Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 117. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
tfgmiMfifrft
STOFNAÐ 1913
117. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 24. MAI 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Áskorun EBE-ríkja:
Hætt verði árásum
á skip í Persaflóa
London og Manarna í Itahrain. 23. niaí. AP.
RÍKIN tíu, sem aðild eiga að Kfna
hagsbandalagi Evrópu, hafa skorað á
frani og íraka, að hætta árisum á
flutningaskip í Persaflóa. Sendiherrar
Frakka, Grikkja og íra í Bagdad og
Teheran afhentu stjórnvöldum þar orð-
sendingu þessa efnis á mánudag.
Frá því seint í mars hafa tíu flutn-
ingaskip, þar af sjö olíuskip, orðið
fyrir árásum írana og íraka á Persa-
flóa.
Tilraunir, sem leiðtogar Araba-
ríkja hafa g'ert undanfarna daga til
að bera sáttarorð á milli hinna stríð-
andi þjóða, hafa engan árangur bor-
ið. Saddam Hussein, forseti íraks.
sagði í dag, að sú stund nálgaðist, að
trakar gætu sprengt Kharg-eyju,
eina aðalolíuhöfn Irana í Persaflóa, í
loft upp. Þau flutningaskip, sem orö-
ið hafa fyrir árásum í flóanum á
undanförnum vikum, hafa flest verið
á leið til Kharg-eyjar eða frá henni.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
sagði í gær að Bandarfkjamenn
hefðu ekki boðist til eða verið beðnir
um, að hafa afskipti af siglinga-
vandkvæðum á Persaflóa. Heimild-
armenn AP meðal arabískra stjórn-
valda segja hins végar, að Banda-
ríkjastjórn hafi lýst sig reiðubúna til
íhlutunar ef Persaflóaríkin fara þess
á leit.
Karl-August Fagerholm
Karl-August
Fagerholm
látinn
Helsinki, 23. maí. AP.
Karl-August Fagerholm, fyrrum
forsætisriðherra Finnlands og for-
seti finnska þingsins, lést í gær á
sjúkrahúsi í Helsinki, 82 ára að
aldri.
Fagerholm var um árabil einn
helsti leiötogi norrænna jafnað-
armanna og athafnasamur á vett-
vangi norrænnar samvinnu. Hann
sat á þingi í 35 ár, gegndi embætti
forsætisráðherra þrívegis, 1948—
1950, 1956-1957, 1958-1959, og
var félagsmálaráðherra á árunum
1937—1943. Fagerholm bauð sig
fram í forsetakosningunum 1956,
en tapaði naumlega fyrir Uhro
Kekkonen. Áratug síðar hætti
hann afskiptum af stjórnmálum.
Sex af vagnstjórunum átta í Kaupmannahöfn, sem reknir voru úr starfi ( gær, horfa á sjónvarpsviðtal við sjöunda
vagnstjórann, Per Brandt, en hann var fyrstur til að ganga úr félagi bifreiðastjóra til að mótmæla því að stéttarfélags-
_______________________________   gjaWsittrynnitiinokksjafnaðarmanna.                              .            Sim.mynd: Nordfoto.
Endi bundinn á vinnudeiluna í Kaupmannahöfn?
Vagnstjórar reknir til
að friða verkfallsmenn
Kaupmannahnrn, 23. maí. frá AP
og Ib Bjornbak, frrttaritara Mbl.
Borgarráð Kaupmannahafnar
féllst í dag á tilmæli stjórnar stræt-
isvagna borgarinnar, að víkja átta
vagnstjórum, sem neitað hafa að
greiða stéttarfélagsgjöld til Aiþýðu-
sambandsins, úr starfi, en undan-
farna tólf daga hafa samgöngur í
borginni lamast, með víðtækum af-
leiðingum, vegna verkfalla sem and-
stæðingar vagnstjóranna hafa efnt
til í mótmælaskyni við afstöðu
þeirra.
Vagnstjórarnir átta segjast ekki
vilja vera í félagi bifreiðastjóra,
sem er aðili að Alþýðusamband-
inu, vegna skipulagslegra tengsla
danskrar verkalýðshreyfingar og
flokks jafnaðarmanna. Þeir segj-
ast vera á móti því að stéttarfé-
lagsgjöld þeirra renni til jafnað-
armanna, og hafa stofnað óháð
stéttarfélag.
Verkamenn í Kaupmannahöfn,
sem eru á öndverðum meiði við
vagnstjórana átta og krefjast þess
að þeir verði knúnir til að ganga í
félag bifreiðastjóra eða reknir,
hófu mótmælaaðgerðir 12. maí,
sem síðan hafa breiðst út og auk-
ist að umfangi. Strætisvagna-
stjórar lögðu fyrstir niður vinnu,
en síðan slógust bílstjórar í
sorphreinsun og olíuflutningum í
hópinn og hafa verkföllin lamað
allt eðlilegt líf í Kaupmannahöfn,
sorp hefur t.d. hlaðist upp og
vandræði skapast á sjúkrahúsum.
