Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 99. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAl 1984
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
DAGGRÓS STEFÁNSDÓTTIR,
Dvergabakka 8,
lést í Landspítalanum þann 1. maí.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Halldór Helgason.
t
Konan mín,
BORGHILDUR STRANGE,
Baröavogi 38,
lést í Landspítalanum 1. maí.
Fyrir hönd ættingja,
Eiríkur Jónasson.
t
Jarðarför
SIGURVINS GUÐMUNDSSONAR,
Strandgötu 19, Hafnarfirði,
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 4. maí kl. 14.00.
Jensina Egilsdóttir.
t
Utför systur minnar,
HALLDÓRU HALLDÓRSDÓTTUR,
Bárugötu 21,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. maí kl. 10.30.
Elín Halldórsdóttir.
t
Eiginmaöur minn,
RÓSMUNDUR SIGFÚSSON,
Rauöalæk 40,
veröur  jarösunginn  frá  Fossvogskirkju  föstudaginn  4.  mai  kl.
13.30.
Friöbjörg Ebenesersdóttir.
t
Faðir okkar,
GUÐLAUGUR GUNNAR JÓNSSON,
fyrrv. pakkhúsmaöur,
Vfk í Mýrdal,
veröur jarösunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 5. maí kl. 2 e.h.
Ferð frá BSÍ kl. 9 og frá Fossnesti á Selfossi kl. 10.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Börn hins látna.
t
Við þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og
útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
KARÓLÍNU SIGFRÍDAR STEFÁNSDÓTTUR,
Njalsgötu 6, Reykjavik.
Konraö Ó. Sævaldsson,       Alice Sævaldsson,
Stefán Stefénsson,           Björg Bogadóttir,
barnabörn, tengdabðrn og barnabarnabörn.
Guðmundur Jóhannes-
son frá Vík — Kveöja
Eiginmaöur minn,	t
	FINNBOGI MAGNÚSSON, skipstjóri. Urðargötu 23, Patreksfiröi,
er látinn.	
	Dómhildur Eiríksdóttir.
Fæddur 8. apríl 1917
Dáinn 24. marz 1984
Örlögin gripu í taumana á þann
veg að ég komst ekki til að standa
við hinsta beð vinar míns, Guð-
mundar Jóhannessonar, eins og
hann hafði sjálfur óskað eftir og
ég hefði gjarnan viljað. Stundum
fáum við dauðlegir menn ekki ráð-
ið eigin för. Dómarinn æðsti kall-
ar: „Eitt sinn skal hver deyja." Og
mennirnir setja sig oft í dómara-
sæti og segja: „Vertu þar sem ég
vil." Þannig skapast oft vík milli
vina. En góðu heilli fær enginn
komið í veg fyrir hugartengsl og
minningarnar fær enginn frá
okkur tekið.
Þar sem ég sit og set þessar lín-
ur á blað, finnst mér sem Guð-
mundur vinur minn sé kominn til
mín, hress og skrafhreifinn að
vanda, og við tökum spjall saman
rétt eins og forðum. Gott er að
rækja og rifja upp gömul og góð
kynni. Eins og góðum vinum sæm-
ir eru við hreinskilnir og segjum
hvor öðrum til syndanna. Og þá
rifjast fljótt upp að ég sagði eitt
sinn við hann, að hann væri
hundheiðinn. Ég sá að það kom við
hans stóra hjarta, en hann lét sér
ekki bregða og svaraði með hægð,
að það færi nú kannski eftir því,
hvernig á það væri litið. Og sem
við fórum nánar út í þessa sálma,
komst ég að raun um að hann átti
innra með sér djúpa tilfinningu,
sem hann taldi skynseminni æðri,
að minnsta kosti í sumum tilfell-
um — tilfinningu hjartans um
gæsku og drenglyndi.
Og hann gerði sér ljóst að þekk-
ingin ein, köld og vísindaleg eins
og sú, sem fann og skýrði orku
atómsins, sem margir telja nú
ógna tilveru jarðlífs, gæti orðið
hinn mesti voði mannkyni öllu, ef
tilfinning hjartans, manngöfgi og
virðing fyrir tilverurétti þjóða og
einstaklinga, fengi ekki að ráða
ferð. Vélræn, vísindaleg hugsun,
sem ekki gætir þess að varðveita
þessa tilfinningu hjartans, upp-
sprettu kærleikans, stefnir til
glötunar lífsins. En takist elsku
hjartans og víðsýni hugsunar að
vinna saman þá skapast líf. Þetta
gerði Guðmundur sér vel ljóst.
