Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 115. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2<r
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ Í984
Kaupmannahöfn:
Sorp hleðst upp
og bensín þverr
Raupmannahofn, 21. maí. Krá Ib ICjornbak fréttaritara Mbl.
ALLT VAR við það sama í vinnustöðvun strætisvagna- og sorpbifreiðastjóra
og bensín- og olíuútkeyrslumanna í dag og óvíst hvenær deila þeirra við
vinnuveitendur verður til lykta leidd. Vinnustöðvunin hefur staðið í nokkra
daga og sorp hleðst upp í Kaupmannahöfn, auk þess scm bensín- og olíulaust
er að verða víðast hvar.
Stjórnmálamenn, verkalýðsleið-
togar og talsmenn bílstjóranna
sátu á fundum í dag, en árangur
varð enginn sem heitið gat. Nýir
fundir verða á morgun og er von-
ast til þess að þá náist samkomu-
lag í einhverri mynd. Annars veit
danska þjóðin lítið um gang mála,
því vegna eldsneytisleysis komst
sjónvarpsfólk ekki á vettvang á
fundarstað deiluaðila og danskir
sjónvarpsskermar voru dimmir er
fréttaþulur las nýjustu tíðindin,
sem voru innihaldslítil.
EBE vill engan
kvóta á smásíld
— og Nordmenn slitu viörædum um sfldveiöarnar
Ósló. 21. maí. rrá l'cr A. Horglund. fri'llarilara Mhl.
ILLA horfir nú með samstarf Norðmanna og Efnahagsbandalagsins í
fiskveiðimálum eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum um síldar-
kvóta nú fyrir helgina. Trond S. Paulsen, fiskifræðingur og starfsmaður
í norska sjávarútvegsráðuneytinu, var í fyrirsvari fyrir norsku sendi-
nefndinni og ákvað hann að slíta viðræðunum þegar fulltrúar EBE
heimtuðu, að ekkert tillit yrði tekið til veiða á 170.000 tonnum af
smásíld í fyrra.
Peronistar fagna Isabellu
Um 2.500 manns með spilverk alls konar fögnuðu Isabellu Peron, fyrrum forseta, þegar hún kom til Buenos
Aires i sunnudag. Isabella Peron hefur búið i Spini fri því að herforingjarnir leystu hana úr haldi irið 1981 en
mun nú isamt öðrum peronistum ræða við Raul Alfonsin, forseta, um gífurleg efnahagsvandræði Argentínu-
manna. Alfonsin vill reyna að fi stuðning peronista og annarra flokka við nauðsynlegar riðstafanir sem ekki
geta lengur beðið. Erlendar skuldir þjóðarinnar eru gífurlega miklar og verðbólgan komin yfir 500%.
„Þegar ljóst var, að EBE-full-
trúarnir voru ákveðnir í að skilja
smásíldina undan, fannst okkur
Norðmönnunum engin ástæða til
að halda viðræðunum áfram,"
sagði Paulsen, sem bætti því við,
að mjög illa horfði nú með sam-
starf Norðmanna og EBE-þjóð-
anna í fiskveiðimálum.
EBE-fulltrúarnir krefjast þess,
að kvótinn nái aðeins til fullorð-
innar síldar en Norðmenn vilja
halda sig við fyrri reglur um að
kvótinn taki til allrar síldar, smá-
síldar sem fullorðinnar. Norð-
menn hafa líka mótmælt við Efna-
hagsbandalagið ofveiði á smásíld
og ætla að bíða eftir svari við þeim
mótmælum áður en nokkuð verður
ákveðið með frekari viðræður. í
lok sjöunda áratugarins og í byrj-
un þess áttunda varð brestur í
Norðursjávarsíldinni, sem fyrst og
fremst var rakinn til gífurlegrar
ofveiði á smásíld.
„Herinn styður
tilraunir okkar'
— segir Duarte, nýkjörinn forseti í El Salvador
Vi axhington. 21. maí. Al'.
