Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 101. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984
17
Heyr, himna smiður,	Gæt, mildingur, mín,
hvers skáldið biður,	mest þurfum þín
komi mjúk til mín	helzt hverja stund
miskunnin þín.	á hölda grund.
Því heit eg á þig,	Set, meyjar mögur,
þú hefur skaptan mig,	máls efni lögur,
ég er þrællinn þinn.	öll er hjálp af þér,
þú ert Drottinn minn.	i hjarta mér.
	Kolbeinn Tumason
Guð, heit eg á þig,	
að græðir mig,	
minnst, mildingur, min.	
mest þurlum þín.	
Ryð þú, röðla gramur,	
ríklyndur og framur,	
hölds hverri sorg	
úr hjartalxirg.	
III
En má ég spyrja: heldur Eiríkur Rögn-
valdsson og samskoðunarmenn hans, að
íslendingar skilji allan atómskáldskap nú-
tímans? Eða Tímann og vatnið? Eða öll
Ijóð Einars Benediktssonar, fyrirhafnar-
laust? Ég er hræddur um, að margt af
þessari ljóðlist vefjist fyrir mörgum ís-
lendingum — ekki síður en fornljóðin. Til-
tölulega einföld ljóð geta krafizt skýringa.
En samt segi ég hiklaust, að íslendingum
sé engin vorkunn að heyra ljóð þessarar
aldar, hvort sem þau eru flutt eða lesin.
Ætli nokkurt ljóðskáld nú um stundir sé
nútímalegra en Jónas E. Svafár? Eitt ljóða
hans er svohljóðandi:
ef grimmri tryggð
er troðið þras
að þreyttu sólskini
með slævða bræði
til brostins fölva
sem frosin angist
af öguðum grun
um glerjaða steind
og slitinni hræðslu.
(Dómur)
Mér er ekki grunlaust um, að ýmsir ís-
lendingar vildu heldur greina sitthvað í
Geisla, en þessu sérkennilega ljóði Jónasar
E. Svafárs og fullyrði, að mörg íslenzk ljóð
frá þessari öld séu lesendum erfiðari til
skýringar  en  sitthvað  í  Geisla  Einars
Skúlasonar eða Andlátsorðum Kolbeins
Tumasonar, svo að dæmi séu tekin. Samt
tel ég, að íslendingum sé engin vorkunn að
glíma við atómljóðin og reyna að gera sér
einhverja grein fyrir táknum og líkingum
skáldskaparins. Það er í senn þroskandi og
agandi. Okkur ætti ekki heldur að verða
skotaskuld úr því að glima við fornan
texta, þó að hann sé ekki eins og opingátt
lesendabréfanna með öllum sínum ambög-
um og rökleysum. Einar Ólafur segir rétti-
lega, að erfið ljóð, t.a.m. dróttkvæðin, séu
„gædd kynlegum þrótti, sem virðist inni
byrgður líkt og jarðeldur". Sem sagt:
átakamikil; þroskandi.
IV
Um þróun íslenzkrar og norskrar tungu
ræði ég ekki frekar en orðið er, enda
ástæðulaust að karpa um slíkt í dagblaði.
Ég vil þó lýsa yfir, að sú fullyrðing er út í
bláinn, að ég hafi talað illa um tungu
Norðmanna, enda sæti sízt á mér að
hnjóða í norskuna. Matthías afi minn tal-
aði bergenskt ríkismál með landsmálsívafi
og var sízt verri fyrir það, enda Norðmað-
ur. En varðstaða um islenzkuna er mikij-
vægasta þjóðræknismál okkar. Ég efast
ekki um, að ungir vísindamenn eins og Sig-
urður Konráðsson og Eiríkur Rögnvalds-
son vilji af heilum hug taka þátt í þessari
varðstöðu, þegar þeir hugsa ráð sitt. Það
getur varla verið eftirsóknarvert fyrir
unga menn að sitja uppi á gamals aldri
sem sérfræðingar í deyjandi tungumáli,
ennþá óskemmtilegra hlutverk yrði þó að
sitja uppi með eitthvert hrognamál, sem
væri í litlum eða engum tengslum við þá
tungu, sem hefur borið hróður íslenzkrar
menningar of heim allan.
Mér er jafnvel sagt, að þeir í Jórvík hafi
komið til íslands að láta fólk tala inn á
segulband til að ferðamenn geti heyrt það
mál, sem næst kemst því nú um stundir að
eiga heima í nýuppgröfnum víkingarústum
í miðborg þessa gamla bæjar.