Það voru jafnaðarmenn, sem
hafa meirihluta í borgarstjórn
Kaupmannahafnar, sem stóðu að
brottvikningu vagnstjóranna. Þeir
segja að það sé eina leiðin til að
leysa deiluna og koma samgöngum
í borginni í eðlilegt horf á ný.
Borgaraflokkarnir, sem eru í
minnihluta í borgarstjórn en fara
með stjórn landsins, greiddu at-
kvæði  gegn  uppsögninni.  Þeir
segja hana brot á stjórnarskrár-
bundnum réttindum vagnstjór-
anna; óheimilt sé að skikka menn
til að vera í ákveðnum verkalýðs-
félögum.
Fullvíst er að ágreiningsmál
þetta á eftir að koma til kasta
dómstóla í Danmörku og einnig er
hugsanlegt að ríkisstjórn borgar-
aflokkanna hafi einhver afskipti
af samþykkt borgarráðsins.
Deiia málmiðnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi:
Fimmtíu þúsund manns
mótmæltu verkbanninu
Stull(.art. 23. maí. AP.
TALIÐ er að allt að fimmtíu þúsund
verkamenn í Vestur-Þýskalandi hafi
lagt niður vinnu í dag til að mót-
rnæla verkbanni vinnuveitenda, sem
„Samningamaður" Afgana
biðst hælis í Pakistan
lslamahaad, 23. maí, AP.
ABDUL Majid Mangal, háttsettur
embættismaður     kommúnista-
stjórnarinnar f Afganistan, flúði í
dag ásamt fjölskyldu sinni til Pak-
istan og baðst hælis þar sem póli-
tískur flóttamaður. Við komuna
þangað sagði hann að Sovétmenn,
sem hafa hersetið Afganistan síð-
an 1979, væru að leggja föðurland
sitt í eyði og útrýma samlöndum
sínura.
Mangal, sem starfaði í utan-
ríkisráðuneytinu í Kabúl og var
um þriggja ára skeið sendi-
fulltrúi í Moskvu, var ásamt
Taraki, fyrrum forseta, og Amin,
fyrrum      utanríkisráðherra,
höfundur samkomulags sem
afgönsk og sovésk stjórnvöld
gerðu með sér í desember 1978,
en á grundvelli þess hafa Sov-
étmenn réttlætt innrás sína í
Afganistan og hersetuna þar.
f yfirlýsingu, sem Mangal
sendi frá sér í Islamabaad í dag,
sagði að öll völd í Afganistan
væru nú í höndum Sovétstjórn-
arinnar og Afganir sjálfir væru
þar áhrifalausir.
Nær þrjár milljónir Afgana
hafa flúið til Pakistan frá því að
Sovétmenn hernámu Afganistan
í desember 1979.
nær til 65 þúsund félaga f samtökum
málmiðnaðarmanna.
Málmiðnaðarmenn í bifreiða-
verksmiðjum hafa undanfarna níu
daga verið í skæruverkföllum til
að leggja áherslu á kröfu stéttar-
samtaka sinna um styttingu
vinnuvikunnar um fimm klukku-
stundir án kauplækkunar, en sam-
tökin, sem eru öflugustu verka-
lýðssamtök heims með 2,5 milljón-
ir félaga, telja það árangursríka
aðferð í baráttu við atvinnuleysi í
landinu.
Verkföllin, sem talið er að um
250 þúsund manns taki þátt í, hafa
að heita má lamað bifreiðafram-
leiðslu í Vestur-Þýskalandi og
hafa sumir framleiðendur brugð-
ist við þeim með því að loka verk-
smiðjum og lýsa yfir verkbanni.
Bifreiðaframleiðendur telja sig
þegar hafa tapað andvirði eins
milljarðs þýskra marka vegna
vinnudeilunnar.
Samningafundur málmiðnað-
armanna  og  vinnuveitenda   í
Stuttgart er fyrirhugaður á morg-
un, fimmtudag, og niðurstaða þess
fundar er talin skipta miklu máli
fyrir framvindu deilunnar annars
staðar í landinu.
Verkfall
í Noregi
Osló, 23. maí, frá Jan Krik    ^"^
Lauré, frétUriUra Mbl.
Á MIDNÆTTI hófst verkfall
15 þúsund opinberra starfs-
manna í Noregi. Seint í kvöld
slitnaði upp úr samningavið-
ræðum fulltrúa þeirra og
Arne Rettedals félagsmála-
ráðherra og strandaði sam-
komalag á launakröfu starfs-
mannanna. Verkfallið kemur
til með að setja ýmiss konar
opinbera þjónustustarfsemi
úr skorðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48