JOSE Napoleon Duarte, kjörinn for-
seti í El Salvador, sagði í gær,
sunnudag, að hann væri sannfærður
um, að herinn í landinu, sem í hilfa
öld hefði verið allsriðandi í stjórn-
Hermenn Russa frá Afganistan:
Vilja frekar vera í
Sviss en að fara heim
rk-rn. 21. maí.
Frá Önnu Kjarnadótlur, frt'llaritara Mbl.
TVEIR af þremur sovéskum her-
mönnum, sem frelsissveitir í Afg-
anistan handtóku og hafa verið í
gæslu í Sviss síðan 1982 fyrir milli
göngu Rauða krossins, hafa kosið
að vera um kyrrt í Sviss. Valery
Didienko, sem er 21 irs, kaus að
halda heim til Sovétríkjanna og
flaug með Aeroflot-flugfélaginu til
Moskvu á sunnudag.
Sovésku hermennirnir tveir
eru báðir 22ja ára og vilja ekki
láta nafns síns getið. Þeir báðu
um dvalarleyfi í lok apríl og hafa
fengið það  til  eins árs.  Sendi-
Þórshöfn:
Norröna hættir
Kflarsiglingum
l»órshofn. 21. mai. Krá Jniívan Arj*c,
frt'tlaritara Mbl. í Ka-n'yjum.
ÍJtgerðarfyrirtækið Smyril Line, sem
gerir út Norrönu, hefur ákveðið að
hætta .siglingum skipsins milli Korsör í
Danmörku og Kílar í Vestur-I>ýska-
landi. Siglingar hófust á þessari leið í
október í fyrra en þykja ekki svara
kostnaði.
Oli Hammer, forstjóri fyrirtækis-
ins, segir, að nú sé Ijóst, að ekki
verði af þeirri aukningu á farþegum,
bílum og flutningabílum, sem búist
hafði verið við í sumar, og að þess
vegna hafi verið afráðið að hætta
siglingum til Kílar. Norröna er nú í
slipp en mun hefja sumarsiglingar á
laugardag.
Norröna mun i sumar sigla á milli
íslands, Færeyja, Hjaltlandseyja,
Nofegs og Danmerkur.
herra Sovétríkjanna í Sviss hef-
ur mótmælt ákvðrðun yfirvalda
um að senda hermennina ekki
heim og segir þau hafa haft áhrif
á ákvörðun þeirra um að biðja
um dvalarleyfi. Sendiherrann
hefur ekki gagnrýnt samkomulag
Rauða krossins við Sviss um að
gæta fanganna. Þeir voru í tvö ár
á Zugerberg í miðhluta Sviss. Sjö
Grænland:
Tvennar
kosningar
Kaupmannahofn, 21. maí. Frá N.J. Hruun,
l^ra'nlandsfri'ttarilara Mbl.
Grænlenskir kjósendur munu
innan skamms ganga að kjör-
borðinu og ekki aðeins einu sinni
heldur tvisvar og það með átta
daga millibili. 6. júní nk. verða
almennar þingkosningar i Græn-
landi en 14. sama minaðar verð-
ur fulltrúi þeirra i þingi Efna-
hagsbandalagsins kosinn.
Búist hafði verið við, að
flokkarnir létu sér nægja einar
kosningar og að sá, sem nú sit-
ur á EBE-þinginu, Finn Lynge
frá Siumut, sæti þar áfram út
þann tíma, sem Grænlendingar
eiga eftir í bandalaginu, þ.e. út
þetta ár. Stjórnarandstöðu-
flokkurinn Atassaut hefur nú
hins vegar tilkynnt mótfram-
boð og býður fram Konrad
Steenholdt.
sovéskir hermenn frá Afganistan
eru nú í haldi á Zugerberg.
Annar sovésku hermannanna,
sem verða um kyrrt, fékk hrað-
bréf frá móður sinni í Sovétríkj-
unum nú í vikunni, samkvæmt
upplýsingum talsmanns svissn-
eska         utanríkisráðuneytisins.