Ég hefi í raun og veru tröllatrú á góðum
málvísindamönnum. Þegar ég kom í há-
skólann var dr. Björn Guðfinnsson þar
kennari í málvísindum. Hann hafði unnið
það afrek að gera stórmerka vísindalega
rannsókn á íslenzkri tungu þess samfélags,
sem ég ólst upp í. Og ekki nóg með það,
heldur var hann í forystusveit þeirra, sem
lögðu til atlögu við hvimleiðustu óværuna
á tungunni þá, flámælið. Hann markaði
sem sagt spor, sem hverfa ekki. Slíkt er
hlutverk góðra kennara og málvísinda-
manna og að sjálfsögðu eiga þeir að búa
við góð kjör, þó að á því hafi verið mis-
brestur, því miður. Um það þarf ég við
engan að deila. Og það er auðvitað hlut-
verk Alþingis og menntamálaráðherra að
tryggja fjármagn í því skyni, að markmið
þingsályktunartillögunnar sé virt, ef sam-
þykkt verður.
En sá málvísindamaður, sem hefði ekki
barizt við flámælið, hefði verið í sporum
læknis, sem skrifaði endalausar skýrslur
um sjúkdóma, en læknaði aldrei nokkurn
mann. Sterkir viðnámsmenn eiga kennar-
ar — og þá ekki sízt kennarar í íslenzkum
málvísindum við Háskóla íslands — að
vera. Flótti er fall verst, segir í Sverris
sögu.
V
Ég leyfi mér að benda þeim, sem hafa
áhuga á íslenzku máli að fornu og nýju á
fróðlega grein Hreins Benediktssonar
prófessors í ritinu Þættir um íslenzkt mál,
Upptök íslenzks máls sem Almenna bóka-
félagið gaf út, en jafnframt á greinar um
þróun norskrar og íslenzkrar tungu — og
raunar allra norðurlandamála — í fram-
úrskarandi vönduðu uppsláttarriti, Kult-
urhistorisk leksikon for nordisk middel-
alder. En þar eru í stuttu máli greinargóð
yfirlit um þessa þróun. Þegar nefnd eru
dæmi um norsk orð til forna, eru það yfir-
leitt orð sem notuð eru í daglegu tali hér á
landi. Það segir raunar alla söguna, að í
Noregi eru þau óskiljanleg. í kaflanum um
norska tungu er þess m.a. getið, að á síðara
hluta miðalda hafi norskan orðið fyrir
miklum utanaðkomandi þrýstingi; erlend
tökuorð eða slettur hafi streymt inn í mál-
ið, einkum bæjamállýzkurnar. Ritmálið
hafi orðið fyrir áhrifum af sænsku um og
eftir 1400 og upp úr 1420 hafi danska haft
æ meiri áhrif á norskuna; segja megi, að
gamalt norskt ritmál hafi dáið út á síðari
öldum og þá hafi danskan tekið við sem
ritmál í landinu. Það gerðist, sem betur
fer, aldrei á íslandi, ekki sízt vegna ár-
vekni og afreka Odds Gottskálkssonar,
sem fyrstur þýddi Nýja testamentið á ís-
lenzku, en Guðbrandur biskup Þorláksson
notaði þýðingu hans óbreytta í Guð-
brandsbiblíu, sem einnig var afrek á sín-
um tíma; undansláttarlaus krafa um það,
að íslenzk tunga skyldi halda velli og ríkja
á Islandi, en ekki dönsk.
Hreinn Benediktsson skrifar kaflann
um íslenzkt mál í Kulturhistorisk leksikon
og er það einnig afarfróðleg og upplýsandi
grein með fjölda tilvitnana í rit um mál-
fræðileg efni. En í fyrrnefndri grein sinni,
Upptök íslenzks máls, segir prófessor
Hreinn, að íslenzkan sé að uppruna norskt
innflytjendamál, sem greinzt hafi frá
þeirri tungu, sem hún sé náskyldust,
norskunni. Hann segir jafnframt, að form-
kerfið, þ.e. málfræðikerfið, hafi tekið litl-
um breytingum á undanförnum öldum og
sé það „ein helzta ástæðan til þess, að við
getum enn lesið fornt íslenzkt mál auð-
veldlega". Og ennfremur: „Hitt meginein-
kennið í þróunarsögu íslenzks máls, miðað
við nánustu frændtungur þess, er, hversu
litliiin breytingum íslenzka hefur tekið á
þeim i.i'pum ellefu hundruð árum, sem hún
hefur verið töluð í þessu landi (leturbr. mín,
M.J.). Eins og alkunna er, getum við ís-
lendingar enn lesið okkur að fullu gagni
(leturbr. mín, M.J.) texta frá fyrstu öldum
ritaldar, 12. og 13. öld. Þetta á við a.m.k.
