Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 115. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 1984
tfingititlrlafeft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjamason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Agúst Jngi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aoalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Verzlunarsamkeppni
metin sem kjarabót
Það hefur vakið athygli að
einn af forystumönnum
Alþýðubandalags, Hjörleifur
Guttormsson fyrrverandi ráð-
herra, telur verzlunar-
samkeppni mikilvægt kjaraat-
riði fyrir alþýðu manna. í
þingræðu, sem hann flutti 10.
maí sl., gerir hann m.a. sam-
anburð á mismunandi stöðu
fólks í þéttbýli og strjálbýli,
félagslegri og kjaralegri, og
sagði m.a.:
„Nú þegar samkeppni vex í
sambandi við smásölu hér á
Reykjavíkursvæðinu verður
enn augljósari sú mismunun
sem fólk býr við um kaup á
lífsnauðsynjum ... Ég held að
þarna sé verulegt umhugsun-
arefni fyrir kaupfélögin, sem
víða um land eru aðalverzlan-
ir, sums staðar einu verzlan-
irnar í heilum byggðarlögum.
Ég veit að víða er komin krafa
um það og hreyfing hjá alþýðu
manna að stofna sérstök verzl-
unarfélög til þess að geta
fengið skapleg viðskipti fram
hjá kaupfélaginu ... Þetta er
einn verulegur þáttur þess
þegar stórmarkaðir hér í
Reykjavík keppast um við-
skiptavinina og hafa með sam-
keppni sinni, a.m.k. um skeið,
fært niður verð á lífsnauðsynj-
um þannig að umtalsvert er
Hér er það viðurkennt, sem
raunar er á almannavitorði, að
verzlunarsamkeppni tryggir
neytendum betra vöruúrval og
hagstæðara verð en verzlunar-
einokun, hvort hún væri ríkis-
rekin, sem er viðtekin regla í
ríkjum sósíalisma, eða í hönd-
um kaupfélaga, eins og víða er
í strjálli byggð hér á landi.
Það var einkaverzlunin sem
braut ís um þá verzlunarþjón-
ustu og samkeppni, sem Hjör-
leifur metur íbúum höfuðstað-
arsvæðisins til tekna umfram
strjálbýlisfólk. Þar sem kaup-
félögin eru ein um hituna er
„hreyfing hjá alþýðu manna",
svo notuð séu orð Hjörleifs
Guttormssonar, „að stofna
sérstök verzlunarfélög fram-
hjá kaupfélaginu til þess að
geta fengið skapleg viðskipti".
Á stöku stað hérlendis ber
enn fyrir augu forneskju
verzlunarófrelsisins, svo sem
einokun Grænmetisverzlunar
landbúnaðarins á innflutningi
kartaflna. Ekki þarf að hafa
mörg orð um þá þjónustu.
Gegnir raunar furðu hvert
langlundargeð almenningur
hefur sýnt þeirri úreldingu.
Alþýðubandalagið er í eðli
sínu ríkisrekstrarflokkur, sem
stefnir að hliðstæðum verzlun-
arháttum og tíðkast í þjóðfé-
lagsgerð sósíalisma og hag-
kerfi marxisma, þ.e. að öll
verzlunarstarfsemi lúti mið-
stýrðri ríkiseinokun. Einkenni
slíkra verzlunarhátta er tak-
markað vöruúrval, vöntun ým-
issa vörutegunda, skömmtun
lífsnauðsynja og pólitísk
verðstýring. Biðraðir við
verzlanir er algeng sjón í þess-
um ríkjum. Þess vegna stang-
ast orð Hjörleifs Guttorms-
sonar á við verzlunarstefnu
Alþýðubandalagsins.     Þau
koma hins vegar heim og sam-
an við sjálfan raunveruleik-
ann.
Lækkun rík-
issjóðstekna
Tekjutap ríkissjóðs á rætur
í minni þjóðarframleiðslu,
minni veltu í þjóðarbúskapn-
um og lækkun ýmissar skatt-
heimtu. Lækkun skattheimtu
kemur fram í lægra hlutfalli
heildartekna ríkissjóðs af
þjóðartekjum. Skattalækkanir
á ferli núverandi ríkisstjórnar
felast m.a. í hækkun persónu-
afsjáttar og barnabóta (lög nr.
