Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 121. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 29. MAl 1984
Hann skipaöi sér ungur í flokk
framsóknarmanna og var fljótt
eftir honum tekið þar, enda gegndi
hann margs konar trúnaðarstörf-
um á vegum flokksins árum sam-
an áður en til þess kæmi að hann
settist á Alþing. Það var ekki fyrr
en vorið 1959 að Óiafur var kjör-
inn sem aðalmaður á þing, en þá
varð hann þingmaður Skagfirð-
inga í síðustu alþingiskosningum
sem fram fóru samkvæmt eldri
kjördæmaskipun. Ólafur var þá
meira en hálffimmtugur að aldri.
í haustkosningum sama ár varð
hann þingmaður Norðurlands-
kjördæmis vestra, sem myndað
var úr fjórum kjördæmum, sem þá
voru lögð niður.
Eftir að Ólafur var kominn á
þing 1959 varð frami hans í Fram-
sóknarflokknum ærið skjótur og
fór vaxandi með hverju ári. Hann
var kjörinn varaformaður flokks-
ins árið 1960 og formaður 1968,
þegar Eysteinn Jónsson lét af því
starfi. Gegndi Ólafur formennsku
Framsóknarflokksins í 11 ár, til
ársins 1979. Ekki hika ég við að
segja að þessi ár eru eitthvert hið
mesta umbrotaskeið í stjórnmál-
um íslendinga á síðari tímum. Um
og eftir 1970 fer að gæta þeirra
sviptinga innan flestra stjórn-
málaflokka og í flokka„kerfinu"
yfirleitt, sem hafa sótt jafnt og
þétt á og segja má að séu viðvar-
andi enn í dag. Er alls óvíst hve-
nær þessum sviptingum lýkur eða
hvar þær muni lenda. Það var eins
og hver önnur tilviljun að þessar
hreyfingar hefjast og sækja í sig
veðrið um það bil sem Ólafur Jó-
hannesson tekur við formennsku í
Framsóknarflokknum og gerist
forsætisráðherra.
Framsóknarflokkurinn   hefur
ekki  farið  varhluta  af þessum
sviptingum,  sem  að  sjálfsogðu
eiga sér þjóðfélagslegar skýringar,
sem unnt væri að rekja, þótt það
verði ekki gert hér að oðru leyti en
því að leggja áherslu á að per-
sónuástæður  einstakra  manna
skipta hér engu verulegu máli, síst
hvað varðar forystu ólafs Jóhann-
essonar, svo að nafn hans sé sér-
staklega nefnt í þessu sambandi.
Hins vegar mæddu þessar þjóðfé-
lagshræringar mjög á ólafi Jó-
hannessyni persónulega, og eink-
um einn angi  þessara umbrota
öðrum fremur, en það var sú heift-
arlega aðför sem að honum var
gerð á árunum 1976—1978, þegar
hann var dómsmálaráðherra og
honum var borið á brýn misferli í
dómsmálastjórn,   jafnvel   yfir-
hylming  glæpaverka.  Atvik  og
áhrif  þessa  ósvífna  og  ósanna
áburðar og aðfarar að æru  og
stjórnmálaheiðri  Ólafs  Jóhann-
essonar hafa ekki verið rakin né
metin svo að nokkurt gagn sé að.
En fyrir mér og mörgum öðrum
hefur þessi aðför haft víðtækari
og langærri áhrif á fyigi og orðstíi
Framsóknarflokksins   en   flest
annað  á  því  umbrotaskeiði  ís-
lenskra þjóðmála, sem hófst um
og eftir 1970, en var illvígast á
árunum  1976—1978  og  beindist
mjög  gegn  Ólafi  Jóhannessyni
persónulega og var látið ná til
Framsóknarflokksins í heild. Þau
myrkraöfl  sem  þennan  gaidur
gólu, sluppu því miður alltof létt
frá verkum sínum. Þeim var hlíft.