um óbundið mál. Að vísu getur komið
fyrir, er við lesum forna texta, að við
hnjótum um eitt og eitt orð eða að orða-
samband komi okkur annarlega fyrir sjón-
ir eða sé notað á annan hátt en við teldum
venjulegt. En þetta kemur einnig fyrir við
lestur 20. aldar bóka ... Það getur því eng-
an veginn talizt órétt að segja, að við les-
um forna texta okkur að fullu gagni, þó að
einstöku sinnum kunni að koma fyrir orð,
sem okkur eru ekki tungutöm." Loks segir
hann, að ekki sé fjarri sanni, „til samlík-
ingar, að áætla, að okkur veitist álíka erf-
itt að lesa 12.—13. aldar íslenzku eins og
flestum nágrannaþjóðum okkar að lesa
móðurmál sitt t.d. frá 17. eða 18. öld".
Það er raunar kjarni málsins, að við get-
um lesið allar bókmenntir okkar fyrir-
hafnarlítið, a.m.k. miðað við aðrar þjóðir,
eins og Sigurður Nordal benti m.a. á í
grein, sem ég hef vitnað í áður, Málfrelsi,
en sjálfur komst ég svo að orði, að ég teldi,
„að málið sé okkur ekki sízt mikilvægt
fyrir þá sök, að það gerir okkur kleift að
eiga samskraf við allar þær kynslóðir, sem
lifað hafa á íslandi og einnig þá sem fluttu
þessa dýrmætustu eign okkar, tunguna, úr
dölum og fjallahéruðum Noregs út hingað.
í þessum kjörgrip er fólgið ævintýrið að
vera íslendingur".
Um leið og ég bendi á þessi orð, leyfi ég
mér að halda því fram, að sú fullyrðing
Sigurðar Konráðssonar, að norska hafi
alltaf verið töluð í Noregi, sé álíka gáfuleg
og ef því væri tyililið blákalt fram, að latn-
eska sé enn töluð á Italíti.
slík tæknibylting sé ras um ráð
fram.
íbúar El Salvador eru 4,7 milljón-
ir. Á kjörskrá eru 1,3 milljónir
manna og í fyrri umferð forseta-
kosninganna greiddu 76% kjósenda
atkvæði. I því sambandi er rétt að
hafa í huga að það er lagaskylda að
neyta atkvæðisréttar síns og þeir
sem það gera ekki geta átt von á
sektum. Enn meiri skrekk setur það
líklega í kjósendur að dauðasveitir
hægrimanna hafa hótað að taka
hvern þann af lífi sem ekki sýnir sig
á kjörstað.
Hugmyndin að tólvukerfinu virt-
ist mjög einföld. Ákveðið var að
skrá alla kjósendur í tölvu, flokka
þá eftir búsetu og afhenda síðan
kjörstjórnum í hinum ýmsu kjör-
deildum lista yfir sitt fólk. Fyrir-
mæli voru gefin um það að kjósend-
ur framvísuðu persónuskilríkjum á
kjörstað áður en þeir fengju kjör-
seðil í hendur og að því búnu átti að
stimpla skilríkið og setja sterkt
blekmerki á aðra hönd kjósandans,
hvort tveggja til að hindra að menn
reyndu að kjósa í tvígang.
Á yfirborðinu virðist þetta skipu-
lag ekki svo óskynsamlegt, en þegar
tekið er mið af aðstæðum í El Salva-
dor er aðra sögu að segja. I fyrsta
lagi virðast skipuleggjendur hafa
horft fram hjá því að fjögurra ára
borgarastríð í landinu hefur leitt af
sér stórkostlega búseturöskun og
búferlaflutninga. Ekki er víst að
menn séu á kjörskrá þar sem þeir
búa og í stríðshrjáðu landi er ekki
hægur leikur að ferðast úr einu
kjördæmi í annað. I öðru lagi eru
þekkingu og skilningi kjósenda í El
Salvador mikil takmörk sett. Fólk
er óvant reglum vestræns lýðræðis
og kann ekki almennilega að fara
eftir þeim. Yfirkjörstjórn sýndi
ótrúlega léttúð við að kynna kjós-
skýrðar að ráði fyrr en þremur dög-
um fyrir kjórdag.
