Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 123. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAl 1984
27
Höfnum afurðalánakerfinu
krefjumst verslunarfrelsis
— eftir Kristin
Pétursson
Lánaflokkur sá sem kallast „af-
urðalánakerfi" er nú í sviðsljós-
inu. Hafa þessi ölmusulán nú ver-
ið lækkuð i prósentuvís af verð-
mætaframleiðslu í sjávarútvegi.
Af þessari ákvörðun er gáfu-
mannalykt. Hin dásamlega ríkis-
forsjá talar hér máli sínu. Tími er
til kominn að þetta lánakerfi verði
lagt niður í núverandi mynd.
Framleiðendur í sjávarútvegi
hafa löngum verið látnir krjúpa
fyrir framan þetta lánakerfi þar
sem framleiðandinn er heilaþveg-
inn óbeint að mikið geti hann nú
verið þakklátur fyrir þetta örlæti
að fá lánað eftir þessu skömmtun-
armiðakerfi, með tilheyrandi vott-
orðum og naflaskoðun, að fá lánað
smávegis af þessum verðmætum
sem þessir sömu framleiðendur
áttu drýgstan þátt í að skapa.
Ég leyfi mér að mótmæla þessu
fyrirkomulagi. Þetta þarf ekkert
að vera svona. Þeir sem framleiða
fyrir erlenda markaði þurfa ein-
faldlega verslunarfrelsi. Framleið-
endur þurfa frelsi til þess að fá
lánað út á afurðir sínar í erlend-
um bönkum. Skammtímalán (allt
að sex mánuðir) fengju þá á sig
allt annað snið en nú er.
Þar sem vitað er að oflesnir
„sérfræðingar" fórna höndum yfir
svona hugmyndum og tala um
„aukin erlend lán" og birta okkur
draugalegar   galdraformúlur   um
Kristinn Pétursson
„Ég leyfí mér að mótmæla
þessu fyrirkomulagi. Þetta
þarf ekkert að vera svona.
Þeir sem framleiða fyrir
erlenda markaði þurfa
einfaldlega verslunar-
frelsi. Framleiðendur
þurfa frelsi til að fá lánað
út á afurðir sínar í erlend-
um bönkum. Skammtíma-
lán (allt að sex mánuðir)
fengju þá á sig allt annað
snið en nú er."
Krísuvík:
Úrslitatilraun til
að selja skólann
Menntamálaráöuneytið er nú aö
gera úrslitatilraun til þess að selja
Krísuvíkurskólann, og þess vegna birt-
ist nú um helgina auglýsing ráðuneytis-
ins þar sem skólinn var auglýstur til
sölu. Fyrir réttu ári var skólinn aug-
lýstur til leigu, og þá bárust 7 tilboð. en
að sögn Orlygs Geirssonar í mennta-
málaráðuneytinu hefur ekki verið tek-
in endanleg afstaða til þeirra tilboða,
þar sem reyna á að selja skólann frem-
ur en leigja.
„Það liggur ljóst fyrir að það verð-
ur um talsverðan kostnað eignarað-
ila að ræða við að koma byggingunni
í leiguhæft ástand, ef farið verður út
í að leigja Krísuvíkurskólann," sagði
Örlygur Geirsson í samtali við blm.
Mbl. í gær, „og því var ákveðið strax
um síðustu áramót, að áður en farið
yrði út í einhverjar fjárfrekar fjár-
festingar, þa væri eðlilegt að reyna
til þrautar sölu. Þetta er því könnun
á því hvort einhverjir hafa áhuga á
að kaupa bygginguna í því ástandi
sem hún er í nú."
Örlygur sagði að það hefði dregist
fram á vorið að auglýsa bygginguna
til sölu, þótt þetta hefði verið ákveð-
ið um áramótin, vegna ófærðar.
Boddl- varahlutir
Bíllinn sF
sérhæfir sig í boddí-varahlutum í sem
flesta fólksbíla þ.á m. amerískar bifreiöar.
Erum með yfir 6 þúsund vörunúmer á
skrá.
. Póstsendum.
Bíllinn
Skeifunni 5,
S/F símar 33510 og 34504.
að næstum heimsendir sé í nánd
verði svona verslunarfrelsi inn-
leitt.
Svoleiðis sérfræðingum eigum
við ekki að taka mark á. Framleið-
endur eiga að nota sér þetta tæki-
færi   við   lækkun   afurðalána  til
þess aö hafna þessu ölmusulána-
kerfi alfarið.
Seðlabankinn hefur þá líka úr
meiru að spila handa sjálfum sér
og getur hækkað hlutfall muster-
islána svo auka megi bygginga-
hraðann við Arnarhól.
Verslunarfrelsi á skammtíma-
lán til framleiðslu á erlenda
markaði. Ég skora á forráðamenn
í sjávarútvegi að þjappa sér sam-
an um nýtt, eigið lánafyrirkomulag
í þessari framleiðslu, einnig að
framleiðandi geti valið um nokkra
gjaldmiðla til þess að taka lán i.
Stígum nú skref í átt til aukins
sjálfsforræðis og höfnum því að
vera á hnjánum fyrir framan nú-
verandi stofnanaapparat.
Kristinn Pétursson er írani
kvæmdastjóri Fiskverkunar á
Bakkafirði.
Ný leið
tilviðskiptavið
Sparisjóð Reykjavíkur
ognágrennis
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og
Sparisjóðurinn Pundið munu frá og með 1. júní sameina
þjónustu sína, viðskiptavinum beggja til mikils
hagræðis. Það þýðir að nú geta viðskiptavinir þessara
sparisjóða notið sömu fyrirgreiðslu á þremur stöðum:
í Sparisjóðnum Skólavörðustíg 11,
í Sparisjóðnum Austurströnd 3,
og Sparisjóðnum Hátúni 2B.
Af því tilefni er viðskiptavinum Sparisjóðanna
boðið upp á kaffi og meðlæti 1. júní í Hátúni 2B.
Verið velkomin.
SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR
OG NÁGRENNIS
Skólavörðustíg 11, Austurströnd 3,
Hátúni 2B.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32