Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 101. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984
45
"3ESE
"3J
AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
¦ mÆum '
Fótur og fit í
Mauraþúfunni
Þessir hringdu . . .
U
Frio-samur skrifar:
„Uppi varð fótur og fit í
„Mauraþúfu" Margrétar (í Vel-
vakanda 29. apríl sl.) og á fleiri
bæjum, er að gefnu tilefni var
minnst á eftirfarandi orð Jesú (í
Velvakanda 18. apríl sl.):
„Þegar sterkur maður, alvopn-
aður, varðveitir hús sitt, þá er allt
í friði sem hann á." (Lúk. 11,21.)
Greinilegt er að þessi orð eiga
erindi og þau hitta í mark í um-
ræðu þeirri sem nú á sér stað og
sannleikur þeirra óróar auðvitað.
Þau eru einkenni orða Biblíunnar.
í ljósi þeirra verður villan augljós
og þeir sem ratað hafa í villu, sjá
sitt efni og ráð og fá tækifæri til
að snúa frá villu síns vegar. Eti
það kostar átak og sársauka.
„Útlegging" Margrétar á orðum
Jesú talar sínu máli og dæmir sig
sjálf. En þegar samviskan slær, þá
er enn líf og enn von um aftur-
hvarf til hins rétta vegar. Margrét
minnist á sverð. Það gerir Jesús
líka í Matt. 10,34: „Ætlið ekki að
ég sé kominn til að færa frið á
jörð. Ég kom ekki til að færa frið,
heldur sverð ..."
Hann sem frelsar kallar okkur
til baráttu fyrir hinu sanna frelsi.
Sú barátta tekur ekki enda hér á
jörð. Minnumst þess öll sem frels-
is njótum ennþá. Vakið, verið
stöðug, verið karlmannleg og
styrk. Allt sé hjá yður í kærleik
gjört.
Með góðri kveðju til Margrétar
og þökk fyrir að gefa tilefni til
þessa viðauka."
Nú er strætó ljótur
Gunnar Gunnarsson blaðasali
kom að máli við Velvakanda og
hafði eftirfarandi að segja: — Mér
finnst Reykjavíkur afskaplega
ljótir núna, eftir að þeir voru að
hluta málaðir í svörtum lit. Þeir
voru ekki eins ljótir áður og það
væri bara best að hafa þá eins og
áður.
Þá vil ég mótmæla 10 króna
myntinni sem bráðlega verður sett
í umferð. Ég vinn við að selja blöð
og ég er viss um að það endar með
því að ég verð bakveikur, ef ég
þarf alltaf að hafa alla vasa fulla
af 10 króna mynt. Myntpeningarn-
ir eru nefnilega ótrúlega þungir
þegar þeir safnast saman í vösun-
um hjá manni. Hins vegar hef ég
ekkert á móti 1000 króna seðlinum
sem einnig er væntanlegur. Ég
hlakka til að sjá hann.
Fer fyrir ofan
garð og neðan
A. Henckell hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — ólafur
Ormsson lýsir því yfir í grein sinni
um útvarp og sjónvarp, hvað hann
er ánægður með fréttaritara Ríkis-
útvarpsins í ýmsum borgum og
bæjum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Ég get ekki sagt það sama. Mér
finnst mikill meirihluti fréttanna
sem þeir senda gjörsamlega ónýtur
okkur hér heima á Islandi. Hvaða
máli skiptir það fyrir okkur, hvort
þessi flokkurinn eða hinn, þetta
flokkasambandið eða hitt í Portú-
gal, Finnlandi eða Peking er til
hægri eða vinstri, en annar flokkur
eða samband, fær þetta og þetta
mörg atkvæði, hvort forystumenn-
irnir heita Koivino eða Koivisto,
Talakagío, Hua Kuo Feng eða Fua
Huo Keng eða hvað. Hver nennir að
setja þetta á sig? Ekki ég. Enda
skiptir það mig engu máli. Ég held
líka að þetta fari fyrir ofan garð og
neðan hja obbanum af almenningi.
