Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KT8
ívSPrÍ4f/ c>r qzirt/in
fc«Pr Ittf or aTiriAng. a 'vr •  r rrjrr» r^>'-/r., T.-
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 12. MAI 1984
Skákmótin í New York:
„Gættu þín betur næst
á Walter Browne"
sagði Portisch eftir að Browne hafði
verið dæmdur sigur gegn Jóhanni
inn stendur mög vel). 28. — Ha5,
29. Hdl+ — Hd5, 30. Rd4 — c5,
31. RÍ5+ - Kd7, 32. Hcl —
Hd2+, 33. Ke3 — Hh2, 34. Hxc5
-Hxh3
HE3
Jóhann Hjartarson
Nýlega voru haldin í New York
tvö moiriháttar skákmót, sem und-
anfarin ár hafa unnir. sér fastan
sess í skáklífi þar í borg. Hið fyrra,
New York Open er einnig merki-
legt fyrir þá sök ao það er fjöl-
mennasta skákmót sem haldið er í
beiminum með reglulegu millibili.
Að þessu sinni voru þátttakendur
vel á annað þúsund. Seinna mótið,
New York International er langt
frá því að vera jafn stórt í sniðum
hvað varðar þátttakendafjöMa,
enda eru gerðar þær kröfur til
keppenda að þeir hafi a.m.k. 2.400
Kló-skákstig.
Lengi vel var útlit fyrir að all-
margir íslenskir skákmenn yrðu
á meðal þátttakenda, en ýmsir
heltust úr lestinni á síðustu
stundu og að lokum voru aðeins
eftir þeir Helgi ólafsson og Jó-
hann Hjartarson. Ástæðan er
líklega sú að skákþreyta hrjáir
nú þessa stétt manna, sem að
undanförnu hefur staðið í
ströngu við taflmennsku.
Fyrra mótið var hugsað sem
upphitun fyrir það seinna, enda
gaf það ekki möguleika á titil-
áföngum eða stighækkun, þar
sem teflt var of stíft, tvær um-
ferðir á dag. Slíkt samræmist
ekki reglum sem alþjóðaskák-
sambandið FIDE hefur sett.
Skipulag þessa risamóts var
einnig mjög ólíkt því sem ís-
lenskir skákmenn eiga að venj-
ast. Keppendur þurftu sjálfir að
leggja til klukkur og taflmenn og
niðurröðun var birt upp á vegg
áður en umferðir hófust. Síðan
áttu þeir hinir sömu að skrá úr-
slitin að skák lokinni. Þeim.sem
taka þátt í slíku móti í fyrsta
skipti þykir slikt fyrirkomulag
eflaust nokkuð frumstætt, en
þannig sparast mikill tími og
mannafli. Fyrirkomulag verð-
launa var með óvenjulegum
hætti. Keppendum var skipt
niður í flokka eftir stigum og
voru allgóð verðlaun í hverjum
flokki. Þannig gátu minni
spámennirnir átt jafn góða
möguleika á að lenda í
verðlaunasæti og þeir, sem
framar hafa þótt standa í list-
inni.
Okkur Helga gekk ekki sem
best, því að í 3. umferð mættum
við of seint og féllum á tíma
vegna misskilnings á dagskrá.
Eftirtekjan varð því heldur rýr
og fengum við 5 vinninga af 8
hvor um sig, er upp var staðið.
Sigurvegari varð kanadíski
skákmeistarinn Kevin Spraggett
með 7 vinninga.
New York International hófst
tveim dögum síðar. Verðlaun
voru þau hæstu sem þekkst hafa
á móti af þessu tagi, eða alls
50.000 dalir. Á vestræna vísu
þykir það ekki há upphæð þegar
verölaunafé í íþróttum er annars
vegar, en dugði samt til að lokka
að marga af þekktustu skák-
mönnum heims. Útkoman varð
sterkasta skákmót sem haldið
hefur verið í New York í hálfa
öld! Af þekktum nöfnum voru
þessi helst: Ljubojevic, Portisch,
Larsen, Sosonko, Browne og
Adorjan. Voru keppendur alls 65
frá 17 löndum, þar af 22 stór-
meistarar.
