Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 123. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984
Morgunblaölö/Skaptl Hallgrimsson.
• Breiðabliksstúlkurnar sigruðu í Litlu-bikarkeppninni á dögunum.
í þeirri keppni sigruðu þær ÍA í Kópavogi 4:1. A myndinni skorar
Svava Tryggvadóttir eitt Breiðabliksmarkanna.
Knattspyrnan í dag:
1. fteild kvenna hefst
— KR mætir Fram í 1. deild karla
Einn leikur er á dagskrá í 1.
deild knattspyrnunnar í kvöld:
KR og Fram mætast á Laugar-
dalsvelli kl. 20. Þá hefst 1. deild-
in hjá kvenfólkinu í dag meö
tveimur leikjum, ÍA og ÍBÍ mæt-
ast á Akranesi kl. 20 og á Vík-
ingsvelli leika Víkingur og Valur
á sama tíma.
íslandsmeistarar Breiöabliks
áttu aö maeta KR kl. 14.30 á
KR-vellinum, en leiknum hefur
veriö frestaö þar til kl. 14 á laug-
ardag vegna þess að Erla
Rafnsdóttir,      landsliöskonan
snjalla   í   handknattleik   og
knattspyrnu, og ein aöaldriff jöðr-
in í liöi Breiöabliks, útskrifaöist í
dag sem stúdent.
Aörir leikir á dagskrá í dag eru
þessir:
2d. Kv. A Arbæjarvöllur — FylkirHaukar.
kl. 20.00.
2d. Kv. A Framvöllur —  Fram:Vídir, kl.
14.00
2d. Kv. A Grindavikurv. — GrindavikríR, kl.
20.00.
2.d.  Kv.  B  Hverag.v.  —  Hveragerði:ÍR.
kl. 14.00.
2d. Kv. B Selfossvöllur — SellosslBK, kl.
20.00.
2d. Kv. B Stjörnuv. — Stjarnan:Afturelding,
kl. 20.00.
5.II  B Kaplakrikavöllur —  FHÞór V, kl.
14.00.
Jón og K jartan til
Kaupmannahafnar
— sitja þar fundi Nordurlanda og Vestur-Evrópuþjóða
Jón Hjaltalín Magnússon, ný-
kjörinn formaður HSÍ, og Kjartan
Steinback, stjórnarmaður í sam-
bandinu, fara í dag til Kaup-
mannahafnar, þar sem þeir munu
sitja fund handknattleikssam-
bands Norðurlandaþjoða, og síö-
an Vestur-Evrópuþjoða.
Noröurlandafundurinn er fram-
hald annars sem haldinn var fyrir
þremur vikum og Vestur-Evrópu-
fundurinn veröur síöan í beinu
framhaldi af honum. Þetta eru
undirbúningsfundir fyrir þing al-
þjóöahandknattleikssambandsins
sem haldiö verður i San Diego í
tengslum viö ólympíuleikana í
sumar.
Mikilvægasta málið þessa
stundina fyrir íslenskan hand-
knattleik er félagaskiptamáliö
svokallaöa. Aö handknattleiks-
samböndin fái rétt til þess aö fá
alltaf leikmenn sem leika meö er-
lendum liöum í landsleiki, og fé-
lagsliöin greiöi feröakostnaö leik-
mannanna. ísland er ekki eina
landiö sem vill fá þetta samþykkt
— hin Noröurlöndin eru á sama
máli.
Ráðherrann
missti af
EEEa^Ml
Giulio Andreotti, utanríkisráö-
herra italíu, er mikill Roma-
aðdéandi. Hann gat ekki horft á
úrslitaleikinn í gærkvöldi — hann
var kominn til Washington til að
sitja fund utanríkisráðherrafund
NATO-ríkja. „Ég hefði að sjálf-
sögðu viljað vera é ólympíuleik-
vangínum," sagði Andreotti, „en
þar sem ég gat ekki frestað ráð-
herrafundinum gat ég ekki horft
á leikinn." Ráðherrann sagðist
myndu horfa á myndbandsupp-
töku af leiknum um leið og hann
sneri aftur frá Bandaríkjunum.
A fundinum í Kaupmannahöfn
munu Jón og Kjartan ræöa viö for-
ráöamenn allra þeirra þjóöa sem
þar eiga fulltrúa um möguleika á
landsleikjum fyrir olympíuleikana.
Reynt veröur að fá fimm til sex
leiki áöur en landsliöiö heldur til
Bandaríkjanna.
• Nils Lidholm, þjalfan Roma.
„Bíkarinn er í
góðum höndum
— sagði þjálfari Roma
iá
„BIKARINN er í góðum höndum,"
var þaö fyrsta sem Nils Lidholm,
hinn sænski þjálfari AS Roma
sagði við fréttamenn eftir leikinn
í gærkvöldi. „Mér fannst þessi
leikur eins og viðureign tveggja
frábærra skákmanna á skákborö-
inu."
Lidholm hrósaöi leikmönnum
Liverpool mikið fyrir leik þeirra og
leikskipulag. „Til aö leika svona
þarf maöur aö hafa gríöarlega
orku — og þeir sýndu aö á þess-
um bæ er svo sannarlega mikiö til
af henni."
Lidholm sagöi um vítaspymur
tvær sem Conti og Graziani tókst
ekki aö nýta aö slíkir hlutir gætu
alltaf gerst. „Knattspyrnan er óút-
reiknanleg og ógerningur aö spá
nokkru fyrir fram. Hver hefði trúað
því aö þessir tveir frábæru
knattspyrnumenn myndu ekki
skora úr sínum spyrnum?" spuröi
Lidholm.
