Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 115. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 1984
Hestadagar í Garðabæ:
Þúsundir á há-
tíð þrátt fyrir
óhagstætt veður
Þrátt fvrir að slæmt veður væri í Garðabænum um helgina má segja að vel
hafi tekist til með Hestadaga sem hestamannafélagiö Andvari gekkst fyrir. Að
vísu var bokkalegt veður á sunnudeginum, bjart og kalt og lygndi þegar líða
tók á daginn. Tvær „Topp"-sýningar voru haldnar bæði laugardag og sunnudag
og voru þær feykivinsælar. Sýnt var hindrunarstökk, samspil manns og hests,
sem nokkrir félagar í Félagi tamningamanna sáu um. Náttfari 776 var sýndur
ásamt tíu afkvæmum og var það mjög athyglisverð sýnig og er sennilegt að
menn velti því fvrir sér hvort hann eigi möguleika á heiðursverðlaunum fyrir
afkæmi, en þess má geta að hann hefur aldrei verið sýndur og dæmdur með
afkvæmum.
•%|II »M1 -.m-
Félagar í Félagi tamningamanna voru meo sýningu sem vakti óskipta athygli.
Sýning á afrekshestum var það
atriði sem mesta athygli vakti en
þar voru sýnir nokkrir höfðingjar
sem verið hafa í fyrstu sætum á
lands- og fjórðungsmótum. Var
stórkostlega gaman að sjá þessa
hesta samankomna á einum stað og
er óvíst hvort mönnum gefst tæki-
færi aftur að sjá þessa hesta sam-
an.
Nokkrar vaskar hestakonur
sýndu reið í söðli að fyrri tíma sið
og var fróðlegt að sjá þetta fyrir-
bæri. Óneitanlega hafði maður á
tilfinningunni að þær væru af og til
í þann mund að falta af baki. En
það var eitthvað annað því hestana
þöndu þær á öllum gangi, bæði á
yfirferð og hægu.
Innanhúss, nánar tiltekið í
Gagnfræðaskóla Garðabæjar, var
sýning á ýmsum varningi; reiðver,
reiðfatnaður og eiginlega flest allt
sem viðkemur hestum og hesta-
mennsku.
í heild var þessi sýning vel
heppnuð og stórafrek útaf fyrir sig
og ekki gerir það afrekið minna að
framkvæmdaaðilinn er Andvari,
sem er eitt minnsta hestamannafé-
lag landsins með 150 félaga. Nánar
verður fjallað um Hestadaga síðar.
"^^/^^'
Hestaleiga var á staðnum og stigu margir þar sín fyr.siu
skref í reiðmennsku. Hér eru það systkinin Stefán fjög-
urra ira og Helgs eins árs sem prófa einn gæðinginn
með aðstoð pabba.
Ekki var neinum blöðum um það að fletta að glæsi-
legasti hestur Hestadaga var Hrímnir fri Hrafnagili og
reiðmennska Björns Sveinssonar með því besta sem
gerist Höfðu menn á orði að Hrímnir hafi aldrei verið
betri enn einmitt nú.      Ljósmyndir Valdimar Kristinsson
1		9H >--l JUm. ¦	
			
			
			
Þátttakendur í hreinsunardeginum voru á öllum aldri. Þessi mynd er tekin við Krummahóla 8, þar sem verið er að
spúla bílaplanið.                                                                        MorKunblaðið/ARnes.
Hreinsunardagur í Breiðholti III sl. laugardag:
Breiðhyltingar gerðu
hreint fyrir sínum dyrum
BREIDHYLTINGAR í Breiðholti III
gerðu hreint fyrir sínum dyrum svo
um munaði sl. laugardag, en þá var
árlegur hreinsunardagur þeirra. Er
áætlað að nokkur hundruð manns,
þ.m.t. börn, hafi tekið þátt í hreins-
unardeginum, og að um 1800 ru.sla-
pokum hafi verið dreift meðal íbúa
hverfisins.
