Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 106. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984
Merk starfsemi
þrátt
fyrir fjárskort
Líffræðistofnun Háskólans heimsótt
á 10 ára afmæli hennar
í tilefni af 10 ára afmæli Líffræðistofnunar Há-
skólans efndi stofnunin til kynningar á starfsemi
sinni sl. sunnudag og voru húsakynni hennar að
Grensásvegi 11 og 12 opin almenningi. Kennarar
og nemendur veittu gestum leiðsögn auk þess, sem
haldnir voru fjórir stuttir fyrirlestrar um rannsókn-
ir, sem unnið er að á Líffræðistofnun. Dr. Guðni
Alfreðsson dósent og dr. Jakob K. Kristjánsson
fjölluðu um líftækni á íslandi, dr. Einar Arnason
dósent ræddi um hlutleysiskenningu í þróunar-
fræði, dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir um vistfræði
Þjórsárvera og dr. Gísli Már Gíslason dósent um
vistfræði Mývatns og Laxár. Þá var sýnd ný mynd
Magnúsar Magnússonar um Mývatn, sem Magnús
hefur gert í samvinnu við Líffræðistofnun. Morgun-
blaðið leit inn á Grensásveginum og spjallaði stutt-
lega við nokkra forsvarsmenn stofnunarinnar og
skoðaði aðstöðu starfsmanna.
Líffræðistofnun hóf starfsemi
sína árið 1974 og er reglugerð
stofnunarinnar dagsett 18. júní
það ár. Líffræðistofnun heyrir
undir verkfræði- og raunvísinda-
deild Háskólans og fer starfsemin
að stærstum hluta fram í leigu-
húsnæði að Grensásvegi 12, en
rannsóknastofur eru einnig til
húsa að Grensásvegi 11 og á
Landspítalalóðinni. Fastráðnir
starfsmenn eru nú 8 og starfa á
eftirtöldum sviðum: dýrafræði,
erfðafræði,  grasafræði,  lífeðlis-
strandsvæða, vistfræði Mývatns
og Laxár, fléttuflóru Islands,
efnaskyni fiska, erfðum baktería,
stökkbreytandi og krabbameins-
valdandi efnum og hitakærum
bakteríum úr ísienskum hverum,
auk þess sem rannsóknir fóru
fram í stofnerfðafræði og þróun-
arfræði og líftæknilegri örveru-
fræði.
Alit frá upphafi hefur Líffræði-
stofnun tekið að sér ýmis rann-
sóknaverkefni. Má nefna um-
fangsmiklar rannsóknir á lífríki
Dr. Guðni Alfreðsson, dósent, heldur hér á 0,3 grömmum af frostþurrkkuðu
ensímdufti úr tveggja Htra rækt thermus-baktería. Dr. Jakob K. Kristjánsson
var því miður farinn til útlanda er þessar myndir voru teknar.
og umhverfi við Grundartanga
fyrir íslenska járnblendifélagið,
rannsóknir á salmonella-sýklum
fyrir ýmsa aðila, rannsóknir á
lífríki Önundarfjarðar og nálægra
fjarða auk annarra rannsókna
fyrir Vegagerð ríkisins og rann-
sóknir á gróðri og jarðvegi í Þjórs-
árverum fyrir Landsvirkjun.
Stofnunin starfar í nánum
tengslum við líffræðiskor verk-
fræði- og raunvísindadeildar.
Líffræðiskor sér um kennslu í
líffræði til BS-prófs, en kennsla
hófst árið 1968 og hafa nú hátt á
þriðja hundrað Jíffræðingar út-
skrifast frá Háskólanum. Námið í
líffræði til BS-prófs er skipulagt
sem þriggja ára nám, en nemend-
ur eiga þess kost að ljúka fjórða
árinu, en þá vinna nemarnir yfir-
leitt að ákveðnu rannsóknaverk-
efni, sem að jafnaði eru unnin á
Líffræðistofnun Háskólans.
