Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 102. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984
HUGVEKJA
eftir séra
Guðmund Óskar Ólafsson
2. sunnud. eftir páska
Ég minntist á það sl., sunnu-
dag, að skammt væri undan að
sumarsólin færi að toga gróð-
urnálina upp úr sverðinum og
bjartsýnishljómkviða birtutíð-
arinnar færi að óma í fram-
ferði málleysingjanna allt í
kringum okkur. Já, okkur er
líklega öll farið að muna í hlýj-
una og græna litinn, allt það
sem minnir okkur á að frerinn
hefur ekki völdin um ársins
hring allan, að tíðin kemur
þegar „stráin grænu standa
ung og þyrst", eins og stendur
í vísunni, og horfa upp á móti
veröldinni og vita ekki af
neinu í vændum nema sólinni
og dögginni og næringunni,
þekkja ekki bitruna á nokkurn
hátt. Og hvílíkt guðspjall, hví-
líkt orð fáum við svo inn í
þessa tíð vonarinnar: „Ég er
góði hirðirinn."
Það var erlendur biskup,
sem byrjaði eitt sinn predikun
sína út frá fyrrnefndum texta
með þessum orðum: „Væri ég
töframaður  þá  skyldi  ég
Og þá erum við komin að
kjarna málsins. Mannanna
börn mega vera í umsjá hins
góða hirðis, sem er Jesús
Kristur. Þau eru frávillt börn,
tvístruð og rásandi, særanleg
mjög og vansæl, nema Drott-
ins stafur og sproti nái að leiða
þau um rétta stigu. Það er
nefnilega þannig, að þó að
blíðleiki árstíðar gleðji, þá vit-
um við að slíkt stendur ekki
ævinlega yfir, það er eins og
með grænu stráin ung og
þyrst, þau geta gulnað í ótíma-
bæru hreti og finna reyndar
fljótlega til þess að sólin og
döggin geta brugðist þegar
minnst varir og þannig býst ég
við að við fáum það flest fljót-
lega í innstu taugar að lífið
getur reynst bæði villugjarnt
og háskasamlegt og endar svo
að lokum í þeirri stillu, sem
hvorki sólin eða sunnanblær-
inn geta vakið eða nært.
Já, inn í þennan heim, sem
býr við sjáanlegan endanleika
í sérhverri mynd, inn í veröld
þar sem geigur fallvaltleika og
stöðum af rannsókn á 800
börnum hvernig vitneskja
þeirra sem fundu til skorts á
foreldraumhyggju og ástúð
hefti þroska þeirra og gerði
þeim meiri skaða en sjúkdóm-
ar og allir aðrir þættir til sam-
ans. Þekktur uppeldis- og sál-
fræðingur, Skeels að nafni,
hefur ekki alls fyrir löngu gert
grein fyrir langvarandi könn-
un á munaðarlausum börnum,
sem voru á stofnun. 12 þeirra
voru tekin þaðan ung og var
veitt persónuleg umhyggja og
hlýja á nýrri stofnun, önnur
tólf urðu eftir á fyrri stofnun-
inni, þar sem þau fengu öllum
þörfum fullnægt, nema ein-
staklingsbundinni elskusamri
umhyggju. Að 20 árum liðnum
kom í ljós að börnin sem urðu
kyrr, létust á tímabilinu, voru
komin á geðdeildir eða reynd-
ust með áberandi veilur. Úr
hinum hópnum var þá sögu að
segja að þar höfðu öll lokið
eðlilegri skólagöngu og virtust
hamingjusamir starfandi ein-
staklingar. Dæmi um viðlíka
Umhyggja
sveifla stafnum og láta kirkj-
una lyftast ásamt söfnuðinum
og svífa alla leið til Kalund og,
þar myndum við lenda á iða- j
grænum velli í miðjum sauð-
burðinum. Og svo færum við útI
og litum á lömbin skoppa og
töluðum síöan um guðspjallið
um góða hirðinn." Við höfum I
engan slíkan staf fremur en j
fyrrnefndur biskup og verðum I
að láta okkur skilninginn
nægja, sem kann að koma án
þess að svífa. Ég held líka að
það sé svo grunnt á sveita-
manninum í okkur flestum
hérlendis, að við greinum
næsta vel, hvað felst í líking-
unni um hjörðina og hirðinn
góða. Hirðirinn — smalinn í
Júdeu, varði sauðina fyrir
villidýrum, ræningjum og
þjófum, sem sátu um bráðina.
Og hann gætti þess að enginn
yrði frávilltur, leitaði uppi
skástu hagana og vatnsbólin
og smurði sár þeirra og græddi
er rifu sig og meiddu. En þó að
við sjáum nú þetta allt út úr
textanum, þá er flestu vant
sem okkur er ætlað af honum
að nema, þvi að ekki fer guð-
spjallið með landbúnaðarfræði
í bókstaflegum skilningi. í
Biblíunni má víða lesa líking-
una um Guð og mennina í
mynd hirðis og hjarðar:
„Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta." „Komið
beygið kné fyrir Drottni því að
hann er vor Guð, vér erum
gæslulýður hans og hjörð ..."