Er blásið var til orrustu í
fyrstu umferð var ljóst að við
Helgi fengjum enga aukvisa.
Tefldi hann við Portisch en ég
við Spraggett hinn kanadíska.
Lauk báðum skákunum með
jafntefli eftir miklar sviftingar
og munaði minnstu að Helga
tækist að leggja kappann. En
sjón er sögu rikari:
IIvítt: Helgi Ólafsson.
Svart* Lajos Portisch.
Enskur leikur.
1. Rf3 — c5, 2. c4 — Rf6, 3. Rc3 —
Rc6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — e6,
6. Rdb5 — d5,7. Bf4 — e5, 8. cxd5
— exf4, 9. dxc6 — bxc6, 10. Dxd8
— Kxd8 (Portisch er einn helsti
upphafsmaður pessa skarpa af-
brigðis, sem þrátt fyrir drottn-
ingarleysið býður upp á
skemmtilegar flækjur).
IL Hdl+ — Bd7, 12. Rd6 —
Bxd6, 13. Hxd6 — Hb8 (Annar
möguleiki er 13. — Ke7, 14. Hd2
—  Rd5!? með tvísýnni stöðu.
Þannig tefldist skák Helga við
Sosonko á Ólympíumótinu í Luz-
ern 1982).
14. Hd2 — He8, 15. g3 — f3, 16.
Bh3 — fxe2, 17. Bxd7 — Rxd7, 18.
b3 — Kc7, 19. Hxe2 (Svartur er
aðeins á undan í liðsskipan, en
peðastaða hans er losaraleg. Það
reynist þyngra á metunum í
framhaldinu og Helgi nær frum-
kvæðinu). 19. — Rf6, 20. f3 — h5,
21. Hxe8 — Hxe8+, 22. Kd2 —
Hd8+, 23. Ke2 — h4?! (Leikið
með meira kappi en forsjá. Eftir
23. — He8+ hefði hvítur vart átt
betra framhald en að þráleika).
24. g4 — He8+, 25. Kf2 - He5,
26. Hcl — g5, 27. h3 — Kd6, 28.
Re2! (Förinni er heitið á óska-
reitinn f5, þar sem hvíti riddar-
W/,   iiif   m&,   ÚW.
Wi
JL
(Hvítur virðist vera í vanda
vegna hótunarinnar 3. — Rxg4.
Helgi hafði þó séð lengra). 35.
Rh6! (Valdar allt!).
35. — Hh2, 36. Rxf7 — Hxa2, 37.
Rxg5 — Hb2, 38. Ha5 — Hxb3+,
39. Kf4 — Hb7, 40. Kf5 — Re8,
41. Kg6 — Rd6
•
ðiiflhMI m
m   m&.   IIPHNW
y IP^   éykm
42. f4? (Hið „eðlilega" framhald
42. Kh5 leiðir einnig til jafnteflis
eftir 42. - h3! 43. Rxh3 - Hb5+,
44. Hxb5 — Rxb5, því að svarta
frípeðið er sterkt. Helgi gat
hinsvegar fengið slíka stöðu með
hrókana inni á borðinu eftir 42.
Ha6! og síðan Kh5 og Kxh4. í því
tilfelli hefði hvítur haft mjög
góða vinningsmöguleika. Nú
tekst Portisch að verjast og
skákin koðnar niður í jafntefli).
42. — Hb4! 43. Ha7+ — Kc6, 44.
Kh5 — Hxf4, 45. Rh3 — Hf3, 46.
Kxh4 — Rf5+, 47. gxf5 og kepp-
endur sömdu um jafntefli
skömmu síðar.