Og ég fann að í hjarta hans
bærðist fleira. Það átti líka trú, þá
tilfinningu, sem bendir hærra,
skapar þrá eftir hinu eilífa, heil-
aga, fagra og góða. Þar á ég ekki
við trúarlærdóma, játningar, for-
dóma og skoðanir, sem oft byrgja
fyrir útsýni og myrkva leiðir svo
að enginn ratar réttan veg. Það
var skoðun hans að lítt stoðaði að
kunna hin fegurstu trúarljóð, geta
þulið langar bænir, skýrt út í ystu
æsar alla stafkróka biblíunnar, án
þess að hrífast af allri dýpt og
sannleika þessara efna. Hann vissi
líka að lítt stoðaði í leitinni að
hamingju — leitinni að sjálfum
Guði — gæti jafnvel leitt til hins
verra, jafnvel andlegrar gjöreyð-
ingar, sem lokaði leið til lífsins.
Þar gat hann bent á dæmi frá trú-
arstyrjöldum og grimmdarlegum
hryðjuverkum meðal einstaklinga
jafnt sem heilla þjóða. Það er
hjartað, í þessum skilningi, sem
skapar hvort heldur valmenni eða
varmenni. Þar hafði hann hjartað
svo sannarlega á réttum stað.
Nú ætla ég ekki að fara að gera
minn kæra vin betri en hann var.
Það veit ég að hann mundi seint
fyrirgefa mér. Ekki ætla ég heldur
að fara að rekja í smáatriðum
lífsferil hans, ætt eða uppruna,
enda verða vafalaust aðrir til þess.
Ég vil samt ekki láta þess ógetið
að Guðmundur var Austfirðingur
í húð og hár, fæddur að Skjögra-
stöðum í Vallahreppi í Suður-
Múlasýslu hinn 8. apríl 1917. Á
þeim slóðum liðu hans æsku- og
uppvaxtarár við leik og störf í
sveit og síðar við bifreiðaakstur
fram undir þrítugsaldur. Austur
þar kynntist hann einum glæsileg-
asta og eftirsóttasta kvenkosti á
Héraði í þann tíð, Sigríði Þormar
frá Geitagerði. Þau felldu hugi
saman, bundust tryggðaböndum,
lifðu saman súrt og sætt, eignuð-
ust fimm mannvænleg börn, fjóra
syni og eina dóttur. Þau urðu fyrir
þeim þunga harmi, að stúlkan
þeirra veiktist mjög ung af hræði-
legum sjúkdómi, sem leiddi til
þess að upp frá því varð hún
ósjálfbjarga, andlega og líkam-
lega. Við hin, sem börn eigum, get-
um gert okkur í hugarlund, hve
sorg þeirra hefur verið stór öll
nítján árin, sem hún lifði, þar til
hún fékk hvíld. Þannig skiptust á
skin og skúrir í lífi þeirra hjóna,
því drengirnir þeirra allir hafa
erft frá þeim glæsimennsku og
hjartahlýju í ríkum mæli.
Árið 1945 fluttu þau hjónin til
Víkur í Mýrdal, þar sem Guð-
mundur gerðist fljótlega starfs-
maður loranstöðvarinnar á Reyn-
isfjalli allt til ársins 1977 að sú
starfsemi var lögð niður. Árið eft-
ir fluttu þau svo til Reykjavíkur,
þar sem hann fékk starf hjá Sam-
vinnutryggingum.
Eftir að Guðmundur kom til
Víkur var hann lengst af mjög
virkur í félagsmalum Mýrdælinga.
Aðeins vil ég geta þess þáttar, sem
ég kynntist best, þ.e. starfa hans í
sveitarstjórn Hvammshrepps. Þar
átti hann sæti í 12 ár, var ein-
staklega jákvæður í öllum málum,
sem til heilla og framfara horfðu
fyrir byggðarlagið og hefði margt
þar, um menn og málefni, farið á
annan og betri veg, ef hans hefði
lengur notið við. Sæti hans í sýslu-
nefnd síðustu árin hans á Vík var
skipað með reisn og sóma.
Mér er ljúft að minnast, hversu
Bróöir minn,	t
fyrrum	HELGI HARALDSSON, bóndi á Hrafnkelsstöoum, Hrunamannahreppi,
verður jarösunginn frá Hrunakirkju föstudaginn 4. maí kl. 3 e.h. Bílferö verður frá Umferöarmiðstöðinni kl. 12.00 og frá Fossnesti kl. 13.00.	
