Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 109. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984
pttfrgjtstfrfaMfr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö.
Minni verðbólga
til frambúðar?
Arangur núverandi ríkis-
stjórnar í baráttu við
verðbólguna er óumdeilan-
legur og gengur raunar
kraftaverki næst. Stöðugt
verðlag mánuðum saman
hefur opnað augu fólks fyrir
þýðingu þess að halda verð-
bólgunni í skefjum. Þetta er
mesti árangur, sem nokkur
ríkisstjórn hefur náð í verð-
bólgubaráttunni frá því að
óðaverðbólgan hófst með
valdatöku vinstri stjórnar-
innar sumarið 1971. A miðju
ári 1977 var þáverandi ríkis-
stjórn undir forsæti Geirs
Hallgrímssonar komin vel á
veg að kveða verðbólguna
niður, en kjarasamningar
snemma sumars það ár
gerðu þann árangur að engu.
Jafnan síðan hefur mönnum
verið ljóst, að varanlegur ár-
angur mundi ekki nást í
verðbólgumálum, nema að
taka til hendi á mörgum
sviðum í senn.
Það fer ekkert á milli
mála, að verkalýðshreyfing-
in hefur að þessu sinni tekið
mið af stöðu þjóðarbúsins í
samningsgerð við vinnuveit-
endur og ber að meta það að
verðleikum. Á hinn bóginn
gætir vaxandi óróa á þeim
vígstöðvum, sem vekur upp
vondar minningar frá sumr-
inu 1977, þegar verkalýðs-
hreyfingin knúði fram
óraunhæfa kjarasamninga.
Sex árum síðar var verðbólg-
an komin upp í 130%. Á und-
anförnum árum hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn í stjórnar-
andstöðu lagt ríka áherzlu á
það í málflutningi sínum að
draga bæri úr umsvifum
ríkisins og skera niður ríkis-
útgjöld. Framkvæmd þeirrar
stefnu hefði verið veigamik-
ill þáttur í því að sætta fólk
við þá tímabundnu kjara-
skerðingu, sem leitt hefur af
verðbólgubaráttunni. Því
miður hefur Sjálfstæðis-
flokknum ekki . tekizt að
koma þessari boðuðu stefnu í
framkvæmd að því marki,
sem nauðsynlegt hefði verið.
í þeim efnum er ekki við
samstarfsflokkinn í ríkis-
stjórn að sakast, þar sem öll
veigamestu ráðuneytin eru í
höndum Sjálfstæðismanna.
Vanmáttur Sjálfstæðis-
flokksins við að koma fram
umtalsverðum niðurskurði í
ríkisgeiranum stofnar verð-
bólgubaráttu ríkisstjórnar-
innar í hættu. Fólkið í land-
inu  segir  við  stjórnmála-
mennina: Við erum búin að
taka á okkur það, sem okkur
ber. Hvar er árangurinn á
því sviði sem þið eru ábyrgir
fyrir.
Enn annar þáttur verð-
bólgubaráttunnar, sem lítil
hreyfing hefur komizt á er
veruleg umsköpun í atvinnu-
lífinu. Það er alveg ljóst, að
ein undirrót óðaverðbólg-
unnar í landinu er óhag-
kvæmni í rekstri undirstöðu-
atvinnuveganna.     Margir
töldu, að kvótakerfið mundi
knýja fram aukna hag-
kvæmni í sjávarútvegi. Svo
undarlega bregður við, að
Bæjarútgerð Reykjavíkur,
sem nú lýtur nýrri forystu,
virðist vera eina sjávarút-
vegsfyrirtækið í landinu,
sem hefur dregið réttar
ályktanir af kvótakerfinu og
dregið stórlega úr útgerðar-
kostnaði með fækkun skipa,
sem send eru á veiðar. Auð-
vitað er það miklum tak-
mórkunum háð, hvað ríkis-
stjórnin getur gert í þessum
efnum. Raunar á hún ekki að
gera annað en skapa þau
skilyrði, sem gera útgerðar-
mönnum kleift að auka hag-
kvæmni í rekstri. Fyrst og
fremst verður að gera þá
kröfu til þeirra, sem sjá um
rekstur fiskiskipanna, að
þeir við nýjar aðstæður í út-
vegi leiti allra hugsanlegra
leiða til þess að efla hag-
kvæmni í rekstri þannig að
aukinn hagnaður verði á
fiskveiðunum, sem skilar sér
fljótt í þjóðarbúinu.
Á öðrum sviðum atvinnu-
lífsins hefur orðið veruleg
hreyfing. Þannig er ánægju-
legt að fylgjast méð þeirri
hröðu og jákvæðu þróun,
sem nú ríkir í verzlun lands-
manna. Verzlunarstéttin
hefur tekið til höndum enda
býr hún nú við meira frelsi
en áður. Árangurinn hefur
ekki látið á sér standa. Stór-
aukin samkeppni hefur leitt
til lægra vöruverðs.
Þannig hefur margt já-
kvætt gerzt á síðustu 12
mánuðum, eftir að núver-
andi ríkisstjórn tók við völd-
um. Það er hins vegar á mis-
skilningi byggt, ef menn
ætla að svo miklum árangri
hafi verið náð í verðbólgu-
baráttunni að hægt sé að
taka lífinu rólegar. Nú er það
stóra verkefni eftir að sýna
að þessi árangur geti staðið
til frambúðar.
