Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 115. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Opið alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
mpmhMH^
Opiö öll fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöfd.
AUSTURSTRÆTI22,
INNSTRÆTI,
SlMI 11340
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Þing-
lausnir
ídag
EFTIR nokkurt málþóf í neðri
deild Alþingis í gærkveldi náðist
samkomulag milli stjórnar og
stjórnarandstöðu um að þing-
lausnir fari fram í dag. Neðri deild
Alþingis sat enn á fundum þegar
Mbl. fór í prentun en efri deild
lauk störfum um kvöldmatarleytiö
og sátu þingmenn kvöldverðar-
veislu deildarinnar í gærkvöldi.
í gærkvöldi héldu áfram um-
ræður í neðri deild um þau mál
sem stefnt er að að afgreiða
fyrir þinglausnir og var reiknað
með að fundir gætu staðið fram
á nótt. Stefnt er að því að deild-
arfundir hefjist kl. 11 árdegis á
ný og sameinað þing komi sam-
an kl. 14.00. Þar verða greidd
atkvæði um þau mál sem lokið
var umræðu um fyrir helgi, en
ljóst er að a.m.k. 12 til 14 þings-
ályktunartillögur koma ekki til
atkvæða. Þá verður kosið í
stjórn kísilmálmverksmiðju við
Reyðarfjörð. Einnig verður kos-
inn maður í fjárveitinganefnd í
stað Lárusar Jónssonar og sam-
kvæmt heimildum Mbl. verður
Halldór Blöndal þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra kjörinn í
fjárveitinganefnd Alþingis á
fundi sameinaðs Alþingis í dag.
Með Snarfara í Viðey
A MILLI 60 og 70 börn á aldrinum
11 til 12 ára fóru ásamt foreldrum
sínum til Viðeyjar síðastliðinn
sunnudag og sáu félagar í Snar-
fara, félagi smábátaeigenda, um
flutningana milli Reykjavíkur og
Viðeyjar.
Foreldrafélag nemenda í
Laugarnesskóla stóð fyrir
skemmti- og skoðunarferðinni
til  Viðeyjar á sunnudag. Lagt
var af stað í morgunsárið, um kl.
10, frá smábátahöfninni við Ell-
iðaárvog, sem sumir nefna
Elliðanaust. Siglt var norður
Karlsvík og að bryggju Snarfara
við austurenda Viðeyjar. Átta
bátar tóku að sér flutningana og
fóru sumir þeirra tvær ferðir.
Fólkið skoðaði sig um á eynni í
ágætu veðri og um eftirmiðdag-
inn var svo haldið heim á leið.
Að sögn eins félaga Snarfara,
sem blm. Mbl. hafði tal af, voru
allir sæfararnir vel búnir og
klæddir björgunarvestum sem
Slysayarnafélag íslands lét þeim
í té. Á meðfylgjandi mynd, sem
ljósmyndari Morgunblaðsins tók
við smábátahöfnina við Elliða-
árvog, má sjá nokkra nemendur
Laugarnesskóla stíga um borð í
einn bátinn.
Verslunum
lokað á laug-
ardögum
í sumar
TÆPLEGA 450 manna fundur í
Verslunarmannafélagi Reykjavíkur,
sem haldinn var á Hótel Esju í
gærkveldi, samþykkti einróma sam-
komulag um að verslanir skuli lok-
aðar á laugardögum frá 20. júní til 1.
september.
„Það var mikil stemmning á
fundinum og kom mjög greinilega
fram í ræðum manna að fólk er
mjög óánægt með þennan langa
vinnutíma sem er við lýði hjá
verslunarmönnum og það var ein-
hugur um að snúa þessari þróun
við," sagði Magnús L. Sveinsson,
formaður VR, í samtali við Morg-
unblaðið í gærkveldi.
Skærur hjá
símvirkjum
LÍKUR eru á að stór hópur sím-
virkja, sem nú kallast rafeindavirkj-
ar, hjá I'ósti og síma mæti ekki til
vinnu í dag, á morgun og á fimmtu-
dag. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur hópur símvirkja
síðustu daga hvatt félaga sína til að
tilkynna fjarvistir þessa þrjá daga til
að leggja áherzlu á kaup- og
réttindakröfur. Óljóst er hver áhrif
af þessum skærum verða, það fer
eftir fjölda símvirkja, sem mæta
ekki, og tíðni bilana m.a.
Álverð lækkar á
frjálsum markaði
ALVERÐ á hinum frjálsa markaði
eða samkvæmt svonefndum London
Metal Exchange Barometer hefur
farið lækkandi að undanfornu og er
nú lægra en það hefur verið í um það
bil ár. Þegar verðið var hæst var það
talsvert yfir 1100 pundum tonnið, en
hefur nú lækkað um nálega 10%
miðað við þegar það var hæst.
