Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 120. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1984
43
störf á skrifstofu Ríkisspítalanna.
Síðar gerðist hún kennari og
kenndi handavinnu við Vogaskóla
og einnig við Víghólaskóla um
áraraðir. Á því sviði var hún snill-
ingur og var listahandbragð á öllu,
sem hún vann í höndum og voru
það margir óvenjulega fallegir
munir. Mörgum vina sinna gaf
hún fagrar gjafir, unnar af þeim
listræna smekk og vandvirkni,-
sem henni var meðfæddur. Áhugi
hennar og hæfni á þessu sviði mun
hafa verið áhrif frá uppeldi henn-
ar og listrænn arfur frá foreldrun-
um.
Nú síðustu árin rak Kristín
verslunina Baldursbrá við Skóla-
vörðustíg, sem stofnsett var af
móður hennar, frú Ingibjörgu
Eyfells, ásamt vinkonu hennar,
Kristínu Jónsdóttur. Þá verslun
þekkja reykvískar konur, því
margar þeirra munu einhvern-
tíma hafa átt leið þangað, bæði
hannyrðakonur og ekki síður þær
konur, sem voru að koma sér upp
íslenska þjóðbúningnum. Eftir lát
þeirra frú Ingibjargar, móður
Kristínar, og Kristínar Jónsdótt-
ur, sýndi Kristín mikinn áhuga á
því að halda uppi nafni verslunar-
innar Baldursbrár og halda áfram
starfi móður sinnar. Ekki síst
beindist áhugi hennar að því að
stuðla að því, að íslenski þjóðbún-
ingurinn liði ekki undir lok með
því að hafa til sölu allt efni til
hans og mun Baldursbrá lengst af
hafa verið eina verslunin í Reykja-
vík, þar sem fáanlegt var allt efni
til íslenska þjóðbúningsins.
Kristín Eyfells fæddist 7. febrú-
ar 1925. Foreldrar hennar voru
hjónin Ingibjörg Eyfells og Eyj-
ólfur Eyfells listmálari, sem bæði
eru látin. Hún giftist Hjálmari
Ólafssyni menntaskólakennara
árið 1955. Þau slitu samvistir.
Dóttir þeirra Dóra, f. 11. október
1957, sem lokið hefur prófi í raf-
magnsverkfræði frá Háskóla ís-
lands, stundar framhaldsnám í
þeirri grein í Þýskalandi og býr nú
með unnusta sínum í Berlín.
Við kveðjum nú Kristínu Ey-
fells, vinkonu okkar, með hrærð-
um huga og munum ávallt minn-
ast hennar með soknuði og þakk-
læti fyrir vináttu hennar og
tryggð.
Utför hennar verður gerð frá
Dómkirkjunni á morgun, mánu-
daginn 28. maí.
Dóttur hennar, Dóru, vottum
við dýpstu samúð, svo og oðrum
vandamönnum.
Bekkjarsystur
Að leiðarlokum sækja minn-
ingar um liðnar samverustundir á
hugann.
Kynni okkar Kristinar hófust í
æsku og vináttan sem þá myndað-
ist varaði æ síðan. Við vorum
sessunautar í barnaskóla og síðar
í Verzlunarskóla íslands. Þá naut
ég góðs af hversu greind hún var,
skyldurækin og iðin, því hjálpfýs-
in var henni í blóð borin og hún
hvatti mig óspart áfram, þegar
letin leitaði á.
Bágt á ég með trúa því, að það
skuli vera liðin fimmtíu ár síðan
tvær níu ára telpur töltu daglega
milli Skólavörðustigs 4b og Leifs-
götu 8 — jafnvel oft á dag, hvernig
sem viðraði. En í þá daga skipti
veðurfarið ekki máli því lífið sjálft
var barmafullt af sólskini og gleði
og stöðugt var eitthvað merkilegt
á prjónunum, sem ekki þoldi neina
bið.
Poreldrar mínir leigðu litla íbúð
í splunkunýju steinhúsi. Það var
svo sem ágætt, en mér þótti miklu
meira koma til hússins á Skóla-
vörðustíg 4b. Þetta var gamalt
timburhús með bröttum stigum,
ótal skonsum, krókum og kimum.
Á neðstu hæð var búðin, þar sem
Ingibjörg, mamma Kristínar, réð
ríkjum ásamt Kristínu Jónsdótt-
ur, vinkonu sinni. Þær versluðu
með allskyns hannyrðadót og var
ákaflega vinsælt hjá okkur stöll-
um að skoða og gramsa í kössum
og hirslum „á bakvið". Aldrei var
verið að amast við þessum rann-
sóknarleiðöngrum okkar. Á hæð-
inni fyrir ofan voru íveruherbergi
og stórt eldhús, sem var sannkall-
að hjarta hússins. Þar var ævin-
lega margt um manninn og nota-
legt að koma. Undir glugganum
stóð stórt matbörð og oftast man
ég eftir Jóhönnu ömmu sitjandi
þar með saumavélina sína þar sem
hún var að bæta og lagfæra föt
heimilisfólksins. Eyjólf, pabba
Kristínar, sé ég líka fyrir mér, þar
sem hann situr á rabbi við að-
komufólk yfir kaffi- eða tebolla og
kannske smá „tári". Aldrei minn-
ist ég þess að hafa komið á þetta
góða heimili og hitt þar einungis
fyrir hjónin og börnin. Hjú, náms-
menn, skyldufólk ofan úr sveit og
aðrir gestir settu þar ávallt svip
sinn á og lífguðu upp á heimilis-
braginn. Þetta var spennandi hús.
