Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 106. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984
Flugmannadeilan:
Verkfall boðað
um helgina
SATTAFUNDUR í nugmannadeil-
unni hefst á nýjan leik hjá ríkissátta-
serajara kl. 9 árdegis í dag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins buðu flugmenn upp á það
í fyrrinótt að verkfallinu, sem átti
að hefjast á miðnætti síðastliðnu
yrði frestað, en Flugleiðir höfnuðu'
því á þeim forsendum að tjónið
væri þegar orðið með boðun verk-
fallsins og fóru fram á að verkfall-
inu yrði aflýst. Flugmenn urðu við
þeirri ósk, og aflýstu verkfallinu,
en fimm mínútum síðar um nótt-
ina boðuðu þeir þriggja daga verk-
fall um næstu helgi, hafi samning-
ar ekki tekist.
Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst, hafa flugmenn nú
fallið frá kröfunni um að fá 13.
mánuðinn greiddan og mildað
orðalag á öðrum kröfum verulega,
a.m.k. sumum þeirra. Þó mun enn
bera mikið í milli, svo sem það að
Flugleiðir hafna kröfunni um
greiðslu í sérstakan sjúkrasjóð og
þeir hafna kröfunni um launajöfn-
uð handa yngstu flugmönnunum.
Eru heimildarmenn Morgunblaðs-
Spurt og
svaraö
Morgunblaðið minnir lesendur
sína á, ad eins og undanfarin ár
býður bladið upp á lesenda-
þjónustu um garðyrkju og nú
einnig um byggingamál. Lesend-
ur geta koraið spurningum sínum
á framfæri í síma 10100 virka
daga milli klukkan 13 og 15.
Svórin birtast nokkrum dögum
síðar.
Blaðið hefur fengið Hákon
óiafsson, yfirverkfræðing, og
Pétur H. Blöndal, fram-
kvæmdastjóra, til að svara
spurningum varðandi bygg-
ingamál. Hafliði Jónsson,
garðyrkjustjóri Reykjavíkur-
borgar, svarar, eins og undan-
farin ár, spurningum er snerta
garðyrkju.
ins ekki bjartsýnir á að Iausn deil-
unnar sé í augsýn og hallast helst
að því að viðræður í Karphúsinu
muni dragast fram eftir næstu
viku. Telja þeir þó að það muni
herða aðila í að semja áður en
verkfallið skellur á í næstu viku,
að hvorugur aðilinn vill fá á sig
lög um kjör flugmanna, sérstak-
lega ekki flugmenn.
Runólfur SH
til Hafnar
SALA á skuttogaranum Runólfi SH
135 til Hafnar í Hornafirði er nú nán-
ast frágengin, en þar er nú enginn
skuttogari   fyrir.
Guðmundur Runólfsson, útgerðar-
maður í Grundarfirði og eigandi
skipsins, sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins, að nú væri aðeins
eftir að ganga frá smáatriðum varð-
andi söluna og hefði náðst sam-
komulag um söluverð skipsins. Hann
sagðist ekki vilja gefa það upp að svo
stöddu hvert verðið væri. Sagðist
hann reikna með því að fljótlega yrði
endanlega gengið frá sölunni og yrði
skipið væntanlega afhent seint í ág-
ústmánuði næstkomandi. Aðspurður
sagðist hann hafa í hyggju að fara í
fiskeldi í stað útgerðarinnar og væri
nú á förum til Noregs til að kynna
sér slíkan rekstur.
„Frábærir
tónleikar"
Pólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveit íslands, söngvararnir Denia Mazzola, Claudia Clarich, Paolo Barbicini
og Carlo de Bartoli fluttu í gærkvöldi Ave verum eftir Mozart, Te deum eftir Verdi og Stabat Mater eftir
Rossini undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. „Þetta voru frábærir tónleikar og stjórnandi og flytjendur
voru hylltir í lokin," sagði Jón Ásgeirsson tónlistargagnrýnandi Mbl. eftir tónleikana. Þessar myndir tók
Júlíus á tónleikunum í gærkvöldi. Á innfelldu myndinni eru einsöngvararnir og stjórnandinn.
Blikksmiðafélag fslands:
Formaðurinn felldur eftir að
samningar voru samþykktir
Kristján Ottósson, formaður
Blikksmiðafélags íslands, var felld-
ur í kjöri um formann félagsins á
aðalfundi þess í fyrrakvöld, laust
eftir að hann hafði kynnt nýgerðan
kjarasamning og fengið samþykktan
með öllum grekldum atkvæðum, en
Sparisjéður vélstjóra:
Síðdegisafgreiðsla
til kl. 18 á föstudögum
MBL. HEFUR borist frá Sparisjóði
vélstjóra eftirfarandi tilkynning um
breytingu á afgreiðslutíma spari-
sjóðsins:
„Sparisjóðurinn hefur ákveðið
að frá og með 18. maí nk. verði
afgreiðsla sparisjóðsins opin til kl.
18.00 á föstudögum en síðdegis-
afgreiðsla fellur niður á fimmtu-
dögum. Er ljóst að breyting þessi
verður til mikils hagræðis fyrir
launafólk, en viðskipti við almenn-
ing eru aðaluppistaða starfsemi
sparisjóðsins. Síðdegisafgreiðsla á
fimmtudögum hefur ekki reynst
vel og vill sparisjóðurinn með
þessari breytingu verða við ein-
dregnum óskum viðskiptamanna
sinna um hentugri afgreiðslu-
tíma."
samningar blikksmiða höfðu tvíveg-
is áður verið felldir. Samningur sá
sem Kristjin kynnti félögum sfnum
var eins og sá samningur, sem önnur
félög innan Málm- og skipasmiða-
sambands fslands hafa samþykkt,
að því undanskildu að einn launa-
flokkur, 29. launaflokkurinn, hafði
bæst við í samningi blikksmiðanna.