56/1983), lækkun innflutn-
ingsgjaJds af bifreiðum, af-
námi 10% álags á ferða-
mannagjaldeyri, lækkun tolla
og vörugjalds af ýmsum nauð-
synjum (lög nr. 60/1983),
niðurfellingu söluskatts af
ýmsum vélum og tækjum til
landbúnaðar, skattbreytingum
til að stýra innlendum sparn-
aði til atvinnuuppbyggingar
o.fl. Talið er að þessar skatta-
lækkanir rýri tekjur ríkissjóðs
1984 um allt að 600 m.kr.
Á árabilinu 1981—1983 var
vaxandi viðskiptahalli við út-
lönd, innflutningur umfram
útflutning, sem fjármagnaður
var með erlendum skuldum,
nýttur sem tekjustofn fyrir
ríkissjóð í formi tolla, vöru-
gjalds og söluskatts á þessa
umframeyðslu þjóðarinnar.
Tólf prósent rýrnun þjóðar-
tekna 1982—1984, lækkun við-
skiptahalla og stöðvun er-
lendrar skuldasöfnunar hefur
sagt til sín í minni veltu.
Veltuskattar, sem gefa ríkis-
sjóði rúmlega 80% tekna hans,
hafa lækkað samsvarandi að
raunverði.
Ef þjóðartekjur væru jafn
háar að raunvirði 1984 og
1982, sem mikið skortir á, og
skattheimtan tæki jafn hátt
hlutfall þeirra til ríkisbúskap-
arins og þá var gert, yrðu rík-
issjóðstekjur 3.500 m.kr. hærri
1984.
Ólafs Jóhannesson-
ar minnst á Alþingi
l'orvaldur Garöar Kristjánsson,
forseti Sameinaðs þings, minntist
Olafs heitins Jóhannessonar, fyrr-
verandi forsætisráðherra og fyrr-
verandi formanns Framsóknar-
flokksins, með cftirfarandi orðum á
Alþingi í gær:
„Sú harmafregn barst í gær-
morgun að Ólafur Jóhannesson,
alþingismaður og fyrrverandi
forsætisráðherra, hefði andast
nóttina áður, aðfaranótt sunnu-
dagsins 20. maí. Fyrir tæpum
mánuði fór hann af Alþingi til
sjúkrahúsdvalar en átti ekki aft-
urkvæmt hingað. Hann var ald-
ursforseti Alþingis, sjötíu og eins
árs að aldri.
Ólafur Jóhannesson fæddist 1.
mars 1913 í Stórholti í Fljótum.
Foreldrar  hans  voru  Jóhannes
Friðbjarnarson  bóndi  þar  og
kennari og síðar bóndi á Lamba-
nesreykjum í Fljótum og Krist-
rún Jónsdóttir kona hans. Hann
brautskráðist  úr  Menntaskól-
anum á Akureyri vorið 1935 og
lauk lögfræðiprófi í Háskóla ís-
lands vorið 1939 að loknum glæsi-
legum námsferli. Hann varð hér-
aðsdómslögmaður 1942 og stund-
aði framhaldsnám í Stokkhólmi
og Kaupmannahöfn 1945—1946.
Hann var lögfræðingur og endur-
skoðandi hjá Sambandi íslenskra
samvinnufélaga 1939—1943, var
yfirmaður  endurskoðunarskrif-
stofu Sambandsins 1942—1943 og
rak jafnframt með öðrum  lög-
manni  málflutningsskrifstofu  í
Reykjavík  1940-1943.  í  Við-
skiptaráð var hann  skipaður í
júní 1943 og starfaði þar rúmt ár.
Haustið 1944 varð hann fram-
kvæmdastjóri  félagsmáladeildar
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga og lögfræðilegur ráðunautur
þess og kaupfélaganna. Hann var
stundakennari við Samvinnuskól-
ann 1937-1943 og við Kvenna-
skólann  1942-1944.  í  febrúar
1947 varð hann prófessor í laga-
deild Háskóla Islands og kenndi
þar þangað til hann varð for-
sætisráðherra   sumarið   1971.
Starfi sínu við Háskólann sagði
hann lausu 1978.