{ annarri umferð sigraði Helgi
lítt þekktan Bandaríkjamann,
Frumkin að nafni, en ég átti í
höggi við góðkunningja okkar f s-
lendinga, W. Browne. Varð sú
viðureign hin sögulegasta. Fékk
Bandaríkjamaðurinn snemma
betra tafl, en vopnin snerust í
höndum hans og um tíma hafði
ég betur. Lentum við í miklu
tímahraki, en Browne teflir
aldrei betur en einmitt þá, enda
er einbeitingin slík að frægt er
orðið. Maðurinn bókstaflega um-
hverfist, ygglir sig og grettir,
þannig að andstæðingunum fip-
ast oft við að horfa á ósköpin.
Fór svo einnig fyrir mér og er
skákin fór i bið var staða mín
töpuð. Í annarri setu Ienti
Browne aftur í tímahraki og
varð það á að láta sömu stöðuna
koma upp þrisvar sinnum, en þá
getur andstæðingurinn krafist
jafnteflis. Ég stóð þegar upp og
fór til skákstjórans sem þá var
upptekinn við annað, og bað mig
um að bíða og fór ég þá aftur að
borðinu. Spurði Browne þá hvað
gengi á og sagðist ég krefjast
jafnteflis. Byrjaði maðurinn
strax með hávaða og læti og
sagði mig fara rheð rangt mál.
Varð mér svo um að ég lék næsta
leik, en sá um leið að ég hafði
haft á réttu að standa. Hafði ég
því ekki önnur ráð en að skjóta
málinu til kærunefndar skák-
mótsins, sem í sátu stórmeistar-
arnir Larsen, Portisch og Soltis.
Meginforsendur mínar voru þær,
að Browne hefði með vafasömum
meðulum komið í veg fyrir að
málið fengi réttlátan endi. Dóm-
urinn féll mér í óhag, en Port-
isch sagði mér að passa mig bet-
ur á Browne næst, enda voru
þeir félagar i nefndinni líklega
búnir að horfa upp á nóg af slíku
svindli frá hans hendi um dag-
ana.
Eftir þetta óhapp kom nokkuð
bakslag í seglin og eftir 4 um-
ferðir hafði ég hlotið 1% vinn-
ing, en Helgi 2XA. Helgi hafði
teflt við Reshevsky í 4. umferð
og gert jafntefli. Þurftu þeir að
byrja Vk klukkustund á undan
öðrum til að karlinn yrði búinn
fyrir sólsetur. Reshevsky er, eins
og allir vita, sanntrúaður gyð-
ingur og fylgir ritúali sínu út í
ystu æsar.
í næstu grein koma fleiri
skákir með skýringum.
Sambandið harmar sýk-
inguna í kartölunum
VEGNA umfjöllunar fjölmiðla nú
undanfarin, um kaup á finnskum
kartöflum hingað til lands, óskar
Innflutningsdeild Sambandsins að
koma eftirfarandi á framfæri.
Siðastliðið haust varð ljóst, að
þörf yrði í landinu fyrir óvenju
mikið af innfluttum kartöflum,
sökum hins mikla uppskerubrests
hér á landi. Fljótlega hóf Inn-
flutningsdeild að kanna verðlag og
framboð á kartöflum erlendis og
kom þá í Ijós að framboð var mjög
takmarkað í hinum hefðbundnu
framleiðslulöndum Evrópu, vegna
mikilla þurrka í fyrrasumar.
Einnig kom í ljós að Innflutn-
ingsdeild Sambandsins var ekki
eini íslenski aðilinn sem var að
leita hófanna um útvegun á kart-
öflum hingað til lands, enda hverj-
um frjálst að gerast umboðsaðili
erlendra seljenda til Grænmetis-
verslunar Landbúnaðarins.