En það allrabesta, að mínu mati,
var háaloftið. Snarbrattur stigi lá
þangað upp og við tók hátt ris
sneisafullt af gömlu dóti. Hrein-
asti ævintýraheimur, sem unun
var að heimsækja. Risið var að
mestu óinnréttað, en þó leyndist
þar agnarlítil hosíló undir súð
með glugga á gafli. Þetta var
herbergi Kristínar. Hún átti það
ein. Sjálf deildi ég herbergi með
litlu systur minni og vinnukon-
unni svo það var ekki laust við að
ég öfundaði hana af þessu dásam-
lega einkaathvarfi.
Frá þessari litlu skonsu á ég
mínar bestu endurminningar um
samverustundir okkar Kristinar í
æsku og á unglingsárunum. Þarna
vorum við einar í heiminum; lék-
um okkur, lásum saman og trúð-
um hver annarri fyrir leyndustu
óskadraumum okkar.
Þessara áhyggjulausu daga, áð-
ur en sjúkdómar og vandamál
voru komin til sögunnar, kýs ég
mér að minnast, þegar ég kveð
góða vinkonu, sem mér þótti inni-
lega vænt um.
Blessuð sé minning hennar.
Megi allar góðar vættir styrkja
Dóru mína og aðra ástvini.
Edda
t
Innilegar þakkir tyrir auösýnda samúo viö andlát og útför moður
okkar, tengdamóöur. ömmu og langömmu,
MAQNEU HALLDÓRSDÓTTUR
fré Siglufirði.
Jón Guð|ón»son.
Grétar Guð|ónsaon.
Bogi Þórir Guðjónsson,
Þormar Guðiónsson,
Hlln Guðjðnsdóttir,
Einar Guöjónsson.
Hilmar GuöjónMon,
Bragi Guöjðnsson,
Elísa Dagbjört Guöjðnsd.,
barnabörn og
Halga Þorlaifadóttir,
Jóttanna María Gestsdóttir.
Margrét Viggóadóttir,
Guðrún Stefánsdóttir.
Pétur Goldstain.
Guðrún Árnadóttir,
Guörún Guömundsdðttir.
Asta Andarsan.
barnabarnabörn.
Tökum að okkur að rétta og
lagfæra legsteina í kirkjugördum.
S.HELGASONHF
SKBHMUVEGI48 SiMI 796/7
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum
um

S.HELGASONHF
SKBlWUVEGI 48 Sfe« 76877
1200 ódýrar ferðir með risaþotu til sólarlanda
Mallorka
Perla Miðjarðarhaf sins. Brottför alla laug-
ardagsmorgna, 2, 3 eða 4 vikur. Verð frá
kr. 18.900 (2 vikur á hóteli og þrjár
máltíðir á dag)
Þér getið valið um dvöl á hótelum og
ibuðum á eftirsóttustu stöðunum, Maga-
luf, Palma Nova, Santa Ponsa, Arenal og
Palma. Þar er sjórinn, sólskinið og
skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það.
Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir
með íslenskum fararstjóra.
íbúðahótel. Trianon, Portanova, Hafria
hótelin, Coral Playa El Paso, Leo Saga,
Sunna, Cala Vinas, Valpariso.
Tenerife
Fögur solskinsparadis
Brottför alla þriðjudagsmorgna 2, 3 eða 4 vikur. Verð frá
kr. 19.800 (Tveir í íbúð í tvær vikur)
Frjálst val um dvöl á eftirsottum fjögurra stjörnu hótelum
og íbúðum í Puerto de la Cruz og á Amerísku ströndinni.
Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarfefðir.
Adrar ferdir okkar:
2ja, 3ja eða 4ra vikna feröir meö tækifæri til þess að eyða nokkrum dögum
i London í ferðalok. Brottför í hverri viku. Eftirsóttir gististaðir.
Grikkland, eyjar Korfu og Aþenustranda.
Malta, sólskinseyjar Jóhannesar riddaranna.
Mallorka, allt það besta sem þar er til.
Tenerife hin undurfagra eyja hins eilifa vors.
Landið helga og Egyptaland, 21 dagur, brottför 5. okt. (Fararstjóri Guðni
Þórðarson)
Ferðatilhögun:
Þér njótið frabærrar þjonustu í aætlunar-
flugi Flugleiða í stuttu morgunflugi til
Glasgow, þar sem rétt gefst tími til að
Ijúka við goðan morgunverð. Á laugar-
dögum til Mallorka og þriðjudögum til
Tenerife. Haldið síðan áfram með breið-
þotu beint i sólina. Njótið veislufagnaðar
alla leiðina á fyrsta farrými. Allt frítt,
steikurnar, borðvinin, koníakið og
kampavínið og allir heimsins hressingar-
drykkir á barnum á annari hæð risaþot-
unnar. Heimleiðin úr solinni á einni stuttri
dagstund sömu leið.
Flugferðir - Sólarflug
Vesturgötu 17, Rvk. símar 10661, 22100 og 15331
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48