Og síðan hljóma fyrirheitin:
... „Ég mun sjálfur safna leif-
um hjarðar minnar saman úr
öllum löndum ... Sjá þeir
dagar munu koma, að ég mun
uppvekja Davíð réttan kvist
..." Ogi dagarnir komu, það
urðu jól á jörðu, sá kom fram
er mælti: „Ég er góði hirðir-
inn."
erfiðis markar svipmót og líð-
an alla, hafa borist þessi boð:
Ég er góði hirðirinn sem mun
aldrei að eilífu sleppa hendi af
þeim, sem ég hefi helgað mér
og sem heyra raust mína og
þiggja varðveislu mína.
Jafnvel dauðans dalur fær á
sig blæ sumarlandsins, þar
sem Guð hefur fengið að út-
hella fyrirheitum sínum í
mannlegt hjarta, þar sem það
hefur verið meðtekið að Guð
láti sér annt um barnið sitt og
gæti þess hér og nú og einnig
út yfir öll tímans mæri. Að
vita til þess að eiga sér um-
hyggju vísa af hendi Guðs er
samofið því sem heitir trú. Það
vill hinsvegar stundum gleym-
ast að umhyggjuvitund er okk-
ur gefin til þess að sýna hana
og gefa á vegu þeirra sem eru
okkur samferða. Líklega væri
heldur færra um sárin og frið-
vænlegra um að litast undir
himninum ef það væru ekki
svo margir sem gengju um, án
þess að um þá væri hugsað og
að þeim hlúð. Eða hvað er það
annað en ástúðarleysið, von-
brigðin, einmanaleikinn og
tortryggnin, sem leiða sífellt
til óhæfuverkanna og gæfu-
leysisins? Skyldum við annars
nokkru sinni halda ráðstefnu
um ástúðarskort í samfélag-
inu? Við höfum þó meira að
segja fyrir því fullgóðar sann-
anir hvert umhyggjuleysið
leiðir. Hátternisfræðingar
hafa fyrir löngu sýnt fram á að
með okkur býr meðfædd þörf
fyrir ástúð. Þeir hafa bent á að
kornabarn sem lifir við bestu
aðstæður, fær næringarríka
fæðu og nauðsynlega líkam-
lega umsjá, það getur misst
meðvitund, fallið í dá eða lát-
ist, sé því ekki gefin ástúð.
Kanadamaðurinn Griffith
Banning sýnir fram á í niður-
rannsóknir eru fleiri en tölu
verður á komið. Okkur er í
bókstaflegri merkingu lífs-
nauðsyn á ástúð til þess að
geta þroskast og lifað. Frá-
sögnin um góða hirðinn er ekki
bara barnahjal, hún er frásögn
um ástúð Guðs við manninn,
frásögn um sumar inn í mann-
heim, sumar vináttu og per-
sónubundins kærleika, yfirlýs-
ing um að manneskjan eigi
Hann að, sem græðir og gefur
hlutdeild í lífi sínu. Það eru
ekki bara litlu börnin sem
þurfa á umhyggju að halda,
heldur þörfnumst við þess öll á
meðan við bærumst, að vita til
persónubundinnar hlýju og
gæslu, sem nær út yfir öll þau
brigðulu ráð og næring, sem
veröldin fær veitt. Við eigum
öll dimmu dalina einhvern-
tíma fyrir augum, angur, erfiði
og skuggalegar stundir, en við
eigum þess kost fyrir gjöf al-
máttugs Guðs, að vita okkur
ekki allskosta einfara á ferð,
umhyggjulaus og snauð, því að
rödd hins góða hirðis hefur
borist inn í þennan heim: „Ég
þekki mína og ég mun aldrei
að eilífu sleppa af þér hendi."
Og við megum svara í hjart-
anu: Já, „Drottinn er minn
hifðir, mig mun ekkert
bresta." Og þó að lífið sé
stundum með bágann og blást-
urinn í fyrirrúmi þá getur það
barn, sem trúin hefur mótað,
fundið til þess, sem ort var eitt
sinn um blóm: „Líf þess er
handan við öll rök — frost-
hörkur nísta það, nepjan og
hretviðrin næða á því, ég veit
ekki á hverju það getur nærst
á þessum hrjóstruga mel," en
það getur ekki annað en lifað
af því að Guði er annt um það
og hefur búið því eilífð við sitt
góða hjarta.
DSTOD
VERÐBRÉFA-
IÐSKIPTAIMNlV
Sparifjáreigandi!
Hefur þú íhugaö sparnaöarkostina
sem eru á markaðinum í dag?
