Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 106. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984
27
Átök, hneyksli og nekt
á Apapiáneturtnt
Norrænir
súrrealistar
l'ndanfarnar vikur hefur staðið yfir
sýning á myndum norrænna súrrcal
ista í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi og niun henni Ijúka nú um helg-
ina.
Sýningin, sem ber heitið „Átök,
hneyksli og nekt", var opnuð með
ýmsum skrinKÍlegum framningum,
svo sem sjá mátti í sjónvarpi og
margir viðstaddra virtust hafa mik-
ið gaman af.
Mikill fjöldi verka er á sýningunni
eða 120 og skiptast þau í grafík,
skúlptúra, olíumálverk, grímur,
klippmyndir o.fl., auk þess sem þar
hafa verið sýndar kvikmyndir,
haldnir tónleikar og barnaskemmt-
anir og fleiri uppákomur. Þetta síð-
asta var í öllu falli á stefnuskránni í
upphafi.
Það er Medúsukarlaklúbburinn er
stendur að þessari sýningu og kynna
þeir karlar verk sín og njóta góðs
stuðnings af Alfreð Flóka, sem að
sjálfsögðu ber hér af. Hinir norrænu
frændur vorir eru Rigge Gorm Holt-
én, Georg Broe, Ölvind Fenger, Kjell
Erik Vindtarn, Jörgen Nash, Lis
Zwick, Ole Ahlherg og Tony Pusey.
Þrátt fyrir margþætta sýningu
virkar framtakið ekki veigamikið, til
þess eru verkin of dreifð um menn-
ingarmiðstöðina — þá fann ég enga
sýningarskrá er ég var þar á ferð
þótt ég leitaði með logandi ljósi en á
borði voru ýmsar bækur og rit tengd
sýnendum. Þá er það ekki endilega í
anda súrrealisma sem listastefnu að
velja sýningunni jafnt slagorða-
kennt heiti og miklu frekar í anda
hinnar svonefndu „neðanjarðarlist-
ar". Súrrealismi er fyrst og fremst
svið drauma og hugaróra og þekkt-
ustu fulltrúar listastefnunnar hafa
fullkomlega komist af án þess að
virkja átök á öðru sviði en hinu
myndræna, hneyksli á öðrum sviðum
en sem sprell og spé, og nekt á öðru
sviði en yfirhafinnar fegurðar.
Á þessari sýningu þykir mér full-
mikið um myndir grófrar nektar og
sviptimikilla hvílubragða og þá ekki
alltaf með úrskerandi súrrealísku
yfirbragði. Ekki hneyksla þessar
myndir mig þó á nokkurn hátt en
þær hreyfa ei heldur við myndræn-
um kenndum mínum svo nokkru
nemi og það er lakara.
Sýningin hefði notið sín miklu bet-
ur í einum sýningarsal og það hefði
gefið tilefni til yfirgripsmeiri um-
fjöllunar og samanburðar.
Bragi Ásgeirsson
Piparsveinar eign-
ast dótturdóttur
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Piparsveinar eignast dótt-
urdóttur.
Nafn  á  frummáii:  Better
Late than Never.
Leikstjóri: Bryan Forbes.
Myndatökustjórn:  Claude
Lecomte.
Handrit: Brian Forbes sem
byggir á  hugmynd  Gwen
Davis.
Sýningarstaður:  Regnbog-
inn.
Þegar vorar og sólin tekur,
að gæla við trjátoppana með
þeim afleiðingum að þeir um-
breytast í lauf, fækka menn
vetrarklæðum og ganga út á
gótur og torg frekar en inní
skuggsæl      kvikmyndahús.
Þetta gerði ég samt síðastlið-
inn föstudag — og það í hefð-
bundnum kaffitíma enda sæk-
ir kvikmyndagagnrýnandinn í
frumsýningar þeirra mynda er
hingað berast. Minna má ekki
gagn gera. Svo heppilega vildi
til að mynd sú er ég sá hinn
sólríka föstudagseftirmiðdag
gerðist á afar sólríkum stað,
Frönsku Rivierunni. Þannig
hvarf vorið ekki úr huga mér
þótt ég tæki sæti í skuggsæl-
um sýningarsal. — Nánar til-
tekið í A-sal Regnbogans við
Hverfisgötu. Og það var ein-
mitt verið að fjalla um vorið í
þeirri mynd er þar bar fyrir
augu.
