Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 109. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 1984
27
íar
an
fn.
ld-
rur
m-
ist,
rar
et-
Eiríkur Gíslason
g sökk auslur af Hrollaugseyjum.
buxum og bol
ða í álpoka"
örn Þorbjörnsson,
rði Ólafssyni
ög     „Við vorum kallaðir út um klukk-
m.   an sex. Héðan fóru sjö bátar og
ini   sigldum við austur með landi með
úr   tæplega mílu millibili. Við fundum
ita   björgunarbátinn um klukkan 19.30.
ilf   Gott var í sjó og gekk greiðlega að
ar   ná skipbrotsmanninum um borð og
ur   bátnum og að því loknu héldum við
ig-   til  Hafnar.  Aðrir  bátar  héldu
fti,   áfram leit langt fram á kvöldið,"
im   sagði Ólafur Björn.
3
tu daga
ijörgunarsveitarinnar í Höfn.
MorpjnblȒiJ/RAX.
Bjórmálið á Alþingi:
„Óskum eftir afgreiðslu
á málinu frá nefnd í dag"
segir Jóhanna Sigurðardóttir, varafor-
maður allsherjarnefndar Sameinaðs þings
Trilla Óskars, som Sólveig ÞH dró til hafnar á Þorshöfn i föstudaginn.
Morgunblaoio/Þorkell.
Þórshöfn:
Leit árangurslaus
l-órxhwín, U. maf.
LEIT AÐ Óskari Jónssyni, sem saknað
er síöan trilla hans fannst mannlaus á
föstudag, hefur ekki borið irangur.
Félagar f björgunarsveitinni Haf-
liða á Þórshöfn gengu um helgina
fjörur beggja megin Þistilfjarðar og
frekari leit er fyrirhuguð á morgun.
Óskar Jónsson er 66 ára, til heim-
ilis að Eyrarvegi 6. Hann er kvæntur
maður og eiga þau hjón uppkomin
börn.
FréttariUri.
„ÞAÐ hefur komið til umræðu hji
okkur, að við leitum afbrigða til þess
að fi þessa þingsilyktunartillögu af-
greidda fri nefndinni, ef formaðurinn
fa-st ekki til þess að afgreiða milið,"
sagði Stefin Benediktsson alþingis-
maöur í samtali við blm. Mbl. í gær, er
hann var spurður hvort meirihluti alls-
herjarnefndar Sameinaðs þings hefði
einhverjar sérstakar riðstafanir í huga,
ef Ólafur Þ. Þórðarson, formaður alls-
herjarnefndarinnar, neitaði að taka
þingsilyktunartillóguna um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um bjór i dagskri
fundar nefndarinnar nú fyrir hidegi.
Stefán sagði jafnframt að það
væri enn ekki sannað mál að for-
maðurinn fengist ekki til þess að af-
greiða málið frá nefndinni, en á það
yrði  látið  reyna  á  þessum  fundi
nefndarinnar nú fyrir hádegi. Jó-
hanna Sigurðardóttir, alþingismað-
ur, er varaformaður nefndarinnar og
tók hún undir orð Stefáns í samtáli
við blm. Mbl. Jóhanna sagði: „Við
munum óska eftir afgreiðslu á mál-
inu, og ef þeirri ósk verður synjað,
þá skilar meirihlutinn einfaldlega
áliti."
Þórarinn Sigurjónsson formaður Þingvallanefndar:
Tæplega byggt varanlegt
húsnæði á þessum stað
„ÞAÐ ER búið að samþykkja að reisa
þetta hús, en það er ekki búið að gera
heildarskipulag að Þingvallarsvæðinu.
Þess vegna er ekki hægt að taka loka-
ikvörðun um þetta, enda er hér um að
ræða briðabirgðahúsnæði til að leysa
þann vanda sem við eigum við að fásl
núna," sagði Þórarinn Sigurjónsson
formaður Þingvallanefndar, er hann
var spurður hvort Þingvallanefnd hefði
samþykkt að lita reisa timburhús i lóð
Þingvallabæjar.
Þórarinn sagði að hið nýja hús
ætti að hýsa starfsmenn þjóðgarðs-
ins, en hingað til hefðu verið teknir á
leigu húsvagnar yfir sumartfmann
til afnota fyrir þá. Aðspurður um af
hverju þessi staður hefði verið val-
inn, en ekki einhver annar, sagði
Þórarinn: „Þessi staður var nú val-
inn sérstaklega vegna þess að hann
er ekki langt frá Þingvallabæ. Þetta
er gamla bæjarstæðið þar sem úti-
húsin voru, en það er ekkert á þess-
um stað núna."
Þórarinn tók sérstaklega fram að
hér væri einvörðungu um bráða-
birgðahúsnæði að ræða, sem faera
mætti síðar á annan stað, ef nýtt
skipulag krefðist þess. Hann var þá
spurður hvað liði hinu nýja skipu-
lagi. Hann sagði það hafa verið í
vinnslu í nokkur ár og engan veginn
Ijóst, hvenær niðurstaðna væri að
vænta. Hann sagði: „Við höfum ekki
mikið fjármagn og fáum sjálfsagt
ekki fjármagn til að vinna það af
neinum krafti, en það er verið að
skoða möguleika á því. Ég held þó að
við gætum þurft að bíða eitthvað eft-
ir þeim niðurstöðum."
Þórarinn var spurður í lokin,
hvort hann byggist við að nýtt
skipulag heimilaði hús á þessum
stað. Hann svaraði: „Það yrði tæp-
lega byggt hús á þessum stað sem
yrði varanlegt húsnæði. Ég býst við
að þetta hús yrði þá fært á þann stað
sem ákveðinn yrði fyrir húsnæði
starfsmanna þjóðgarðsins og Þing-
vallanefndar, en það er engin leið að
sjá fyrir núna, hvar það staðarval
yrði."