En þó að á þetta sé minnst all-
ýtarlega  í  örstuttri  eftirmæla-
grein á útfarardegi ólafs Jóhann-
essonar er fjarri mér að einblína á
það eitt eða láta sem svo að hlut-
skipti Ólafs hafi einungis orðið
það að standa í vörn fyrir æru
sína og pólitískan heiður meðan
hann gegndi forystu í Framsókn-
arflokknum, sat í forsæti í ríkis-
stjórnum eða gegndi öðrurii ráð-
herraembættum. Því fer víðs fjar-
ri. Þótt Ólafur Jóhannesson yrði á
vissu tímabili að kljást við ofsókn-
arblaðamennsku  og  fréttamafíu
og alls kyns pólitískan óaldarlýð,
þá skiptir annað meira máli  í
stjórnmálasögu hans, sem einnig
er hluti af framfarasögu íslensku
þjóðarinnar.   Fyrri   ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar, sem sat á
árunum 1971—1974, olli straum-
hvörfum í ýmsum mikilvægustu
þjóðmálum  fslcndinga.  Þar  ber
hæst einbeitta sókn í landhelgis-
málinu og stórfellda atvinnuupp-
byggingu, sem náði til landsins
Sögufrægur fundur í London. í október 1973 sómdu þeir Edward Heath,
forsætisráðherra Breta, og Olafur Jóhannesson um lausn á deilunni vegna
útfærslu landhelginnar í 50 sjómflur.
ólafur Jóhannesson var þing-
maður Reykvíkinga síðustu árin.
Hann sat í ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen sem utanrikisráð-
herra og sinnti því starfi af kost-
gæfni, en hafði þá dregið sig mjög
í hlé um bein afskipti af öðrum
málum. Eigi að síður var hann
áhrifamikill í ríkisstjórninni og í
þingflokki Framsóknarflokksins,
þar sem hann naut mikillar virð-
ingar og trausts og lét ævinlega
mikið að sér kveða og færði margt
til betri vegar í umræðu og stefnu-
mótun. Ólafur var bæði reyndur
og svo vitur að á hann var ávallt
hlustað með athygli allt þar til yf-
ir lauk.
Við fráfall Ólafs á þjóðin á bak
að sjá mikilhæfum forystumanni,
sem mjög lét til sín taka meðan
hann hafði æðstu völd og gat beitt
áhrifum sínum. Þótt hann væri að
eðlisfari kyrrlátur maður og
óhlutdeilinn lenti hann í eldlínu
stjórnmála framar flestum öðrum
á síðari áratugum. Á honum
skullu hörð skot og óvægar árásir,
sem hann hratt af sér með sér-
stæðri mælsku og rökfimi, sem fá-
ir geta leikið eftir. Sumar þing-
ræður Ólafs eru með þeim allra
bestu sem heyrst hafa í þingsölum
síðasta aldarfjórðung. Hann var
frábærlega kraftmikill ræðumað-
ur, þegar mikið lá við, flutti mál
sitt skýrt og skipulega og studdist
sjaldan við skrifað blað, og var
hann þó vel ritfær eins og bækur
hans votta.
Ólafur var kominn á þann aldur
sem flestum finnst eðlilegt að
draga sig í hlé frá miklum erli. En
vitsmunir hans voru óskertir, þeg-
ar við samflokksmenn hans heyrð-
um síðast til hans á þingflokks-
í Hvíta húsinu. Ólafur með Jimmv Carter, forseta Bandaríkjanna, og Walter Mondale, varaforseta, sem nú er
líklegasti frambjóðandi demókrata gegn Ronald Reagan.
alls. Miklar umbætur áttu sér þá
stað í kjaramálum almennings,
ekki síst á högum aldraðs fólks,
þar sem misskipting hafði áður
verið áberandi. Hins vegar stóð
þessi ríkisstjórn ekki af sér þær
sviptingar sem áttu sér stað innan
stjórnmálaflokkanna, þann glund-
roða, sem ríkti hjá samstarfsaðilj-
um Framsóknarflokksins og þau
átök, sem fóru fram í Framsókn-
arflokknum sjálfum og leiddu til
klofnings í flokknum eftir stofnun
svonefndrar Möðruvallahreyf-
ingar. Allar þessar sviptingar —
sem voru af ýmsum toga spunnar
— og einkum ágreiningur um að-
gerðir í efnahagsmálum enduðu
með þingrofi í maí 1974 ári áður
en kjörtímabilinu átti að ljúka, og
kosningaúrslitum sem ekki sköp-
uðu grundvöll fyrir framhaldi
vinstra samstarfs. Hefur sá
grundvöllur reyndar ekki fundist
enn eftir 10 ár og er ekki í sjón-
máli.