Samt má gera ráð fyrir, að það
kosti sitt fyrir þessa fjárvana
stofnun, sem Ríkisútvarpið er sagt
vera, að fá slika þjónustu.
Bifreiðastjóri hjá Landleiðum:
Kannast ekki við þetta
Bifreiðastjóri hjá Landleiðum
kom að máli við Velvakanda og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég vil koma á framfæri at-
hugasemd vegna skrifa ÞBS í
Velvakanda þann 1. maí sl. ÞBS
segist hafa orðið vitni að því að
vagnstjóri aki af stað þó einhver
komi hlaupandi í átt að vagnin-
um og vilji ná honum. Ef við ök-
um áfram þegar einhver reynir
að ná vagninum er það vegna
þess að við sjáum hann ekki. Þá
segir ÞBS að vagnstjórar virðist
ánægðir ef einhver reynir að ná
vagni en nái honum ekki. Þessu
vil ég alfarið mótmæla. Okkur
þykir leitt ef einhver missir af
vagninum, en mér finnst rétt að
það komi fram að við stöðvum
vagnana alltaf þegar við getum
eftir að einhver hefur gefið
okkur merki um að hann vilji
komast inn í vagninn og þá á ég
við á milli biðstöðva.
ÞBS talar um að einn vagn-
stjóri hafi ekki viljað skipta 300
króna ávísun. Það getur staðið
þannig á að engin eða lítil skipti-
mynt sé fyrir hendi í vögnunum
og því getur það stundum hent
að ekki sé hægt að gefa til baka,
hvort sem um er að ræða 300
króna ávísun eða 500 króna seðil
eða annað.
Að lokum kannast ég ekki við"
annað en að vagnstjórar sýni
farþegum kurteisi, en mig lang-
ar að benda þeim farþegum, sem
hafa kvartanir fram að færa, á
að hafa samband við Landleiðir
og koma þeim á framfæri þar í
stað þess að hlaupa með þær í
blöðin. Við ræðum um allar
kvartanir sem berast og reynum
að leysa úr þeim málum innan
veggja Landleiða.
Ókurteis
vagnstjóri hjá
Landleiðum
P.BS. hringdi og hafði eftirfar-
tndi að segja: — Ég vil koma á
iieiuii sKipt í sjoppu við hliðina á
biðstöðinni. Eg fór og skipti
henni, en þegar ég var nýkominn
inn í sjoppuna ók hann af stað og
ég missti af vagninum.
Þessi vagnstjóri keyrir oftast
vagnana sem fara 20 mínútur
fyrir heila tíman frá endastöð-
inni í Reykjavík.
Við, sem ferðumst með Land-
leiðavögnunum, viljum að vagn-
stjórarnir sýni farþegum al-
menna kurteisi.
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
Stúlkurnar í úrslitum
fegurðarkeppninnar
kynntar
Mánaðarkaupið
dugði fyrir einum
hring í póker
30 ár frá míluhlaupi
Bannisters
Aldrei grunaði mig
slíkt ævintýri
— Viötal viö Lilju Bjarna
Jafnvægi náttúru og tækni
Spjallaö viö japanskan grafík-
meistara
Liechtenstein
Enemy Mine
Morgunblaöiö heimsækir kvik-
myndatökumenn í Eyjum
Hjálparsveit skáta á
æfingu
Punktar frá Finnlandi
Veröld — Reykjavík-
urbréf — Matur og
matgerð — Þingsjá
— Velvakandi — Á
drottinsdegi — Úr
heimi kvikmyndanna
— Sígildar skífur —
Útyarp & sjónvarp —
Á förnum vegi —
Myndasögur —
Dagbók
Veröld — Reykjavíkurbréf —
Matur og matgerö — Þingsjá —
Velvakandi — Á drottinsdegi —
Úr heimi kvikmyndanna — Sí-
gildar skífur — Útvarp & sjón-
varp — Á förnum vegi —
Myndasögur — Dagbók
ptalproftfaftift
Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48