Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 117. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984
23
Friðurinn úti
í Beirút-borg
Beirút, 23. maí. AP.
BARDAGAR brutust út í Beirút í
nótt eftir fjógurra daga vopnahlé, og
að sögn lögreglu féllu tveir og níu
særðust í næturlöngum bardögum í
suðurhverfum borgarinnar.
í átökunum laust stjórnarher-
mönnum saman við shíta og
drúsa, en hinir látnu voru óbreytt-
ir borgarar. Bardagar brjótast út
á sama tíma sem það spurðist út
að ríkisstjórnin íhugaði stofnun
sérsveita hermanna til að skilja
sundur stríðandi fylkingar í höf-
uðborginni.
Nýju sveitirnar yrðu þrjár og
2.000 hermenn í hverri. Þegar þær
hefðu tekið sér stöðu í vesturhlut-
anum, austurhlutanum og á
græna beltinu yrðu samgönguleið-
ir milli borgarhlutanna opnaðar,
einnig höfnin og alþjóðaflugvöll-
urinn.
Með stofnun sveitanna fylgdi
endurskipulagning stjórnarhers-
ins þannig að jafnvægi yrði milli
kristinna manna og múham-
eðstrúarmanna. Einnig að nýr
maður yrði settur yfir herinn í
stað Ibrahim Tannous hershöfð-
ingja. Búist er við að stjórnin ráð-
ist í endurskipulagningu hersins
og stofnun sveitanna þegar hún
hefur hlotið stuðningsyfirlýsingu
á þingi.
Ariane í keppni
við geimskutluna
Kourou. 23. maí. AP.
EVRÓPSKA geimflaugin Ariane
flutti í nótt fyrsta fjarskiptahnött af
mörgum fyrirhuguöum á braut um
jörðu, og tókust flutningarnir með
ágætum, þótt geimskoti yrðí frestað
tvisvar á síðustu stundu vegna smá-
vægilegra bilana.
Ariane er þar með komin í beina
samkeppni við geimskutluna
bandarísku, en flaugin er eign evr-
ópsku geimvísindastofnunarinnar,
sem 11 Evrópuríki standa að.
Hnötturinn, sem Ariane flutti á
braut um jörðu, er í eigu banda-
ríska fyrirtækisins GTE-spacenet,
sem greiddi 25 milljónir dollara
fyrir flutninginn. Fjórtán fyrir-
tæki önnur hafa samið um flutn-
inga 28 gervihnatta með Ariane
fram á árið 1987, fyrir 765 milljón-
ir dollara.
Stuttfrettir
Sumitomo tek-
ur við Dunlop
Parúi.
FRONSK stjórnvöld hafa sam-
þykkt, að japanska gumfram-
leiðslufyrirtækið Sumitomo taki
við rekstri Dunlop-fyrirtækisins í
Frakklandi en það síðarnefnda
hefur lengi átt við mikla erfið-
leika aö etja.
Sumitomo hefur nú þegar tektð
við rekstri Dunlop í Bretlandi og
Vestur-Þýskalandi en Dunlop fór
fram á gjaldþrotaskipti 6. október
sl. Sumir hafa óttast, að Sumit-
omo gæti reynst franska fyrir-
tækinu Michelin skeinuhætt, en
þyngra á metunum reyndtst yfir-
vofandi atvinnumissir 5.580
starfsmanna Dunlop. Talið er, að
Japanirnir hafi skuldbundið sig
til að reka Dunlop í fimm ár hið
skemmsta. Að undanförnu hafa
Japanir keypt mörg evrópsk fyrir-
tæki og hyggjast þannig tryggja
sér aðgang að mörkuðum Efna-
hagsbandaiagsins.
Mikil fjár-
festingGM
í Bretlandi
London.
BANDARÍSKA stórfyrirtækið
General Motors hefur ákveðið að
fjárfesta fyrir 143 millljónir doll-
ara í tveimur bílasmiðjum, sem
reknar eru af dótturfyrirtæki
þess í Bretlandi, Vauxhall Motors.
Er ástæðan þau stórkostlegu um-
skipti, sem hafa orðið í sölu
Vauxhall, en hún jókst um 40% á
fyrsta fjórðungi þessa árs.