Erfíðleikar framundan
Hvernig sem úrslit forsetakosn-
inganna verða á endanum er ljóst að
sá forseti sem við völdum tekur mun
eiga við mikinn vanda að glíma.
Borgarastríðið hefur sett allt eðli-
legt líf í landinu úr skorðum og það
verður ekki auðhlaupið að ná sam-
komulagi milli stríðandi fylkinga, ef
menn vilja á annað borð fara samn-
ingsleiðina. D'Aubuission, sem
byggir mjög á stuðningi landeig-
enda og annarra auðjöfra, hefur lýst
því yfir að ekki eigi að semja við
kommúnista heldur sigra þá, og
þess ber þá að geta að skilgreining
hans á „kommúnistum" er mjög
frjálsleg og t.d. telur hann Duarte
til þess hóps. Duarte, sem nýtur
einkum stuðnings bænda, verka-
manna og eigenda smáfyrirtækja,
hefur látið hafa eftir sér að skiljan-
legt sé að margir kjósi að ganga í lið
með skæruliðum vegna þess hve
ranglát samfélagsskipun ríki í land-
inu. Hann hefur gefið í skyn að eitt
af fyrstu verkefnum sínum á for-
setastóli verði að taka upp viðræður
við skæruliða og stuðningsmenn
þeirra, sem eru við völd í nágranna-
ríkinu Nicaragua.
Iðnaðarráðherra:
Frumvarp um jöfnun húshitunar
Sverrir Hermannsson iðnaöar-
ráðherra mælti í gær, miðvikudag,
fyrir stjórnarfrumvarpi um jöfnun
húshitunarkostnaðar,     lækkun
kostnaðar við upphitun íhúðarhús-
næðis og aukna nýtingu innlendra
orkugjafa. Gert er ráð fyrir að til
högun greiðslna olíustyrkja verði
með svipuðu sniði og verið hefur.
I*a er í frumvarpinu ákvæði um
niðurgreiðslu raforku og hitaorku
frá veitum sem nota raforku eða
olíu til hitunar. Heimilt er að að-
stoða hitaveitur sem eiga við sér-
stök vandamál að stríða þannig að
verð þeirra geti verið sambærilegt
við hitunarkostnað með niður-
greiddri olíu og raforku.
Þá eru í frumvarpinu nýmæli
varðandi skipulegt átak í orku-
sparnaði til að jafna hitunar-
kostnað með tilliti til orkunýt-
ingar íbúðarhúsnæðis. Gert er ráð
fyrir sérstakri ráðgjöf fyrir hús-
ráðendur, sem hið opinbera kost-
ar.
í frumvarpinu eru ákvæði um
aðgerðir af opinberri hálfu til að
flýta breytingu kyndibúnaðar frá
olíunotkun til innlendra orku-
gjafa.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
framkvæmd þessara mála heyri
undir iðnaðarráðherra en skv.
núgildandi lögum heyra olíustyrk-
ir undir viðskiptaráðuneyti.
Stjórnarandstæðingar töldu
frumvarpið spor í rétta átt en
smærra en vonir þeirra hefðu
staðið til.
Úttekt á umfangi skattsvika
Allsherjarnefnd     Sameinaðs
þings hefur samhljóða lagt til að
Alþingi samþykki tillögu til þings-
ályktunar um úttekt á umfangi
skattsvika, svo breytta:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að koma á fót starfs-
hópi sem í samvinnu við skatta-
yfirvöld hafi það verkefni að
gera grein fyrir og leggja mat á
eftirfarandi:
• 1) Umfang skattsvika hér-
lendis miðað við upplýsingar um
þjóðartekjur í þjóðhagsreikning-
um og öðrum opinberum gögnum
annars vegar og upplýsingar um
framtaldar tekjur í skattfram-
tölum hinsvegar.
• 2) Hvort skattsvik megi rekja
sérstaklega til ákveðinna
starfsstétta og starfsgreina.
• 3) Umfang söluskattsvika hér
á landi.
• 4)  Helztu  ástæður  fyrir
skattsvikum og hvaða leiðir eru
vænlegar til úrbóta.
Niðurstöður skal leggja fyrir
Alþingi eigi síðar en 1. marz
1985. Kostnaður greiðist úr rík-
issjóði.
Breytingartillöguna flytja:
Ólafur Þórðarson (F), Pétur Sig-
urðsson (S), Jóhanna Sigurðar-
dóttir (A), Stefán Benediktsson
(BJ), Eggert Haukdal (S) og
Guðrún Helgadóttir (Abl.).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48