Ólafur Jóhannesson réð að
sjálfsögðu miklu um það að Fram-
sóknarflokkurinn tók upp stjórn-
arsamstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn 1974, sem stóð í 4 ár, heilt
kjörtímabil. Hann réð því einnig
manna mest að formanni Sjálf-
stæðisflokksins var falin stjórnar-
forystan, þótt ýmsum öðrum fynd-
ist að sú staða hefði átt að falla
Ólafi sjálfum í skaut. En ólafur
var eigi að síður mikill ráðamaður
í þeirri ríkisstjórn og átti ekki
minnstan þátt í því að ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar hélt áfram
ýmsum mikilvægustu stefnumál-
um hinnar fyrri ríkisstjórnar,
ekki síst hvað varðaði lokaátökin í
landhelgismálinu. Framkvæmd
landhelgisgæslu var m.a. undir
hans yfirstjórn.
Ólafur myndaði enn ríkisstjórn
að loknum kosningum 1978, þá
með Alþýðubandalagi og Alþýðu-
flokki, og fékk það óleysaniega
hlutverk, eins og kom á daginn, að
ætla að láta sundurþykkt lið
starfa saman eðlilegt stjórnar-
tímabil, enda sat stjórnin aðeins
eitt ár áður en hún leystist upp,
sem var ekki á neinn hátt sök for-
sætisráðherrans, enda ekki á hans
valdi að leysa þá hnúta, sem aðrir
höfðu hnýtt og snertu þá sjálfa og
aðra ekki. Sannleikurinn er sá að
Ólafur hlaut í þessum sviptingum
sterka stöðu persónulega og bætti
kosningaaðstöðu Framsóknar-
flokksins, eins og fram kom í vetr-
arkosningunum 1979, þótt hann
hefði þá látið af flokksformennsku
og fleiri kæmu þar við sögu.
fundi fyrir nokkrum vikum. Við
vissum ekki að hann ætti skammt
eftir ólifað og trúðum því flestir
að honum myndi auðnast að halda
með okkur hópinn nokkur ár enn.
En ekki mátti það verða. Við fé-
lagar hans söknum hans mjög, og
sumir segja að Framsóknarflokk-
urinn sé ekki samur eftir svo
skyndilegt fráfall hans.
Mestur er þó missir eiginkonu
hans, frú Dóru Guðbjartsdóttur,
og fjölskyldu þeirra. Þau voru
samvalin hjón og samstiga um
alla hluti, enda frú Dóra vel
menntuð og gáfuð kona. Ég hef
setið á Alþingi með Ólafi Jóhann-
essyni lengur en flestir aðrir sam-
flokksmenn hans. Hann var auk
þess kennari minn fyrr á tíð. Mér
finnst því að ég þekki hann per-
sónulega og verk hans allvel. Ég
læt vera að kveða upp einhvern
allsherjardóm yfir margslungnum
verkum hans sem stjórnmála-
manns og fræðimanns, en hitt
leyfi ég mér að segja, að vamm-
lausari mann hef ég naumast
þekkt.
Við hjónin sendum frú Dóru og
dætrum hennar og öðrum vanda-
mönnum innilega samúðarkveðju.
Ingvar Gíslason
Síminn vakti mig af værum
blundi sunnudagsmorguninn 20.
maí sl. til að láta mig vita, að þá
um nóttina hefði ólafur Jóhann-
esson orðið bráðkvaddur.
Flestum verður hverft við slík
tíðindi, ekki síst þegar í hlut eiga
vandamenn eða nánir vinir og
samstarfsmenn, jafnvel þótt mað-
ur hafi haft grun um, að sá er
genginn er hafi ekki verið heill
heilsu síðustu vikurnar.
