Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 109. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Opió alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI22,
INNSTRÆTI,
SlMI 11633.
*fgmt(Ififrife
Opiö öll llmmtudags-, löstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
AUSTURSTRÆTI 22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11340
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1984
VERÐ I LAUSASOLU 20 KR.
„Var búinn að sætta
mig við dauðann"
Segir Agnar Daðason, sem horfði á félaga sinn hverfa
í sjóinn er bátur þeirra sökk við Hrollaugseyjar
„ÉG var búinn að sætta mig
viö dauðann — það var ekkert
tii ráða þar scm ég hékk á
gúmmídruslunni.      Eiríkur
frændi minn var horflnn, ég
var orðinn magnþrota, kaldur,
hafði drukkið mikinn sjó og
þurfti að hífa mig upp úr sjón-
um til þess að ná andanum, en
sökk jafnharðan og ég var bú-
inn að gefa upp alla von um að
björgunarbáturinn blési sig
upp," sagði Agnar Daðason,
þrítugur Reykvíkingur í sam-
tali við Mbl. en hann sýndi
mikið þrekvirki þegar hann
bjargaðist eftir að 22 feta bát-
ur sökk skammt fyrir austan
Hrollaugseyjar skömmu fyrir
hádegi á sunnudag. 57 ára
gamall félagi hans, Eiríkur
(•íslason, drukknaði.
Agnar segist ekki gera sér
grein fyrir hve lengi hann var í
sjónum, en ekki óiíkiegt að það
hafi verið hátt í klukkustund.
„Ég man ég hugsaði: Jæja, þá
fæ ég loks að sjá hvernig um-
horfs er hinum megin. Ég var
sannfærður um að það var að-
eins spurning um sekúndur
hvenær ég sykki, ekki mínútur.
Enginn möguleiki var að synda,
straumþungt var og þung alda
og 6 til 7 vindstig. Eg var gjör-
samlega bjargarlaus í sjónum.
Þá skyndilega varð eins og
sprenging í sjónum og báturinn
blés sig upp. Ég neytti síðustu
krafta, en gekk erfiðlega að
komast um borð. Einhvern veg-
inn tókst það þó. Eftir það man
ég lítið — ég mun hafa skotið
neyðarblysi en man ekki hve-
nær. Mér var mjog kalt, tókst
ekki að loka bátnum, svo sjór
lak sífellt inn. En ég var sann-
færður um að mér yrði bjargað.
Það var stórkostlegt að heyra
vélarhljóðið og sjá andlitin á
bjargvættum mínum — skip-
verjunum á Sigurði ólafssyni,"
sagði Agnar.
Agnar sat í káetu þegar bát-
inn skyndilega fyllti af sjó. Það
var eins og eitthvað brysti við
stefni bátsins. „Ég var skyndi-
lega á kafi í sjó og báturinn
sökk á 2 til 3 mínútum. Við
komum björgunarbátnum út og
ég togaði í spottann til þess að
blása bátinn upp og spyrnti
báðum fótum, en hann blés sig
ekki upp. Við héldum okkur á
floti með því að halda okkur i
bátinn. Þrátt fyrir hetjulega
baráttu missti Eiríkur tak á
gúmmídruslunni, og hvarf fyrir
öldu. Ég sá hann ekki meira —
MorfmbkM/KAX.
Agnar Daðason i heúnili sínu f
Reykjavík í gær.
allt virtist svo vonlaust og ég
var búinn  að sætta  mig við
dauðann, þegar báturinn blés
sig upp," sagði Agnar.
Sjá frétt og viðtöl á miðopnu.
Seina-
gangur
hjá sím-
virkjum
FUNDUR símvirkja í 5. deild FÍS
samþykkti í gær, að fara sér hægt
við vinnu sína á næstunni og er það
svar þiirra við stöðunni í kjaramála
baráttu þeirra. Ennfremur vilja þeir
að leiðrétt verði það launamisrétti,
sem þeir segja vera milli BHM-
manna hjá fyrirtækinu og annarra
starfsmanna þess.
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi ályktun: „Vegna stöðunnar í
samningamálunum beinir fundur í
5. deild FÍS því eindregið til raf-
eindavirkja hjá Pósti og síma, að
þeir hemji starfsgleði sína og lagi
afköstin að laununum."
Valgeir Jónasson, ritari deildar-
innar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að á þessu stigi væri seina-
gangur eina vopnið í kjarabaráttu
þeirra. Þeim væru ekki boðnar
neinar kjarabætur og þeir sættu
sig ekki við það, að BHM-menn
hjá fyrirtækinu fengju 20 yfir-
vinnutíma greidda ofan á unninn
tíma mánaðarlega meðan aðrir
fengju það ekki.
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli:
Hömlur á notkun
íslenzku krónunn-
ar felldar niður
NÍI hafa veriö felldar niður hömlur
þær, sem verið hafa í gildi við verzlun
með íslenzkum krónum í Fríhöfninni
á Keflavíkurflugvelli við brottfbr og
komu til landsins. Verður mönnum nú
heimilt að verzla fyrir ótakmarkaða
upphæð í íslenzkum krónum. Kinu
hömlurnar eru þær reglur sem gilda
um innflutning tollfrjáls varnings
samanber innflutning á áfengi og tób-
aki.