Aðalfund-
ur VSÍ hald-
inn í dag '
AÐALFUNDUR Vinnuveitendasam-
bands íslands, si fimmtugasti í röð-
inni, verður haldinn í dag í Kristalsal
Hótel Loftleiða. Fundurinn hefst kl.
9.30 með ræðu formanns VSÍ, Píls
Sigurjónssonar, og að ræðu hans lok-
inni flytur Jón Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri íslenska jirnblendifé-
lagsins, ræðu þar sem hann hugleiðir
brýn vcrkefni í atvinnurekstri i ís-
landi.
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, mun að loknu hádeg-
isverðarhléi flytja ræðu um atvinnu-
lifið og menntamálin og að henni
lokinni taka við hefðbundin aðal-
fundarstörf fram eftir degi.
Vinnuveitendasambandið verður
50 ára 23. júlí nk. og mun sambandið
minnast afmælisins síðar á árinu
undir kjörorðinu „Öflugt atvinnulíf
— betri lífskjör". Félagsmenn VSÍ
eru nú um 3.000 talsins og spannar
atvinnurekstur þeirra allar atvinnu-
greinar landsmanna. Formaður
samtakanna er eins og áður segir
Páll Sigurjónsson og framkvæmda-
stjóri þeirra er Magnús Gunnarsson.
Bolungarvík:
Menningarvikan Vordagar hafin
Bolungarvík. 14. maf.
VORDAGAR,     menningarvika
okkar Bolvíkinga, hófst í gær.
Meðal þeirra listamanna, sem
heimsækja okkur á Vordögum, er
hinn stórbrotni myndlistarmaður
Baltasar. Mun hann sýna verk sín
í ráðhúsi Bolungarvíkur alla daga
vikunnar og er sýningin opin frá
16.00 til 22.00.
Fréttaritari   Morgunblaðsins
ræddi við Baltasar í þessu til-
efni. Hann kvaðst sýna hér 50
verk, aðallega olíumálverk, en
auk þess nokkurar tússmyndir.
Verk þessi eru aöallega unnin á
árunum 1983 til 1984. Meðal
verka á sýningunni eru nokkrar
myndir, sem hann sagðist hafa
verið með á sýningu á Kjar-
valsstöðum nú fyrir stuttu. Balt-
asar sagði, að það kæmi sér
verulega á óvart hvað aðstaða til
myndlistarsýninga er góð hér í
ráðhússalnum og kvaðst hann
óhikað geta mælt með þessum
stað til listsýninga. Til að mynda
sagðist hann geta sýnt hér allra
stærstu myndirnar, sem hann
hefði verið með á Kjarvalsstöð-
Baltasar sagðist vera mjög
hrifinn af þessari menningar-
viku Bolvikinga, og ánægður yfir
því, að hafa átt þess kost að taka
þátt í þessum Vordögum. Baltas-
ar hefur ákveðið að efna til list-
kynningar í grunnskólanum
næstkomandi sunnudag fyrir
áhugafólk um myndlist, þar sem
hann mun fjalla um listsköpun
og útskýra tæknileg og listræn
atriði myndlistar. Það verður án
efa fróðlegt að hlýða á og ræða
við listamanninn Baltasar um
þessi efni.
Gunnar.
Get óhikað mælt
með Ráðhússaln-
um til listsýninga
— segir myndlistarmaðurinn Baltasar
Bolungarvík, 14. maí.
DAGSKRÁ Vordaga, menningar-
viku okkar Bolvíkinga, hófst i gær
með hátídaguðsþjónustu í llóls-
kirkju. Þar prédikaði séra (iunnar
Björnsson, sem var sóknarprestur
okkar Bolvikinga um 10 ára skeið.
Séra Jón Ragnarsson þjónaði fvrír
altari. Kirkjukór Bolungarvfkur
söng, en einnig söng samkór
Karlakórs ísafjarðar og karlakórs-
ins Ægis í Bolungarvfk.
Klukkan 16.00 voru opnaðar
sýningar á myndlist heima-
manna og heimilisiðnaðarsýning
að ógleymdri málverkasýningu
Balthasars. Aðsókn að þessum
sýningum var mjög góð. Um
kvöldið var síðan dagskrá í Fé-
lagsheimili Bolungarvíkur, sem
byggð var á tónleikum í tilefni
vígslu nýs flygils. Flygill þessi,
sem er mjög vandaður, er af
gerðinni Stanley og sons, var af-
hentur Félagsheimilinu að gjöf
frá fyrirtækjum, stofnunum og
einstaklingum hér í Bolungar-
vík. Að afhendingu lokinni lék
síðan Halldór Haraldsson,
píanóleikari, nokkur verk á
hljóðfærið af sinni alkunnu
snilld og við mikinn fögnuð
áheyrenda.
Eitt málverka Baltasar á sýningunni: „Konungur bitlinganna"
Á síðari hluta dagskrárinnar
söng Ágústa Ágústsdóttir,
söngkona, við undirleik séra
Gunnars Björnssonar, og að lok-
um léku þeir saman Halldór
Haraldsson, píanóleikari, og
séra Gunnar Björnsson, selló-
leikari. Listafólkið var marg-
kallað fram og kunnu áheyrend-
ur vel að meta framlag þess til
listavikunnar. Þetta kvöld í Fé-
lagsheimilinu verður þeim er
nutu án efa minnisstætt.
Gunnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48