsins I. maí. Af hálfu stjórnvalda var skýrt frá því, að 30 manns hefðu særst og 80 verið handteknir í þessum átökum, sem stóðu yfir í þrjár klukkustundir. Miklar truflanir urðu á 1. maí göngu Miklar aðgerðir gegn skæruliðum San Salvador. 2. maí. AP. HERLIi) stjórnarinnar í El Salvador hóf í dag miklar aðgerðir gcgn skæru- liðum í norðausturhluta landsins. Nýt- ur stjórnarherinn aðstoðar bæði herflugvéla og stórskotaliðs. Helzta markmiðið með þessum aðgerðum er að friða Capanashéraðið fyrir forseta- kosningarnar á sunnudag, svo að íbúar þar geti kosið óhindraðir. í þessu herliði eru um 3.000 manns og á það að leggja til atlögu við upp- reisnarmenn á svæðinu milli borg- anna Tejutepeque og Jutiapa rúm- lega 60 km fyrir norðaustan höfuð- borgina. Skýrði Jaime Flores, yfir- maður stjórnarliðsins, frá þessu á fundi með fréttamönnum í dag. Hann sagðist álíta, að um 900 skæruliðar væru á þessu svæði. 1 dag gerðu skæruliðar þessir árásir á margar minni varðstöðvar stjórn- arhersins á þessu svæði og felldu þá tvo hermenn í grennd við Ilobasco. verkamanna, þeirri fyrstu sem fram hefur farið í Chile, síðan herstjórnin komst til valda þar í landi fyrir 10 árum. Gangan fór þó ekki út um þúf- ur, enda tóku þátt í henni yfir 100.000 manns. Er útifundurinn, sem haldinn var í kjölfar göngunnar, tal- inn einhver sá áhrifaríkasti, sem andstæðingar herstjórnarinnar hafa nokkru sinni haldið. Til mikilla mótmælaaðgerða kom einnig í borginni Concepcion og mörgum öðrum borgum landsins og beitti lögreglan þar óspart vatns- slöngum og táragasi gegn andófs- mönnum. Pinochet, forseti herstjórnarinn- ar, sagði á útifundi með 4.000 verka- mönnum, sem vinna að því að reisa raforkuver um 300 km fyrir sunnan Santiago, að á næsta ári yrðu sett lög til undirbúnings almennum þing- kosningum f landinu. Hópar verka- manna, sem í væru kommúnistar undir áhrifum frá Sovétríkjunum, reyndu hins vegar að spilla fyrir öll- um áformum um að koma á frjálsum kosningum í landinu. Mondale er óstöðvandi Washington, 2. maí. AP. WALTER F. Mondale bar sigurorð af Gary Hart í forkosningum demókrata í Tennessee í gær, þriðjudag, og telur nú miklar likur á því, að honum takist að gera út um keppnina eftir útnefningu flokksins áður en að landsfundi kemur í júlí. Jesse Jackson vann sinn fyrsta sigur í forkosningunum í District of ('olumbia. Mondale fékk 42% greiddra at- kvæða í Tennessee og kom næstur á eftir Jackson í DC, District of Col- umbia, sem er höfuðborgin, Wash- ington, og héraðið um kring og nýtur ekki ríkisréttinda. Mondale þarf nú aðeins að fá helming þeirra kjör- manna sem eftir er að kjósa um til að vera öruggur um útnefningu í fyrstu umferð á landsþingi. Hart þarf hins vegar að fá 91% kjörmann- anna sem eftir eru, til að setja Mondale stólinn fyrir dyrnar. Á laugardag verða forkosningar í Texas og enn einu sinni er sagt um Hart, að nú verði hann að sigra eða leggja upp laupana ella. Hart er hins vegar borubrattur og segir, að bar- áttan haldi áfram og ljúki ekki fyrr en með landsfundinum. Indland: Sikhar fella þrjá hindúa Amrit.sar, Indlandi, 2. maí. AP. HRVÐJUVERKAMENN sikha í Punjab Kongress-flokknum, flokki Indiru Gandhi rnanna, sem þeir felldu þcgar þeir skutu á dag. Stjórnin í Nýju-Delhi hefur fram- lengt um tvö ár bann við tveimur aðskilnaðarhreyfingum meðal sikha en þær berjast fyrir sjálfstæðu ríki sikha, sem kallast „Khalistan", „Land hinna hreinu". Stjórnin hefur itrekaö við þingið, að hún muni aldr- ei fallast á þessar kröfur sikha. Lögreglumenn sitja enn um must- eri fyrir utan borgina Amritsar en á Indlandi hafa myrt frammámann í , forsætisráðherra, auk tveggja annarra hóp hindúa. Skýróu yfirvöld frá þessu í það er mikill helgidómur í augum sikha. Þar leituðu tveir sikhar hælis eftir að hafa myrt uppgjafa lög- regluforingja, eiginkonu hans og lífvörð sl. mánudag. Fimm æðstu prestar sikha hafa varað stjórnvöld við og segja að ef umsátrinu ljúki ekki brátt muni þeir neyðast til að skera upp herör gegn yfirvöldunum. --^ ■ pva m mm*. Æl FIORDA FYRIRTVO! auk þess eru 25 aukavinningar, hver þeirra kassi af Svala 1 /4 Itr. fernum Svar: D “> s§r7oo B ?! éfn-ooo ■II j aPPels?nusa7aTbvímathreinum | I Sva/a, sem srsfhf ?agni af | niarsi984? ■ sQldi á íslandi í \ Svar: n aJ 2756 H b\ 27.560 U c) 275.600 Ertu ekki til í Svalandi Sumarferð til Flórída í tvær vikur? Vertu með í Svala sumargetrauninni, það veitir þér möguleika á að dveljast á Flórída í tvær vikur með ...? þú ræður. Nafn:. Heimili:. Sími: Sendið svörin til: Sól hf. „Svala sumargetraun" Þverholti 19 105 Fteykjavík Svörin þurfa að berast okkur fyrir kl. 5 e.h. þriðjudaginn-8. maí n.k. Hva6 voru "“jjjf “ágma’ísva'.a 1984? Svar: n a) 4 490 n b) 44 900 Q c) 449-000 w ■ aw m ■ » • « ^ | || ■ ■■ 1 \ j sval\Zn°ul há°mSíUdrykkt ■ sinn? márnarkaðinní‘ Svar: n mars 82 n bJr mars 88 L- - ' c) rrtars '84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.