Svíinn, sem orðinn er 61 árs aö
aldri, hættir nú hjá Roma. Hann
hefur náð frábærum árangri með
liöiö og hefur þaö leikiö stór-
skemmtilega knattspyrnu undir
hans stjórn. Hann lék sjálfur með
liöinu hér á árum áöur.
„Þaö veröur aö sjálfsögöu leiö-
inlegt og sorglegt aö sumu leyti aö
hætta meö liöiö en ég er enginn
unglingur lengur og maöur getur
ekki haldiö þessu áfram enda-
laust," sagði hann (gær. „Ég held
aö nú sé rétti tíminn til aö hætta."
Þess má geta aö landi Lidholm,
Sven Göran Nilson, sem þjálfar
portúgalska liöiö Benfica, hefur
veriö oröaöur viö stööuna sem
losnar hjá Roma, en hann neitaði
því alfariö í gær. „Eg er samn-
ingsbundinn Benfica og hef alls
ekki talaö viö forráöamenn Roma
um þetta." ítölsk blöö skrifuöu um
þaö í gær aö hann væri líklegur
eftirmaður Lidholm, en hann sagð-
ist aöeins vera kominn til Rómar til
aö fylgjast meö úrslitaleiknum í
gær.
Guðni missir
tvo
Guðni Bergsson, hinn ungi og
efnilegi Valsmaður, leikur ekki
meö félögum sínum í næstu leikj-
um íslandsmótsins. Hann missir
af leikjunum gegn KA á sunnu-
daginn og ÍA miðvikudaginn í
næstu viku. Guöni var aö útskrif-
ast sem stúdent og veröur á
skólaferðalagi á Spáni þegar um-
rasddír leikir fara fram.
Vestur-þýska blaðið Kicker:
Leitað verður til
Jóhanns Inga
— þegar eftirmaður Mikkelsen verður valinn
Ef marka mé umsögn í út-
breiddasta og víðlesnasta
íþróttablaöi Veatur-Þýskalands,
Kicker, bendir margt til þess að
leitaö veröi til Jóhanns Inga
Gunnarssonar þjalfara THW Kiel í
vestur-þýsku bundesligunni í
handbolta, þegar eftirmaður Leif
Mikkelsen með danska landsliðiö
í handknattleik verður valinn.
I umsögn og grein um danska
landsliösmanninn Erik Rasmus-
sen, sem undírritað hefur eins árs
samning við Gummersbach, marg-
falda Þýskalands- og Evrópu-
meistara í handknattleik, er oft
vitnaö í handknattleiksþjálfarann
Jóhann Inga Gunnarsson. Þess má
geta aö Erik Rasmussen er fyrsti
erlendi leikmaöurinn sem gengur
til liös við Gummersbach en engu
munaði að Alfreð Gíslason leik-
maöur Tusem Essen i Vestur-
Þýskalandi gengi til liös við
Gummersbach i fyrra en hjá hon-
um varö Essen fyrir valinu eins og
Morgunblaöiö hefur áöur greint
frá.
• Erik Rasmunsen, danskí
landsliðsmaðurinn í handknatt-
leik, leikur með Gummersbach á
næsta keppnistímabili.
Jóhann Ingi var spuröur um álit
sitt á danska landsliösmanninum
og einnig hvernig honum komi til
meö aö ganga í hinni erfiðu þýsku
deildarkeppni. Jóhann Ingi telur aö
Erik Rasmussen komi til meö að
spjara sig vel í Vestur-Þýskalandi
og falla vel inn í liö Gummersbach.
Erik þekkir bundesliguna og veit
hvernig hann þarf aö haga sér er-
lendis til aö ná árangri, en Erik lék
fyrir tveimur árum meö Nett-
eldstedt. Jóhann bendír á til sam-
anburöar aö danski landsliösmaö-
urinn í knattspyrnu Lars Bastrup
hafi fyrst slegiö í gegn hjá Ham-
burger Sportverein eftir aö hann
haföi leikiö áöur meö Kickers
Offenbach og fengiö nauösynlega
reynslu i bundesligunni.
Kickers segir ennfremur:
„Þetta er skoðun Jóhanns Inga,
hina íslenska þjálfara hjá THW,
sem alltaf er nefndur þegar um
það er rætt hver verði eftirmaöur
Leif Mikkelsen með danska
landsliðið í handknattleik."
Morgunblaöiö/Steinar Garöarsson.
Klúbbakeppnin á Höfn:
Fjörutíu högga for-
ysta Hornfirðinga
Höln 28. maf.
Nú um siðuatu helgi var
klúbbakeppni Golfklúbba Horna-
fjarðar og Eskifjarðar haldin hér a
Höfn. Hefur þetta verið fastur lið-
ur hjá klúbbunum undanfarin ar.
Leikar fara þannig fram aö leikn-
ar eru 36 holur m. forgjöf og eru
18 holur leiknar á Hðfn en hinar
18 verða leiknar á Eskifirði nú í
haust.
Golfklúbbur Hornafjaröar hefur
fjörutíu högga forystu eftir 18 holur
en til gamans má geta þess aö þau
voru fjörutiu og eitt í fyrra en Esk-
firöingar náöu sér vel  niöur á
Hornfiröingum á heimaveili og
unnu keppnina þannig aö keppnin
er mjög tvísýn. Veður var eins og
best veröur á kosiö. Meöfylgjandi
mynd er af kylflngum úr golfkl.
Hornafj. og Eskifj. fyrir framan
golfskálann sem veriö er aö reisa.
Víkingur
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Vík-
ings verður haldinn í félagsheim-
ilinu við Hæðargarö þriöjudaginn
5. juní kl. 18. Venjuleg aðalfund-
aratðrf. Stjórnin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32