Tegund	V»rð-	Raunávöxtun á Ari m/v mism. verftbólgufortendur		
sparnaðar	trygg-ing	12% varðbólgu	15% v«robólgu	20% veröbolgu
Veröbr. veðskuldabr.	Jé	10-12	10—12	10-12
Eldri spariskírt. Happdr.skuldabr. Ný spariskírt. Gengistr. sparisk. Ríkisvíxlar	Já tk Ja ?	5,30 5,50 5,08 ? 12,47	5,30 5,50 5,08 ? 9,54	5,30 5,50 5,06 ? 4,96
Alm. sparisj.reikn. Sparisj.reikn. 3 mén. Sparísj.reikn. 12 man. Banka sparísk. 6 man.	m Hti Ht, N*i	2,68 5,09 7,05 9,01	0 245 4J» 6,17	¦4,17 -1,92 -0,08 1,75
				
1  V  nandDt  fjrirfrstiiigíi
liiMKllJökin
**&i
'ö*
Fjárfestingahandbókin svarar ótal
spurningum einstaklinga og fyrirtækja um
ú Hagkvæmni og arðsemi fjárfestinga
•& Ávöxtun sparifjár
¦ír Möguleika I verðbréfaviöskiptum
iz Skattameðhöndlun
Bók sem ALLIR geta haft gagn af.
FJÁRFESTINGAHANDBÓKIN ER
BÓK SEM PÚ NOTAR
Fjárfestingarfélag islands h/f.
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA
7. maí 1984
Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóosj
Ár-flokkur
1970-2
1971-1
1972-1
1972-2
1973-1
1973-2
1974-1
1975-1
1975-2
1976-1
1976-2
1977-1
1977-2
1978-1
1978-2
1979-1
1979-2
1980-1
1980-2
1981-1
1981-2
1982-1
1982-2
1983-1
1983-2
1974-D
1974-E
1974-F
1975-G
1976-H
1976-1
1977-J
1981-1.
Sölugengi
pr. kr. 100
17.415,64
15.522,59
14.019,32
11.546,99
8.780,36
8.350,58
5.513,70
4.139,81
3.098,84
2.877,97
2.319,75
2.122,16
1.775,97
1.438,89
1.134.58
951,45
737,71
632,08
486,64
416,50
308,16
290,06
214,91
165,68
106,68
5.319,50
3.742,56
3.742,56
2.444,98
2.277.64
1.765.74
1.603,52
331.39
Avöxtun-
arkrafa
Dagafjöldi
til innl.d.
Innlv. i Seolab
5,30%
5,30%
5.30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
Innlv. í Seolab
5.30%
Innlv. i SeOlab
5,30%
Innlv. í Seolab
5,30%
1 ár
1 ár
2ár
3 ár
3 ár
4 ár
5.02.84 '
128 d.
258 d.
128 d.
128 d.
258 d.
128 d.
243 d.
10.03.84
258 d.
25.03.84
123 d.
25.03.84
123 d.
Veoskuldabréf — verotryggð
Sólugengi m.v.
2 afb. á ári
Innlv. i Seölab. 25.02.84
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5,30%
5.30%
5,30%
1 ár
1 ár
2ár
1 ár
1 ár
2ár
128 d.
338 d.
168 d.
258 d.
158 d.
294 d.
144 d.
294 d.
174 d.
Innlv. i Seölab 1984
5,50%
5.50%
5,50%
5,50%
5,50%
5,50%
5,50%
1 ár
1ár
2ár
2ár
1 ár
204 d.
204 d.
204 d.
323 d.
203 d.
324 d.
354 d.
1 ár 95.37
2 ár 92,37
3 ár 91.01
4 ár 88.56
5 ár 87,31
6 ár 85,15
7 ir 83.03
8 ar 80.96
9 ár 78.97
10ár/7.03
11 ér 75,13
12 ár 73.32
13 ár 71,54
14 ár 69.85
15 ár 68.22
16 ár 66.61
17 ár 65.09
18 ár 63.60
19 ár 62,19
20 ár 60,81
Nafnvextir
(HLV)
2%%
2W/„
3%%
3W/o
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
4%
. 4%
4%
Avöxtun
umtram
verotr.
9.25%
9,38%
9.50%
9.62%
9,75%
9,87%
10,00%
10.12%
10,25%
10.37%
10,50%
10,62%
10,75%
10,87%
10,99%
11.12%
11,24%
11.37%
11.49%
11,62%
Veöskuldabréf óverotryggo
J22S2 14% 16% 18*
1ár
2ár
3ár
4ar
5ár
?0°'«
(Hlv)
21%
Hlutabréf
Hlutabréf Eimskips hf. óskast
í umboðssölu.
Daglegur gengisutreikningur
Veröbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lönaóarbankahúsinu Sími 28566

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48