Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 101. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ro
26
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984
Rangur tími
í ÞÆTTINUM „Hvað er að gerast
um helgina" í Mbl. í gær var sagt
frá málverkauppboði sem haldið
verður í Gyllta salnum á Hótel
Borg nk. sunnudag. Rangt var far-
ið með tímasetningu, en uppboðið
verður frá kl. 15.00—17.00. Mál-
verkin verða hins vegar til sýnis á
staðnum frá kl. 13.00. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Ráðherrar Framsókn-
ar sátu fyrir svörum
Þessi mynd er tekin á Flóamarkaði sem Fimleikahópur Stjörnunnar gekkst
fyrir á Lækjartorgi sl. sumar. Kristjana Kristjánsdóttir mátar jakka á Hall-
dór Snorrason.
Fimleikahópur kvenna í Stjörnunni Garðabæ:
Gengst fyrir flóamarkaði
og kökubasar um helgina
Kristján Elís Jónasson.
Söngtónleikar í
Norræna húsinu
KRISTJÁN Elís Jónasson, barítón-
söngvari, heldur tónleika í Norræna
húsinu ídag, laugardag, klukkan 16.
Undirleikari er Vilhelmína Ólafs-
dóttir.
Kristján EIís Jónasson er frá
Helgastöðum í Reykjadal. Hann
hefur verið búsettur á Akranesi
undanfarin fimm ár og stundað
söngnám þar, fyrst hjá Guðmundu
Elíasdóttur en síðan hjá Unni
Jensdóttur.
Fimleikahópur kvenna úr Stjörn-
unni í Garðabæ fer til Noregs í
sumar til að taka þátt í norrænni
fimleikahátíð. Til að standa straum
af kostnaði við ferðina standa kon-
urnar fyrir flóamarkaði og kökusölu
í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg laug-
ardag og sunnudag, 5. og 6. maí.
Opið er báða dagana frá kl. 14—19.
Fimleikahópurinn tekur þátt í
norrænni fimleikahátíð í Sande-
fjord í Noregi 24.—30. júní nk.
Hópurinn sýnir á hátíðinni og tek-
ur einnig þatt í námskeiðum. Lov-
ísa Einarsdóttir er þjálfari hóps-
ins.
Sigrún Eldjárn sýnir í Jónshúsi
SIGRÚN Eldjárn opnar sýningu í
dag, laugardaginn 5. maí, í húsi Jóns
Sigurðssonar við 0ster Voldgade 12
í Kaupmannahöfn. Sigrún dvelur um
þessar mundir ásamt fjölskyldu
sinni í fræðimannsíbúðinni þar í
húsi. Á sýningunni verða grafík-
myndir og teikningar gerðar
1983—'84.
Þetta er fjórða einkasýning Sig-
rúnar, en hún hefur einnig tekið
þátt í fjölmörgum sýningum
heima og erlendis. Sýningin í
Jónshúsi er opin virka daga frá
17—22, laugardaga 14—22 og
sunnudaga 14—20, en er lokuð á
þriðjudögum. Sýningin stendur til
27. maí.
VEGNA mistaka við vinnslu féll
niður eftirfarandi frétt, sem birtast
átti í Mbl. 1. maí undir fyrirsögninni
„Ráðherrar Framsóknar sátu fyrir
svörum á Akureyri: Landbúnaðar-
málin valda deilum innan flokks-
ins.":
Akureyri, 30. apríl.
„AÐ ÁLITI okkar framsóknar-
manna eru forgangsverkefni í
stóriðjumálum þrjú og í þessari röð:
í fyrsta lagi kísilmálmverksmiðjan á
Reyðarfirði, sýni útreikníngar að
hún sé arðbær, í öðru lagi orkufrekt
fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu og í
Íiriðja lagi að stækka verksmiðju
SAL við Hafnarfjörð," sagði Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, á fundi hér á Akureyri í gær,
þar sem ráðherrar Framsóknar-
flokksins sátu fyrir svörum fund-
armanna.
Ekki sýndu Akureyringar þess-
um gestum mikinn áhuga, því fátt
var fremur um fundargesti lengst
af. í ljós kom í fyrirspurnum og
svörum ráðherra, að framsókn-
armenn eiga nú í hinum mestu
erfiðleikum með að sætta fylgis-
menn sína innan bændastéttar og
í þéttbýlinu um nýjar leiðir í
framleiðslumálum landbúnaðar-
ins. Ráðherrarnir tóku fram, að
hjá breytingum yrði vart komist,
en tryggja yrði að þeim sem yrðu
fyrir framleiðslutapi af þeim völd-
um yrði að tryggja afkomu í ein-
hverri hinna nýju hliðarbúgreina,
svo sem í loðdýrarækt eða fiskeldi.
Töldu þeir að ná mætti á fimm
árum því markmiði, að útflutning-
ur á dilkakjöti yrði aðeins óveru-
legur.
Nokkuð var rætt á fundinum
um Nútímann og sýndist þeim
sem til máls tóku að ýmislegt væri
við þær breytingar sem gerðar
hafa verið á blaðinu að athuga.
Steingrimur  Hermannsson  taldi
að yfirráðaréttur flokksins á blað-
inu væri ekki lengur fyrir hendi,
og gat þess sérstaklega, að hann
hefði lagt fram tvær tillögur varð-
andi útgáfuna og í báðum tilfell-
um hefði verið farið þveröfugt að,
þannig að ljóst væri að hans áhrif
á þeim bæ væru ekki mikil.
Ýmislegt fleira bar að sjálf-
sögðu á góma á fundi þessum, en
hér er ekki ráðrúm til að rekja
það.                   G. Berg.
Kaffisala í
Landakotsskóla
Á SUNNUDAGINN, 6. maí, halda
foreldrar nemenda í Landakotsskóia
kaffisölu í skólanum. Allur ágóði
rennur til styrktar starfsemi skól-
ans. A boðstólum verða smurt brauð,
tertur og kökur.
Þessi kaffisala er að verða ár-
legur viðburður, þar sem fyrrver-
andi og núverandi nemendum
gefst kostur á að heimsækja skóla
sinn með fjölskyldu og kunningj-
um.
Sérstaklega er gömlum nemend-
um boðið að koma. Skólinn verður
opnaður kl. 15.00.
SSrf^^^8*"*
36770-86340
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48