	Sigríður Haraldsdóttir.
Bróöir okkar.	t	
GUDMUNDUR ADALSTEINN GUÐJÓNSSON, Syðri Kvíhólma, V-Eyjafjöllum.		
veröur jarösunginn frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 5. maí kl. 2 e.h. Blóm afbeöin, en þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofn-anir njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina,		
	Systkmin.	
t
Jarðarför
HALLDÓRS GUNNLAUGSSONAR,
cand. teol. og fv. hreppsstjóra,
Kiöjabergi,
sem andaöist 24. aprt'l sl. fer fram frá Stóruborgarkirkju laugar-
daginn 5. maí kl. 14.00.
Bílferöir veröa frá Umferöarmiöstööinni í Reykjavík kl. 12.00 og
Árnesti, Selfossi, kl. 13.00 sama dag.
Systkinabörnin.
snjall fundarmaður Guðmundur
var, mælskur, hnyttinn og djarfur
í málflutningi og glæsibragur yfir
framsetningu. Þar fékk enginn
feykt honum langt. Lítilmagninn
átti svo sannarlega styrka stoð,
þar sem hann var og einstakri
greiðasemi hans og hjálpsemi var
við brugðið. Hann vildi hvers
manns vanda leysa í hvívetna eftir
bestu getu.
Allur hroki og valdníðsla var
eitur í hans beinum. Sjaldan sá ég
hann sárari en þegar beita átti
óþroskaða unglinga þvingunum á
hinn furðulegasta hátt í krafti
embættisvalds og hroka. En hann
gerði sér ljóst að seint muni hægt
að koma í veg fyrir slíkt, þegar
misvitrir menn eiga í hlut.
Grun hefi ég um, að hér hefði
Guðmundur vinur minn viljað að
ég léti staðar numið. Það skal líka
gert en samt vil ég að ekki gleym-
ist að geta þess, að hann átti hug
og hjörtu þeirra barna, unglinga
og gamalmenna, sem fengu kynnst
honum náið. Það segir sína sögu
því slík tengsl skapast ekki nema
frá hlýju hjarta sem undir slær.
Persónulega fékk ég og fjölskylda
mín kynnst þessum eiginleikum
hans, sem við nú þökkum af alhug.
Nú er sem ég heyri vin minn
segja að oflof kæri hann sig ekki
um. Aðeins vil ég þó bæta við í
lokin. Stundum syrti í álinn í lífi
hans en þá átti hann til þor og
þrautseigju sem dugði gegn öllum
áföllum. Hann vissi líka af öðrum
dómara og að miskunn hans er
himinhá, hvað sem öllum mann-
anna dómum eða fordómum líður.
Án þess að sú tilfinning sé með í
leiknum eða starfinu verður
mannsandinn ekki þjálfaður til
vaxtar og fullkomnunar á neinu
sviði. Og sumir eignast þá dýr-
mætu reynslu, að jafnvel hið
mesta mótlæti, sorgir, sjúkdómar
og neyð geta veitt tilfinningaríku
hjarta meiri lífsskilning en unað-
ur, meðlæti og allsnægtir veita
þeim, sem ekki á innra með sér
þær eigindir sem leiða að þeirri
lind, sem nefnd hefur verið kraft-
ur Guðs í hörðum heimi.
Ég vil því í lokin leyfa mér að
fullyrða og veit að Guðmundur
vinur minn er þar sammála, að
skortur á þroskaðri trúartilfinn-
ingu sé ein helsta orsök þess gæfu-
leysis, sem virðist þjá svo marga á
vegum allsnægta og skapa þar
óánægju og ama.
„Vor hulda greind var oss
til skilnings sköpuð
bví skerðir trúlaust líf
vorn sálarfarnað."
segir  skáldspekingurinn  Einar
Benediktsson.
Þessi tilfinning gerir götuna
greiða fyrir traust og vináttu, sem
nær út yfir gröf og dauða í anda
og krafti orðanna: „Elskið hver
annan," án fordóma og heimsku.
Þakklæti býr mér efst í huga nú
að Guðmundi Jóhannessyni
gengnum — þakklæti fyrir vinátt-
una traustu gegnum árin og bæn
til Guðs um heilagan frið, náð og
miskunn honum til handa á nýjum
leiðum.
Eftirlifandi eiginkonu hans,
Sigríði, og sonunum fjórum send-
um við hjónin okkar innilegustu
samúðarkveðjur með ósk um
blessun Guðs.
Ingimar Ingimarsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48