Á fundinn voru mættir 86, þar
af 78 fullgildir félagar með at-
kvæðisrétt. Einar Gunnarsson
bauð sig fram til formanns á móti
Kristjáni, og varð niðurstaðan sú
að Einar fékk 39 atkvæði, en frá-
farandi formaður, Kristján Ottós-
son, 35. 3 seðlar voru auðir og einn
skilaði ekki sínum seðli.
Afleiðing þessara úrslita í for-
mannskjörinu varð m.a. sú að allir
á stjórnarlista fráfarandi for-
manns drógu framboð sitt til baka
og sömu sögu er að segja um trún-
aðarmennina. Auk þess drógu
endurskoðendur félagsins til baka
framboð sitt. Það vakti athygli
þegar ný stjórn hafði verið kosin,
að hún gerði uppástungu um að
fráfarandi formaður félagsins
yrði kjörinn endurskoðandi þess
og varð hann við þeirri beiðni.
Kristján Ottósson er einnig for-
maður í fræðslunefnd blikksmiða-
stéttarinnar.
Fráfarandi formaður hvatti fé-
laga í Blikksmiðafélagi íslands til
þess, er úrslit lágu fyrir, að standa
saman og styðja við bakið á ný-
kjörinni stjórn og formanni, til
þess að áframhaldandi uppbygg-
ingarstarfi yrði haldið áfram í fé-
laginu. Kristján Ottósson vildi
ekkert segja um úrslit stjórnar-
kjörs er blm. Mbl. ræddi við hann
í gærkvöldi.
Daglegt útvarp frá Alþingi:
Frávísun vegna formgalla
l ítvarp sjálfsagt á tímum upplýs-
ingamiðlunar, segja flutningsmenn
Guðmundur Einarsson mælli í
gær fyrir tillögu Bandalags jafnað-
armanna til þingsályktunar um
daglega beina útsendingu útvarps
frá fundum Alþingis frá ársbyrjun
1985.
Hann sagði almenning fá
takmarkaðar upplýsingar frá
störfum Alþingis frá degi til
dags.   Það  væri   undir  hælinn
lagt hvern veg málgögn flokk-
anna segðu frá efnisatriðum og
umræðum mála. Þingsíða Morg-
unblaðsins, sem verið hefði eina
frambærilega þingfréttasíðan á
blaðamarkaðinum, virtist niður
lögð, því miður. Almenningur
hafi ekki tök á, nema í mjög litl-
um mæli, að koma á heyrenda-
palla þings. Það sé í anda nú-
tíma upplýsingastefnu að gefa
almenningi kost á að heyra dag-
legan málflutning á Alþingi um
útvarp.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, forseti sameinaðs þings,
kvað tillögu þessa hina athyglis-
verðustu. Hinsvegar verði að
liggja ljóst fyrir að Alþingi
sjálft sæi alfarið um fram-
kvæmdina, ef horfið yrði að
þessu ráði. Það samræmdist
ekki stððu Alþingis íslendinga
að annar aðili en Alþingi sjálft
sæi um framkvæmd þessara
mála. Þessa væri ekki gætt í til-
lögugreininni. Hún fæli í sér
formgalla. Hann kvað þingskap-
alög í endurskoðun. Þetta mál
félli vel inn í hana. Flutti forseti
þingsins rðkstudda dagskrá um
að vísa tillögunni til ríkisstjórn-
arinnar.
Guðmundur Einarsson (BJ)
taldi þá réttara að vísa henni til
þingskapalaganefndar með já-
kvæðu orðalagi. Fleiri tóku til
máls.
Séra Garð-
ar Svavars-
son látinn
Séra Garðar Svavarsson lést í
fyrradag, 78 ára að aldri. Hann
fæddist 8. september 1906 á Búöum
í Fáskrúðsfirði, sonur Svavars
Svavars kaupmanns þar og konu
hans, Jónu Bjarnadóttur.
Garðar tók stúdentspróf 1927 og
cand. theol. próf frá Háskóla ís-
lands í febrúar 1933. Hann stund-
aði framhaldsnám í trúfræði við
Uppsalaháskóla veturinn 1933—
'34. Hann var settur sóknarprest-
ur í Hofsprestakalli í Álftafirði í
apríl 1933. Var veitt lausn frá því
embætti í júní 1937. Garðar
gegndi prestsstörfum í Reykjavík
frá október 1936 og var kallaður
aukaprestur við Dómkirkjuna í
apríl 1938. Honum var veitt Laug-
arnesprestakall í janúar 1941.
Hann var kristindómskennari við
málleysingjaskólann í Reykjavík
frá 1942, stundakennari við Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur frá 1943, í
stjórn Prestafélags Suðurlands fá
1942—1964. Ýmis rit og þýðingar
liggja eftir Garðar, m.a. þýðingar
úr Heimi bænarinnar eftir Hall-
esby.
Garðar var tvíkvæntur og eign-
aðist 4 börn, öll með fyrri konu
sinni. Eftirlifandi kona hans er
Vivan S.A. Hólm.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32