Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 117. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984
25
Ráðuneytið svarar kartöfluinnflytjendum:
„Ekki tök á að gefa
innflutning frjálsan
Landbúnaðarráðuneytið hefur með bréfi til 9 umsækjenda um innflutn-
ingsleyfí á kartöflum hafnað kröfu sex þeirra um að innflutningur verði
gefinn frjáls. Segir ráðuneytið að nýir innflytjendur megi búast við að geU
fengið leyfí fyrir 150 tonna innflutningi fyrir 14. júní og að heimild þurfi að
vera fengin fyrir innflutningi áður en varan er keypt erlendis.
u
Gísli V. Einarsson
skulu ofan í landsmenn með góðu
eða illu.
Ég tel að með þessari ákvörðun sé
landbúnaðarráðherra að gefa þeim
neytendum, sem tóku þátt í undir-
skriftasöfnun Neytendasamtak-
anna á dögunum, svo og öðrum,
langt nef og ætli sér að virða rétt-
mætar óskir þeirra í þessu efni að
vettugi.
Ég vænti þess að þeir aðilar sem
sótt hafa um heimild til frjáls inn-
flutnings á kartöflum og grænmeti
muni ræða þessi síðustu tíðindi í
kartöflumálinu, en ég vil taka það
mjög skýrt fram, að þessi ákvörðun
snýr ekki að okkur nema að mjög
litlu leyti. Hún snýr fyrst og síðast
að öllum neytendum í landinu og
mér sýnist að það séu neytendur og
fyrir þeirra hönd ef til vill Neyt-
endasamtökin, sem eigi vantalað
við ráðherra í þessum efnum en
ekki frjálsir innflytjendur og dreif-
ingaraðilar.
Að lokum vil ég láta í ljós vonir
um að landbúnaðarráðherra sjái sf
fært að endurskoða ákvörðun sína í
þessu máli og breyta henni í sam-
ræmi við mjög ákveðnar óskir frá
öllum þorra neytenda," sagði Gísli
V. Einarsson.
Orðrétt segir svo í bréfinu sem
Guðmundur Sigþórsson skrif-
stofustjóri skrifar fyrir hönd ráð-
herra: „Fara verður með mál þetta
innan þeirra marka, sem lög
ákveða og tök eru ekki á að gefa
innflutning frjálsan að þvi marki,
sem óskað er í bréfi yðar. Nauðsyn
ber til, vegna sjúkdómavarna og
hagsmuna innlendra framleið-
enda, að hafa yfirsýn yfir innflutt
magn á hverjum tíma og hvaðan
það kemur. Innflutningur þarf að
vera með sem jöfnustu millibili,
þannig að góðar kartöflur séu
jafnan fáanlegar fyrir neytendur,
en án þess að birgðir hlaðist upp.
Með tilliti til birgða kartaflna í
landinu og innflutningsbeiðna,
virðist mega reikna með 150 tonna
innflutningi fyrir 14. júní, sem ný-
ir kartofluinnflytjendur annast.
Ráðuneytið telur við núverandi
aðstæður að innflutningi verði að
haga á þann hátt, sem að framan
greinir, og samvinnu við innflytj-
endur nauðsynlega. Vitneskja um
áformað innfiutningsmagn þyrfti
því að berast ráðuneytinu hið
allra fyrsta og heimild að vera
fengin fyrir innflutningi, áður en
varan er keypt erlendis, þar sem
leyfi umfram það magn, sem að
framan greinir, verður ekki gefið
að óbreyttum aðstæðum."
Þá kom fram í bréfi ráðuneytis-
ins að umsækjendur eru orðnir
níu talsins, við hafa bæst: Mat-
kaup hf. og Sf S, innflutningsdeild.
i  I   °
BÚR-togara breytt?
