Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAl 1984
Sýnishorn  af  framleiðslu  verk-
smiðja Alpan hf.
Stjórn Alpan hf. með sýnishorn af framleiðslu pönnuverksmiðja félagsins. Á myndinni eru (f.v.) Jón Búi
Guðlaugsson, Þórður H. Hilmarsson, Þór Hagalín, Jón Bjarni Stefánsson, Haraldur Haraldsson, Þorsteinn
Ásmundsson og Önundur Ásgeirsson stjórnarformaður.                          Morpinbiaðið/Júiíus
Alpan hf., fyrirtæki að 92% í eigu íslendinga:
Reisir pönnuverksmiðju á Eyrar-
bakka og rekur aöra í Danmörku
L
Pönnuverksmiðja tekur vænt-
anlega til starfa á Eyrarbakka um
næstkomandi áramót, en það er
hlutafélagið Alpan, sem reisir
verksmiðjuna. Alpan, sem er að
92% í eigu íslenzkra fyrirtækja og
einstaklinga, hefur jafnframt
keypt samskonar verksmiðju í
Lystrup við Árósa í Danmörku og
tók við rekstri hennar 1. maí sl.
Búist er við að verksmiðjan á Eyr-
arbakka veiti fyrst um sinn 25
mönnum atvinnu, en að starfs-
mönnum fjölgi við stækkun um og
upp úr miðju ári 1985. Stofnkostn-
aður fyrirtækisins er um 80 tnillj
ónir króna, en þar er átt við 1.
áfanga pönnuverksmiðju á Eyrar-
bakka og kaupin á verksmiðjunni í
Lystrup.
Forsaga þessa máls er sú, að
danskt iðnráðgjafarfyrirtæki
hafði unnið í samvinnu við Sam-
band sunnlenzkra sveitarfélaga
(SASS) að ráðgjöf og hag-
kvæmniáætlunum um uppsetn-
ingu verksmiðju til framleiðslu á
pönnum og öðrum varningi úr
áli. Haustið 1983 tók fiskverkun-
arfyrirtækið Einarshöfn hf. á
Eyrarbakka, sem ráðgerir að
leggja niður núverandi starfsemi
sína vegna aflaleysis, við málinu
úr höndum SASS. Hugðist fyrir-
tækið nýta húsnæði sitt, um
2.000 fermetra hús, sem verk-
smiðjuhús fyrir hina nýju
starfsemi.
Snemma á þessu ári komst
skriður á málið er fleiri sam-
starfsaðilar komu til skjalanna,
og á framhaldsstofnfundi 17.
marz sl. var síðan ákveðið að
kaupa Look a/s-pönnuverk-
smiðjuna í Danmörku og halda
starfseminni     þar    áfram
óbreyttri, einnig var ákveðið að
láta hefja hönnun og innkaup á
vélum fyrir verksmiðju á Eyr-
arbakka er fljótlega yrði tvöfalt
stærri en verksmiðjan ytra, svo
og ákveðið að yfirtaka húseignir
og aðrar eignir Einarshafnar er
notaðar verða við rekstur verk-
smiðju á Eyrarbakka.
Verksmiðjan í Lystrup er rek-
in með sama starfsfólki og áður,
en Sigurður R. Þórðarson, annar
eigenda Einarshafnar hf., tók
þar við verksmiðjustjórn 1. maí
sl. Gert er ráð fyrir að nýtt
starfsfólk á Eyrarbakka verði
sent til þjálfunar í Lystrup, og
að vanir menn frá Lystrup komi
hingað til þjálfunar starfsliðs
Eyrarbakkaverksmiðjunnar.
Einnig er gert ráð fyrir að
framleiðsluvörur Alpan hf. verði
unnar úr áli frá Isal í Straums-
vík. í dag, fimmtudag, fer pönt-
un af áli frá Isal til Lystrup til
reynslu. Fram kom á fundi
stjórnar Alpan með blaða-
mönnum að gert er ráð fyrir að
framleiðslukostnaður verksmiðj-
unnar á Eyrarbakka verði
4—5% lægri en verksmiðjunnar
í Danmörku. I því sambandi eru
bundnar vonir við að hagstæðir
samningar náist við ísal, en
einnig er launakostnaður lægri
hér en í Danmörku. Raforka til
framleiðslunnar mun hins vegar
dýrari hér en ytra, að sögn fund-
armanna.