Við inngöngu Islendinga í Sam-
einuðu þjóðirnar 1946 var Ólafur
Jóhannesson einn af fulltrúunum
á þingi þeirra. Hann var í út-
varpsráði 1946—1953, formaður
þess frá 1949, endurskoðandi
Sambands ísl. samvinnufélaga
1948-1960, í stjórn Háskólabíós
1949-1971, í stjórn Seðlabanka
íslands 1957-1961 og í bankaráði
hans 1961 — 1964, í stjórn hugvís-
indadeildar Vísindasjóðs 1958—
1962, stjórnarformaður Lífeyr-
issjóðs togarasjómanna, síðar
Lífeyrissjóðs sjómanna 1959—
1971, stjórnarformaður prent-
smiðjunnar Eddu 1962—1979,
fulltrúi í Norðurlandaráði 1963—
1%9 og tók síðar þátt í störfum
ráðsins sem ráðherra, og í Þing-
valianefnd var hann 1974—1980.
Ólafur Jóhannesson átti sér
langan og merkan starfsferil. Að
námi loknu tóku við lögfræðistörf
og lögfræðikennsla. Var hann vel
til þeirra starfa búinn, samdi
kennslubækur og önnur rit og
fjölda ritgerða um lögfræðileg
efni og var oft kvaddur til dóm-
arastarfa í hæstarétti í fjarveru
aðaldómaranna. Á árinu 1954
varð hann félagi í Vísindafélagi
íslendinga. I stjórnmálum skip-
aði hann sér ungur í flokk fram-
sóknarmanna. Hann varð for-
maður Félags ungra framsóknar-
manna 1941, formaður Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur 1944,
tók sæti í miðstjórn Framsóknar-
flokksins 1946, var varaformaður
hans 1960-1968, formaður
1%8—1979, og formaður þing-
flokksins 1969-1971. Við alþing-
iskosningarnar 1956 var hann í
framboði fyrir flokkinn í æsku-
héraði sínu, Skagafjarðarsýslu,
var kjörinn varaþingmaður og
tók fyrsta sinn sæti á Alþingi
vorið 1957. I vorkosningunum
1959 var hann kjörinn þingmaður
Skagfirðinga. Eftir kjördæma-
breytinguna það ár varð hann
þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis vestra og var þingmaður
þess kjördæmis tvo áratugi.
Hann hvarf þó ekki af Alþingi
árið 1979, því að hann varð þá við
áskorun um framboð í Reykjavík
og var upp frá því þingmaður
Reykvíkinga. Hann sat á 29 þing-
um alls. A 14 þingum átti hann
sæti í ráðherrastól. I júlí 1971
myndaði hann ríkisstjórn og var
forsætisráðherra fram í ágúst
1974 og jafnframt dóms- og
kirkjumálaráðherra. Við stjórn-
arskiptin 1974 varð hann dóms-
og kirkjumálaráðherra og við-
skiptaráðherra. Að því stjórn-
artímabili loknu, um mánaða-
mótin ágúst—september 1978,
myndaði hann ríkisstjórn öðru
sinni og var forsætisráðherra
fram í miðjan október 1979. Að
lokum varð hann utanríkisráð-
herra frá því í febrúar 1980 fram
í maí 1983.
Af starfsferli Ólafs Jóhannes-
sonar, sem hér hefur verið rak-
inn, má ljóst vera, að við fráfall
hans er á bak að sjá mikilhæfum
fræðimanni og stjórnmálaleið-
toga, sem lokið hefur miklu
ævistarfi. Honum var falið for-
ustuhlutverk þjóðar sinnar
innanlands og í samskiptum við
aðrar þjóðir. Hann gegndi mikil-
vægum stðrfum í ríkisstjórn á
þeim árum, sem síðustu áfang-
arnir náðust í stækkun fiskveiði-
landhelgi Islands að 200 mílum.
Sýndi hann í þeim málum sem
oftar staðfestu og stjórnvisku. Öll
störf sín rækti hann með vand-
virkni og látleysi, var gjörhugull
og glöggsýnn. Ekki fór hjá því um
slíkan forustumann, að skoðanir
manna væru skiptar um einstak-
ar ákvarðanir og einstók verk.
