Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, LAUGABDAGUR 12. MAÍ1984
27
Úttekt á framleiðsluráðslögum:
Aukið verzlunar-
frjálsræði - aðhald
með vinnsluaðilum
Kjartan Jóhannsson og fleiri þing-
menn Alþýðuflokks hafa flutt tillögu
til þingsályktunar um fímm manna
þingkjörna nefnd til aö endurskoða
lög nr. 95/1981 um Framleiðsluráð
landbúnaðarins „með það að
markmiði að auka frjilsraeði í við-
skiptum, tryggja viðskiptalegt að-
hald að vinnsluaðilum og að sem
stærstur hluti hins endanlega sölu-
verðs afurðanna skili sér til bænda".
Nefndin skili Alþingi áliti sínu fyrir
1. janúar 1985. Kostnaður við störf
nefndarinnar veriði greiddur úr rík-
issióði.
I greinargerð segir að vinnslu-
og stjórnkerfi landbúnaðarins
sæti vaxandi gagnrýni. Verð til
neytenda sé hátt en skilaverð til
bænda lágt. Verðmyndun sumrar
búvöru fáist ekki upplýst. Vitnað
er til greinargerðar Þorvalds Búa-
sonar um duldan hagnað slátur-
húsa. Vinnslustöðvar byggi stór-
hýsi án sýnilegs fjárskorts þrátt
fyrir þrengingar á öðrum sviðum
þjóðarbúskapar.
Skálatúnsheimilið
heldur sölusýningu
f DAG, laugardag 12. maí, verður
haldin sölusýning á listvefnaði og
handunnum vegg- og gólfteppum og
mottum.
Allt eru þetta verk unnin af
heimilisfólki Skálatúns, undir
leiðsögn þeirra Þóru Svanþórs-
dóttur, handavinnukennara og
Margrétar Finnbogadóttur vefn-
aðarkennara.
Sýningin stendur frá kl.
14.00—17.00 á laugardeginum i
vinnu- og vefstofu Skálatúns í
Hamrahlíð, þar á staðnum. Jafn-
framt heldur fþróttafélagið Gáski
kökusölu  til  fjáröflunar  fyrir
starfsemi félagsins, á sama stað.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í frásögn af and-
láti séra Garðars Svavarssonar í
Mbl. í gær, að hann var sagður 78
ára. Hið rétta er að hann var 77 ára
er hann lést, hefði orðið 78 ára síðar
á árinu. Þá var einnig ranghermt, að
hann hefði átt fjögur börn með fyrri
konu sinni. Þau voru þrjú. Morgun-
biaðið biður hlutaðeigandi velvirð-
ingar á mistökunum.
Friðarfundur á Húsavík
Morgunblaðinu hefur borizt
fréttatilkynning frá Friðarhreyf-
ingu Þingeyinga, þar sem segir
m.a.:
„í framhaldi af blysförinni
fyrir friði á Þorláksmessu '83 og
Friðarpáskum '84 á Húsavik er
nú boðað til allsherjarfundar í
Félagsheimilinu nk. laugardag
kl. 2 e.h.
Umræður verða um starfið
framundan, ræddar starfsreglur
hreyfingarinnar og kosin fram-
kvæmdanefnd.
Á eftir fundinn verður ungl-
ingaskemmtun og hefst hún kl. 4
e.h."
Félagsstarf aldraðra í Reykjavík
Orlofsdvöl
Eins og undanfarin sumur efnir Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar í samstarfi viö íslensku Þjóokirkj-
una til orlofsdvalar aö Löngumýri í Skagafiröi.
í sumar hafa eftirfarandi tímabil veriö ákveöin:
1.  28. maí — 8. júní.
2. 25. júní — 6. júlí.
3. 9. júlí — 20. júlí.
4.  23. júlí — 3. ágúst.
5. 20. ágúst — 31. ágúst.
6.  5. sept. — 16. sept.
Innritun og allar upplýsingar veittar á skrifstofu fé-
lagsstarfs aldraðra, Noröurbrún 1, símar 86960 og
32018.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar.
Lj6sm. Mbl. Friðþjófur.