Þessi verðlækkun kemur ekki til
með að hafa áhrif á afkomu Ál-
versins í Straumsvík nema um
viðvarandi lækkun sé að ræða, þar
sem framleiðsla álversins er ekki
seld á þessum frjálsa markaði,
enda einungis litill hluti álfram-
leiðslunnar í heiminum seldur á
honum, heldur samkvæmt föstum
samningum. Breytingar á álverði
til hækkunar eða lækkunar koma
því ekki strax fram og þetta fyrir-
komulag seljendum í hag sé um
lækkun að ræða, en kaupendum sé
um hækkun á álverði að ræða.
Það er ekki óþekkt fyrirbrigði
að álverð lækki á þessum árstíma
að sögn kunnugra og hefur þeirri
skýringu verið varpað fram að
kaupendur haldi að sér höndum
við kaupin á vorin vegna sumar-
fría sem framundan eru.
EBE ráðger-
ir loðnuveiðar
Efnahagsbandalagið ráðgerir að
senda skip til loðnuveiða á hafsvæð-
inu norður af íslandi í sumar.
Að sogn Ólafs Egilssonar, sendi-
herra og formanns íslenzku sendi-
nefndarinnar í viðræðum við EBE
og Norðmenn í Bergen fyrir
skömmu, gerir EBE tilkall til veiði-
Gerðardómur skipaður
í f lugmannadeilunni
HÆSTIRÉTTUR ákvað í gær
hverjir skuli skipa gerðardóm
þann, sem samkvæmt lögum
þeim sem sett voru í sl. viku til
þess að koma í veg fyrir verkfall
fiugmanna skal úrskurða um
kaup og kjör flugmanna Flug-
leiða fyrir 15. júní nk. Guðmund-
ur Skaftason hæstaréttarlög-
maður er formaður gerðardóms-
ins, en aðrir gerðardómsmenn
eru þeir Bárður Daníelsson arkí-
tekt og Þórður Einarsson pró-
fessor.
réttinda á umdeilda hafsvæðinu
milli Jan Mayen og Grænlands, en
um það er ágreiningur milli þeirra
og Norðmanna. Norðmenn telja, að
miðlína eigi að gilda milli Jan May-
en og Grænlands, en Danir, fyrir
hönd Grænlendinga, telja að
Grænland eigi rétt á 200 mílna
lögsögu á þessu svæði.
Ólafur sagði, að í kröfum EBE
fælist 105.000 lesta veiði, eða sama
magn og Norðmenn fá, þar með
taldar bætur vegna þess, að engin
skip frá EBE stunduðu þessar veið-
ar síðastliðið sumar. Yrði af því,
kæmu aðeins 90.000 lestir í okkar
hlut miðað við núverandi tillögur
fiskifræðinga um 300.000 lesta
heildarafla, sem allir sæju að væri
allt of lítið.
ólafur sagði, að margir teldu að
þessar veiðar yrðu skipum EBE
óhagkvæmar og nánast útilokað að
stunda þær án einhverra styrkja.
Ásgeir og
félagar
í beinni út-
sendingu
ALLT bendir til að knattspyrnu-
leikur Stuttgart og Hamburger SV
í v-þýzku Bundesljgunni verði
sýndur beint í sjónvarpinu á laug-
ardag. Leikurinn er úrslitaleikur
um v-þýzka meistaratitilinn og á
Ásgeir Sigurvinsson góða mögu-
leika á að vinna titilinn með fé-
lögum sínum í Stuttgart.
„Sjónvarpið hefur fengið
heimild frá V-Þýzkalandi um að
leikurinn verði sýndur beint hér
á landi og hefur pantað línu um
gervihnött. Svar fæst væntan-
lega í dag," sagði Bjarni Felix-
son, íþróttafréttamaður sjón-
varps, í samtali við Mbl.
„Þetta er búið að vera mikið
þref, svo vægt sé til orða tekið,"
sagði Bjarni Felixson og bætti
við: „Ástæðan fyrir því að lína
um gervihnött var ekki pöntuð í
síðustu viku er sú, að kollegar
mínir í V-Þýzkalandi töldu það
allt of mikla bjartsýni að ætla
að leikurinn yrði sýndur beint
hér á landi. En sem betur fer
hefur það nú fengizt í gegn."
Bjarni sagði að upptöku- og
réttindakostnaður við sýningu
leiksins væri 40 þúsund íslenzk-
ar krónur, en við bættist leiga á
sjónvarpslínunni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48