Gísli Sváfnisson, formaður
Framfarafélags Breiðholts III,
sagði í samtali við blm. Mbl. að
hefð hefði skapast fyrir þessum
hreinsunardegi, og þátttaka væri
yfirleitt mjög góð. Réðist þátttak-
an þó að nokkru leyti af veðrinu,
og hann sagði að þótt nokkuð hefði
gustað þá hefðu Breiðhyltingar
bara verið heppnir með veðrið á
laugardag. Er biaðamaður ræddi
við Breiðhyltinga á hinum ýmsu
stöðum í Breiðholtinu á hreinsun-
ardaginn, kom berlega í ljós al-
menn ánægja með þetta árlega
framtak, og jafnframt sögðust
þátttakendur vera ánægðir með
það hversu virkan þátt borgin tek-
ur í þessum hreinsunardegi.
Hreinsunardeild Reykjavíkur-
borgar lagði til ruslapokana, og
menn frá hreinsunardeildinni
voru á ferð um hverfið á iaugar-
dag, til þess að hreinsa upp af göt-
um, spúla þær og hirða þá rusla-
poka sem þegar höfðu fyllst. Voru
þeir aftur á ferð í gær og tóku þá
poka sem eftir voru. Breiðholtið
tók svo sannarlega stakkaskiptum
sJ.  laugardag,  og  voru  sumir
Breiðhyltinganna síður en svo á
því að hætta hreinsunar- og
snyrtiframkvæmdum þótt langt
væri liðið á daginn og ætluðu jafn-
vel að halda áfram á sunnudegin-
um, ef vel viðraði, sem það sann-
arJega gerði.
Steinbildur og Leifur renna upp að skrifstofu Samvinnuferðar/Land-
sýnar.                                          Mórisunblaðið/KEE.
íslenskt par á alþjóð-
legu brúðhjónamóti
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn hf., sem annast meðal
annars ferðir til Júgóslavíu, á heiðurinn af því að íslensk brúðhjón taka
nú í fyrsta skipti þátt í einskonar alþjóðlegu brúðhjónamóti, sem er
orðinn árviss atburður í Plitvitze-þjóðgarðinum þar í landi.
Þau voru að hreinsunarstörfum við Vesturbergið þegar blm. bar að. Frá
vinstri: Guðný Leósdóttir, Gunnar Sigurðsson og Matthías Jónasson.
Morífunblaðið/Aífnes.
Brúðhjónin sem hrepptu
hnossið eru Steinhildur Hildi-
mundardóttir og Leifur Ey-
steinsson, en þau gengu í það
heilaga í mars síðastliðnum og
eru bæði ríkisstarfsmenn.
Ævintýraferðin hófst í raun-
inni í gærdag þegar knallrauður
og mátulega virðulegur Chevr-
olet-blæjubíll, sem Samvinnu-
ferðir-Landsýn höfðu útvegað í
tilefni dagsins, flutti þau að
skrifstofu fyrirtækisins í Aust-
urstræti þar sem þau tóku við
farseðlunum og voru kvödd með
tilhlýðiiegri viðhöfn.
I morgun var svo ætlunin að
þau héldu með Arnarflugsvél til
Amsterdam þar sem þau munu
gista á Victoríu-hóteli og njóta
lífsins í tvo daga, en þá liggur
leiðin með júgóslavneskri vél til
Zagreb í Júgóslavíu og til fundar
við hin brúðhjónin í Plitvitze-
þjóðgarði.
Þetta er einskonar uppbót á
hveitibrauðsdagana og sem fyrr
segir með alþjóðlegu sniði þar
sem brúðhjón úr öllum heims-
hornum njóta gestrisni júgó-
slavneskra stjórnvalda ásamt
nokkrum innlendum pörum út-
völdum.
Að lokinni þjóðgarðshátíðinni,
sem stendur í þrjá daga, halda
íslensku gestirnir til liðlega
tveggja daga dvalar í Dubrovnik
við Adríahaf, sem er einn af
þeim stöðum í Júgóslavíu sem
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða
viðskiptavinum sínum í ár.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48