Umdeilda svæðið
við Jan Mayen
BÆJARÚTGERÐ Reykjavíkur hef-
ur nú ákveðið, að undirbúa breyt-
ingu á einuni af „Spánartogurum"
sínum í rækjutogara með fullvinnslu
um borð. Ennfremur er unnið að því,
að leigja Snorra Sturluson, einn tog-
ara BUR, fram á næsta haust
Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Bæjarútgerð-
arinnar, verður unnið að því í
sumar, að kanna nákvæmlega þá
möguleika,  sem  eru  á  þvi  að
breyta einum „Spánartogaranna"
í rækjutogara. Sagði hann, að
að mörgu þyrfti að hyggja og yrði
tíminn til hausts notaður til að
reikna dæmið til hlítar. Bjarni
Benediktsson væri nú í leigu tii
hausts og stefnt væri að því að
leigja Snorra Sturluson til svipaðs
tíma. Að leigutíma loknum yrði
svo hafizt handa við breytingarn-
ar, ef endanleg niðurstaða yrði að
svo skyldi gert.
Efnahagsbandalagið hefur fyrir
nokkru lýst því yfir, að það hyggist
senda skip til loðnuveiða á hafsvæð-
ið norður af íslandi í sumar. Full-
trúar EBE telja bandalagið eiga
veiðirétt á umdeildu svæði milli
Grænlands og Jan Mayen og munu
veiðar þeirra væntanlega fara þar
fram svo og Grænlandsmegin við
miðlínuna milli íslands og Græn-
lands, verði af þeim.
Á meðfylgjandi korti sést skipt-
ing lögsögulslands, Grænlands og
Jan Mayen og er umdeilda svæðið
skyggt. Að sögn Hjálmars Vil-
hjálmssonar, fiskifræðings, er
ekki á vísan að róa hvað varðar
loðnuveiði Grænlandsmegin mið-
linunnar, mjög misjafnt sé hvern-
ig loðnugöngum á þessum svæðum
sé háttað og þá hafi ís einnig mik-
ið að segja um það, hvort veiðar
þarna séu mögulegar. Taldar eru
meiri likur á loonu á umdeilda
svæðinu, en loðnan gengur gjarn-
an norður að Jan Mayen og jafnvel
norður og austur fyrir eyjuna.
;n hug-
ðskipti
Raunhæf gengisstefna, sem felur í
sér ákveðna festu, er lykilatriði
efnahagsstefnunnar f litlum, opnum
hagkerfum. Slikri gengisstefnu
verður jafnframt að fylgja eftir með
jafnvægisstefnu i peninga- og ríkis-
fjármálum. Meðal mikilvægra að-
gerða má nefna aukna samkeppni í
atvinnulífinu, bætt starfsskilyrði
atvinnuveganna og meira frjálsræði
i verslun og viðskiptum innanlands
og utan.
Það er ennfremur afar mikilvægt
fyrir íslendinga að unnt verði að
glæða hagvöxt með þróun nýrra at-
vinnugreina, einungis þannig verð-
ur bjartsýni vakin á ný. Ég tek þvi
mjög undir það sem þér sögðuð um
mikilvægi samvinnu Evrópuríkja á
sviði rannsókna og þróunar. Þetta
er vitaskuld frumskilyrði hagvaxt-
ar.
Sá árangur sem náðst hefur á Is-
landi er þó unninn fyrir gig ef ekki
tekst að ná þjóðarsátt um efna-
hagsstefnuna. Skilyrði þess er að
kostnaðinum, sem oft er samfara
breytingum sé skipt á réttlátan
hátt. Ég er sannfærður um, að sá
árangur sem náðst hefur á íslandi á
síðasta ári, sérstaklega hjöðnun
verðbólgu samfara fullri atvinnu,
náðist vegna þess að þjóðin sætti sig
fremur við almenna lækkun lífs-
kjara en víðtækt atvinnuleysi. Til
þess að þetta haldist þarf að glæða
bjartsýni með því að endurvekja
hagvöxt og bætt lifskjör á traustum
grunni.