Dr. Guðmundur Eggertsson
prófessor hefur umsjón með rann-
sóknum á skipulagi og starfsemi
tRNA-gena, erfðum örvera og
erfðatækni. Auk Guðmundar
vinna að þessum rannsóknum Sig-
ríður H. Þorbjarnardóttir erfða-
fræðingur og þrír líffræðingar í
fjórða árs námi.
„Við erum að vinna að rann-
sóknum á erfðum baktería og þá
sérstaklega erfðum bakteríunnar
escherichia coli eða E-coli," sagði
Guðmundur, er hann var spurður
um rannsóknirnar. „Þessi bakt-
ería, sem þrífst í þörmum manna
og dýra, hefur verið notuð lengi
I !:      pny| >9B9  j Uia íl  1 Hl	f|H	¦	'EE^F    ^^fMj^  *	t  (   {j    í f 1
HliT'IHI 1 ¦ 1,11 1 IU liB IIII11  JL	E1	1	jpjfr^               i        HH^P^§*v ÍH1 ^B "!	
Dr. Guðmundur Eggertsson prófessor.
MorgunhlaAiA. K.W
Dr. Jórunn Erla Eyfjörð á rannsóknarstofu sinni á Líffræðistofnun.
við rannsóknir erlendis og hún er
sennilega sú lífvera, sem mest hef-
ur verið rannsökuð bæði hvað
snertir erfðir og lífefnafræði. Hún
er hentug til þessa vegna mikils
vaxtarhraða og einfaldra nær-
ingarþarfa. Hún þarf einungis
þrúgusykur og nokkur ólífræn sölt
sem næringu og hjá henni fer
fram nokkurs konar kynæxlun
þótt undarlegt megi virðast, þar
sem flutningur á erfðaefni á sér
stað á milli bakteríufruma. Þá
hefur E-coli-bakterían verið notuð
við erfðatæknilegar rannsóknir.
Unnt hefur verið að flytja inn í
hana erfðaefni úr öðrum lífverum
og hún hefur komið við sögu við
framleiðslu insúlíns, vaxtarhorm-
óns og interferóns. Þessi baktería
er því vel þekkt og í miklu uppá-
haldi hjá líffræðingum.
Rannsóknirnar beinast að erfð-
um tRNA-sameinda í bakteríunni,
en þessar litlu sameindir eru í öll-
um lifandi frumum og gegna
miklu hlutverki við túlkun erfða-
boða. í E-coli eru nokkrir tugir
mismunandi tRNA-sameinda og
þar eru a.m.k. 60 gen, tRNA-gen,
sem ákvarða núkleótíðröð sam-
eindanna,  en  byggingareiningar
fræði, vatnalíffræði, vistfræði,
þróunarfræði og örverufræði. Þá
munu sennilega bætast tveir
kennarar í hóp starfsliðs stofnun-
arinnar með frumulíffræði og
sjávarlíffræði sem sérgreinar, en
fastráðnir starfsmenn eru allir
kennarar í líffræðigreinum (pró-
fessorar, dósentar eða lektorar).
Að jafnaði starfa nokkrir laus-
ráðnir sérfræðingar við stofnun-
ina auk allmargra líffræðinema,
er fást við rannsóknastörf að
BS-prófi loknu. Ritari stofnunar-
innar er í hálfu starfi, en ekki hef-
ur fengist leyfi stjórnvalda til að
fastráða annað starfsfólk.
Árið 1983 námu útgjöld Líf-
fræðistofnunar Háskólans um 2,7
milljónum króna að launum fast-
ráðinna kennara undanskildum.
Fjárlög gerðu þá ráð fyrir 750 þús.
króna fjárveitingu, en tii viðbótar
voru tekjur af þjónustuverkefnum
og rannsóknastyrkir.