Um miðjan desember sl. gerði
Grænmetisverslun Landbúnaðar-
ins samning um kaup á 2.100 tonn-
um af kartöflum frá finnska fyrir-
tækinu Toutelaari O/Y og er Inn-
flutningsdeild Sambandsins um-
boðsaðili þess fyrirtækis hér á
landi. f samningunum var gert ráð
fyrir,  að  hið  umsamda  magn
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggansf
skyldi afgreitt í þremur jafn stór-
um sendingum, með mánaðarlegu
millibili. Samið var um fast verð
er miðaðist við afhendingu farms í
vörugeymslu kaupanda. Verðlag á
garðávöxtum var mjog hagstætt í
Finnlandi, enda uppskera þar
óvenju mikil sl. ár, ólíkt því er
varð í hinum hefðbundnu fram-
leiðslulöndum. Jafnframt er
ákvæði i samningnum er kveður á
um ástand og heilbrigði vörunnar
og er finnskum yfirvöldum, nánar
tiltekið National Board of Agri-
culture Plant Quarantine Service,
gert að annast það eftirlit í sam-
ræmi við gildandi reglugerðir í
báðum löndunum. Hverri send-
ingu fylgdi vottorð þessa aðila. Að
sjálfsögðu fór fram skoðun á
hverjum farmi við komu hingað til
lands og við slika skoðun kom í
ljós að í farmi númer tvö væri að
finna sýkingu er kallast hringrot.
Þessar kartöflur hafa nú verið
eyðilagðar og samkomulag náðst
um bætur milli kaupanda og selj-
anda.
Af hálfu seljanda var lögð
áhersla á, að þess væri gætt að
allar reglur sem gilda í slíkum
viðskiptum svo sem vottorð um
ástand og heilbrigði væru í full-
komnu lagi.
Innflutningsdeild þykir miður
að sýking skyldi finnast í einni af
sendingunum, en ítrekar að við því
máli var brugðist á þann eina hátt
sem rétt gat talist.
(FrélUtilkjmnÍRg frá Innnatninxs-
deild Sambandsins.)
Haldið af stað til Keflavfkurflugvallar sl. miðvikudag. F.v. Ágúst Baldursson, aðstoðarmaður, Louis Gossett, jr.
leikari, Ron Carr, framkvæmdalegur ráðgjafi og Bobby Angel, staðgengill Gossetts. Nokkrir starfsmenn 20tb
Gentury-Fox verða hér áfram þar til frigangi lýkur.                                  Ljósm. Mbl./RAX.
Starfsmenn 20th Century-Fox flestir farnir:
Aöstandendur næstu Bond-
myndar koma um helgina
UM 60 starfsmenn 20th Century-Fox, sem að undanförnu hafa unnið hér við
gerð kvikmyndarinnar Enemy Mine héldu utan sl. miðvikudag, en sem
kunnugt er var kvikmyndataka hérlendis stöðvuð í kjölfar brottrekstrar
leikstjórans, Richard Loncraine. Wolfgang Petersen hefur verið ráðinn í
hans stað og veltur m.a. á hugmyndum hans um myndina hvort tökum
verður síðar framhaldið á íslandi. Einn kemur þá annar fer, segir máltækið,
en nú um helgina er væntanlegur hingað hópur manna til að kynna sér
aðstæður og möguleika fyrir kvikmyndatöku á næstu James Bond mynd-
inni, en titill hennar verður „A View to a Kill".
Að  sögn  fréttafulltrúa, Jerry
Juroe, mun það líklega ráðast nú
um helgina hvort af kvikmynda-
tökum hér verður og fari svo verða
þær í lok júnímánaðar. Sá hluti
myndarinnar sem um ræðir er
skíðasenur, án aðalleikara, þannig
að Roger Moore, sem leikur nú í
sinni 7. Bond-mynd, mun ekki
koma hingað. Leikstjóri myndar-
innar er John Glenn, sem áður
hefur m.a. leikstýrt Bond-mynd-
inni „Octopussy". Aðstoðarleik-
stjóri er Tony Way og verður hann
á meðal þeirra sem hingað koma
um helgina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48