Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 1
Sunnudagur 20. maí Ólafur Stephensen fyrir framan Sjálfstæðishúsið á Háaleitisbraut 1, en auglýsingastofa hans er þar til húsa á 3. hæð. Morgunblaðid/KrÍ8tján Einarsson. SEGDV MÖMMU EKKIADÉGSÉ í AUGLÝSINGABRANSANUM hún heldur ennþá að ég sé píanóleikari í hóruhúsi! „Gamall kennari minn í Miðbæjarbarnaskólanum, frú Sigríður Guðmundsdóttir, hafði það jafnan að máltæki að hún vildi ekki að það gutl- aði á okkur. Hún gerði meiri kröfur en það. Þetta varð síð- ar mottó margra nemenda hennar, að sætta sig ekki við að vera gutlarar. Sigríður hafði lært sálfræði úti í Þýskalandi og ætlaði sér stóra hluti með bekkinn okkar og ég held, satt að segja að henni hafi tekist nokkuð vel upp.“ Sá sem þetta mælir getur varla talist gutlari, að minnsta kosti ekki á sínu sviði: Ólafur Stephensen, heitir maðurinn, áróðursmeistari að eigin sögn, en í augum almenn- ings, einn mesti auglýsingafrömuð- ur landsins, djassisti, Junior Chamber-félagi og fyrrum sjón- varpsstjarna. Ólafur rekur eigin auglýsingastofu, sem hann stofnaði fyrir fimm árum. Svo vel hefur fyrirtaeki hans dafnað á þessum fimm árum, að Auglýsingastofa Ólafs Stephensen er nú óumdeilan- lega stærsta auglýsingastofa lands- ins. Og það er langt frá því að séð sé fyrir endann á gífurlegri grósku OSA og dótturfyrirtækjanna Gamma og Gott fólk, því þrátt fyrir það að markaðurinn innanlands sé takmarkaður er heimurinn stór og nú eru angar fyrirtækisins farnir að teygja sig út fyrir landsteinana, til Noregs og víðar. ÓSA er eina íslenska auglýsingafyrirtækið sem hefur beinlínis fengið verkefni frá erlendu fyrirtæki til að markaðs- setja vöru í öðru landi. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Ólaf að máli fyrir skömmu í því skyni að forvitnast um litríkt lífshlaup hans, en einnig til að fá hann til að ljóstra upp formúlunni að velgengni sinni og til að ræða almennt um auglýsingastarfið. En fyrst er það lífshlaupið: — Hvað tók við hjá þér Ólafur, eftir að frú Sigrlður sleppti af þér hendinni? „Ég fór í Verslunarskólann og á reyndar 30 ára útskriftarafmæli þaðan um þessar mundir. Eftir stúdentspróf úr Versló snaraði ég mér í lagadeild háskólans, sem þá var mjög í tísku. Ég komst þó fljót- lega að því að ég hafði ekki geð í mér til að verða löggiltur rukkari og fór að leita að einhverju öðru.“ Við nám og störf í Bandaríkjunum „Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á því, sem heitir á fínu máli Rætt við Ólaf Stephensen auglýsinga- mann um lífshlaup hans, aug- lýsingar og fleira „fjölmiðlun”, hafði til dæmis verið pínulítið viðriðinn blaðamennsku, og dreif mig næst til Bandaríkj- anna í slíkt nám. Það var fóstri minn og vinur, Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar og revíuhöfundur, sem í reynd kveikti hjá mér áhuga á að kynna mér fjölmiðlun í Bandaríkjunum. Ég stundaði nám við Columbia- háskólann í New York og útskrifað- ist með B. Sc.-gráðu árið 1962 og ári síðar fékk ég svokallaða PRC-gráðu frá sama skóla. Ég fékkst við ýmis störf í Banda- ríkjunum, bæði á skólaárunum og nokkru eftir að námi lauk. Meðal annars í fréttadeild Sameinuðu þjóðanna, við útvarpsstöðina Voice of America og kom töluvert nálægt fréttadeild NBC-sjónvarpsstöðvar- innar. Þá fékk ég tækifæri til að vinna með mjög þekktum manni innan kvikmyndasögubransans, Er- ic Barnouw, en bækur hans eru biblíur þeirra, sem vinna við kvik- myndagerð. Ástæðan til þess að mér gafst tækifæri til að spreyta mig á þess- um vettvangi í New York var fyrst og fremst sú, að skólastjóri fjöl- miðlunardeildarinnar í Columbia- háskólanum áleit að verkmenntun væri bráðnauðsynlegur þáttur námsins og lagði því áherslu á að koma nemendum sínum að hjá hin- um ýmsu stofnunum í starfsmennt- un. Enda vorum við eins og þeyti- spjöld á milli fyrirtækja og stofn- ana, til þess að það þyrfti ekki að gutla á okkur, eins og frú Sigríður sagði forðum." — Þú hefur ekki hugleitt að setj- ast að í Bandaríkjunum? „Það er nú líkast til. Reyndar kom ég upphaflega heim til að kveðja, ég hafði fengið atvinnutil- boð sem var mjög kitlandi og sá ekki ástæðu til annars en taka því. En eins og oft vill verða, hitti ég þá stúlku, sem síðar varð konan mín og hér er ég enn.“ — Svo konan hefur kitlað meira? „Tvímælalaust. Og þar valdi ég rétt. Hún hefur verið mér stoð og stytta í öllu því, sem ég hef tekið mér fyrir hendur og alið mér fjögur börn. Hún hefur starfað á aug- lýsingastofunni okkar frá upphafi, aðallega við fjármál og dreifingu. Þeir á teiknistofunni kalla hana „hershöfðingjann í teppadeildinni“, en það þykir mikil upphefð að vinna á teppi í okkar starfi, því teiknistof- an verður að vera dúklögð vegna ýmislegra efna sem þar eru notuð.“ Heimkoman — Hvað ferðu að sýsla þegar þú kemur heim eftir Bandaríkjadvöl- ina? „Ég gerðist löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi til að byrja með. Hluti af náminu í PR var að geta tjáð sig þokkalega bæði í rituðu og töluðu máli og á þeirri forsendu fékk ég heimild til að starfa sem slíkur. En reyndar fékkst ég mest við þetta í aukavinnu, því árið 1964 gerist ég framkvæmdastjóri Rauða kross fslands og var það til ársins 1969. í tengslum við starf mitt hjá Rauða krossinum starfaði ég í nefnd til undirbúnings aðstoðar fs- lands við þróunarlöndin og árið 1%8 var ég blaðafulltrúi ráðherrafundar NATO. En það er sem sagt ekki fyrr en árið 1%9 að ég fer að hasla mér SJÁ BLS. 52

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.