Ekki er þó að efa, að hann vann
af heilindum og í samræmi við
lífsskoðun sína og þjóðmála-
stefnu og það sem hann taldi
þjóðinni fyrir þestu. Á Alþingi
hafði hann mest afskipti af
stjórnsýslumálum, dóms- og
utanríkismálum, auk umræðna
um stjórnmál almennt. Hann var
stefnufastur, talaði skipulega í
ræðustól og varði málstað sinn
með festu þegar á reyndi. Hann
var þeim mannkostum búinn að
hann naut mikils trausts og virð-
ingar samþingismanna sinna, og
nú er hann kvaddur með söknuði
og samúð með þeim, sem næst
honum stóðu og mest hafa misst.
Ég vil biðja háttvirta alþing-
ismenn að minnast Ólafs Jóhann-
essonar með því að rísa úr sæt-
um."
Flugmannasamningí
á endurskoðun um
Samningaviðræður flugmanna og
Flugleiða sigldu í strand í fyrrinótt,
eftir svo til linnulausa fundi alla helg-
ina, og þegar slitnaði uppúr voru
samningar á næsta leiti, eftir því sem
báðir aðilar segja í samtólum við
Morgunhlaðið, en atriði það sem
strandaði á, var að Flugleiðir vildu fá
ákvæðum í kjarasamningum um
hvíldartíma breytt, þannig að líma-
setning yrði rýmkuð, en því höfnuðu
flugmenn alfarið og sleit þá Guðlaug-
ur l'nrvaldsson ríkissáttasemjari
fundinum og sagði deiluna nú úr sín-
um hóndum.
„Á tímabili í gærkveldi leit út
fyrir að samningar væru alveg að
nást," sagði Erling Aspelund fram-
kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
Flugleiða, í samtali við blm. Mbl. í
gær. „Það var eitt atriði sem menn
greindi á um, en það var hagræð-
ingaratriði sem við vildum fá inn.
Næturhvíldartími flugmanna skal
vera 9 klukkustundir hjá flug-
mönnum í millilandaflugi, en 8
klukkustundir hjá flugmönnum  í
innanlandsflugi. Við vorum reiðu-
búnir að samþykkja að hann væri 9
klukkustundir hjá öllum flug-
mönnum, en fórum fram á að hann
hæfist kl. 20 en ekki 21 og honum
lyki kl. 10 að morgni, en ekki kl. 9
eins og nú er. Þetta atriði hefur
mikla hagræðingu í för með sér
fyrir Flugleiðir, varðandi alla áætl-
anagerð og skráningu. Til þess að
flugmenn gengju að þessu atriði
buðum við þeim verulegar kjara-
bætur, en þeir mátu stöðuna þannig
að það væri hagstæðara fyrir þá að
halda næturhvíldartalningunni
eins og hún er í núgildandi samn-
ingum og þar með slitnaði upp úr."
„Treysti því að flug-
menn noti skynsemina"
Erling var spurður hvort hann
ætti von á áframhaldandi skærum
frá flugmönnum, fyrst samningarn-
ir fóru út um þúfur, og svaraði
hann þá: „Ég treysti því að svo
verði ekki og að flugmenn noti
skynsemina og sjái til þess að
rekstur félagsins verði með eðli-
legum hætti."
Erling sagði að aðeins 5 læknis-
vottorð hefðu borist frá flugmönn-
unum 28 sem boðuðu veikindi nú
fyrir helgi, og stöðvuðu þar með allt
flug félagsins. I dag yrði svo gengið
eftir því með ítrekun að þeir sem
ekki hefðu skilað læknisvottorði,
gerðu það. Erling sagði að eitt
þeirra 5 vottorða sem borist hefðu,
hefði hljóðað upp á það, að flug-
maðurinn væri óvinnufær vegna
sjúkdóms 18. 19. og 20. maí. „Það er
afskaplega einkennileg tilviljun,"
sagði Erling, „að þetta eru ná-
kvæmlega sömu dagar og flugmenn
höfðu boðað verkfall á. Viðkomandi
læknir viðurkennir í samtali við
trúnaðarlækni félagsins að hann
hafi ekki séð manninn. Annað
læknisvottorðið er upp á það, að
maðurinn sé óvinnufær vegna
sjúkdóms 18. maí, að eigin sögn,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48