Hún bað hann endilega að snúa
aftur heim. Ræðismaður Sovét-
ríkjanna hitti hermennina síðast
1. maí sl. Hjálparstofnun svissn-
eskra verkamanna hefur nú verið
falið að aðstoða hermennina.
Duarte, nýkjörinn forseti El Salva-
dor.
málunum, væri nú tilbúinn til að
taka við fyrirmælum fri borgara-
legri stjórn. Duarte er nú í heimsókn
hji Reagan í Washington og mun i
morgun, þriðjudag, ivarpa þing-
heim.
„Herinn og stofnanir hans hafa
breyst mikið," sagði Duarte þegar
hann sat fyrir svörum í sjónvarp-
inu. „Herinn er nú reiðubúinn að
styðja tilraunir okkar til að
treysta lýðræðið í landinu."
Sumir hafa dregið í efa, að her-
inn í El Salvador fengist til að
beygja sig fyrir borgaralegri
stjórn og ekki viljað trúa því, að
Duarte héldist uppi að draga
dauðasveitir hægrimanna fyrir
lög og dóm. Duarte, sem tekur
formlega við embætti í næsta
mánuði, segir hins vegar, að það
sýni best þá breytingu, sem orðin
er, að herinn skyldi engin afskipti
hafa af kosningunum í maíbyrjun.
Duarte hefur látið í ljós mikla
óánægju með tregðu sumra
bandarískra þingmanna til að
veita El Salvador hernaðaraðstoð
og segist vera af þeim sökum að
velta fyrir sér að koma upp
vopnaverksmiðjum í landinu.
Fyrir Bandaríkjaþingi liggur nú
tillaga um 62 milljóna dollara
aukaaðstoð við stjórnvöld í El
Salvador. { Bandaríkjaferðinni
hefur Duarte lagt mikla áherslu á,
að eitt af hans' fyrstu verkum í
embætti verði að fyrirskipa rann-
sókn á dauðasveitunum svokölluðu
og ýmsum hryðjuverkum, sem
framin hafa verið í landinu, t.d.
morðinu á Oscar Romero, fyrrum
erkibiskupi, sem var skotinn til
bana í dómkirkjunni í San Salva-
dor.
El Salvador:
Biskupinn fordæmir
mannrán skæruliða
50 ungum mönnum rænt sl. föstu-
dag og frekari mannrán boðuð
San Salvador. 21. mai. Al'.
ARTIJRO Rivera y Damas, erkibiskup í El Salvador, fordæmdi í gær mjög
harðlega aukin mannrin vinstrisinnaðra skæruliða, sem virðast nú eiga í
miklum erfiðleikum með að fí nýja menn til liðs við sig af fúsum og frjilsum
vilja. Sl. föstudag var 50 ungmennum rænt í þorpi fyrir norðan San Salvador.
„Æ fleiri fréttir fara af því, að
skæruliðar ræni fólki og neyði það
til að berjast með þeim," sagði
Damas í messu í dómkirkju höfuð-
borgarinnar í gær, „og það gerist á
sama tíma og æ færri fréttir fara
af pólitískum mannránum örygg-
issveitanna."
í gær, sunnudag, komu til San
Salvador rúmlega 500 flóttamenn,
sem flúið höfðu til Honduras
vegna átakanna í landinu og voru
í þeim hópi 35 ungir menn, sem
sloppið höfðu frá skæruliðum.
Síðastliðið föstudagskvöld kom
ótiltekinn fjöldi skæruliða í þorpið
San Jose de las Flores, sem er um
18 km fyrir norðan San Salvador,
og byrjuðu þeir á því að reka fólk-
ið út úr húsum sínum og á fund,
sem haldinn var á aðaltorginu.
Þar var fólkinu lesinn boðskapur
skæruliða, sem síðan hurfu á
braut og höfðu með sér 50 ung-
menni. Kváðust þeir hafa fyrir-
skipanir um að ná í 200 „liðs-
menn" og að þeir munu koma aft-
ur eftir þeim fjölda, sem á vant-
aði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48