Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984 FJÖLVAR Myndlist Bragi Ásgeirsson í litla snotra sýningarsalnum við Skólavörðustíg er hlotið hef- ur nafnið Gallerí Grjót getur að líta nokkur verk Magnúsar Tóm- assonar myndlistarmanns og stendur sýningin til 1. maí. Myndverk sín nefnir listamaður- inn „Fjölva", sem er samheiti á þrívíddarmyndum, er hann vinn- ur að mestu í karton og pappa. Magnús hefur sökkt sér niður í þessa myndgerð síðustu árin og tók hún við af myndljóða-tíma- bili hans (Visual Poetry) og er að mörgu leyti beint framhald þar á. Myndgerð þessi hefur vakið mikla athygli listunnenda og hefur sitt sýnst hverjum, sumir hafa hafið hana til skýjanna en aðrir nefnt léttvægt föndur. Vafalítið má til sanns vegar færa, að báðir hóparnir hafi sitt- hvað til síns máls. Fyrir hið fyrsta þá eru margar myndirnar bráðvel gerðar og af ríkri Iistr- ænni kennd en svo er tæknin einnig þannig í útfærslu allri að ósjaldan minnir hún sterklega á föndur. Þær fjórar myndir á sýningunni á Kjarvalsstöðum, „Borealis", sem nú er nýafstaðin, er báru nafnið „Untitled" voru t.d. að mínum dómi í sérflokki myndverka hans um sterka listr- æna útfærslu. Á sama hátt ber mynd nr. 8 á sýningunni í Gall- erí Grjót af flestum öðrum sem gull af eiri. Á sýningunni eru og myndir er hafa meiri svip af föndri en fram hefur komið áður í þessari myndgerð hjá Magnúsi. Vaknar þá sú spurning, hvort listamaðurinn hafi þurrausið myndefnið eða hvort hann sé að marka sér nýjar leiðir. Því er erfitt að svara, en víst er að þessi ágæti listamaður hefur oft mætt sterkari til leiks en í þetta skipti. Sýning MHÍ á Kjarvalsstöðum Myndlíst Bragi Ásgeirsson, Myndlista- og handíðaskóli ís- lands hefur tekið upp þá ný- breytni að efna til sýningar á vinnu nemenda á lokaári, þeirra er útskrifast úr sérdeildum. Á undanförnum árum hefur skól- inn verið í örum vexti og sprengt af sér allt húsnæði þannig að al- menn nemendasýning er orðið að viðamiklu fyrirtæki og illviðráð- anlegu. Þetta þótti því eðlileg lausn og hagkvæm að þessu sinni auk þess sem hún ætti að vera ágæt kynning á starfsemi skólans og þeim árangri er nem- endur ná í vinnu sinni á fjórum árum. Skólinn er orðinn að það viða- miklu bákni að jafnvel kennarar fylgjast orðið ekki með öllu sem skeður innan hans og þannig sjá þeir fjölmargt á sýningunni f fyrsta skipti. Svo kemur einnig annað til og það er, að starfsemi skólans fer ekki öll fram undir sama þaki enda skólinn f leigu- húsnæði og óhentugu fyrir margar sakir. Á tfmum, þegar gerviþarfir eru ræktaðar af ofurkappi, hefur vægi listaskóla aukist til allra muna, aðsókn að þannig að aðeins brot þeirra er sækja um inngöngu kemst að. Hér er það skemmtilegt til af- spurnar að hið svonefnda for- skólakerfi er MHÍ tók upp fyrir meira en tveim áratugum hefur rutt sér rúms erlendis m.a. við Listaháskólann f Kaupmanna- höfn. En um leið er það afleitt til afspurnar að á sama tíma er stefnt að því að leggja forskóla- námið niður hér í framtíðinni sem þó er öldungis óraunhæft enda er það sniðið fyrir sérþarfir okkar íslendinga. Það er mikil- vægt að skólakerfið skilji sér- stöðu þessarar stofnunar og að það sem hann hefur byggt upp af miklum dugnaði í gegnum árin, og hefur algjöra sérstöðu hér- lendis, má alls ekki rífa niður fyrir einhverjar tímabundnar kenningar misviturra fræðinga. Það hlýtur að vera nýtur til- gangur í því að þroska skapandi kenndir og tilfinningar ungs fólks, kenna þvf að uppgötva og upplifa umhverfi sitt á lífrænan hátt. Sýningin á Kjarvalsstöðum sýnir ótvfrætt að ungt fólk sækir fast og einarðlega fram í list- sköpun á landi hér og