Sveigjanleiki raunlauna og aðlög-
un einstakra ríkja að breyttum ytri
skilyrðum eru ákaflega mikilvæg
atriði, en ein sér eru þau ekki nægj-
anleg. Ef efnahagsleg aðlögun á að
Fyrirmenn EFTA-ríkjanna að kvöldi fundar þeirra í Visby £ Gotlandi í gærkvöldi. Á myndinni eru (f.v.) hans Brunhart,
forsætisráðherra Liechtenstein, Kurt Furgler sem fer með embætti forsætisráðherra Sviss, Fred Sinowatz, forsætisráðherra
Austurrfkis, Olof Palme, forsætisráðherra Svfþjóðar, Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, Per Kleppe, framkvæmdastjóri EFTA, og Mario Soares, forsætis-
ráðherra Portúgals.                                                                   ai* sím*mrnd.
skila árangri verða að vera fyrir
hendi skilyrði í heimsbúskapnum
fyrir vexti útflutnings. Afnám
þeirra viðskiptatáimana, sem komið
hefur verið á undanfarin ár, er
ákaflega brýnt verkefni í þessu
sambandi. Aukin tollvernd og ófyr-
irsjáanlegar ráðstafanir einstakra
rikja í viðskiptamálum kunna að
hafa orðið þrándur í götu nýfjár-
festingar í þeim atvinnugreinum,
sem byggja á útflutningi. Af þess-
um sökum ættu EFTA-ríkin að
veita öllum tilraunum til að afnema
verndaraðgerðir fullan stuðning. Þá
er einnig mikilvægt, að þær breyt-
ingar á aðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu, sem nú eiga sér stað, eða
standa fyrir dyrum, hafi ekki í för
með sér neikvæð áhrif á fríverslun.
Þann aðgang, sem aðildarríki EFTA
hafa að öllum mörkuðum í Vestur-
Evrópu, verður að varðveita og auka
á komandi árum.
Sú röskun á alþjóðaviðskiptum,
sem leitt hefur af atvinnustefnu
innan ríkja, svo sem styrkjum til
víkjandi atvinnugreina eða byggð-
arlaga, er ef til vill mikilvægasta
milliríkjaviðskiptamálið um þessar
mundir. Lítil, opin hagkerfi eiga
undir högg að sækja í samkeppni á
útflutningsmarkaði við ríki. sem
beita framleiðslustyrkjum, útflutn-
ingsstyrkjum og öðrum aðgerðum,
sem gjörbreyta samkeppnisstöðu.
Þá má á það benda, að óbein áhrif
stuðningsaðgerða á markaði i þriðja
landi eru oft sérstaklega skaðleg
hagsmunum þróunarríkja, sem
EFTA-ríkin lýsa þó einatt réttilega
stuðningi við. Vegna stærðar þeirra
og mikilla áhrifa á heimaverslun
hlýtur ábyrgðin á að viðhalda og
efla fríverslun á grundvelli heil-
brigðrar samkeppni að hvíla þyngst
á ríkjum Efnahagsbandalags Evr-
ópu, Norður-Ameríkuríkjunum og
Japan. En þessi ábyrgð hvflir vita-
skuld á öllum ríkjum, þar á meðal
EFTA-ríkjunum. Því miður verður
það að segjast eins og er, að styrk-
veitingar og önnur ríkisafskipti af
sjávarútvegi hafa haft i för með sér
verulega röskun á mörkuðum, sem
eru geysilega mikilvægir fyrir Is-
land. Þótt skiljanlegar ástæður séu
fyrir því, að aðstoð er veitt til
byggðarlaga og atvinnuvega, sem
standa höllum fæti i þessum lönd-
um, verður að veita hana þannig, að
ekki hafi alvarleg áhrif á milliríkja-
viðskipti. Það er ákaflega mikil-
vægt, að sá mikli kostnaður, sem
fylgir hvers konar verndarstefnu,
bæði fyrir innflutnings- og útflutn-
ingsríki, verði almennt viðurkennd-
ur.