Frá blaðamannafundi sem Samhygð á íslandi efndi til í Reykjavík á fimmtu
daginn.
Samhygð safnar undirskriftum til
að mótmæla atvinnuleysi:
Takmarkið að fá þrjár
milljónir nafna í Evrópu
SAMHYGÐ safnar nú undirskrift-
um til að mótmæla og vekja athygli
á atvinnuleysi í Evrópu.
Á blaðamannafundi sem Sam-
hygð á íslandi boðaði til nú fyrir
skömmu kom fram að takmarkið
er að safna þremur milljónum
undirskrifta í þeim Evrópulóndum
þar sem Samhygð er starfandi. Að
undirskriftasöfnuninni lokinni
verða viðkomandi  rikisstjórnum
afhentir listarnir og að lokum á að
afhenda sameiginlega undir-
skriftalista allra þátttökulanda til
Sameinuðu þjóðanna. Með söfnun
þessara undirskrifta er ætlunin að
vekja athygli á því böli sem at-
vinnuleysi í mörgum Evrópulönd-
um er og krefjast þess að lausn
verði fengin á þeim málum og þau
látin njóta forgöngu annarra
verkefna hjá ríkisstjórnum við-
komandi landa.
Samtölin um
Rithöfundasambandiö:
Leiðrétting
I* VI mistök urðu við frágang viðtals
blm. Morgunblaðsins í gær við Sigurð
Pálsson, nýkjörinn formann Rithöf-
undasambands íslands, og Njörð P.
Njarðvík, fráfarandi formann, að þar
slæddust inn meinlegar villur.
I viðtalinu við Sigurð er kafli, sem
ekki átti að vera þar. Er það sá hluti,"
sem kemur næst á undan spurning-
unni um það hver skoöun hans sé á
þeim klofningi, sem komið hafi upp í
Rithöfundasambandinu. Hefst sá
hluti á orðunum: „t>á hef ég mikinn
áhuga á því,... " . Eins og sjá má á
svari Sigurðar við spurningunni á
þessi hluti ekki heima í viðtalinu.
í niðurlagi viðtalsins við Njörð er
haft eftir honum: „Það er fráleitt að
tala um það, að Rithöfundasam-
bandið sé einhvers konar vinstri-
mannafélag, þar sem allir helztu rit-
höfundar, sem orðaðir hafa verið við
borgaralegar skoðanir, eru félagar í
því." Þarna er orðinu allir ofaukið og
á setningin að vera á þessa leið:
... þ a r sem helztu höfundar, sem
orðaðir hafa verið ...
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
þessum mistökum um leið og það
leiðréttir þau.
12. maí
er i dag
HJÓLAD í ÞÁGU ÞEIRRA
SEM GETA EKKI HJÓLAÐ
Mæting kl. 12 í eftirtöldum skólum þar sem lögregla skoöar hjólin:
Melaskóli, Hvassaleitisskóli, Hlíðarskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli, Laugames-
skóli, Breiöholtsskóti, Árbæjarskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, Kópavogsskóli og Kárs-
nesskóli.
Lagt veröur af staö kl. 13.30 og hjólaö aö Lækjartorgi.
Þeim börnum sem óska veröur séö fyrir fari heim.
Útihátíö á Lækjartorgi.
Allir krakkar fá Coke, Frón- og Holtakex.
Icebrakers dansar.
Alli og Olla skemmta.
Skólahijómsveit Kópavogs leikur.
Lúörasveit Laugamesskóla leikur.
Fimleikaflokkur frá Gerplu sýnir.
Viö hvetjum ykkur enn til að taka tillit til hjólreiðafólksins sem
hjólar í þágu þeirra sem ekki geta hjólað.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra,
kvennadeild.
Varrnárskólí Mosfellssveit
Mæting í Reykjadal, Reykjum, Hlíöartúni, Shell- og Olís-bensinstöðvum.
Lagt af staö kl. 14.00.
Við Varmárskóla veröur á dagskrá m.a. leikur skólahljómsveitar, hjólreiðarþrautir,
boðhlaup o.fl.
Barnakórinn hefur til sölu heitar pylsur og gos í anddyri skólans.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48