Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 101. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Opiö öll timmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633
m$mmhímH^
Opiö alla daga frá
kl. 11.45—23.30.
AUSTURSTRÆTI22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
LAUGARDAGUR 5. MAI 1984
VERÐ I LAUSASOLU 20 KR.
Oður byssumaður í Vesturbænum í gærkveldi:
„Hótaði að drepa alla
sem nálguðust hann
(í
Skaut tugum skota á hús og bfla
UMSÁTURSÁSTAND ríkti í tæpa klukkustund vestast í vesturborginni í
gærkvöld á meðan óður maður gekk þar um götur skjótandi tugum hagla-
byssuskota á hús og bfla. Lögreglan í Reykjavík handtók manninn um kl. 22,
þar sem hann hafði búið um sig í bát í Daníelsslipp neðan við Mýrargötu.
Mesta mildi var að enginn skyldi slasast meðan á umsátrinu og skothríðinni
stóð. Maðurinn var áberandi drukkinn, að sögn varðstjóra í Reykjavíkurlög-
reglunni, og er ekki vitað hvað honum gekk til. Hann kallaði eftir réttlæti
fyrir sín mál en útskýrði það ekki nánar. Yfirheyrslur yfir honum hefjast nú
árdegis.
Það var kl. 21:05 í gærkvöld, að
lögreglunni barst tilkynning um að
maður væri á ferð um Vesturgötu,
Framnesveg og Bakkastíg, skjót-
andi á hús og bíla. „Það fóru héðan
þegar í stað tiltækir menn," sagði
Erlendur Sveinsson, lögregluvarð-
stjóri, í samtali við blaðamann Mbl.
í gærkvöld, skömmu eftir að maður-
inn hafði verið handtekinn. „Við
fórum í skotvestum og ég hafði með
táragasbyssu og haglabyssu svo
hægt væri að króa hann af.
Við vissum af honum í Slippnum
Byssunni
var stoliö
HAGBLABYSSUNNI, sem skot-
maöurinn beitti, var stolið í lyrri
nótt úr trillu, sem lá við Granda.
Brotist var inn í trilluna og ein-
hleypa sovéskri haglabyssu, 12
kalibera, var stolið ásamt nokkrum
tugum haglaskota. Engu öðru var
stolið og lítil skemmdarverk unnin
á trillunni.
Þjófnaðurinn var tilkynntur til
Rannsóknarlögreglu ríkisins um
miðjan dag i gær.
og fórum þar í gegn inn í Daníels-
slipp. Þar heyrðum við skothrfðina
og fórum í var við járnhólka yst í
slippnum. Hann hafði uppi hróp og
köll og skaut nokkrum skotum í
hólkana frá skipinu, sem hann var
kominn upp í. Ég skaut þá tveimur
skotum úr haglabyssunni á móti, i
skipsskrokkinn. Það var eins og
hann róaðist aðeins við það og við
gátum farið að tala saman — eða
réttara sagt að kallast á," sagði Er-
lendur.
Þegar hér var komið sögu hafði
drifið að talsverðan mannfjölda úr
nærliggjandi húsum. Maðurinn
skaut upp eftir Bakkastígnum og
rigndi hoglum yfir hús og bíla þar
og á Vesturgötu. Maður nokkur
fékk hagl í andlitið en það kom ofan
frá og var svo máttlaust orðið að
það sakaði hann í engu. Á meðan
biðu lögreglumennirnir í Slippnum
eftir „víkingasveitinni", sem kölluð
hafði verið út, og Erlendur varð-
stjóri reyndi að tala byssumanninn
til og róa hann.
„Hann hótaði í fyrstu að drepa
alla, sem kæmu nálægt og eins ætl-
aði hann að sálga sjálfum sér,"
sagði Erlendur í samtalinu við
blaðamann Mbl. „Það var þó eins og
bráði af honum annað slagið og þá
vildi hann fá lækni til sín. Inn á
milli skaut hann að fólki, sem var
ofar í Slippnum en til allrar ham-
ingju siasaðist enginn.
