Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1984
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Verndun Tjörnina
Leifur Sveinsson Tjarnargötu skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi,
Margar atlögur hafa verið gerð-
ar að Tjörninni í Reykjavík.
I. Árið 1945 átti að byggja hótel
við suðvesturenda hennar, en af
því varð ekki til allrar blessunar.
Nú hefur björninn frá Vestur-
Berlín ábúð á þessu svæði og kann
vel við sig þar.
II. Þann 29. desember 1955 var
samþykkt í borgarstjórn að reisa
ráðhús í Tjörninni. Með sameig-
inlegu átaki margra góðra manna
tókst að afstýra því, en mitt fram-
lag var þetta. Ég tjáði ráða-
mönnum, að enginn þekkti botn
Tjarnarinnar betur en ég, því ég
hefði komist upp í það að detta
þrisvar í hana sama daginn, er ég
var upp á mitt harðfrískasta sem
barn. Tókst mér í krafti þessarar
reynslu að sannfæra ráðamenn
um, að Tjörnin væri botnlaus.
Þessi vitleysa var því svæfð.
III.  Seint á 6. áratugnum var
komið fyrir myndastyttu af haf-
mey á nýgerðum hólma í suðvest-
urenda Tjarnarinnar. Þar sem
Tjörnin hefur sál og það stóra og
viðkvæma sál, þá sprengdi hún
þennan ljótleika af sér sjálf á
gamlárskvöld 1959.
IV.  Þegar vinstri menn náðu
meirihluta í Reykjavík árin 1978-
82, þá var gerð ein atlagan að
Tjörninni enn. Reisa átti göngu-
brú yfir norðurenda Tjarnarinnar
og komið fyrir staurum þar til
reynslu. Tjörnin hratt þessari at-
lögu Sigurjóns laxavindils Pét-
urssonar af sér.
V. En nú heggur sá er hlífa
skyldi. Borgarstjórn Sjálfstæð-
ismanna hefur samþykkt að
breikka Fríkirkjuveg langt út
Tjörnina, sem verða mun til ævar-
andi lýta fyrir miðborg Reykjavík-
ur. Ég skora á borgarstjórnar-
fulltrúa að hætta við þetta áform,
en snyrta alla bakka Tjarnarinnar
þess í stað.
Þegar ég var 5 ára datt ég í
Tjörnina, en var bjargað á síðustu
stundu. Ég tel mig eiga miklar
skyldur við Tjörnina í Reykjavík,
sem var leikvettvangur æsku
minnar. Hún átti kost á lífi mínu,
en tók það ekki.
Þessir hringdu . .
Minmimst
frú Jóhönnu
Guömundur      Halldórsson
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
Sjómenn, útgerðarmenn, fisk-
verkendur. Minnumst frú Jó-
hönnu Tryggvadóttur Bjarna-
son, minnumst baráttu hennar
fyrir heilsurækt og bættum við-
skiptakjörum. Hennar barátta
er okkar barátta. Margir vilja en
fáir þora.
Góðar kartöflur
en ekki vondar
Ágústa Agústsdóttir, songkona,
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: Ég vil gjarnan koma á
framfæri skoðun minni á þess-
um ágætu finnsku kartöflum
sem allt er að verða vitlaust út
af hér í bænum. Ég kaupi mikið
af kartöflum þar sem ég er með
stórt heimili og i gær sauð ég
kartöflur fyrir 25 manns og þær
voru allar heilar. Ég segi þa£
ekki að það komi fyrir að ég fái
skemmdar kartöflur en það gild-
ir bara jafnt um þær íslensku og
þær erlendu. Hins vegar held ég
að þetta sé alveg makalaus della
sem gripið hefur um sig og ég
bara veit ekki hvað Reykvík-
ingar eru að hugsa. Það eru
mörg önnur mál sem gjarnan
mætti æsa sig útaf frekar en
þetta kartöflumál.
Satt að segja finnst mér þess-
ar finnsku kartöflur bara með
þeim albestu sem ég hef fengið.
Það var fyrir skömmu boðið upp
á hollenskar kartöfur sem mér
fannst ekki eins góðar.
Það mætti gjarnan finna ein-
hvern merkilegri málaflokk en
þessar kartöflur til að þrefa um.
Að lokum vil ég bara biðja að
heilsa Finnum, því þeirra fram-
leiðsla er yfirleitt ekki nema á
einn veg, mjög góð.
Og þessu á
rétt si svona
að kyngja
Húsmóðir í Kópavogi hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
Ég varð heldur betur reið er ég
sá í gær í Morgunblaðinu til-
kynningu, sem við eigum rétt si
svona að kyngja, um að nú færi
verð á landbúnaðarvörum hækk-
andi. Á öðrum stað í sama tölu-
blaði er frétt um það að við
búum við offramleiðslu á mjólk
vegna ofeldis á kúm. Kjarnfóðrið
verður til þess að kýrnar fram-
leiða meiri mjólk. Á sama tíma
er mjólkin hækkuð og ég vil að
verð á mjólk og skyri haldist
óbreytt á meðan kýrnar eru að
jafna sig vegna ofneyslu kjarn-
fóðurs.
Það eru nógu miklir erfiðleik-
ar sem barnafólk þarf að horfast
í augu við og nú er enn verið að
auka á erfiðleikana með þessu.
Ég tel að ríkisstjórnin sé skyld-
ug til þess að finna leið til að
halda verði á nauðsynjavörum
niðri svo að það sé viðráðanlegt
fyrir almenning einnig.
Þeir ættu frekar að hækka
verð á lúxsusvörum og vonandi
hafa þeir vit til að greina á milli
þess hvað eru nauðsynjavörur og
hvað eru lúxusvörur.
Lipurt
afgreiðslufólk
Sverrir Sverrisson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
Mig langaði að koma á fram-
færi þakklæti mínu til starfs-
fólksins í Hagabúðinni. Þjónusta
þeirra er frábær og ákaflega lip-
"ur. Þau eru kurteis við alla þá er
þarna versla og háttvís í alla
staði. Mig rak í rogstans að
mæta öllum þessum þægileg-
heitum starfsfólksins þegar ég
fór að versla hjá þeim.
Það mættu gjarnan fleiri
verslanir taka framkomu þeirra
í Hagabúðinni sér til fyrirmynd-
ar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48