staðfestir að ný kynslóð listamanna og list- hönnuða er óðum að taka við af hinum eldri. Þá sýnir hún einnig að sjálfstæði hefur aukist þrátt fyrir að hið unga fólk sé opið fyrir áhrifum eins og vera ber. Framtíðin er í ekta og handföst- um hlutum og i þeim eru ekki einungis falin hrein menningar- leg verðmæti heldur og einnig burðarstoðir sérhvers sjálfstæðs þjóðfélags. Tveir velþekktir erlendir lista- menn heiðra sýninguna með þátttöku sinni, japanski grafík- listamaðurinn Kunito Nagaoka og skrautskrifarinn enski Arthur Baker. Þess má geta að Nagaoka var með námskeið f sérstakri tækni í málmgrafík er hann hef- ur fullkomnað, en hann er kenn- ari við Listaháskólann í Berlín. Mikil prýði er að myndum þeirra á sýningunni. Almenningur athugi að sýn- ingunni lýkur á sunnudag. Borealis Myndlist Bragi Ásgeirsson Sýningin nefnist Borealis (latína og þýðir norðlægur) og hefur und- anfarna mánuði gert víðreist um Norðurlönd. Hún er til komin að frumkvæði Norrænu listamið- stöðvarinnar í Huomenlinna, Svea- borg, fyrir utan Helsingfors. Starfsmaður stofnunarinnar, Tage Martin Hörling, tók að sér að taka sýninguna saman og valdi þátttak- endur samkvæmt ábendingum sambandsdeilda í hverju landi fyrir sig, að mér skilst. Hörling segir í stuttri greinar- gerð í veglegri sýningarskrá, að hann hafi valið að ganga út frá fígúratívri línu og segir, að í fyrstu könnun virtist sýningin vera samkvæmari stefnuskránni en seinna varð, — hann segir ennfremur, að nokkrir lista- mannanna hafi breytt um mynd- mál í millitíðinni. Hér virðist því miður, að því er ég best veit, um rangan framslátt að ræða, sem getur þó byggst á vanþekkingu einvaldsins, þvf að óhlutlægt myndmál hefur um langt skeið verið flestum þeim tamt, er hann vísar hér til. Ágrip yfir list hinna sextán myndlistarmanna ásamt al- mennum hugleiðingum um list og mennt á Norðurlöndum hefur tekið saman listrýnirinn Sune Nordgren, meðlimur AICA. Ferst honum það ágætlega úr hendi, þótt mér og fleirum sé spurn, hver tilgangurinn sé með því að blanda þjóðháttafræð- ingnum Olaus Magnus og sögu hans um norrænar þjóðir, er út var gefin árið 1555, saman við þessa sýningu. Skemmtileg lesn- ing, sem hefði átt skilið að fylgja miklu viðameiri norrænni sýn- ingu úr hlaði. I sýningarskrá sakna ég ein- arðlegrar skilgreiningar á sam- setningu sýningarinnar og for- sendum hennar, enda líkist for- máli Hörlings vandræðalegri, snubbóttri, afsökunarbeiðni. Þá fann ég engar upplýsingar þess efnis, af hverju Hörling var gerður að einvaldi né hver þessi maður er. Að þessum agnúum slepptum er sýningarskráin hin vandað- asta og mjög eigulegur gripur. — Þrátt fyrir mótuð stefnu- mörk í upphafi eiga sýnendurnir fátt sameiginlegt, en þó má greina að sumir hafi orðið fyrir áhrifum af nýja málverkinu og meðtekið þau áhrif á mismun- andi hátt. Mest kom það á óvart, sé tekið mið af uppsetningunni að Kjarvalsstöðum, að aldurs- Franco Leidi „Stóri munnurinn" (1977). forsetar sýningarinnar eiga ótvírætt einna sterkasta og ferskasta framlagið. Á ég hér við þau Ásgerdi Búadóttur og Færey- inginn Ingálv av Reyni, en mynd- ir þeirra falla hvergi þrátt fyrir endurteknar heimsóknir. Sýn- ingin virkar að öðru leyti fersk- ust og forvitnilegust við fyrstu kynni, en við nánari skoðun rís hún ekki upp yfir almennar sýn- ingar af svipuðu tagi, en svo er almenn skoðun gagnrýnenda, þar sem sýningin hefur verið á ferð. Það er nefnilega svo margt á þessari sýningu sem sést hefur áður og í svipuðu formi á sam- sýningum á Norðurlöndum. Sýning sem þessi á fyrst og fremst að hafa nægilegt vaxt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.