Verksmiðjan í Lystrup hefur
framleitt um 180 þúsund pönnur
á ári, en engan veginn annað eft-
irspurn, en markaður er í Evr-
ópu fyrir 20 milljónir panna.
Miðað við 6.000 tonna fram-
leiðslu væri útflutningsverð-
mæti Eyrarbakkaverksmiðjunn-
ar um 80 milljónir króna á ári.
Áætlanir miðast við að fram-
leiðsla Eyrarbakkaverksmiðj-
unnar verði í framtíðinni seld í
Bandaríkjunum. Fyrrum eigandi
verksmiðjunnar í Lystrup, Peter
Schaarup, er hluthafi í Alpan hf.
og verður hann söluforstjóri fé-
lagsins fyrir Evrópu. Vörur
fyrirtækjanna verða seldar und-
ir vörumerkinu Look.
Alpan hf. mun framleiða
pönnur með sérstakri háþrýsti-
aðferð, þar sem fljótandi álið er
steypt við 200 tonna þrýsting. í
botnfletinum eru stálþræðir sem
auka hitaleiðni pönnunnar.
Kváðu forráðamenn Alpan að-
eins eitt annað fyrirtæki hafa
náð tökum á þessari aðferð við
pönnugerð. Sögðu þeir pönnurn-
ar í hærri gæðaflokki en pönnur,
sem framleiddar væru með öðr-
um aðferðum.
Meðal hluthafa í Alpan hf. eru
Einarshöfn, Hafskip, Nesskip,
Andri, Suðurgarður á Selfossi,
Ofnasmiðja Suðurlands, Eyrar-
bakkahreppur o.fl. Hlutafé nem-
ur 30 milljónum. Stjórnarfor-
maður Alpan er Önundur Ás-
geirsson, fyrrum forstjóri OLÍS.
Tekið tilboði í ríkisvíxla:
Ársvextir jafngilda 25,95 %
Tilboð í ríkisvíxla að upphæð 30
milljónir króna voru opnuð í dag.
Alls bárust 35 gild tilboð og 2 ógild.
Aðalfundur
íslands — fsra-
els í kvöld
Aðalfundur félagsins ís-
land-fsrael veður haldinn í
Hallgrímskirkju í kvöld, 10.
maí kl. 20.30. Að loknum aðal-
fundarstörfum veðrur fundur-
inn opnaður gestum kl. 21.30
og þá verða sýndar litskyggn-
ur frá ferðalagi um fsrael,
hlýtt á tónlist og drukkið
kaffi.
Gildu tilboðin eru í 183 sett af víxl
um, hvert að nafnverði 250.000 kr.,
samtals 45.750.000 kr., segir í frétt
frá fjármálaráðuneytinu.
Tekið var tilboðum í samtals 26
millj.kr. að nafnvirði. Kaupverðið
er 24.543.000 kr. sem jafngildir
25,95% meðalársvöxtum reiknuð-
um eftir á. Tekið var tilboðum á
bilinu frá 235.500 til 236.500 kr. í
hvert víxlasett.
Næsta útboð ríkisvíxla er fyrir-
hugað miðvikudaginn 13. júní
1984.
Fimm tilboð bárust
í vegagerð í Oshlíð
FMM tilboö bárust í fyrirhug-
aða endurbyggingu og lagfær-
ingar á Óshlíðarvegi milli ísa-
fjarðar   og   Bolungarvíkur.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma,
SIGRÍOUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Laufbrekku 25, Kópavogi,
lést í Landspítalanum aö morgni 9. maí.
Þorvaröur Guöjónason,
börn, tengdaborn og barnabórn.
Fyrirhugað er að endurbyggja í
sumar og lagfæra um I1 ¦>. kíló-
metra vegarins, 1 kílómetra
jst í hlíðinni, næst Bolungar-
vík, og um Vi kflómetra við
Hvanngjá.