57 ára gamall maður
fórst með Ásrúnu GK
57 ÁRA gamall maður, Eiríkur Gísla-
son, fórst þegar Ásrún GK, 22 feta flug-
fiskbátur sökk austur af Hrollaugseyj-
um, um fjórar sjómílur fri landi, laust
fyrir hádegi á sunnudag. Eirfkur var
ásamt Agnari Dadasyni aö sigla Ásúnu
GK frá Reykjavík til Hornafjarðar. Þeir
lögðu upp klukkan sjö á laugardags-
morguninn. Klukkan liðlega átta að
morgni sunnudags tilkynntu þeir sig til
tilkynningaskyldunnar    og    höfðu
skömmu síðar samband við Hornafjörð
og bjuggust við að verða í Höfn um
hádegisbilið.
Síðan spurðist ekkert til þeirra og
hófst eftirgrennslan upp úr hádegi.
Þá flaug þyrla Landhelgisgæzlunnar
með ströndinni frá Hornafirði vestur
til Ingólfshöfða en flugmaður hennar
varð einskis var. Flugvél Flugmála-
stjórnar flaug síðar yfir svæðið en án
árangurs. Um klukkan sex hófst leit
af sjó og björgunarbátur með Agnar
innanborðs fannst laust eftir klukkan
19.30 um sex sjómílur austur af Höfn.
Agnar var þá mjög þrekaður og kald-
ur.
Leit að Eiríki hefur engan árangur
borið. Fjörur hafa verið gengnar. Ym-
islegt brak úr Ásrúnu hefur fundist,
árar og brúsar. Eiríkur Gíslason var
fæddur 23. nóvember 1926. Hann læt-
ur eftir sig konu og þrjú börn.
I
Ei
Ómar Fransson, stýrimaður á Æskunni, með árarnar úr Ásrúnu, sem fundust austur
af Hrollaugseyjum.
22 feta flugfiskbátur — samskonar og sökk ai
„Var á nærbu
einum klæða
Rætt við Ólaf Björn
skipstjóra á Sigurði <
„Skipbrotsmaðurinn var mjög
kaldur þegar við komum að honum.
Hann var á nærbuxum og bol einum
klæða í álpoka. Mun hafa farið úr
blautum fötunum til þess að freista
þess að ná á sig hita. Hann skalf
mjög, en var fljótur að jafna sig þegar
hlúð var að honum," sagði Olafur
Björn Þorbjörnsson, skipstjóri á Sig-
urði Ólafssyni frá Höfn í llornafiroi,
sem fann gúmmfbjörgunarbátinn um
sex sjómilur vestur af Höfn.
sig
tæ]
bjö
Go
ná
bál
til
áfr
saf
Ólafur Bjðrn Þorbjörnsson, skipstjóri á Sigurði Ólafssyni, við gúmmíbjörgunarbát-
inn, sem Agnar Daðason hafðist við f. Hann heldur á álpoka, sem Agnar notaði til
þess að halda á sér hita.
Leit haldið áfram næst
„REIKNAÐ VAR MEÐ Ásrúnu hingað um hádegisbilið. Báturinn
hafði tilkynnt sig klukkan 8.05 um morguninn og var í talstöðvar-
sambandi við Hornafjörð um klukkan hálfníu. Þá var báturinn
undan Ingólfshöfða. Þegar báturinn kom ekki um hádegisbilið var
farið að svipast um eftir honum. Þyrla Landhelgisgæzlunnar var
hér á Höfn og var henni flogið vestur með ströndinni allt vestur að
Ingólfshöfda, en sú leit bar engan árangur. Flugvél Flugmála-
stjórnar leitaði skömmu síðar, en einnig án árangurs. Það var svo
laust fyrir klukkan 17 að víðtæk leit hófst," sagði Guðbrandur
Jóhannsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Höfn, í samtali við
blm. Mbi.
„Ég hafði samband við skipstjóra
á flotanum hér og þeir brugðust
fljótt og vel við og lögðu sex úr höfn
upp úr klukkan sex. Fjörur voru
gengnar, bæði á svæði sveitarinnar
hér í Höfn og einnig gengu félagar
í björgunarsveitinni Kára í Öræf-
um.
Það var svo um klukkan 19.30 að
gúmmíbáturinn fannst með skip-
brotsmanninum. Hann var þá um
sex sjómílur vest-suðvestur af
Höfn. Skipbrotsmaðurinn var kald-
ur og hrakinn þegar skipverjar á
Sigurði Ólafssyni fundu hann. Þeir
sneru til lands, en aðrir bátar héldu
áfram leit, en án árangurs. Tvær
árar úr bátnum fundust og hringur,
en annað ekki. Leit að skipverjan-
um, sem saknað er, hefur engan
árangur borið, en verður haldið
áfram, og verða fjörur gengnar.
Ég vil þakka öllum sem þátt hafa
tekið í þessari leit," sagði Guð-
brandur Jóhannsson.
Guðbrandur Jóhannsson, formaður björgunai
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48