Á frummálinu nefnist mynd
þessi: Better Late Than Never
er mætti snara: Betra seint en
aldrei. Myndin lýsir vorinu í
lífi tíu ára telpu sem hefir erft
fúlgu eftir móður sína, en enga
ættingja, utan tvo piparsveina,
sem höfðu ekki viljað gangast
við móður telpunnar, þá hún
kom undir. Amma stúlkunnar
lætur þess getið í erfðaskrá að
sá er sé hinn raunverulegi afi
litlu stúlkunnar hljóti ríflegan
lífeyri falli mamraan frá.
Gengur svo myndin útá bar-
áttu hinna öldnu piparsveina
um hylli ungu telpunnar. Ég
verð að segja að mér fundust
tiltektir piparsveinanna dálít-
ið tilgerðarlegar en þó ögn
fyndnar á köflum. Hitt er Ijóst
að lokaatriði myndarinnar, þá
piparsveinarnir hafa gleymt
erfðaskránni, en fundið lykil
Annar piparsveinanna í myndinni
David Niven.
lífshamingjunnar í afa-
hlutverkinu, ýtir þéttingsfast
á tárapokana.
Ég sagði hér áðan að mér
hefðu fundist tiltekir pipar-
sveinanna dálítið tilgerðarleg-
ar, samt eru engir smákallar í
hlutverki þessara öldnu heið-
ursmanna. Annar er leikinn af
Art Carney en hinn af David
Niven. Ég veit ekki hvort les-
endur kannast almennt við
Art Carney en kappinn sá
vann til Óskarsverðlauna 1974
fyrir sitt fyrsta stóra hlutverk
í alvörukvikmynd „Harry and
Tonto" en áður hafði hann
einkum unnið fyrir sjónvarp.
Annars finnst mér einkalíf
Carney ennþá merkilegra en
líf hans á hvíta tjaldinu. Það
er til dæmis furðulegt til þess
að hugsa að Carney var giftur
sömu konunni í 26 ár áður en
hann skildi við hana og gifti
sig aftur. Það hjónaband stóð í
tíu ár en Jane konu hans —
sem einnig gekk í það heilaga á
nýjan leik — í fjögur og hálft.
En svo taka þau hjónin saman
aftur og búa nú í fallegu húsi
við sjávarströndina rétt hjá
New Haven í Connecticut. Og
þar njóta þau vafalaust sam-
vista við barnabörnin — sem
eru orðin fjögur talsins — en
þau eiga þrjú börn saman. Já
það er kannski engin tilviljun
að Art Carney tók að sér að
leika afann í þessari elskulegu
mynd. Hann skilur vafalaust
manna best hversu hverful hin
holdlega ást er miðað við þá
ást er bindur saman foreldri
og barn.
Hinn piparsveinninn er leik-
inn af David Niven sem er svo
alþekktur að ég þarf ekki frek-
ar að fjalla um hans ágætu
persónu, enda hefir Niven öðl-
ast eilíft líf á spjöldum kvik-
myndasögunnar þótt hann sé
nú horfinn úr hérvistarlíkam-
anum. Þá hefur Niven ritað
þær yndislegustu bækur er ég
hef lesið um lífið í drauma-
verksmiðjunni Hollywood: Sú
fyrri nefndist: t6.The Moon's a
Balloon og hin síðari: Bring on
the Empty Horses. Ég fullyrði
að enginn verður svikinn af
þeirri sýn er Niven bregður yf-
ir gullnar hæðir Hollywood-
borgar, og hann skyggnist svo
mikiu víðar með sínum bresku
sentilmannsaugum. Það er
mikil gæfa að fá að njóta sam-
vista við slíka menn — í ein-
rúmi.
Ávaxta- og vmkynning
Kynnum í dag kl. 15—19 frábæru kanadísku
á^|\ rauöu Delicious eplin,
JJr  EINNIG FRÁ SPÁNI FEIKNAVINSÆLU
„Cosas" appelsínurnar
og frá Rínarhéruöum Þýzkalands
„Jungs"
óáfengu rauðvínin, hvítvínín og kamapvínin
KYNNINGARVERÐ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32