Þá er þess enn að gæta, að út-
flutningsstyrkir og annar ríkis-
stuðningur við atvinnurekstur valda
ekki aðeins röskun í milliríkjavið-
skiptum, heldur eru slíkar ráðstaf-
anir einnig víða um lönd þung fjár-
hagsbyrði fyrir ríkissjóð og veldur
oft fjárlagahalla, sem stofnað getur
efnahagsbatanum í hættu.
Árangursríkra aðgerða er því
þörf til að stuðla að afnámi eða
minnkun útflutningsstyrkja og
stuðnings við atvinnuvegina, sem
raska eðlilegum alþjóðaviðskipta-
háttum. Aðildarríki EFTA ættu í
sameiningu að vinna að þessu innan
sinna vébanda, í samskiptum sínum
við EBE og annars staðar á alþjóða-
vettvangi.
Slíkar verndarráðstafanir fela í
sér alvarlegt brot á grundvallar-
hugsjónum EFTA og varða því
okkur alla.
Hr. fundarstjóri.
Áður en ég Íýk máli mínu vil ég
skýra frá því, að rétt áður en ég kom
til þessa fundar, bárust mér þær
fregnir, að ríkisstjórn Portúgals
áformaði að leggja 12% innflutn-
ingstoll á óverkaðan saltfisk frá
þeim löndum, sem ekki hafa veitt
Portúgölum     fiskveiðiheimildir,
samanborið við 3% toll á saltfisk
frá löndum, sem hafa veitt þeim
fiskveiðiheimildir, ef fiskinum er
landað úr portúgöiskum veiðiskip-
um. Af Islands háifu kemur ekki til
greina að veita erlendum þjóðum
fiskveiðiréttindi. Slíkar heimildir
græfu beinlínis undan tilveru-
grundvelli okkar.
íslendingar hljóta að mótmæla
þeirri mismunun, sem felst í hinum
fyrirhugaða saltfisktolli í Portúgal.
Þessi tollur er í andstöðu við sam-
þykktina, sem liggur fyrir þessum
fundi. Þar segir í þriðju grein:
„Barist skai gegn verndarstefnu á
öllum stigum. Engar nýjar vernd-
arráðstafanir ætti að taka upp."
Saltfisktollurinn fer að sjálfsögðu
einnig í bága við 19. grein í drögum
að fundarsamþykkt, þar sem sér-
staða Islendinga hvað varðar sam-
setningu útflutnings er viðúrkennd.
Saltfiskútflutningur Islendinga til
Portúgals hefur að undanförnu ver-
ið nálægt 50% af heildarútflutningi
fslands til EFTA-ríkja. Öllum, aem
hér eru staddir, hlýtur að vera ljóst,
hversu alvarlegur hinn ráðgerði
tollur er fyrir Islendinga og sú mis-
munun, sem í honum felst.
Ég vil einnig minna á 8. kaflann í
verkefnaskrá EFTA, sem viðskipta-
ráðherrarnir samþykktu í gær, og
sem viðskiptaráðherra Tslands,
Matthías Á. Mathiesen, lagði sér-
staka áherslu á, á þeim fundi.
Mönnum hlýtur að koma í hug,
hvort yfirlýsingar okkar um frí-
verslun, séu aðeins orðin tóm. Mér
þykir það mjög miður að þurfa að
vekja athygíi á þessu máli, sem
snertir gott viðskiptaland okkar,
sem við höfum lengi mikils metið.
Ég hlýt að hvetja Portúgali til þess
að endurskoða þessi áform, sem
ganga gegn hugsjónum okkar um
frjáls viðskipti. Hr. fundarstjóri, ég
endurtek þakkir mínar til yðar,
fyrir að hafa haft frumkvæði að
þessum fundi. Ég vona að hann
verði árangursrikur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48