Tilboðin eru: Ellert Skúlason
bauð 17,6 milljónir króna í
verkið, Hagvirki 8,8 milljónir
króna, Vélaeigendur á ísafirði
9,5 milljónir, fstak 8,8 milljónir
og Höttur sf. í Strandasýslu 9,6
milljónir króna. Kostnaðar-
áætlun Vegagerðar ríkisins
hljóðar upp á 8,9 milljónir
króna.
Lionsmenn
selja mold
Lionsklúbburinn Muninn í Kópa-
vogi verður með sína árlegu mold-
arsölu laugardaginn 12. maí og
sunnudaginn 13. maí.
í Reykjavík, Kópavogi og á
Seltjarnarnesi verður bílhlassið af
mold selt á 1.000 krónur, en í
Garðabæ, Hafnarfirði og Mos-
fellssveit á 1.200 krónur.
Allur ágóði af moldarsölunni
rennur til líknarmála. Nánari
upplýsingar og pantanir í símum:
41538, 43216 og 44983 frá klukkan
9.00 á laugardag og sunnudag.
Punktar frá
bæjarstjórn
Akureyrar
Akureyri, 9. nuí.
Tilnefning í
stjórn ÚA
Á fundi bæjarstjórnar í gær
var samþykkt tillaga bæjar-
ráðs um að bæjarstjóra yrði
falið að fara með umboð Akur-
eyrarbæjar á aðalfundi Út-
gerðarfélags Akureyringa hf.,
sem haldinn verður 14. maí nk.
Jafnframt var samþykkt að
leggja til að eftirtaldir yrðu
aðalmenn í stjórn félagsins:
Bjarni Jóhannesson, Þóra
Hjaltadóttir,      Þorgerður
Hauksdóttir, Kristján P. Guð-
mundsson og Sverrir Leósson.
Varamenn: Sigurður Jóhann-
esson, Ásgeir Arngrímsson,
Gunnhildur     Bragadóttir,
Knútur Karlsson og Pétur
Antonsson.
Vatnsveitan borg-
ar gamla skuld
f bókun vatnsveitustjórnar
frá 4. maí sl. kemur fram, að
„vatnsveitust.jórn geri ráð
fyrir að greiða Framkvæmda-
sjóði skuld vatnsveitunnar við
sjóðinn frá árinu 1965, að upp-
hæð kr. 1.217.045.- eða nýkr.
12.170.45 og felur formanni
vatnsveitustjórnar og vatn-
sveitustjóra að ræða við bæj-
aryfirvöld um framreiknun á
lánsupphæðinni, sem síðan
yrði lagt fyrir vatnsveitu-
stjórn til endanlegrar af-
greiðslu."
Nýr skólastjóri
— annar í leyfi
f bókun skólanefndar frá 3.
maí kemur fram að borist
hafa staðfestingar frá
menntamálaráðuneyti á því,
að Ingólfur Ármannsson hefur
verið settur skólastjóri til eins
árs við Síðuskóla frá og með 1.
júní. Jafnframt, að Indriða
Úlfssyni, skólastjóra Oddeyr-
arskóla, hafi verið veitt leyfi
frá skólastjórastarfi, án
skerðingar fastra launa, dag-
ana 13.—30. mars nk. vegna
ferðar til Kína til að kynnast
þar kennsluháttum og æsku-
lýðsstarfsemi.
Áfanganafn-
breyting
Bygginganefnd      Verk-
menntaskólans á Akureyri
gerði svofellda bókun 2. maí
sl.: „Samþykkt að 2. áfangi B
nefnist hér eftir 3. áfangi."
iVljólkursala í
Hafnarstræti
Heilbrigðisnefnd Akureyrar
hefur fyrir sitt leyti samþykkt
umsókn frá Brauðgerð Kr.
Jónssonar, Hafnarstræti 98,
um mjólkursöluleyfi og gildir
leyfið fyrir brauðbúð fyrir-
tækisins í Hafnarstræti 98.
GBerg
^IYIKK
í Safarí
Hljómsveitin „Kikk" heldur
hljómleika í Safarí í kvöld,
fimmtudagskvöld, og leikur þar
lög af hljómplötu sem væntanleg
er á markaöinn innan skamms.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48