Þegar Roger Smith, stjórnar-
formaður GM, tilkynnti fjárfest-
ingaráformin sagði hann, að sala
Vauxhall á Bretlandseyjum hefði
aukist um 40% á fyrsta fjórðungi
ársins og hlutdeildin í markaðin-
um vaxið úr 13,6% í 19%. Þrátt
fyrir þessa velgengni Vauxhall
jókst tap General Motors í Bret-
landi í fyrra og er þar fyrst og
fremst um að kenna miklum halla
á Bedford-bílasmiðjunum.
Eftirspurnin
eftir FIAT Uno
vex og vex
Sao l'aulo
EKKI er ólíklegt, að FIAT Uno
verði brátt fluttur á Evrópumark-
að frá Brasilíu, en svo mikil eftir-
spurn er eftir honum, að verk-
smiðjurnar í Tórínó hafa vart
undan.
Uno-inn er ekki settur saman
annars staðar en í Tórínó og er
afkastageta      verksmiðjanna
400.000 bílar á ári. Ef eftirspurnin
vex enn hefur FIAT í hyggju að
framleiða bilinn í dótturfyrirtæki
sínu í Brasilíu, FIAT do Brasil, og
flytja á Evrópumarkað. Verður
hafist handa við það fljótlega og
gert er ráð fyrir að fyrsti Uno-inn
komi af færiböndunum í septem-
ber. Vinsældir bílsins hafa komið
stjórnendum FIAT á óvart. í
fyrra, á fyrsta árinu, seldust I
Evrópu 350.000 bílar og ljóst, að
salan mun aukast enn.
Taiwan ber
víurnar í bíla-
framleiðendur
Hong Kone.
HÁTTSETTUR embættismaður
frá Taiwan hefur átt viðræður við
bílaframleiöendur í Evrópu og
Bandaríkjunum með það fyrir
augum að fá þá til að reisa nýja
bílaverksmiðju á eyjunni. Eru
þessar viðræður ekki síst til þess
að knýja á um eínhverja niður-
stöðu í þeim viðræöum, sem
stjórnin á Taiwan hefur átt við
Toyota-fyrirtækið japanska.
Viðræðurnar milli Taiwan og
Toyota hafa staöið með hléum í
rúmlega níu mánuði og enginn
árangur sjáanlegur enn. Hefur
deilan staðið um fjölda bílanna,
sem skal flytja út, og þátttöku og
hlutdeild fyrirtækja . á Taiwan.
Taiwan-búar höfðu bundið miklar
vonir við þá tækniþekkingu, sem
Japanir hefðu komið með, en nú
telja margir, að ekkert verði af
samningum. Ottist Japanir, að
með þeim væru þeir aðeins að
auka getu Taiwan-búa til að
keppa við þá á alþjóðamarkaði.
Haft er hins vegar fyrir satt, að
Renault og Peugeot í Frakklandi
hafi nú áhuga á að koma í stað
Toyota.
LITIL
HLAUP
OG HATT KAUP
Þú sparar þér marga krónuna og margan snúninginn með
því að koma til okkar því við bjoóum lágt verð og geysi-
mikið úrval.
Þú ættir aö
líta á úrval
okkar     af
sófasettum
og hornsóf-
um í allskon-
ar áklæöum
sem er alveg
sérstaklega
gott núna.
Hjá okkur færöu staka sófa af ýmsum geröum stóra
og stutta í áklæöum og leðri.
Mahoni sófaborö og
mahoní hornborö og
mahoní lampaborö.
Þú       heldur
kannski að þaö
sé mjög dýrt aö
kaupa boröstofu-
sett, en þaö er nú
ekki aldeilis svo
boröstofudeild-
inni okkar sem
breiðir úr sér yfir
þrjú til fjögur
hundruð fermetra
gefur að líta borö
og stóla úr Ijós-
um og dökkum
viðartegundum,
eik, furu, aski,
beiki, mahoní —
allt á viðráðan-
legu veröi.
Hægindastólar í öllum
verðflokkum í öllum
hugsanlegum   gerð-
OPIÐ TIL KLUKKAN ÁTTA Á FÖSTUDAGSKVÖLD.
OPIÐ TIL KLUKKAN FJÖGUR Á LAUGARDAG.
HUSGAGNAHOLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48