Hreinn Loftsson, deildarstjóri i
viðskiptaráðuneytinu, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að fyrri
hömlur hefðu verið felldar niður
um helgina og væri það í framhaldi
niðurfellingar á sérstökum ferða-
mannaskatti á gjaldeyri. íslend-
ingar hefðu lýst því yfir að þeir
myndu fara eftir 8. grein reglna Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins þess efnis,
að aðildarþjóðir hans séu ekki með
fjölgengi eða aðra mismunun gagn-
vart einstökum gjaldmiðlum. Því
mætti segja að íslenzka krónan
væri loks í fullu gildi í Fríhöfninni.
Nauðgunarmál-
ið rætt á Alþingi
N M iM.I M\ og nauðgunartilraun-
in á llverflsgótu aðfaranótt sunnu-
dagsins komu til umræðu í efri
deild alþingis í gærkvöld er Sigríður
Ihina Kristmundsdóttir, þingmaður
Kvennalista, kvaddi sér hljóðs utan
dagskrár. Mún beindi fyrirspurnum
til dómsmálaráðherra vegna með-
ferðar þeirrar, er málið fékk í Saka
dómi Reykjavíkur, m.a. hvort ráð-
herrann teldi hana eðlilega. Hún
spurði einnig hvort ráðherrann teldi
eðlilegt, að maður, sem játað hefði
svo stór brot, gengi nú laus í bæn-
um. Loks spurði Sigríður Dúna
hvort dómsmálaráðherra hygðist
beita sér fyrir endurskoðun á viður-
lögum við nauðgunum, sem hún
teldi allt of væg.
í svari Jóns Helgasonar
dómsmálaráðherra kom fram að
skv. upplýsingum, sem hann hefði
fengið, hefði ríkissaksóknari kært
úrskurð sakadóms til Hæstarétt-
ar. Myndi rétturinn væntanlega
segja sitt álit í dag, þriðjudag.
Dómsmálaráðherra tók undir það,
að þörf væri endurskoðunar á við-
urlögum við brotum sem þessum.
1 umræðunum tóku einnig til
máls Helgi Seljan og Stefán Bene-
diktsson. Helgi kvað þennan at-
burð og fleiri slíka sýna og sanna,
að endurskoðunar væri þörf á við-
urlögum; einnig væri brýn nauð-
syn á breytingu hugarfars al-
mennings gagnvart nauðgunum
og ekki síður þolendum slíkra af-
brota. Stefán sagði m.a. í fram-
haldi af upplýsingum ráðherra
um að umræddur maður hefði
verið úrskurðaður í farbann, að
það væri umhugsunarefni hvers
reykvískar stúlkur ættu að gjalda
fram yfir þær, sem byggju anr.ars
staðar á landinu.
Sjá nánar á bls. 2.
Morgunbla«ið/GH.
Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi við Leirvogsá um klukkan 14 í gær. Bifreið hlaðin fóðurvörum lenti á
pallbíl af Datsun-gerð og valt fóðurflutningabíllinn. ökumenn beggia bifreiðanna voru fluttir i sjúkrahús. Á
meðfylgjandi mynd sést er fóðurvörunum var dælt á milli bifreiða. I gærmorgun varð einnig harður árekstur
fólksbifreiðar og vörubíls á mótum Lækjargötu og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Ökumaður fólksbílsins var
fluttur á sjúkrahús. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.
Rainbow Navigation:
Fær að minnsta kosti
90 % af flutningunum
ÞAÐ ER NÚ Ijóst að bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation mun
hljóta að minnsta kosti 90% vöruflutninga fyrir Varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli milli íslands og Bandaríkjanna. Ennfremur er Ijóst, að ís-
lenzku skipafélögin hafa engar farmpantanir fengið síðan föstudaginn 4.
maí og að Bakkafoss, sem siglir frá Bandaríkjunum 18. mai, mun engar
vörur flytja fyrir Varnarliðið.
Baldvin Berndtsen, fram-
kvæmdastjóri skrifstofu Hafskips
í New York, sagðist hafa fengið
það staðfest, að Rainbow Navigat-
ion fengi alla beina flutninga á
vegum Varnarliðsins, en íslenzku
skipafélögunum stæði til boða að
flytja búslóðir og bíla Varnar-
liðsmanna. Það þýddi í raun, að
íslenzku skipafélögin misstu um
90% flutninganna fyrir Varnarlið-
ið og ennfremur væri það ljóst, að
Rainbow Navigation fengi einnig
búslóða- og bílaflutninganna, ef
þeir væru með laust skip á þeim
tíma, sem slíkir flutningar stæðu
fyrir dyrum. Þetta væri því mjög
alvarlegt mál fyrir íslenzku skipa-
félögin og stofnaði í hættu mögu-
leika þeirra á að halda uppi vöru-
flutningum milli íslands og
Bandaríkjanna.
Eins og fram hefur komið í
fréttum, mun Rainbow Navigation
aðeins sigla frá Norfolk og hefur
fengið leyfi til þess, að flytja þann
varning, sem venjan hefur verið
að skipa út frá New York, land-
leiöina til Norfolk. Baldvin sagði,
að það væri nú ljóst, að Rainbow
Navigation myndi greiða kostnað
við þá flutninga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48