Hvað honum gekk til veit ég ekki,
enda var hann í slíku ástandi, að
Elíasson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík
Umsátur í Vesturbænum — Ibgreglumaður skipar fólki f var, sem hafði hætt sér of nærri. Fjær sést vopnaður
lögreglumaður og tveir aðrir lögreglumenn í vari við trillu. Maðurinn sem stendur í vari lengst til vinstri er Bjarki
Morgunbladið/ Júlíus.
hann var vart hæfur til skýrslu-
gjafar. Hann kallaði pó eftir rétt-
læti — hafði orð á því að hann vildi
fá réttlæti fyrir sín mál. Það út-
skýrði hann ekki nánar."
Þegar Iiðsmenn „víkingasveitar-
innar", fimm eða sex talsins, allir
með vopn og búnir skotheldum
vestum, komu á staðinn voru þeir
Erlendur og byssumaðurinn að
kallast á. „víkingasveitar"-menn-
irnir fóru upp í nærliggjandi báta
og nálguðust byssumanninn hægt
og rólega. Þegar þeir voru komnir
um borð í bátinn, sem hann hafði
búið um sig í, kastaði hann frá sér
byssunni og gafst upp. Fáum andar-
tökum síðar var hann færður í lög-
reglubíl á brott og beint á Slysa-
deild Borgarspítalans, þar sem taka
átti úr honum blóðsýni áður en
hann yrði færður í luld.
Sjá ennfremur bls. 2.
Alvopnaðir lögreglumenn í víkingasveitinni á umsátursstað í gærkvöldi.
Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis:
Nýjar og fleiri orrustu-
þotur í Keflavík 1985
— aukin þátttaka íslendinga í eftirlitsstörfum
„ÁÆTLAÐ er, að á miðju ári 1985
verði skipt um orustuþotur varnar-
liðsins og þá teknar í notkun vélar af
gerðinni F-I5. Vegna hinnar stöðugu
aukningar á undanförnum árum á
flugi herflugvéla frá Kola-skaga úr
norðri, er ákveðið að fjölga orustu-
þotura úr 12 í 18 í þvf skyni aö
treysta eins og hægt er eftirlit og
loftvarnir ísiands. Utköll á orustu-
þotum varnarliðsins hafa aukist
verulega á síðustu árum," segir í
skýrslu Geirs Hallgrímssonar, utan-
ríkisráðherra, til Alþingis um utan-
ríkismál sem lögð hefur verið fram á
þingi.
I skýrslunni, sem er 35 síður, er
gerð itarleg grein fyrir þróun al-
þjóðamála á síðasta ári og greint
sérstaklega frá því er ísland varð-
ar á sviði varnar- og öryggismála,
hafréttarmála, þróunarsamvinnu
og utanríkisviðskipti.
t skýrslunni kemur fram það
sjónarmið að eftirlitsstarf í varn-
ar- og öryggisskyni þurfi að auka
umhverfis Island og Islendingar
eigi „eindregið að taka þátt í sliku
starfi" eíns og það er orðað. Bend-
ir Geir Hallgrímsson á tvö dæmi
um mögulega þátttöku Islendinga
og segir:
„Rætt hefur verið um byggingu
nýrra ratsjárstöðva til að bæta úr
brýnni þörf á eftirliti með her-
flugvélum, er birtast skyndilega í
námunda við lofthelgi Islands án
nokkurrar viðvörunar eða tilkynn-
ingar. Ljóst er, að íslenskir
starfsmenn eru færir um að starf-
rækja slikar stöðvar einir.
Kanna þarf gaumgæfilega hlut-
verk landhelgisgæslunnar í eftir-
litsstarfi umhverfis Island og
hvort ekki sé rétt að koma á verk-
efnaskiptingu, sem gæti stuðlað
að mun nákvæmari upplýsingaöfl-
un um skipaferðir nálægt landinu
en nú er fyrir hendi."
SJá nánar á miðopnu blaðsins.)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48