Rannsóknaverkefni Líffræði-
stofnunar Háskólans eru margvís-
leg. Árið 1983 voru m.a. gerðar
rannsóknir  á  lífríki  fjöru  og
KtAbÞfiHCMSVtLOANOl
ÍXM\, DNA viocenoid
UT
i/ííTreeo/
P//V6MUfll/flTrV5
srofN/tn «s SKxnetí.'friNSfin
8f*NANfirLU&NA;
fKoSKASTfG ftOSKAFeSTRA
visTFtmei
PédS/WÆW,
?wwruvisrfs«ei
f
HÍNNUN 'i OVRflÚr/
•l OVPR/ HLUTt
MWWUÍÍISWflfSIWS
liáNrutOiKi '/sí/wús
VfíTrMSOI TpRUNNML,
tyN6li*0U* nm
tftwrv/icr««jo/,
STorw£Rrr>ir««a
erfoih BixraÍJA
eAroATtucrV/
viírrR«e/ mýyhtns
lvflT/v/u.'irr«j»roi
LmLBB,___
t'irrnwoiSTOF/vufv es. m ntisn 'a z o& i n«ð ab
6gCH<;MEei  IZ,0&'l  WOBVöCWGlV tiononii  v/0
tefiLUÚSW, £NNTRc»iA(í 'fí  Z HtíO'/ HÚSI
fí'ALflMNS  V/0 0<l€NSfiS\/E6. 44
Fri sýningunni
þeirra nefnast núkleótíð og raðast
þau misjafnlega saman. E-coli-
bakterían hefur aðeins einn litn-
ing og er staða ýmissa tRNA-gena
á honum þekkt. Svonefndar byrgi-
breytingar hafa mikið verið not-
aðar við rannsóknir á tRNA-
genunum. Þetta eru stökkbreyt-
ingar í genunum, sem breyta sér-
hæfni tRNA-sameindanna og
breyta þar með erfðatáknmálinu."
Guðmundur Eggertsson sagði
rannsóknirnar fara fram í sam-
vinnu við dr. Dieter Söll við Yale-
háskólann í Bandaríkjunum, dr.
Theodor Dingermann við háskól-
ann í Erlangen í Þýskalandi og dr.
Óiaf S. Andrésson á Tilraunastöð
Háskólans í meinafræði á Keldum
og væri markmið þeirra aðallega
þrenns konar. „í fyrsta lagi vild-
um við afla vitneskju um stöðu og
skipulag tRNA-gena og gena-
gengja. Þá vildum við skýra eðli
byrgibreytinga eða stökkbreyt-
inga í vissum tRNA-genum. I
þriðja lagi vildum við kanna,
hvernig starfi tRNA-gena væri
stjórnað. Til að ná þessu mark-
miði höfum við beitt aðferðum
erfðatækninnar. Að undanförnu
hefur verið unnið að því að ein-
angra og raðgreina 6 tRNA-gen.
011 hafa þessi gen verið flutt inn í
veiruna M13 til að auðvelda rað-
greiningu þeirra og er nú rað-
greiningu fjögurra gena lokið. Við
eigum enn eftir að rannsaka
hvernig starfi tRNA-gena er
stjórnað og getur það verið mikils
virði að vita hvernig genastarfi í
bakteríum er háttað, sem ætti
einnig að gefa vísbendingu um
fyrirkomulag genastarfs í frumum
æðri lífvera. En við höfum aflað
góðrar vitneskju um stöðu og
skipulag tRNA-genanna og svör
hafa fengist við spurningunni um
eðli stökkbreytinga f vissum
tRNA-genum."
Hvert er hagnýtt gildi þessara
rannsókna?
„Ekki er um beint hagnýtt gildi
að ræða. En hér er beitt aðferðum
erfðatækninnar, sem geta komið
að góðum notum í lífefnaiðnaði
þar sem erfðatæknin er í raun ein
af undirstöðugreinum líftækninn-
ar. Má t.d. nefna, að í líftækni, þar
sem bakteríur eru notaðar, er iðu-
lega beitt erfðatæknilegum að-
ferðum tii að auka framleiðslu
baktería á ákveðnum efnum. Þetta
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32