Ég mun ekki rekja æviágrip
Ólafs, það munu aðrir gera. En þó
vil ég minna á það og undirstrika,
að Olafur Jóhannesson var alinn
upp í einni harðbýlustu sveit í
þessu landi og ég tel, að hann hafi
borið þess merki í lífsviðhorfum
og athöfnum til æviloka. Þar hafi
hann fengið það veganesti er
dugði honum, þegar mest reið á,
ásamt mjög góðri menntun, er
hann aflaði sér, og skarpri álykt-
unargáfu.
í harðbýlum sveitum þessa
lands var og er enn háð hörð og
tvísýn barátta fyrir því að komast
sæmilega af. Ef það átti að takast
varð allt heimilisfólkið að standa
saman og hver og einn að leggja
það fram, sem þroski og kraftar
leyfðu. Samkennd og tillitssemi
einkenndu það fólk, sem ólst upp
við slíkar aðstæður. Þeir sem á
annað borð komust í gegnum
þessa eldskírn héldu reisn sinni,
þrátt fyrir þrældóm og fátækt. Og
það má segja, að þetta fólk yxi
með hverjum vanda, er mætti því
á lífsleiðinni.
Ólafur Jóhannesson var einn
þeirra. Það er líkt með okkur
mönnunum og stálinu, að það sem
úrslitum ræður er, að herslan sé
framkvæmd á réttan hátt. Deigt
járn bítur aldrei þótt brýnt sé. Eg
tel það vafasamt, að borgríkið hafi
upp á að bjóða þau skilyrði sem til
þarf svo æskan þar fái þá herslu
hugans og víðsýni og skilning á
málefnum þjóðar sinnar í heild í
líkum mæli og Ólafur Jóhannes-
son fékk í sínum uppvexti. Að
minnsta kosti eru þeir einstakl-
ingar enn ekki komnir fram á
sjónarsviðið, hvað sem síðar verð-
ur.
Ég hygg að umhverfið og virk
þátttaka í lífsbaráttunni með sín-
um nánustu þroski hvern og einn
meira en flestir gera sér grein
fyrir. Uppeldisfræðingar vorra
tíma ættu að kryfja þessi mál til
mergjar fremur en margt annað,
er þeir segjast vera að rannsaka,
því ekkert er jafn brýnt og að
rækta og laða fram það besta sem
býr í hverjum einstaklingi.
Eftir fráfall Ólafs er aðeins einn
framsóknarmaður á þingi sem
hefur lengri þingsetu að baki en
sá, er þetta skrifar. í 17 ár hef ég
setið á Alþingi og fylgst þar með
mönnum og málefnum, eftir því
sem geta mín hefur leyft. Ég hef
því starfað í þingflokki framsókn-
armanna allan þann tíma sem
Ólafur var formaður hans og
ráðherra. Og á þeim tíma, sem
hann var ráðherra, kom ég oft á
heimili hans til að ræða við hann
um þau mál, sem ég var að reyna
að finna lausn á, eða þegar mér
fannst eitthvert málefni vera að
þokast inn á þær brautir sem ég
taldi ekki æskilegar. Oftast var ég
ánægður með þau málalok sem er-
indi mín fengu, og margt lærði ég
af Ólafi á þessum árum. Hann var
ráðsnjall og mesti lögvitringur
okkar tíma, enda vitnuðu flestailir
stjórnmálamenn í hans lögskýr-
ingar, þegar þeir lentu í rökræð-
um um lögfræðileg efni. Enginn
bar brigður á visku og lærdóm
hans á því sviði.
Áttundi áratugurinn hefur verið
nefndur Framsóknaráratugurinn.
Enginn maður hafði eins mikil
áhrif á gang mála á þessum árum
og Ólafur Jóhannesson. Ég hefði
viljað kalla þennan áratug „áratug
landsbyggðarinnar". Aldrei hafa
verið eins miklar framfarir á
landsbyggðinni og þessi ár. Þá
fjölgaði fólki þar í verulegum
mæli, sum árin a.m.k. ólafur J6-
hannesson stjórnaði undir kjör-
orðinu: Framför landsins alls.
Uppbygging atvinnulífsins á þess-
um árum talar sínu máli og ber
vitni um þá stjórnarstefnu, sem
farið var eftir. Sú uppbyggin
stendur nú að verulegu leyti undii
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48